Morgunblaðið - 16.12.1999, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 16.12.1999, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 1999 55 MINNINGAR JOSEFINA MARGRÉT ANDREA ÞORLÁKSDÓTTIR + Jósefína Margrét Andrea Þorláks- dóttlr var fædd í Vestmannaeyjum 28. september 1911. Hún lést á hjúkrunar- heimilinu Ljósheim- um á Selfossi 7. des- ember siðastliðinn. Foreldrar hennar voru Gunnþórunn Halldóra Valgerður Gunnlaugsdóttir, f. 1878, d. 1920, og Þor- lákur Guðmundsson, skósmiður, f. 1886, d. 1978. Alsystkini hennar eru: Ilallgrímur Péturs- son, f. 1913, d. 1996, Gunnlaugur Halldór Guðjón, f. 1914, d. 1999, Sigfríður Jóna, f. 1916, og Gunnar Þórir Halldórsson, f. 1919, d. 1987. Hálfsystkini samfeðra eru: Magnús, f. 1925, d. 1954, Guð- mundur, f. 1927, d. 1988, og Gunn- þórunn, f. 1929, d. 1984. Sonur Jósefínu og Árna Jó- hannssonar úr Reykjavík er Hörð- ur Vestmann Árna- son, f. 27. september 1937, í Vallarhjá- leigu í Gaulverjabæj- arhreppi. Kona hans er Jóhanna Kristins- dóttir frá Bfldudal, f. 6. mars 1941. Þau eiga fjögur börn: 1) Kristinn, f. 15. nóv- ember 1963, sonur hans með Drífu Valdimarsdóttur er Karl Valdimar, f. 10. september 1987, og dóttir með sambýlis- konu hans, Sæunni Ingibjörgu Brynjarsdóttur, er Jó- hanna Friðsemd, f. 24. mars 1998. 2) Hallgrímur, f. 24. aprfl 1966. 3) Lóa Hrönn, f. 22. mars 1969. 4) Pétur, f. 12. ágúst 1975, sambýlis- kona hans er Guðríður Péturs- dóttir, þeirra sonur er Hörður Frans, f. 12. júlí 1999. Utför Jósefínu verður gerð frá Selfosskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Þeir sem fæddir eru á öðrum tug þessarar aldar muna þann tíma, þeg- ar þægindin voru Iítil og fábrotið að skammta á diskinn. í Vestmannaeyj- um var þó alltaf fisk að fá, í þessum stóra útgerðarbæ, en það var minna um kjöt og mjólk, þó áttu margir kú, túnblett og garðholu, sem best voru settir. En það voru ekki allir sem bjuggu svo vel. Hjónin Gunnþórunn Gunnlaugs- dóttir og Þorlákur Guðmundsson, sem giftu sig árið 1910, bjuggu í Vestmannaeyjum, í húsi sem hét Þinghóll. Gunnþórunn var austan af landi, fædd á Skeggjastöðum við Bakkafjörð. Þorlákur var fæddur á Núpi undir Vestur-Eyjafjöllum. Fyrsta barn þeirra fæddist 1911, síð- an eitt af öðru og það fimmta fæddist 1919. En 30. apríl 1920 deyr Gunn- þórunn frá barnahópnum sínum, að- eins 42 ára gömul. Litla stúlkan sem fæddist 1911 og var frumburður þeirra hjóna, hét Jósefína Margrét Andrea. Hún var á níunda árinu þeg- ar móðir þeirra lést, Hallgrímur á sjöunda, Gunnlaugur á sjötta, Sig- fríður Jóna á þriðja og Gunnar Þórir á fyrsta árinu. Það er stúlkan sem fæddist 1911, hún Jósefína Margrét Andrea, sem ég ætla að minnast. Eins og áður er getið stóð hún uppi móðurlaus átta ára gömul og var elst sinna systkina. Úrræðin voru fá og voru börnin öll nema eitt send til vandalausra. Jós- efína lenti austur í Mýrdal, að Gilj- um, ásamt Gunnlaugi bróður sínum, Hallgrímur fór að Gjábakka í Vest- mannaeyjum og síðan að Skógsnesi í Gaulverjabæjarhreppi, Sigfríður Jóna fór á Norðfjörð og Gunnar Þór- ir ólst upp hjá móðurbróður þeirra systkina, Halldóri Gunnlaugssyni, héraðslækni á Kirkjuhvoli í Yest- mannaeyjum og konu hans Önnu Gunnlaugsson. Læknishjónin á Kirkjuhvoli og börn þeirra reyndust systkinunum ætíð vel og héldu fryggð við þau og sýndu einstaka ræktarsemi alla tíð. f Eyjum átti Jósefína sín bernsku- spor, á þessum sérstaka unaðsreit, þar sem fuglinn bjó sitt bú í kletta- skor og á syllu á blíðudögum vorsins, bátarnir sigldu út og inn með sínum taktföstu mótorskellum. Svo and- stæðurnar á veturna, þegar stórviðri gengu og söng í fjöllunum og brim- gnýrinn við eyjarnar skar í eyrun. Inn í þetta umhverfi var hún fædd og ólst upp. Og trúlegt þykir mér, eftir að hún kom að Giljum, að hugurinn hafí dvalið við Eyjarnar hennar, þeg- ar hún leit til hafs og sá þær bera við hafsbrún. Þyngst þótti henni að skilja við systur sína, sem fór austur á Norðfjörð, aðeins þriggja ára. Eins og vikið er að í upphafsgrein þessara minninga, átti hún einn son sem fæddist 1937, Höi'ð Vestmann, hann var hennar sólargeisli. Þegar hann fæddist var hún hjá Hallgrími bróður sínum sem bjó þá í Vallar- hjáleigu í Gaulverjabæjarhreppi, ásamt konu sinni Bjarnþóru Eiríks- dóttur. Jósefína dvaldi bæði fyrr og síðar hjá þeim hjónum, alltaf var kært með þeim systkinum og hjálp- uðu þau hvort öðru eftir því sem efni stóðu til. Þó systkinin væru alin upp sitt í hvem áttinni héldu þau kynnum og reyndu að hittast og voru öll sam- hent í því. Lóa, eins og hún var ætíð kölluð, var velvirk í störfum sínum og gekk vel undan henni, hún var vinsæl hvar sem hún tók í störf, léttlynd og hafði geislandi framkomu. Allir mundu eftir henni sem kynntust henni, hún var trygglynd og eignaðist því marga vini á Iifsleiðinni, hvar sem hún bæði vann og dvaldi á heimilum, allstaðar var hún vinsæl vegna sinn- ar útgeislunar og léttu lundai'. Gjafmildi var hennar aðalsmerki, hún lagði meiri áherslu á að kaupa eitthvað handa öðrum en sjálfri sér. Börnin voru í sérstöku uppáhaldi hjá henni, hún sendi afmælis- og jóla- gjafii' til þeirra. Hún byrjaði á haust- in að hugsa fyrh’ jólunum þegar hún fór í búðir og keypti eina og eina flík, svo þegar nálguðust jól var hún kom- in með eitthvað handa öllum. Þetta voru hennar unaðsstundir. Svo biðu börnin spennt eftir að taka upp pakkana frá Lóu, alltaf voru það föt sem hún valdi af sinni einstöku smekkvísi. Þegar við horfum til baka sjáum við hana fyrir okkur sem litla stúlku sem missti móður sína og var send í burtu úr faðmi fjölskyldunnar með sár í hjarta. Og í annan stað hjá syni og tengdadóttur og bamabömum á þeirra myndarlega heimili. Þar átti hún sitt annað heimili seinni árin sem hún mat að verðleikum. Að leiðarlokum færam við hjónin og börn okkar þakkir fyrir að hafa átt hana að. Framundan er hátíð ljóss og frið- ar. Við óskum, að heimkoma hennar verði í anda friðarhátíðarinnar, og sú birta sem fylgdi henni megi vísa veg- inn inn á eilífðarlandið. Jón Ólafsson. Ó, undur lífs er á um skeið að auðnast þeim sem dauðans beið - aðfinnagróagrasviðil og gleði’ í hjarta að vera til. Hve björt og óvænt skuggaskil! Ei sá ég fyrr þau skil svo skýr. Mér skilst, hve lífsins gjöf er dýr - að mega fagna fleygri tíð við fuglasöng í morgunhlíð og tíbrá ljóss um loftin víð. Og gamaltroðna gatan mín ígeislaljóma nýjum skín. Eg lýt að blómi í lágum reit og les þar tákn og fyrirheit þess dags, er ekkert auga leit. Ég svara, Drottinn, þökk sé þér! Af þínu ljósi skugginn er vor veröld öll, vort verk, vor þrá að vinna þér til lofs sem má þá stund, er fógur hverfur hjá. (Þorst. Valdimarsson.) Það era yndislegar minningar sem ég á um Lóu frænku mína. Þær era samofnar bernskuminningunum, um skemmtilega frænku sem kemur í heimsókn, með hressandi blæ og hlátur og svo er hún stundum með leyndardómsfulla pakka sem gaman er að kíkja í. Stundum setur mamma pennanent í hárið hennar eða litar á henni augabrúnirnar því Lóa vill líta vel út. Og þær gantast og hlæja, því Lóa frænka er svo mikill grallari. Hún dregur okkur börnin að sér eins og segull, því hún er svo ljúf og glað- vær. Hún er líka söngelsk og listræn, hannyrðirnar hennar eru listavel unnar og hún spilar á gamla orgelið hennar mömmu eftir eyranu. Nú er hún farin og þá er gott að eiga minningarnar, ljúfar og góðar, eins og hún var sjálf. Góður Guð leiði hana er hún held- ur inn í birtu jólahátíðarinnar á himnum. Þóra Bjarney Jénsdéttir. Maðurinn minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, EIRÍKUR BJÖRNSSON ÁGÚSTSSON, Sólvangsvegi 1, Hafnarfirði, andaðist mánudaginn 6. þessa mánaðar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Guðlaug Guðmundsdóttir, Steinunn Eiríksdóttir, Kristján Róbertsson, Edda Kristjánsdóttir, Guðlaug Kristjánsdóttir, Kristinn Magnússon, Eiríkur Gauti Kristjánsson, Baldur Kristinsson. t Ástkær fóstursonur, bróðir og fósturbróðir okkar, ALF KARSTEN WALDERHAUG, lést þriðjudaginn 14. desember. Útför hans verður gerð frá Ólafsfjarðarkirkju laugardaginn 18. desember kl. 14.00. Sveinsína Jónsdóttir, systkini og fóstursystkini. t Faðir okkar, sambýlismaður, tengdafaðir, afi og langafi, ÁRMANN KR. EINARSSON kennari og rithöfundur, lést á Landakotsspítala að morgni miðviku- dagsins 15. desember. Ásdís Ármannsdóttir Feifer, Peter Feifer, Hrafnhildur Ármannsdóttir, Kristín Ármannsdóttir, Hannes Guðmundsson, Aðalheiður Þorsteinsdóttir, Ármann Kr. Stefánsson, Sanne Jensen, Guðrún Eva Guðmundsson, Bjarki Elíasson, Ásdís Birta Gunnarsdóttir, Dagmar Kr. Hannesdóttir, Hannes Kr. Hannesson, Kristoffer Stefánsson, Thomas Stefánsson. t Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÓLAFUR HELGI ÁRNASON, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur að morgni mið- vikudagsins 15. desember. Margrét Helgadóttir, Hinrik Pálmason, Rósamunda Á. Helgadóttir, Sigurður G. Eggertsson, Einar S. Helgason, Kristín Grímsdóttir, Ingibjörg E. Helgadóttir, Ketill Vilbergsson, Árni E. Helgason, María Karlsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, ARNÞÓR ÞÓRÓLFSSON, Heiðarvegi 1, Reyðarfirði, andaðist á heimili sínu sunnudaginn 12. des- ember. Útför hans fer fram frá Reyðarfjarðarkirkju laugardaginn 18. desember kl. 14.00. Sigríður Eiríksdóttir, Eiríkur I. Arnþórsson, Inga E. Tómasdóttir, Kjartan Þ. Arnþórsson, Þorgerður B. Tryggvadóttir, Erna Arnþórsdóttir, Sigurður E. Aðalsteinsson, Adda S. Arnþórsdóttir, Stefán Rúnar Garðarsson, Harpa Arnþórsdóttir, Erlendur V. Tryggvason, Agnar Arnþórsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Utför ÓLA ÁGÚSTS INGVARSSONAR, bónda á Geitagili, verður gerð frá Sauðlauksdalskirkju laugar- daginn 18. desember kl. 14.00. Fyrir hönd aðstandenda, Valgerður Jónsdóttir, Keran Stueland Ólason, Þórey Óladóttir. t Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÁSTU HJÁLMTÝSDÓTTUR, Hæðargarði 20, Reykjavík. Guð blessi ykkur öll. Sigurður Guðmundsson, Hjálmtýr Axel Guðmundsson, Ingibjörg Sigurðardóttir, Ásta Hjálmtýsdóttir, Jóhann T. Axelsson, Harpa Björg Hjálmtýsdóttir, Hanna María Hjálmtýsdóttir, Guðrún Ása Hjálmtýsdóttir Guðrún B. Tómasdóttir, Sigurður Sigurðsson, Lilja M. Óladóttir, Einar B. Hróbjartsson, Sigurþór Y. Ómarsson, og langömmubörnin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.