Morgunblaðið - 11.11.1999, Síða 4

Morgunblaðið - 11.11.1999, Síða 4
4 FIMMTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Krefjast formlegs mats á umhverfísáhrifum Fljótsdalsvirkjunar Vonast eftir á sjöunda tug þúsunda undirskrifta Sólveig staðgeng- ill í'imni ráðherra SÓLVEIG Pétursdóttir, dóms- og kirkjumálaráðherra, var staðgengill fímm ráðherra Sjálfstæðisflokksins í vikunni er þeir voru á þingi Norður- landaráðs í Stokkhólmi. Halldór Asgrímsson utanrík- isráðheiTa gegnir venjulega störfum forsætisráðherra í for- föllum Davíðs Oddssonar en þeir voru báðir erlendis og því tók Sólveig við störfum forsæt- isráðherra. Davíð Oddsson kom heim til íslands í fyrrakvöld af þingi Norðurlandaráðsins. Samkvæmt upplýsingum frá forsætisráðuneytinu þykir það ekki óvenjulegt að einn ráð- herra sinni svo mörgum ráðu- neytum í fjarveru samstarfs: ráðherra sinna í sama flokki. I raun sé aðeins um formsatriði að ræða þar sem nútímatækni geri ráðherrum fært að sinna ýmsum erindum þrátt fyrir fjarveru. Barnaefni klukkan 7 að morgni STÖÐ 2 hyggst auka barnaefni um helgar og munu útsending- ar framvegis hefjast klukkan 7 að morgni í stað kl. 9. Að sögn Hilmars Sigurðsson- ar, markaðsstjóra Islenska út- varpsfélagsins, hefur verið tals- verður þrýstingur frá foreldr- um að hefja útsendingar fyrr á morgnana. Með því að hefja út- sendingar á laugardögum og sunnudögum klukkan 7 bætast við 16 tímar af barnaefni í hverjum mánuði. Nýir þættir eru væntanlegir á skjáinn hjá Stöð 2, m.a. þátt- ur sem nefnist „Rugrats". Er um að ræða teiknimyndir þar sem veröldin er séð með augum barna. GRASRÓTARHÓPURINN Um- hverfísvinir hóf undirskriftasöfnun í gær þar sem þess er kraflst að stjóm- völd láti fara fram formlegt mat á umhverfisáhrifum Fljótsdalsvirkjun- ar. Söfnunin stendur næstu þrjár til fjórar vikur en gert er ráð fyrir að ljúka henni áður en heimild Fljóts- dalsvirkjunar verðui- tekin iyrir á AI- þingi, að sögn Jakobs Frímanns Magnússonar, framkvæmdastjóra undirskriftasöfnunarinnar. Takmarkið er sett hátt, segir Jak- ob Frímann og standa vonir til þess að á sjöunda tug þúsunda undir- skrifta safnist. Þar með yrði fjöl- mennasta undirskriftasöfnun í sögu þjóðarinnar slegin út, en tæplega 56 þúsund manns skráðu nafn sitt á lista undirskiftasöfnunarinnar Varið land í byrjun áttunda áratugarins. Jakob Frímann kvaðst bjartsýnn um árangurinn og sagði að viðbrögð- in í gær hefðu verið mjög jákvæð. Kynningarfundur var haldinn af til- efninu í húsakynnum söfnunarinnar í Síðumúla 34. Þar skýrðu nokkrir ein- staklingar irá því hvers vegna þeir stæðu að baki söfnuninni og hví þeir teldu svo mikilvægt að látið yrði fara fram formlegt mat á umhverfisáhrif- um Fljótsdalsvirkjunar. Ólafur F. Magnússon, læknir og borgarfulltnii Sjálfstæðisflokksins, er talsmaður Umhverflsvina. Hann sagðist vona að undirskriftasöfnunin yrði svo árangursrík að stjómvöld kæmust ekki hjá því að virða skoð- anir almennings í þessu máli, en skoðanakannanir hefðu þegar sýnt hvert hugur hans stefndi. Hann sagði að þjóðhagsleg rök, lýðræðis- leg rök og tilflnningaleg rök bentu til þess að það yrði að meta umhverfisá- hrif framkvæmdarinnar. Það næsta sem kemst þjóðaratkvæðagreiðslu Steingrímur Hermannsson, fyrr- verandi forsætisráðherra og formað- ur Umhverfisverndarsamtaka Is- lands, kvaðst viss um að með því að meta umhverfisáhrif framkvæmdar- innar gætum við forðast að umhverf- isslys myndi eiga sér stað. Til dæmis hefði umhverfi Blönduvirkjunar ef- laust hlotið mun minni skaða ef þar hefði verið framkvæmt mat á um- hverfisáhrifum á sínum tíma. Stein- grímur kvaðst trúa því að íslenskir stjórnmálamenn myndu líta til und- irskriftasöfnunarinnar þegar þeir tækju ákvörðun um Fljótsdalsvirkj- un á þinginu. Hann sagðist telja und- irskriftasöfnun það sem hvað mest nálgaðist þjóðaratkvæðagreiðslu um málið og jafnframt einu leiðina til að sætta þjóðina. Kristín Halldórsdóttir, fyrrver- andi Alþingismaður, tók í sama streng. Hún sagði að þjóðin væri að biðja um að fá að segja álit sitt á málinu og það skipti hana verulegu máli að farið væri eftir lýðræðisleg- um leikreglum. Stjórnvöld yrðu að bregðast við ef þau fengju undir- skriftir í tugþúsundatali þar sem óskað væri eftir því að fram færi formlegt mat á Fljótsdalsvirkjun. Hægt að skrá sig í gegnum síma og tölvu Hákon Aðalsteinsson, hreppstjóri Fljótsdalshrepps, og Þóra Guð- mundsdóttir arkitekt sögðu að skoð- anir um málið væru skiptar á Aust- urlandi eins og annars staðar á land- inu. Þóra taldi nauðsynlegt að virkja athafnasemi íbúa Austurlands og sagði að fyrir brot af þeim fjármun- um sem settir yrðu í virkjun og álver á Austurlandi mætti framkvæma ótal hluti í fjórðungnum og skapa fjölda starfa. Hákon sagði að það væri óskiljanlegt hvers vegna þessi eina virkjun væri undanskilin mati á umhverfisáhrifum og það væri lág- markskrafa að krefjast þess að slíkt mat færi fram. Undirbúningur að undirskrifta- söfnuninni hefur staðið sl. þrjár vik- ur. Allir 16 ára og eldri geta skráð sig á lista sem sjálfboðaliðar munu láta ganga um allt land. Einnig er hægt að lýsa yfir stuðningi með þvi að slá inn kennitölu sína í gegnum síma, 595 5500 og tölvupóst, um- hverfísvinir@mmedia.is. Þá verða veggspjöld seld til að standa straum af kostnaði undirskriftasöfnunarinn- ar, en gert er ráð fyrir að hann verði um 6 milljónir króna. Morgunblaðið/RAX Nokkrir þeirra sem standa að „þverpólitíska grasrótarhópnum Umhverfisvinir" eins og Jakob Frímann Magnússon, framkvæmdastjóri hópsins, kallaði hann, hefja á loft veggspjöld sem seld verða til styrktar söfn- uninni. Frá vinstri eru Þóra Guðmundsdóttir, Hákon Aðalsteinsson, Kristín Halldórsdóttir, Jakob Frímann, Steingrímur Hermannsson og Ólafur F. Magnússon. Eftirmálar fossasölu Einars Benediktssonar til fyrirtækja og félaga erlendis Vatnsréttindi hugsanlega í eigu bresku krúnunnar HUGSANLEGT er að sum þeirra vatnsréttinda sem seld voru úr landi af Einari Benediktssyni í byrjun ald- arinnar séu komin í eigu bresku krúnunnar. Samkvæmt breskum lögum falla eigur félaga sem leggja upp laupana, eins og öll þau félög sem Einar stofnaði á Englandi gerðu, í hendur bresku krúnunnar. Að hluta eru vatnsréttindin í Jök- ulsá á Fjöllum og Dettifossi sem Einar seidi úr landi komin í eigu ís- lenska ríkisins en óljóst er hvað varð um sum þeirra. Ríkið tók Svinadal eignarnámi Samkvæmt upplýsingum frá Guð- jóni Friðrikssyni, höfundi ævisögu Einars Benediktssonar, var jörðin Svínadalur, sem á iand að Dettifossi vestanmegin, tekin eignarnámi af ís- lenska ríkinu árið 1934. Alþjóðlegt risafyrirtæki á sviði sprengiefna- framleiðslu, Nitrogen Products & Carbide Company Ltd., keypti jörð- ina árið 1913 en það hafði áhuga á að reisa efnaverksmiðju hér á landi sem nýtti vatnsafl Jökulsár á Fjöllum, eins og sagt var frá í frétt í blaðinu í gær. Þegar ríkið tók Svínadal eign- arnámi var jörðin hins vegar komin í eigu norsks fossafélags að nafni Gígant sem Einar átti aðild að. Að sögn Guðjóns Friðrikssonar kann að vera að einhver vatnsrétt- indi séu enn í formlegri eigu eða leigu einhverra þeirra félaga sem fjárfestu í Jökulsá á Fjöllum snemma á öldinni. „Nitrogen Prod- ucts leigði til dæmis vatnsréttindi jarðarinnar Hafursstaða, sem á land að Dettifossi austanmegin, en ekki er vitað til hve langs tíma og hvernig þau mál standa nú.“ Hluti vatnsréttinda Dettifoss enn í eigu Gígants Fyrstu vatnsréttindajarðirnar við Jökulsá sem Einar keypti voru As og Byrgi, sem nú heitir Asbyrgi. Sam- kvæmt afsalsbréfi sem varðveitt er á Sýsluskrifstofu Húsavíkur seldi Einar vatnsréttindi þeirra. Gígantfélag- inu. Árið 1973 af- henti Keldunes- hreppur Náttúru- verndarráði til eignar og umráða spildu úr afréttar- landi hreppsins sem áður tilheyrði jörðinni Asi og kom þá í ljós að vatnsréttindi þessi voru enn í form- legri eigu Gígants. Eru þau því und- anskilin í afsali um afhendingu af- réttarspildunnar til Náttúruverndar- ráðs. í eigu bresku krúnunnar? Öll þau félög sem Einar stofnaði á Englandi og víðar leystust upp fyrr á öldinni, þar á meðal Gígant. Ragn- ar Aðalsteinsson, lögmaður, kannaði hvort eitthvað stæði eftir af eignum Einars hér á landi að beiðni Hrefnu Einarsdóttur í byrjun áttunda ára- tugarins. I ljós kom að Einar hafði selt einu hlutafélaganna sem hann átti aðild að, The British North Western Syndicate, veiðirétt í efri hluta Elliðaánna, svonefndri Hólmsá á Bugðu. Starfsemi þessa félags hafði fyrir löngu lognast út af og samkvæmt breskum lögum til- heyra eignir þess því bresku krún- unni og þar á meðal veitiréttindin í Elliðaánum. Ragnar segir að til þess að endurheimta þessi réttindi hefði þurft að endurreisa The Brit- ish North Western Syndicate sem hefði verið afar flókið í framkvæmd vegna þess að hluthafar voru fjöl- margir. Ekkert frekar var aðhafst í mál- inu en að mati Ragnars og Guðjóns Friðrikssonar kann að vera að svip- að sé ástatt um vatnsréttindi sem hugsanlega tilheyrðu þeim fjöl- mörgu félögum sem Einar stofnaði á Englandi og hafa legið í dái fram á þennan dag. Heimilislína Búnaðarbankans: garöinn þinn Gullreikningur með hærri innlánsvöxtum Lægri vextir á yfirdrætti • Heimilisbanki ó Netinu VISA farkort • Fjármögnunarleiðir Greiðsluþjónusta • Ávöxtunarleiðir / -,r \ífK Einar Bcncdiktsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.