Morgunblaðið - 16.12.1999, Page 16

Morgunblaðið - 16.12.1999, Page 16
16 FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Mjólkursamlag KEA hefur selt sex tonn af AB-osti á tveimur mánuðum Kúnst að finna réttu að- ferðina við framleiðsluna Laufáskirkja Kvöld- stund við kertaljds AÐVENTUSTUND undir heitinu „Kvöldstund við kertaljós" verður í Laufáskirkju næstkomandi sunnu- dagskvöld, 19. desember og hefst dagskráin kl. 21. Lögð er áhersla á að kirkjugestir finni nálægð jólanna í daufri birtu frá kertaljósum. Kirkjukór Sval- barðs- og Laufáskirkju syngur jóla- og aðventulög undir stjórn organist- ans Hjartar Steinbergssonar. Lesin verður jólasaga og flutt jólakvæði. Gestir frá Tónlistarskóla Eyjafjarð- ar flytja jólalög og ræðumaður kvöldsins verður Valgerður Sverris- dóttir alþingismaður. Stundinni í Laufáskirkju lýkur með ljósahelgi- leik sem unglingar annast og í lokin fá öll böm í kirkjunni ljós í hönd og sungin verður sálmurinn Heims um ból. MJÓLKURSAMLAG KEA hefur selt um 6 tonn af AB-osti á þeim tveimur mánuðum sem liðnir em frá því hann kom fyrst á markað, en þó mun eiginleg markaðssetning hans ekki hefjast fyrr en eftir ára- mót. AB-ostur er nýjung í matvöru og flokkast sem markfæða. Hólmgeir Karlsson mjólkursam- lagsstjóri sagði að hugmynd að framleiðslu á slíkum osti hefði kvikn- að eftir að samlagsmenn tóku þátt í ráðstefnu á Cork á Irlandi en þar var rætt um markfæðu. „Það hefur tekið um eitt ár að þróa þessa vöra og hún kemur á markað eftir ítarleg- ar rannsóknii’," sagði Hólmgeir. Osturinn var kynntur á Ostadög- um í október og fékk þá þegar góð- ar viðtökur að sögn Hólmgeirs sem sagði að fólki hefði líkað hugmyndin að baki honum og eins hefði hann þótt bragðgóður. Þrátt fyrir að hann hafi ekki verið auglýstur hafa selst um 6 tonn á síðustu tveimur mánuðum, en Hólmgeir sagði að í janúar næstkomandi yrði af fullum krafti farið að kynna hann. Mikilvægt hlutverk AB-ostur inniheldur a- og b-gerla í miklu magni og er um sömu gerla að ræða og era í AB-mjólk. Við þró- un á AB-ostinum hefur tekist að ná fram þeim skilyrðum í ostinum að gerlamir nái að lifa hið langa gerj- unarferli ostsins, eða í tvo til þrjá mánuði. Þróunin á ostinum er að öllu leyti unnin á þróunardeild fyr- irtækisins en ekki sótt til erlendra fyrirtækja líkt og tilfellið er með flestar vörar sem flokkast sem markfæða á íslenskum markaði nú. Gerlamir gegna mikilvægu hlut- verki í örveirastarfsemi þarmanna og hafa niðurstöður rannsókna á þessum gerlum bent sterklega til þess að mjólkurvörar með þessum gerlum, lifandi í miklu magni, geti verið mikilvægar í baráttu við t.d. óæskilegar afleiðingar af töku sýklalyfja, svo og niðurgang, hægðatregðu, ristilkrampa, bein- þynningu og sveppasýkingar. Rann- sóknir benda einnig til að regluleg neysla á ab-gerlum stuðli að lækkun kólesteróls í blóði. Nokkur kúnst Hólmgeir sagði að um nokkuð flókið rannsóknarferli hefði verið að ræða, osturinn kemur á markað tveggja mánaða gamall en verið er að neyta hans allt að þremur mán- uðum eftir framleiðslu. Galdurinn var að finna aðferð þannig að gerl- amir væru lifandi, döfnuðu og fjölg- uðu sér eftir þann tíma. „Það var nokkur kúnst að skapa þessi skil- yrði, að gerlarnir væru lifandi í æskilega miklu magni þegar fólk neytir hans,“ sagði Hólmgeir. Nauðasamningur KÞ staðfestur Greiða lánardrottn- um 78% krafna HÉRAÐSDÓMUR Norðurlands eystra staðfesti í gær nauðasamn- ing Kaupfélags Þingeyinga, á grandvelli samningsfrumvarps sem samþykkt var á fundi atkvæðis- manna í lok nóvember sl. I úrskurði Héraðsdóms kemur fram að sam- kvæmt frumvarpinu býðst KÞ til að greiða lánardrottnum, sem fara með samningskröfur, 78% krafna sinna. Þó er lágmarksgreiðsla til hvers lánardrottins 100 þúsund krónur og kröfur að og með þeirri fjárhæð greiðast að fullu. Af greiðslu sam- kvæmt nauðasamningi greiðast 65% krafna innan þriggja vikna frá stað- festingu héraðsdóms. Eftirstöðvar verða greiddar með þremur jöfnum afborgunum, fyrsta greiðsla í síð- asta lagi 1. febrúar nk., önnur greiðsla í síðasta lagi 1. ágúst nk. og þriðja og síðasta greiðsla í síðasta lagi 1. apríl 2001. Lánardrottnar sem eiga kröfur að fjárhæð 100 þús- und krónur eða lægri fá þær greiddar að fullu innan þriggja vikna frá staðfestingu nauðasamn- ings. Ennfremur kemur fram í úr- skurði héraðsdóms, að ekki verður veitt trygging fyrir greiðslum sam- kvæmt samningnum. Þá reiknast hvorki samningsvextir, dráttarvext- ir né annar kostnaður af skuldbind- ingum skuldarans. Frumvarp að nauðasamningum KÞ var samþykkt í lok nóvember sl. af rúmlega 87% atkvæðismanna eftir höfðatölu, sem fóra með tæplega 94% atkvæða eft- ir kröfuhöfum. Til samþykktar framvarpinu var þörf á 60% at- kvæða og fékkst því bindandi niður- staða á fundinum. Flestir bestu göngumenn landsins á Bikarmóti SKÍ í Hlíðarfjalli Tvær skíðalyft- ur gangsettar FYRSTA bikaimót Skíðasambands Islands á þessum vetri fer fram í Hlíðarfjalli við Akureyri um næstu helgi en þá verður keppt í göngu, bæði með hefðbundinni og fijálsri að- ferð. Flestir bestu göngumenn lands- Bæjarstjórn Ólafsfjarðar Þungar áhyggjur BÆJARSTJÓRN Ólafsfjarðar hef- ur þungar áhyggjur af því ástandi sem skapast hefur í landvinnslu sjávarafla og þeirri byggðaröskun sem því fylgir, að því er fram kemur í ályktun sem samþykkt var á fundi bæjarstjórnar í vikunni. „Hér í Ólafsfirði hefur fiskvinnsla verið undirstaða atvinnulífs frá upp- hafi byggðar. Bæjarstjórn Ólafs- fjarðar gerir því þær kröfur til stjórnvalda að íbúum í Ólafsfirði verði sköpuð þau sjálfsögðu mann- réttindi að hafa vinnu, þannig að bú- seta verði möguleg á staðnum í framtíðinni," segir í ályktun frá bæj- arstjórn Ólafsfjarðar. ins eru skráðir til leiks, þar á meðal þeir landsliðsmenn sem í vetur hafa stundað æfingar í Noregi og Svíþjóð. Ekki hefur áður verið haldið mót svo snemma á keppnistímabilinu en að sögn Ivars Sigmundssonar, for- stöðumanns Skíðastaða í Hlíðar- fjalli, era aðstæður til að halda göngumót góðar. Keppt verður í þremur flokkum kvenna, 13-14 ára, 15-16 ára og kvennaflokki og í fjór- um flokkum karla, 13-14 ára, 15-16 ára, 17-19 ára og karlaflokki. A laugardag verður gengið með hefðbundinni aðferð og hefst keppni í yngri aldursflokkunum kl. 13 en hjá þeim eldri kl. 14. Á sunnudag verður gengið með frjálsri aðferð og þá hefst keppni hjá þeim yngri kl. 11 en kl. 12 hjá þeim eldri. Skíðasvæðið opnað fyrir almenning ívar sagði stefnt að því að opna skíðasvæðið fyrir almenning um næstu helgi og verða þá tvær lyftur í gangi, Hólabraut og Hjallabraut. Hann sagði að nægur snjór væri í kringum þær lyftur en að enn vant- aði töluvert upp á að hægt yrði að opna í Strýtu. Það er því kominn tími fyrir Akureyringa að fara að dusta rykið af skíðum sínum. Morgunblaðið/Kristj án Nýja skautahúsið á Akureyri á eftir að verða mikil lyftistöng fyrir skautaíþróttina. Bygging skautahúss yfír skautasvellið komin vel á veg „Við verðum ósigr- andi á svellinu“ Verið er að setja upp loftræstingu og lýsingu í skautahúsið. FRAMKVÆMDIR við skautahús- ið yfir skautasvell Skautafélags Akureyrar eru komnar vel á veg. Sveinn Björnsson, leikmaður í ís- hokkíliði Skautafélagsins og um- sjónarmaður svellsins, sagði skautamenn farið að klæja í tærnar og ef allt gengi upp yrði hægt að prófa svellið nk. sunnu- dagskvöld eða fljótlega í næstu viku. Þessa dagana er verið að setja upp loftræstingu og lýsingu í húsið, auk þess sem búið er að tengja frystivélarnar. Þá þarf að koma saltpækli í frystikerfið og ef hlutirnir ganga eins og til er ætlast, styttist í að félagsmenn SA komist á skauta. Hins vegar er nokkuð í að svellið verði opn- að almenningi, enda nokkur handtökin eftir. Sveinn sagði að þrátt fyrir það væri upplagt fyrir fólk að gefa skauta í jólagjöf. „Maður getur varla beðið eftir því að komast á skauta og þessi bætta aðstaða kemur til með að breyta öllu, bæði fyrir okkur keppnismennina og almenning. Og það er alveg klárt að við verðum ósigrandi á svellinu eftir að húsið verður komið í notkun,“ sagði Sveinn. Auk þess sem byggt er yfir svellið, fær Skauta- félagið nýja búnings- og félags- aðstöðu. „Oll aðstaða á eftir að batna til muna en gufubað og nuddpottur hefðu þurft að vera með í pakkanum.“ Kostartæpar 190 milljónir króna Akureyrarbær undirritaði í byrjun sumars verksamning við SJS verktaka ehf. um hönnun og byggingu hússins og er kostnað- ur við verkið tæpar 190 milljónir króna. Kostnaður við viðgerð á yfirborði steyptrar plötu (ísplötu) og á endurnýtingu á hita frá kælivélum er ekki innifalinn í samningsupphæðinni og samið um þá liði sérstaklega. Bygging skautahússins er nokkuð á eftir áætlun en í verk- samningi var gert ráð fyrir að húsið yrði hæft til skautaæfinga um miðjan nóvember sl. og því yrði að fullu lokið 1. mars á næsta ári. Verklok, þar á meðal lóðafrágangur, eru áætluð í lok júlí árið 2000.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.