Morgunblaðið - 16.12.1999, Side 30

Morgunblaðið - 16.12.1999, Side 30
30 FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Venesúela á tímamótum Keuters Hugo Chavez, forseti Venesúela, talar hér við hóp barna á yfírreið sinni yfir landið til að hvetja fólk til að styðja nýju stjórnarskrána. ~1 < . VENESÚELA: Nokkrar hagtöiui WBBm 1997 1998 1999 2000 Verðbólga / 50% 37% 30% 20% Hagvöxtur ' j/ 5,9% -0,7% -8,5% 2,7% VLF (án olíuframleiðslu) •; 4,6% -0,6% -9,1% 2,9% Fjárlög (% af VLF) 1,5% -2,8% -1,9% -3,5% Greiðslujöfnuður (% af VLF) 4,6% -1,7% 4,6% 0,8% eftir Rudi Dornbusch The Project Syndicate. ÞJÓÐARATKVÆÐAGREIÐSLA fór í gær, hinn 15. desember, fram í Venesúela um nýja stjómarskrá. Verði úrslitin þau, að kjósendui- samþykki hana með yfirgnæfandi meirihluta felst í því mikil stuðn- ingsyfirlýsing við Hugo Chavez for- seta; hafni kjósendur áformunum mun það leiða til stjómmálaöng- þveitis þar sem þar með hlyti þingið aftur þau völd sem Chavez svipti það. Höfnun nýju stjómarskrárinn- ar gæti satt að segja leitt til nýrrar stjómarbyltingar. Venesúela stendur ekki aðeins írammi fyrir pólitískum vandamál- um, heldur mjög alvarlegum efna- hagsvanda. Allir hafa beðið þess í of- væni að sjá, hvemig stjómmálin æxlast; allir bíða þess í ofvæni að sjá hvers konar efnahagsstefnu Chavez velur að fylgja. Mun hann koma á óvart og opna hagkerfið og reka skilvirkt, stöðugt og víðsýnt efna- hagslíf? Eða mun hann reynast harðstjóri af gamla skólanum sem kýs kyrrstöðu og reynir að sauma bætur á veiklulegt efnahagslíf, án þess að takast á við hin raunveru- legu vandamál? Með tilliti til spjátr- ungslegs stjómarstíls Chavez og bakgmnns hans hjá hemum, sem og hins ævintýralega samsafns ráð- gjafa hans, em flestir búnir undir það versta. Venesúela er í augnablikinu ekki í gjörgæzluástandi. Landið er samt á barmi þess að steypast í óreiðu. í Það versta sem gæti hent væri að henti- stefna yrði ofan á og stjórnvaldstakmörk- unum á flæði fjár- magns og viðskipti yrði beitt í hefð- bundnum lýðskrums- tilgangi. raun em aðeins tvö afgerandi óleyst vandamál sem við efnahagslífi landsins blasa: há innanlands- skuldastaða (undir þetta falla reglur sem halda fjármálageira landsins sem nauðugum safnara innanlands- skulda) og of hátt gengi gjaldmiðils landsins (sjá töflu). Þá er hagsveifl- an stödd á botninum eftir mikið samdráttarár í efnahagslífinu, þegar enginn var hagvöxturinn. Þetta ýtir undir þörfina á auknum ríkisút- gjöldum, sem er oftast upphafið að ógöngum í ríkisfjármálum. Á hinn bóginn framleiðir Venesúela olíu, og ef heimsmarkaðsverð helzt yfir 20 Bandaríkjadölum á tunnuna má vænta hagstæðs greiðslujöfnuðar, jafnvel miðað við núverandi gengi. Staða fjárlaga er ekki góð, en sann- arlega ekki hrikaleg. Bezta niðurstaðan væri að sjálf- sögðu að Chavez bætti samkeppnis- stöðu efnahagslífs landsins með því að fella gengið um að minnsta kosti 50%. Reynslan hefur sýnt að í þjóð- félögum þar sem atvinnuleysi er mikið hafa gengisfellingar aðeins að hluta til skilað sér í verðbólgu. Búizt er við að þetta eigi við um Venes- úela, þar sem atvinnuleysi er um 20%. Slíkar aðgerðir yrðu að sjálf- sögðu óvinsælar meðal verkalýðs- forkólfa, og bezta svarið við því væri að afnema háa skatta á laun svo að launagreiðslur geti hækkað án þess að spilla samkeppnishæfninni. Rík- iskassinn fengi þetta bætt upp með tekjuaukanum af olíuútflutningnum, talið í heimagjaldmiðlinum eftir gengisfellingu. Þessi samsetning stjómvaldsað- gerða myndi stuðla beint að auknum hagvexti og jafnframt að vemd efnahagslífsins fyrir utanaðkomandi samkeppni. Með tíð og tíma væri hægt að lækka vexti og leysa banka- kerfið úr höftum. Ef þetta héldist í hendur við að myntráð sæi um geng- isstýringu myndi traust á efnahags- lífinu og hagvöxtur aukast enn írek- ar. Að sjálfsögðu eru verkefnin næg við að losa efnahagslífið við alls kyns óskynsamlegar reglur, boð og bönn. En ofangreindar stjómvaldsaðgerð- ir myndu gera mikið til að gera efna- hagslíf Venesúela lífvænlegra. Þær myndu veita Chavez frelsi til að ein- beita sér að langtímastefnunni í efnahagsþróunarmálum innanlands. Það versta sem gæti hent væri að hentistefna yrði ofan á og stjóm- valdstakmörkunum á flæði fjár- magns og viðskipti yrði beitt í hefð- bundnum lýðskrumstilgangi. Verði þessi leið ofaná verður genginu haldið yfir raungildi, ríkisútgjöld fara úr böndunum, og hríðversnandi viðskiptajöfnuði er mætt með aukn- um hömlum, einkum á fjármálaþjón- ustu. Þetta yrðu slæmar fréttir, svo sannarlega. Þetta ástand getur haldið í einhvern tíma en mun fyrr en síðar reka sig á hinn efnahags- lega raunveruleika og veita Chavez aukið tilefni til að stjóma með harðri hendi. Það er ekkert skelfingarástand á næstu grösum, en Chavez verður að velja hvaða framtíð hann kýs landi sínu. Ef hann opnai- hagkerfið og leiðréttir gengið ratar hann inn á braut hagvaxtar og stöðugleika. Ef hann velur kyrrstöðu/lýðskrum verður árið 2001 allt komið í þrot. Fram að þessu hafa ráðandi stétt- ir Venesúela, og fjárfestar að miklu leyti, búizt við hinu versta og hagað gerðum sínum í samræmi við það: ekki veitt Chavez neinar ráðlegging- ar, enga valkosti, aðeins blótað hon- um. Það kemur því ekki á óvart að efnahagsmálaráðgjafar Chavez em léttvigtarmenn með allt önnur áform á prjónunum en stöðugleika í ríkisfjármálum en öllu meira áfjáðir í félagslega stýringu með marxískri tilraunastarfsemi. Það er kominn tími til að bjóða Chavez upp á val- kosti og sýna honum verðmiðana; það em mistök að halda að hann hafi nú þegar ákveðið að fara vondu leið- ina. I pólitískri stefnumótun sinni hef- ur Chavez verið einstaklega snjall og náð miklum árangri. Ef til vill er það til í dæminu að hann vilji vinna glímuna frekar en að festast í von- lausu og langvinnu skærastríði við markaðinn. Vissulega kann þetta að vera allt of mikil bjartsýni eða hrein- lega kolrangt. En að teknu tilliti til þess einhliða mats sem Chavez hef- ur notið fram að þessu er svigrúm fyrir annað sjónarhom. Rudi Dombusch er prófessor í hag- fræði við MIT íMassachusetts og starfað hjá bæði Alþjóðabankanum og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum sem aðalefnahagsráðgjafi. 9 v3" . dL Z) ilf Ismun Wm A': : 'Wift Dæmi um félöq Markaðsverð Eimskipafélag fslands hf. 388.606.698 íslandsbanki hf. 335.152.839 Vanguard: Global stock index 269.638.477 fslensk erfðagreining hf. 56.416.000 General Electric Company 48.309.621 Coca Cola Company 44.775.874 Heildareign Hlutabréfasjóðsins er 5.252.411.764 kr. Fyrir þá sem vilja fjárfesta til langs tima í hlutabréfum, fá góða ávöxtun á sparifé sitt og skattafslátt þar að aukil | * v, p| jj| • > || \...*....i ...rkZ * £ Allar tölur eru m.v. 25. nóvember 1999. Ávöxtun I fortið er ekki vlsbending um ávöxtun I framtíð. ' V-- MS ^ Kirkjusandur, sími: 560 8900 og íslandsbanld, sími: 575 7575 D OROBLU skrefi framar Kynnum nýju vetrartískuna í dag fró kl. 14.00-18.00. 20% jólaafslóttur _______af öllum OROBLU sokkabuxum. Qj LYFJA Lógmúla 5, sími 533 2300 f •* fMf Eru rimlagardmumar óhreinar? Við hreinsum: Viðarrimla, strimla, plíseruð og sólargluggatjöld. Setjum afrafmagnandi bónhúð. Sækjum og sendum ef óskað er. GSM 897 3634

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.