Morgunblaðið - 11.11.1999, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 11.11.1999, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1999 11 FRÉTTIR Átak Landssambands hugvitsmanna á Islandi til aðstoðar ungri fólki Ungir hugvits- menn aðstoðaðir Morgunblaðið/Ásdís Elínóra Inga Sigurðardóttir og Viveea Bergstrand kynna hvaða mögu- leika ungt hugvitsfólk hefur til að koma hugmyndum si'num á fram- færi á opnum kynningarfundi í Hinu húsinu klukkan 17 í dag. LANDSSAMBAND hugvitsmanna á Islandi stendur nú fyrir átaki með það að markmiði að hjálpa ungu hugvitsfólki að koma hugmyndum sínum á framfæri. Elínóra Inga Sig- urðardóttir, formaður landssam- bandsins, segir framtíðarsýn félags- ins vera þá að ásamt því að vera hagsmunafélag, geti það veitt fé- lagsmönnum aðstoð við að fylgja eftir hugmyndum og uppflnningum sínum. Landssambandið hefur fengið Vi- vecu Bergstrand, starfsmann ung- mennadeildar sænska hugvitsfé- lagsins, hingað til lands til að kynna hvernig staðið sé að málum í Sví- þjóð. Ungmennadeildin veitir böm- um og unglingum á aldrinum 6 til 15 ára aðstoð við að gera hugmyndir sínar að veruleika og einnig veitir hún fólki á aldrinum 16 til 30 ára sérstaka ráðgjöf og aðstoð. Viveca mun kynna starf þeirra og árangur þess á fundum í framhaldsskólum og einnig á opnum kynningarfundi í Hinu húsinu klukkan 17 í dag. Ungmennadeildin hefur aðstoðað við að koma fjölmörgum uppfínn- ingum sænskra bama og unglinga á markað í Svíþjóð og víðar. Bæði era dæmi um litla einfalda hluti eins og klemmu sem heldur báðum sokkum í pari saman í þvottavélinni og hátæknilega hluti eins og nýja tegund af myndavélalinsu og er ungi hugvitsmaðurinn sem fann hana upp nú í samningaviðræðum við Kodak um kaup á framleiðslu- rétti á henni. Elínóra segir að Landssamband hugvitsmanna á Islandi vilji leggja áherslu á að gera eitthvað fyrir aldurshópinn 16 til 30 ára því eins og er sé engin sérstök aðstoð á þessu sviði í boði fyrir hann. Yngri aldurshóparnir geti tekið þátt í Ný- sköpunarkeppni grunnskóla og segir hún þátttöku og árangur barna og unglinga í henni undan- farin ár sýna hversu mikið hug- myndaflug og dugnaður býr í ís- lenskum ungmennum. Nú sé bara mál að virkja og aðstoða eldri ald- urshópinn líka og segir hún góðan árangur þeirra í Svíþjóð sýna að með réttri aðstoð geti ungt fólk komið ótrúlegustu hugmyndum í framkvæmd. Deilur Islendinga og Norðmanna við ESB vegna VES Utanríkisráðherra bjart- sýnn á að lausn náist Stokkhólmi. Morgunblaðið. „STÓRA spumingin er með hvaða hætti Noregur og Island hafa áhrif á þau svið, þar sem ESB tekur við af Vestur-Evrópusambandinu," sagði Halldór Ásgrímsson utanríkisráð- herra í gær er Morgunblaðið bar undir hann ummæli Jan-Erik Enestam varnarmálaráðherra um að Islendingar og Norðmenn gætu ekki gert sér vonir um að réttindi þeirra sem aukaaðilar að Vestur-Evrópu- sambandinu, VES, flyttust yfir í Evrópusambandið, ESB. „Það er ekki spuming um að færa réttindi," sagði Halldór, „heldur byggja upp samstarf á þessum nýja vettvangi, þannig að hægt verði að leggja að jöfnu við það sem við höfð- um innan VES. Sem NATO-þjóð viljum við fá viðeigandi stöðu innan þess nýja ramma, sem er í mótun.“ Halldór bendir á að með fýrirhug- aðri vamarvídd í ESB eigi ESB að hafa yfir að ráða því sem NATO hafi með að gera nú. „Við eram að tala um að byggja upp öryggis- og vam- arsamstarf í Evrópu, sem hlýtur að veralega leyti að byggja á því sem á sér stað innan Nato. Við höfum möguleika innan VES, sem við sjá- um ekki alveg hvernig koma eigi á í ESB.“ Eins og Enestam kynnti hug- myndir Finna er ætlunin að Islend- ingar og Norðmenn komi að ákvarð- anaferlinu, þegar ESB hefur tekið ákvörðun sína. „Þegar upp er staðið er ekki nóg að ESB ákveði sig, því NATO þarf að spila með,“ segir Halldór. „Á því byggist samþykkt NATO á leiðtogafundinum í Wash- ington í aprfl og á henni byggjum við okkar afstöðu. Við lýstum yfir fullum skilningi þar á að styrkja Evrópu- stoðina í vamar- og öryggismálum og á þeim grandvelli vfljum við vinna.“ Enestam lagði einnig áherslu á að ísland og Noregur gætu ekki gert sér vonir um að hafa áhrif á ákvarð- anir ESB, þar sem þeir væra ekki aðilar. „Það verður ekki komist hjá að NATO komi að ákvörðunum á þessu sviði, en um leið verðum við að viðurkenna rétt ESB tfl að byggja upp öryggis- og vamarstefnu sína. Við eram utan ESB og getum ekki haft áhrif á hana. Hins vegar hafa Noregur og Island unnið náið með öðram Evrópuþjóðum í hálfa öld og það er eðlilegt fyrir alla aðfla að halda því sambandi með eðlflegum hætti.“ Halldór benti á að Islend- ingar hefðu ákveðna sérstöðu, þar sem þeir hefðu ekki her, en það væri erfitt fyrir Noreg að koma ekki inn í ákvarðanir um aðgerðir frá upphafi. „Okkar framlag getur ekki verið í líkingu við Noregs. Sem NATO-þjóð vfljum við vera með, en ekki til að koma í veg fyrir nauðsynlegar ákvarðanir ESB.“ Islendingar munu eiga fund við ESB í Brassel á mánudagskvöld og síðan verður tekin ákvörðun um mál- ið á leiðtogafundi ESB í Helsinki í desember. Að mati Halldórs hafa Is- lendingar og Norðmenn fengið já- kvæð viðbrögð hjá ESB um þessi mál. „Eg álít að málin gangi í rétta átt, en það á eftir að koma betur í ljós,“ sagði Halldór. „Við viljum finna lausn á þessu og ég álít að þetta gangi í rétta átt.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.