Morgunblaðið - 11.11.1999, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 11.11.1999, Blaðsíða 30
30 FIMMTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Sitt af hvoru Helgi Hjaltalín sem á að baki einkasýningar og hefur átt verk á samsýningum í flestum helstu söfnum, auk þess sem verk haris hafa verið keypt til Listasafns Is- lands. Það sem Helgi sýnir hér er eins konar endurómur af nýlegum sýningum hans og nefnir hann framlag sitt Gjafír. Þar hefur hann pakkað verkum inn í ramm- gerða kassa sem standa á gólfinu merktir viðtakendum en á veggn- um fyrir ofan hanga ljósmyndir sem sýna innihald kassanna. Þannig fer um sýningargripi listamannsins; þeim er pakkað niður og þeir svo sendir út um hvippinn og hvappinn. Sólveig Þorbergsdóttir á mörg verk á þessari sýningu og þau eru af ýmsum toga. Hún sýnir texta- verk á vegg og í glugga, hálfklár- uð málverk af tólf mönnum og verkið SKÖP-UN sem virðist gert með því að setjast á strigann. Pétur Öm Friðriksson sýnir eina innsetningu þar sem hann beitir, eins og hann hefur áður gert, ýmsum tækjum til að líkja eftir tilraunum raunvísindamanna án þess þó að nokkur sýnilegur tilg- angur sé með samsuðunni. Guð- rún Vera á hér nokkur verk sem líkt og verk Sólveigar eru ólík svo erfitt er að átta sig á því hvert hún vill stefna. Tvö þeirra virðast þó ramma inn framlag hennar, annars vegar verkið Ég er lifandi þar sem hjartalaga kólfur sveifl- ast neðan úr kassa og hins vegar verkið I am dying þar sem titill- inn hefur verið grafinn í stóran stein. Elsa Dóróthea sýnir einungis tvö verk en þau eru líka ansi áhugaverð. í aðalsal sýnir hún verkið Ilmurinn úr garðinum þar sem hún hefur gert ilmvatn af blómunum í garði sínum og býður gestum að lykta af því. I gryfj- unni á neðri hæð sýnir hún hins vegar ljósmynd af sjálfri sér sem er liður í allumfangsmiklu verk- efni sem Elsa nefnir Uppkast að verki. I því felur hún öðrum að ráða því hvernig hún er ljósmynd- uð og að þessu sinni fylgir hún forskrift „Ömmu Bjargar" eins og kemur fram í texta með verkinu. Með þessum hætti felur Elsa bæði gerð verksins og sig sjálfa í annars hendur og verður þannig sjálf aðeins viðfang verksins. Þetta er ansi ögrandi aðferð og ekki laust við að hugmyndin veki ónot hjá áhorfandanum. Jón Bergmann er eini málarinn í þessum hópi og sýnir allstór verk þar sem hann styðst við vör- umerki þekktra íþróttavörufra- mleiðenda, Adidas og Nike. Mál- verkin eru vandlega unnin og formin látin ráða byggingu svo úr verður hlutlaus og frekar líflítil heild eins og kannski hæfir best auglýsingasamfélaginu. Hugur manns hvarflar til verks sem An- dy Warhol vann með þessum hætti en Jón virðist þó fyrst og fremst hafa áhuga á formrænu inntaki vörumerkjanna sem hann velur sér og er ekki gott að sjá hvort verkunum er ætlað að hafa frekari skírskotun, samfélagslega eða listasögulega. Sýningin í ASÍ líður fyrir það að vera nokkuð ósamstæð, auk þess sem verkin eru missterk, sum mjög ágeng og umhugsunar- verð en önnur eins og gerð í flýti og án mikillar umhugsunar. Flestir listamennirnir komast þó vel frá sínum hluta. Eins er enn ógetið, Hreins Friðfinnssonar, sem hér fylgir yngi'i kynslóðinni með tveimur ljósmyndum af sjálf- um sér að lesa úr bók eftir Rema- rque, annars vegar í herbergi fullu af drasli og hins vegar í tómu rými. Þannig sveiflast listin milli tómarúms og ofhlæðis og hver sýning er tilraun til að finna einhvers konar jafnvægi milli þessara tveggja póla. Nyr stciður fyrir notoðo bílo MYNÐLIST Listasafn ASÍ BLANDAÐ EFNI ÝMSIR Safnið er opið frá 14 til 18 alla daga nema mánudaga. Sýningin stendur til 14. nóvember. í LISTASAFNI ASÍ stendur yfir samsýning nokkurra listamanna, þeirra Sólveigar Þorbergsdóttur, Péturs Arnar Friðrikssonar, Elsu Dórótheu Gísladóttur, Helga Hjaltalín, Guðrúnar Veru Hjart- ardóttur og Jóns Bergmanns Kjartanssonar, auk Hreins Frið- finnssonar. Eins og von er á eru verkin úr ýmsum áttum, enda ekki um neitt sameiginlegt hug- myndastef að ræða heldur sýna listamennirnir frá því helsta sem þeir hafa sjálfir verið að fást við. Yngri listamennirnir á sýning- unni hafa allir látið nokkuð á sér bera í sýningarhaldi undanfarin ár, mismikið þó, og mótað sér nokkuð skýra stefnu, stfl og vinnulag. Reyndastur þeirra er Sýningin í ASI líður fyrir það að vera nokkuð ósamstæð, segir m.a. í umfjölluninni. Á myndinni eru sex af listamönnunum sjö sem eiga verk á sýningunni. bílci IQ B&L on d notaóir bílar Bílaland B&L er ein stærsta bílasala landsins meó notaóa bíla af öllum stæróum og gerðum. Bílaland er í nýja B&L húsinu við Grjótháls 1 (rétt ofan við Select við Vesturlandsveg) og þú gengur inn frá Fosshálsi. Hyundai H1 stuttur, 5.1998, 2500CC 5 g., 4d., ek. 29 þ. hvítur Land Rover TDl, 11.1997, 2500CC, 5 g., 4 d., blár, ek. 63 þ Veró 2,300 Veró 1,420 Hyundai H1 Starex, 02.1999, 2500CC, 5 g., 4 d., þlár, ek. 25 þ Veró 1,870 Hyundai H-100, 07.1995, 2400CC, 5 g. 4 d., hvítur, ek. 61 þ. Mazda E-2200 pallbíll, 07.1995, 2200CC, 5 g., 2 d., blár, ek. 71 Renault Clio Societe RN, 1994, 1200CC, 5 g„ hvítur, ek. 53 þ. Toyota Hiace 11.1991, 5 g„ 4 d„ hvítur, ek. 153 þ. Veró 890 Verð 550 Ford Transit Bus, 05.1996, 2500CC, s]sk„ 4 d„ blár, ek. 127 þ. Veró 1,890 Grjóthálsi 1, sími 575 1230 VerÓ 780 Veró 890 Hyundai H-100, 10.1998, 2500CC, 5 4 d„ hvítur, ek. 28 þ. Veró 1,390 Verð 790 Renault Clio Societe RN, 04.1997, 1200CC, 5 g„ 3 d„ hvítur, ek„ 40 þ. Veró 880 Peugeot Partner, 1.1997, 1100CC, 5 d„ 3 d„ grænn, ek. 15 þ. Verð 370 Veró 880 Renault Express, 11.1990, 1400CC, 5 g„ 3 d„ hvítur, ek„ 95 þ. \ \ Jón Proppé
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.