Morgunblaðið - 16.12.1999, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 16.12.1999, Blaðsíða 30
30 FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Venesúela á tímamótum Keuters Hugo Chavez, forseti Venesúela, talar hér við hóp barna á yfírreið sinni yfir landið til að hvetja fólk til að styðja nýju stjórnarskrána. ~1 < . VENESÚELA: Nokkrar hagtöiui WBBm 1997 1998 1999 2000 Verðbólga / 50% 37% 30% 20% Hagvöxtur ' j/ 5,9% -0,7% -8,5% 2,7% VLF (án olíuframleiðslu) •; 4,6% -0,6% -9,1% 2,9% Fjárlög (% af VLF) 1,5% -2,8% -1,9% -3,5% Greiðslujöfnuður (% af VLF) 4,6% -1,7% 4,6% 0,8% eftir Rudi Dornbusch The Project Syndicate. ÞJÓÐARATKVÆÐAGREIÐSLA fór í gær, hinn 15. desember, fram í Venesúela um nýja stjómarskrá. Verði úrslitin þau, að kjósendui- samþykki hana með yfirgnæfandi meirihluta felst í því mikil stuðn- ingsyfirlýsing við Hugo Chavez for- seta; hafni kjósendur áformunum mun það leiða til stjómmálaöng- þveitis þar sem þar með hlyti þingið aftur þau völd sem Chavez svipti það. Höfnun nýju stjómarskrárinn- ar gæti satt að segja leitt til nýrrar stjómarbyltingar. Venesúela stendur ekki aðeins írammi fyrir pólitískum vandamál- um, heldur mjög alvarlegum efna- hagsvanda. Allir hafa beðið þess í of- væni að sjá, hvemig stjómmálin æxlast; allir bíða þess í ofvæni að sjá hvers konar efnahagsstefnu Chavez velur að fylgja. Mun hann koma á óvart og opna hagkerfið og reka skilvirkt, stöðugt og víðsýnt efna- hagslíf? Eða mun hann reynast harðstjóri af gamla skólanum sem kýs kyrrstöðu og reynir að sauma bætur á veiklulegt efnahagslíf, án þess að takast á við hin raunveru- legu vandamál? Með tilliti til spjátr- ungslegs stjómarstíls Chavez og bakgmnns hans hjá hemum, sem og hins ævintýralega samsafns ráð- gjafa hans, em flestir búnir undir það versta. Venesúela er í augnablikinu ekki í gjörgæzluástandi. Landið er samt á barmi þess að steypast í óreiðu. í Það versta sem gæti hent væri að henti- stefna yrði ofan á og stjórnvaldstakmörk- unum á flæði fjár- magns og viðskipti yrði beitt í hefð- bundnum lýðskrums- tilgangi. raun em aðeins tvö afgerandi óleyst vandamál sem við efnahagslífi landsins blasa: há innanlands- skuldastaða (undir þetta falla reglur sem halda fjármálageira landsins sem nauðugum safnara innanlands- skulda) og of hátt gengi gjaldmiðils landsins (sjá töflu). Þá er hagsveifl- an stödd á botninum eftir mikið samdráttarár í efnahagslífinu, þegar enginn var hagvöxturinn. Þetta ýtir undir þörfina á auknum ríkisút- gjöldum, sem er oftast upphafið að ógöngum í ríkisfjármálum. Á hinn bóginn framleiðir Venesúela olíu, og ef heimsmarkaðsverð helzt yfir 20 Bandaríkjadölum á tunnuna má vænta hagstæðs greiðslujöfnuðar, jafnvel miðað við núverandi gengi. Staða fjárlaga er ekki góð, en sann- arlega ekki hrikaleg. Bezta niðurstaðan væri að sjálf- sögðu að Chavez bætti samkeppnis- stöðu efnahagslífs landsins með því að fella gengið um að minnsta kosti 50%. Reynslan hefur sýnt að í þjóð- félögum þar sem atvinnuleysi er mikið hafa gengisfellingar aðeins að hluta til skilað sér í verðbólgu. Búizt er við að þetta eigi við um Venes- úela, þar sem atvinnuleysi er um 20%. Slíkar aðgerðir yrðu að sjálf- sögðu óvinsælar meðal verkalýðs- forkólfa, og bezta svarið við því væri að afnema háa skatta á laun svo að launagreiðslur geti hækkað án þess að spilla samkeppnishæfninni. Rík- iskassinn fengi þetta bætt upp með tekjuaukanum af olíuútflutningnum, talið í heimagjaldmiðlinum eftir gengisfellingu. Þessi samsetning stjómvaldsað- gerða myndi stuðla beint að auknum hagvexti og jafnframt að vemd efnahagslífsins fyrir utanaðkomandi samkeppni. Með tíð og tíma væri hægt að lækka vexti og leysa banka- kerfið úr höftum. Ef þetta héldist í hendur við að myntráð sæi um geng- isstýringu myndi traust á efnahags- lífinu og hagvöxtur aukast enn írek- ar. Að sjálfsögðu eru verkefnin næg við að losa efnahagslífið við alls kyns óskynsamlegar reglur, boð og bönn. En ofangreindar stjómvaldsaðgerð- ir myndu gera mikið til að gera efna- hagslíf Venesúela lífvænlegra. Þær myndu veita Chavez frelsi til að ein- beita sér að langtímastefnunni í efnahagsþróunarmálum innanlands. Það versta sem gæti hent væri að hentistefna yrði ofan á og stjóm- valdstakmörkunum á flæði fjár- magns og viðskipti yrði beitt í hefð- bundnum lýðskrumstilgangi. Verði þessi leið ofaná verður genginu haldið yfir raungildi, ríkisútgjöld fara úr böndunum, og hríðversnandi viðskiptajöfnuði er mætt með aukn- um hömlum, einkum á fjármálaþjón- ustu. Þetta yrðu slæmar fréttir, svo sannarlega. Þetta ástand getur haldið í einhvern tíma en mun fyrr en síðar reka sig á hinn efnahags- lega raunveruleika og veita Chavez aukið tilefni til að stjóma með harðri hendi. Það er ekkert skelfingarástand á næstu grösum, en Chavez verður að velja hvaða framtíð hann kýs landi sínu. Ef hann opnai- hagkerfið og leiðréttir gengið ratar hann inn á braut hagvaxtar og stöðugleika. Ef hann velur kyrrstöðu/lýðskrum verður árið 2001 allt komið í þrot. Fram að þessu hafa ráðandi stétt- ir Venesúela, og fjárfestar að miklu leyti, búizt við hinu versta og hagað gerðum sínum í samræmi við það: ekki veitt Chavez neinar ráðlegging- ar, enga valkosti, aðeins blótað hon- um. Það kemur því ekki á óvart að efnahagsmálaráðgjafar Chavez em léttvigtarmenn með allt önnur áform á prjónunum en stöðugleika í ríkisfjármálum en öllu meira áfjáðir í félagslega stýringu með marxískri tilraunastarfsemi. Það er kominn tími til að bjóða Chavez upp á val- kosti og sýna honum verðmiðana; það em mistök að halda að hann hafi nú þegar ákveðið að fara vondu leið- ina. I pólitískri stefnumótun sinni hef- ur Chavez verið einstaklega snjall og náð miklum árangri. Ef til vill er það til í dæminu að hann vilji vinna glímuna frekar en að festast í von- lausu og langvinnu skærastríði við markaðinn. Vissulega kann þetta að vera allt of mikil bjartsýni eða hrein- lega kolrangt. En að teknu tilliti til þess einhliða mats sem Chavez hef- ur notið fram að þessu er svigrúm fyrir annað sjónarhom. Rudi Dombusch er prófessor í hag- fræði við MIT íMassachusetts og starfað hjá bæði Alþjóðabankanum og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum sem aðalefnahagsráðgjafi. 9 v3" . dL Z) ilf Ismun Wm A': : 'Wift Dæmi um félöq Markaðsverð Eimskipafélag fslands hf. 388.606.698 íslandsbanki hf. 335.152.839 Vanguard: Global stock index 269.638.477 fslensk erfðagreining hf. 56.416.000 General Electric Company 48.309.621 Coca Cola Company 44.775.874 Heildareign Hlutabréfasjóðsins er 5.252.411.764 kr. Fyrir þá sem vilja fjárfesta til langs tima í hlutabréfum, fá góða ávöxtun á sparifé sitt og skattafslátt þar að aukil | * v, p| jj| • > || \...*....i ...rkZ * £ Allar tölur eru m.v. 25. nóvember 1999. Ávöxtun I fortið er ekki vlsbending um ávöxtun I framtíð. ' V-- MS ^ Kirkjusandur, sími: 560 8900 og íslandsbanld, sími: 575 7575 D OROBLU skrefi framar Kynnum nýju vetrartískuna í dag fró kl. 14.00-18.00. 20% jólaafslóttur _______af öllum OROBLU sokkabuxum. Qj LYFJA Lógmúla 5, sími 533 2300 f •* fMf Eru rimlagardmumar óhreinar? Við hreinsum: Viðarrimla, strimla, plíseruð og sólargluggatjöld. Setjum afrafmagnandi bónhúð. Sækjum og sendum ef óskað er. GSM 897 3634
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.