Morgunblaðið - 16.12.1999, Síða 64

Morgunblaðið - 16.12.1999, Síða 64
MORGUNBLAÐIÐ v64 FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER1999 UMRÆÐAN Byggðamál - breyttar áherslur NÚ ER í tísku að leggja sem flest egg í eina körfu og sér þess víða stað, m.a. í sam- þjöppun byggðar, fyr- irtækjarekstri og fjár- málavaldi. Einokun virðist heldur ekki mjög varhugaverð sé hún í hlutafélagsformi, frjáls samkeppni lítið kepppikefli og er orðin aukaatriði í sumum gi-einum. Sé litið á samþjöpp- un byggðarinnar á höf- uðborgarsvæðinu vaknar sú spurning hvort skynsamlegt sé að vista 70 til 80% þjóðarinnar á mjög afmörkuðu landsvæði, sem er í næsta nágrenni við virkar eldstöðvar og gæti allt orðið óbyggilegt í einum náttúruhamförum. Athyglisvert var að það sjónarmið kom hvergi fram, þegar þem-i spurningu var velt upp fyrir stuttu, hvort heppilegra væri að stækka byggðina þar til norðurs eða suðurs! Orkuöflun okkar er á sama veg að mestum hluta á afmörkuðu svæði. Þar á ég við virkjanir í Ámes- og Rangárvallasýslum. Fyrir nokkru var vakin athygli á að gosið hefði á Veiðivatnasvæðinu seint á 15. öld og þar áður um landnám. Því gæti verið skynsamlegt að byggja leiðigarða við virkjanir þar í grennd, til að minnka áhættu við hugsanleg eldgos á næst- unni. Til viðbótar má rifja upp að fyr- ir um 8500 árum varð eitt mesta eld- gos á nútíma á þessu svæði og rann fram þunnfljótandi hraun með ná- lægt 100 km hraða. Það þekur lands- væðið milli Hvítár-Ölfusár og Þjórs- ár og nær í sjó fram. Jafnframt eru á þessum slóðum flekamótí jarðskorp- unni eins og sprungur og misgengi vitna um. Þar kann því ýmislegt að gerast sem gæti haft afdrifaríkar af- leiðingar fyrir orkuöflun okkar. Menntun skiptir máli Menntun íslendinga og þekking á umhverfi sínu hefur aukist síðustu öldina. Það hefur leitt til þess að landið brauðfæðir núna hátt í 300 þúsund íbúa, en áður hordrápu nátt- úruöflin þjóðina iðu- lega úr um 50 til 60 þús- undum niður í um 30 þúsund manns án þess vörnum væri við komið. Hér búa nú um 270 þúsund manns sem eiga líf sitt undir breyttum skilyrðum. Þakklátar mega þær kynslóðir vera sem hafa orðið þeirra lífs- gæða aðnjótandi. Mættu þau hafa það í huga sem hamast sem mest gegn nýtingu auð- lindanna, eru jafnvel á móti nýtingu jarðhita- svæða, en lifa sjálf í manngerðu umhverfi að mestu eða öllu leyti. Bætt skilyrði dreifbýlis Skynsamlegt væri fyi'ir okkur að dreifa áhættunni með því að efla byggð og atvinnuvegi og vinna orku Þjóðfélagsmál Skynsamlegt væri fyrir okkur, segír Sverrir Hjaltason, að dreifa áhættunni með því að efla byggð og atvinnu- vegi og vinna orku víðar en nú er gert. víðar en nú er gert. Dýrt er að flytja orku um langan veg, heppilegt er því að nýta hana í grennd við fram- leiðslustað þótt fleiri sjónarmið komi auðvitað til álita. Fyrirtæki og fólk í dreifbýli þarf bætt skilyrði, því þarf að tryggja svipað verð á orku og símaþjónustu um land allt og hætta allri sérskattlagningu á dreifbýlið. Þar má nefna menntunarkostnað og kostnað við að sækja heilbrigðis- þjónustu, svo og það fyrirkomulag að fjórðungur þjóðarinnar, (raforku- kaupendur RARIK og Orkubús Sverrir Hjaltason Tónleikar Heimabíó Málfrelsi I hvert sinn sem hönd þín nálgast BeoCenter 2300 opnast glerhurðirnar hljóðlega og dauft Ijós kviknar. BeoCenter 2300 er fullkomið hljómflutningstæki með geislaspilara og FM/AM útvarpi. Það er alltaf notalegt að nálgast BeoCenter 2300. BeoVision Avant 28" eða 32" breiötjaldssjónvarp á rafknúnum snúningsfæti, með innbyggðu fjölkerfa Nicam stereo myndbandstæki og öflugum hátölurum. BeoVision Avant er næst því sem þú kemst að vera í bíói án þess að fara að heiman. BeoCom 6000 er ekki eingöngu þráölaus sími. Hann sýnir þér hver er að reyna að ná í þig og þú ákveður hvort þú svarar. Einnig geturöu tengt allt að 5 önnur símtól við sömu línuna og haft þína eigin símstöð á heimilinu. Með BeoCom 6000 fær fjölskyldan eitthvað til að tala um. S BeoCenter 2300 frá Bang & Olufsen: kr. 108.500 BeoVision Avant frá Bang & Olufsen: kr. 398.900 BeoCom 6000 frá Bang & Olufsen: kr. 29.990
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.