Morgunblaðið - 16.12.1999, Qupperneq 28
28 FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Fundur utanríkisráðherra NATO-ríkja í Brussel
Stuðningi lýst við sameig-
inlega varnarstefnu ESB
Reuters
Frá fundi NATO-ráðherranna í gær. Efri röð: Halldór Ásgrímsson, ut-
anríkisráðherra, Giuseppe Balbocci, sendiherra ítala hjá Sameinuðu
Þjóðunum, Lidye Polfer, utanríkisráðherra Lúxemborgar, og Jozias
van Aartsen, utanríkisráðherra Hollands. Neðri röð: Lois Michel, utan-
ríkisráðherra Belgíu, Robertson lávarður, framkvæmdastjóri NATO,
og Strobe Talbott, aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna.
Brussel. AP, AFl’, Reuters.
UTANRÍKISRÁÐHERRAR ríkja
Atlantshafsbandalagsins (NATO)
lýstu á reglulegum fundi sínum í
Brussel í gær yfir stuðningi við
áform um sameiginlega varnar-
stefnu Evrópusambandsins (ESB).
Fundurinn fagnaði áætlunum
ESB-ríkja um að koma á fót sameig-
inlegum hersveitum og segir í álykt-
un frá í gær að þær muni „bæði
styrkja getu ríkjanna til að taka þátt
í verkefnum bandalagsins og auka
getu ESB til eigin aðgerða." Emb-
ættismaður innan NATO sagði við
fréttamenn eftir fundinn að ráðherr-
amir hefðu lýst vilja til að ESB fengi
afnot af búnaði Atlantshafsbanda-
lagsins við aðgerðir sem fram-
kvæmdar væru án þátttöku NATO.
Strobe Talbott, aðstoðarutanríkis-
ráðherra Bandaríkjanna, sagðist
vænta þess að náið samráð og sam-
starf yrði eftir sem áður milli Banda-
ríkjanna og Evrópuríkja í öryggis-
og vamarmálum. Talbott sat fund-
inn fyrir Madeleine Albright utan-
ríkisráðherra sem þurfti að vera í
Washington vegna friðarviðræðna
Israela og Sýrlendinga.
George Robertson lávarður, fram-
kvæmdastjóri NATO, sagði í yfirlýs-
ingu til fréttamanna að hann hefði á
fundinum skynjað víðtækan stuðn-
ing við það stefnumið hans að öll
evrópsk aðildarríki NATO ættu að
eiga þess kost að taka þátt í mótun
sameiginlegrar varnarstefnu ESB.
Embættismaður innan NATO,
sem ekki vildi láta nafn síns getið,
sagði einnig eftir fundinn að sam-
staða hefði verið um að tillit yrði tek-
ið til evrópsku NATO-ríkjanna sex
sem standa utan ESB við mótun
varnarstefnu sambandsins. Ríkin
sex eru Tyrkland, Pólland, Island,
Ungverjaland, Tékkland og Noreg-
ur. Ráðamenn í þessum ríkjum hafa
margir lýst yfir áhyggjum af því að
leiðtogafundur ESB í Helsinki, sem
haldinn var í síðustu viku, hafí ekki
skýrt nægjanlega hvemig tryggja
ætti aðild þeirra að hinni sameigin-
legu varnarstefnu.
Fundur utanríkisráðherranna
fjallaði einnig um ástandið á Balk-
anskaga og var lýst ánægju með
batnandi ástand mála í Bosníu sem
geri unnt að draga úr herstyrk NA-
TO þar. Einnig var á fundinum vikið
að umdeildu eldflaugavarnarkerfi
sem Bandaríkin hafa haft áform um
að koma sér upp til að verjast kjarn-
orkuárás óvinveittra ríkja á borð við,
Norður-Kóreu, írak og íran. Rússl-
and og nokkur ríki innan NATO hafa
verið andvíg því að Bandaríkin komi
upp slíku kerfi.
Auk þessa var fjallað um átökin í
Tsjetsjníu en von er á framkvæmda-
stjóra Öryggis- og samvinnustofnun-
ar Evrópu, ÖSE, Knut Vollebæk, til
Bmssel á morgun þar sem hann mun
á síðari degi fundarins segja frá
ástandinu í Tsjetsjníu.
*
Halldór Asgrímsson
utanríkisráðherra um ESB
Frakkar buðust til að aflétta inn-
flutningsbanni á skosku nautakjöti
Hafa sent mis-
vísandi skilaboð
Málið vandræða
legt fyrir Blair
London. AFP, The Daily Telegraph.
HALLDÓR Ásgrímsson utanrík-
isráðherra sagðist í samtali við
Morgunblaðið hafa gagnrýnt
Evrópusambandslöndin á ráð-
herrafundinum í Brassel fyrir að
hafa sent frá sér misvísandi skila-
boð um framtíð varnarsamstarfs-
ins yfir hafið sem reynst hefði
svo vel í meira en hálfa öld.
Halldór sagði mikilvægt að
traust og vinátta ríkti sem fyrr í
samskiptum innan Atlantshafs-
bandalagsins, NATO, og því hefði
hann tjáð sig skýrt en vildi ekki
segja að hann hefði verið beinlín-
is harðorður. Aðspurður sagði
Halldór að sex utanríkisráðherr-
ar hefðu ekki sótt fundinn, sem
væri mjög óvenjulegt, fastafund-
irnir hefðu áður haft algeran for-
gang. Sumir hefðu að vísu verið
bundnir annars staðar en vafa-
laust hefðu pólitískar ástæður
verið að baki fjarvist annarra.
Hann var spurður hvort hann
væri sáttur við kaflana í lokayíir-
lýsingu Brassel-fundarins þar
sem reynt er að koma til móts við
þau sex ríki NATO sem ekki era í
ESB, hvort þeir dygðu til að
draga úr áhyggjum og ótta við að
til klofnings geti komið í NATO.
„Ég tel að að það sé alls ekki
ljóst. Yfirlýsingin er viðunandi að
mínu mati, hún er a.m.k. ekki
skaðleg en hún færir okkur lítið
eða ekkert fram á við. Orðalagið
er almennt en það opnar vissu-
lega möguleika á því að tekið
verði upp fyrirkomulag sem við
getum sætt okkur við og verði í
samræmi við yfirlýsingu sem gef-
in var út í Washington í vor. Því
er ekki að neita að bæði yfirlýs-
ing Evrópusambandsins í Köln
og eins núna í Helsinki era held-
ur loðnar og í þeim eru ekki eins
skýr skilaboð og á NATO-fundin-
um í Washington.
Ég tel að sambandið hafi á
ýmsan hátt horfið frá Washing-
ton-yfirlýsingunni og það sem frá
því hefur komið hefur verið mis-
vísandi og hefur skapað óvissu
Eftir er að ganga frá því með
hvaða hætti Evrópusambandið
og Atlantshafsbandalagið muni
vinna saman og hvaða aðgang
sambandið geti hugsanlega haft
að búnaði sem NATO hefur yfir
að ráða,“ sagði Halldór Ásgríms-
son.
ÍHALDSMENN, bresk dagblöð og
skoskir þjóðernissinnar gagnrýndu í
gær Tony Blair, forsætisráðherra
Bretlands, fyrir að hafna tilboði
Frakka um að innflutningur á skosku
nautakjöti til Frakklands yrði heimil-
aður. Blair var meðal annars gagn-
rýndur fyrir að hafa hafnað tilboðinu
án þess að ráðfæra sig við skoska
heimastjórnarmenn.
Lionel Jospin, forsætisráðherra
Frakklands, sagði við fréttamenn í
gær að frönsk stjórnvöld hefðu boð-
ist til að aflétta innflutningsbanni á
skosku nautakjöti sem væri af skepn-
um fóðraðum á grasi eingöngu. Hann
sagði að tilboðið stæði enn þrátt fyrir
ákvörðun Breta.
Bresk stjórnvöld svöraðu því til að
ekki hefði verið um formlegt tilboð að
ræða heldur uppástungu og að það
hefði ekki verið talið skynsamlegt að
samþykkja hana þar sem Bretar
vildu að innflutningsbanni Frakka
yrði aflétt af öllu bresku nautakjöti.
Bresk blöð vora í gær sammála um
að málið væri hið vandræðalegasta
fyrir Blair en sum þeirra sögðu að út-
spil Jospins væri tilraun hans til að
„deila og drottna" í átökunum við
Breta út af viðskiptum með nauta-
kjöt. Frönsk stjórnvöld hunsuðu
ákvörðun framkvæmdastjómar
Evrópusambandsins í ágúst síðast-
liðnum, þess efnis að innflutnings-
banni á bresku nautakjöti skyldi af-
létt í ríkjum ESB. Frakkar telja að
enn sé ekki að fullu útilokað að
neysla bresks nautakjöts geti valdið
kúariðu í mönnum. Framkvæmda-
stjórnin hefur gefið Frökkum frest
fram á þriðjudag í næstu viku til að
aflétta banninu, ella fari málið íyrir
dómstól Evrópusambandsins.
Samkvæmt frásögn The Daily Tel-
egraph nær tilboð Frakka til naut-
gripa af skosku nautgripakyni, t.d.
Aberdeen Angus-kyni, sem nærast
eingöngu á grasi og era um 70% allra
nautgripa í Skotlandi.
Formaður Skoska þjóðemis-
flokksins (SNP), Alex Salmond,
sagði að Blair hefði „svikið Skotland“
og krafðist þess að heimastjómin
sendi frá sér yfirlýsingu um málið.
Málið hefur að nýju vakið spumingar
um hversu víðtækt sjálfsforræði
Skotar hafi og því hefur verið haldið
fram að það geti spillt sambandi
stjórnvalda í London og Edinborg.
5$
f Fróbærir
ksamkvæmiskjólar
og dragtir
til sölu eða leigu,
í.öllum stærðum.
Ath! eitt í nr.
Fataleiga
Garðabæjar
Sími 565 6680
Opií 9-16, lou. 10-12
Svissneski þjóðarflokkurinn
Blocher fær ekki ráðherrastól
Bern. AP, AFP.
CHRISTOPH Blocher, einum helsta
leiðtoga Svissneska þjóðarflokksins
(SVP), mistókst í gær að ná tilskild-
um meirihluta á svissneska þinginu
til að verða annar ráðherra flokksins1
í ríkisstjórn landsins.
Svissneski þjóðarflokkurinn er
einn fjögurra flokka sem mynda rík-
isstjórnina og á aðeins einn ráðhema
í henni en hinir flokkarnir tvo. í
kosningum sem haldnar vora í haust
varð Svissneski þjóðarflokkurinn
annar stærsti flokkur á þingi næst á
eftir jafnaðarmönnum og sóttist í
kjölfarið eftir að fá annan af ráð-
herrastólum jafnaðarmanna.
Meirihluti 246 þingmanna þarf að
samþykkja hvern og einn ráðherra í
ríkisstjórninni. Blocher bauð sig í
gær fram gegn samgönguráðherra
jafnaðarmanna, Moriz Leuenberger,
og innaríkisráðherranum Ruth
Dreifuss en tapaði fyrir báðum í at-
kvæðagreiðslu.
Flokkamir fjórir sem mynda rík-
isstjórn Sviss gerðu með sér sam-
komulag árið 1959 um aðferð til að
úthluta ráðherraembættum við
stjómarmyndun. Kerfið hefur verið
nefnt „töfralausnin" en kosningasig-
ur Svissneska þjóðarflokksins í októ-
ber síðastliðnum er sagður hafa
raskað grandvelli þess.
Bakan
í hættu
KANNANIR hafa sýnt að íta-
lir vera æ minna hrifnir af evr-
unni en nú hefur bæst við nýtt
mál sem veldur andúð á ráðs-
lagi embættismanna í Brassel.
Þar á bæ hefur verið gefin út
svonefnd gerð sem bannar ít-
ölskum bökuram að nota hefð-
bundna, viðarkynta ofna við að
búa til böku, öðru nafni pitsu.
ítalfr borða að meðaltali um
sjö milljónir af bökum á dag og
um 300.000 manns starfa við
framleiðsluna.
Bökumeistararnir segja að
fari menn að nota rafmagns-
eða gasofna í stað þeirra gömlu
neyðist þeir til að láta nægja
350 gráða hita sem ekki sé nóg.
I viðarkyntu ofnunum verði
hitinn 450 gráður og þá verði
bakan mjúk í miðjunni en
stökk að utanverðu í samræmi
við hefðirnar.
Bannað
að brenna
fánann
ÁFRÝJUNARDÓMUR í
Hong Kong hefur úrskurðað
að áfram skuli gilda bann við
því að fánar borgarinnar og
Kína séu brenndir þegar efnt
er til mótmæla. Law Yuk-kai,
talsmaður stofnunar sem fylg-
ist með mannréttindum í borg-
inni, sagði að niðurstaðan
myndi skerða tjáningarfrelsi
Hong Kong-búa sem njóta
næstu hálfa öldina ákveðinna
sérréttinda og innra lýðræðis
þótt borgin teljist nú hluti Kín-
verska alþýðulýðveldisins.
Fulltrúar stjórnvalda í Hong
Kong, þar sem æðstu menn
era hlynntir kommúnista-
stjórninni í Peking, vísuðu and-
mælunum á bug. Eftir sem áð-
ur gætu menn mótmælt að vild
Strauss-
Kahn yfir-
heyrður
DOMINIQUE Strauss-Kahn,
fyrrverandi fjánnálaráðherra
Frakklands, var í gær yfir-
heyrður í fyrsta sinn vegna
meints fjármálamisferlis sem
olli því að hann varð að segja af
sér embætti fyrir skömmu. Er
fullyrt að Strauss-Kahn hafi
þegið fé, um sjö milljónir
króna, fyrir vinnu íyrir lána-
sjóð stúdenta sem ekki var innt
af hendi. Hugsanlegt er þó að
hann hafi unnið verkið en ljóst
er að ráðherrann fyrrverandi
kom því í kring að dagsetning á
bréfi frá sjóðnum með verk-
beiðni var fölsuð.
Handtökur í
Jordaníu
JÓRDANAR sögðust í gær
hafa handtekið ellefu manns,
allt innlenda borgara, en einn-
ig íraka og Alsírmann sem hafi
ráðgert hryðjuverk í landinu
eftir að hafa hlotið þjálfun til
slíkra verka í Afganistan. Þyk-
ir ljóst að um sé að ræða sömu
menn og Bandaríkjamenn
segja að séu á snærum Saudi-
Arabans Osamas bin Ladens
sem hefst við í Afganistan und-
ir verndarvæng Talebana-
stjórnarinnar þar. Bin Laden
er sagður hafa staðið fyrir
hryðjuverkum gegn sendiráð-
um Bandaríkjamanna í Kenýa
og Tanzaníu í fyrra.