Morgunblaðið - 16.12.1999, Page 81
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 1999 81
I DAG
FRÉTTIR
Q/\ÁRA afmæli. í dag,
V/fimmtudaginn 16.
desember, verður níræð
Lilja Vilhjálmsdóttir,
Garðbraut 15, Garði. Hún
dvelur á Sjúkrahúsinu í
Keflavík.
BRIDS
Hmsjóii Guðmundur
I’áll Ariiarsou
INDVERJINN Jaggy Shi-
vdasani hefur getið sér gott
orð sem spilari í Bandaríkj-
unum og unnið þar til
margi-a verðlauna. Hann
þykir hugmyndaríkur og
snjall spilari, og hafa spil
eftir hann víða birst, en
sennilega hefur Zia Ma-
hmood fyrstur manna kom-
ið Jaggy í sviðsljósið með
því að skrifa um eftirfar-
andi spil í The Bridge
World árið 1983:
Norður
* DG54
¥ 10
* G973
* KG82
Austur
¥ DG976
♦ 10865
*543
Suður
* K93
¥ÁK4
* ÁK2
*ÁD109
Zia var í norður, en
makker hans í þá daga, Ma-
sood, varð sagnhafi í sex
gröndum í suður. Jaggy hélt
á spilum austurs og hafði
lætt inn hjartasögn og þar
kom vestur út gegn
grandslemmunni.
Masood sá að þetta var
vond slemma, sem varla
yunist nema drottningin
kæmi niður í tígli. Hann tók
hjartaútspilið og spilaði
strax spaða að litlu hjónun-
um. Vestur dúkkaði rétti-
lega og aftur þegar Masood
fór heim á lauf til að spila
öðrum spaða að blindum.
Síðan tók Masood alla
laufslagina og Jaggy í aust-
ur tók að henda ofan af
hjartalitnum:
Norður
* 54
¥ —
* G973
* —
Austur
* —
¥ 96
♦ 10865
* —
Suður
AK
¥ K4
♦ ÁK2
* —
I þessari stöðu tók Ma-
sood hjartakóng og síðan
AK í tígli. Áætlunin var frá
upphafi sú að senda nú aust-
ur inn á hjarta og fá send-
Ingu frá tíunni annarri í tígli
upp í G9.
En Jaggy hafði fylgst vel
með öllu og lét hjartaníuna
undir kónginn. Það var því
vestur sem komst inn á
hjartaáttu og hann tók síðan
tvo slagi á spaða.
Þessi snjalla vörn Ind-
verjans unga vakti athygli
Zia 0g fjótlega eftir þetta
hóf Jaggy að spila í Banda-
Nkjunum.
Vestur
*Á8
V85
♦D4
*-_
Vestur
♦ Á10876
¥ 8532
♦ D4
♦ 76
Árnað heilla
Ljósmynd: Nýja myndastofan.
BRÚÐKAUP. Gefin voru
saman 18. september í Kópa-
vogskirkju af sr. Eðvarð Ing-
ólfssyni Sigrún S. Gísladótt-
ir og Örn M. Guðjónsson.
Heimili þeirra er að Lerki-
grund 3, Akranesi.
Ljósmynd: Edda Sigurjóns.
BRÚÐKAUP. Gefin voru
saman 19. júní sl. í Digra-
neskirkju af sr. Þórhalli
Heimissyni Bryndfs Einars-
dóttir og Einar Þór Jó-
hannsson. Með þeim á
myndinni er dóttir þeirra
Marín Rún Einarsdóttir.
Heimili þeirra er á Suður-
götu 39b, Hafnarfirði.
SKAK
Umsjóii Margeir
Pétursson
STAÐAN kom upp í Evr-
ópukeppni landsliða í skák
í Batumi í Georgíu um
mánaðamótin. Pólverjinn
B. Macieja (2.540) var með
hvitt, en ung-
verska stúlkan
Júdit Polgar
(2.670) hafði
svart og átti leik.
30. _ Hxf2! 31.
Hxf2 _ Hxf2 32.
De8+ (Ekki 32.
Kxf2? _ Bxg3+
33. Hxg3 _ Dxh5
og hvítur hefur
tapað drottning-
unni) 32. _ Hf8
33. De7 _ e5 34.
Bxe5 _ Bxe5 35.
Dxe5 _ Dxd3 og
með peð yfir vann
Júdit skákina um síðir.
Röð efstu sveita á mót-
inu varð: 1. Armenía 22%
v. 2. Ungverjaland 22 v., 3.
Þýskaland 21 v., 4.-8.
Búlgaría, Rússland, Úkra-
ína, Israel og Slóvenía 20%
v., 9. Hvíta-Rússland 20 v.,
10.-15. England, Hollandi,
Tékkland, Bosnía-Her-
segóvína, Sviss og Spánn
19% v.
Svartur á leik.
Með morgunkaffinu
Ég skil að þér finnist
óþægilegt að Magnús
skuli vera með kynferðis-
legt áreiti, en vandamálið
er að ég skil hann líka
mjög vel.
LJOÐABROT
Jólakveðja
Yfir bústað ykkar breiði
ár og friður vængi sína!
Jólin þangað ljúfust leiði
Ijós, er foldarbörnum skína!
Ekki gull né auðlegð neina
eg úr fjarlægð þangað sendi,
en þá bæn, að ástin hreina
ykkur leiði móðurhendi.
Sæl og glöð ég sé í anda
sólskinið hjá vinum mínum:
Ljósin björt á borði standa,
börnin leika að gullum sínum.
Úti gylltar stjörnur stafa
strauma, sund og hvítar hæðir,
milli hreinna mjallartrafa
máni jólablysið glæðir.
Hulda
STJÖRJVUSPA
eftir Franees Drake
BOGMAÐURINN
Afmælisbarn dagsins: Þú ert
maður fjölhæfur og metnað-
argjarn en þarft að gæta þín
að láta metnaðinn ekki
teygja þig oflangt.
Hrútur _ (21. mars -19. apríl) Þú ert í góðu skapi en skalt muna að það getur valdið vandræðum að hlægja þegar það á ekki við. Sittu á þér því oft má satt kyrrt liggja.
Naut (20. apríl - 20. maí) Þú getur ekki lengur horft framhjá efasemdum þínum varðandi atvinnuna. Gefðu þér allan þann tíma sem þú þarft til að grandskoða málin.
Tvíburar (21. maí - 20. júní) Aa Þú ert ekki í skapi til að standa í stórræðum svo gerðu bara það sem hugur þinn stendur til því það kemur dagur eftir þennan og þá tekurðu til hend- inni.
Krabbi (21. júní - 22. júlí) Þú ert aufúsugestur en þarft þessvegna að gæta þess að misbjóða ekki gestrisni fólks. Einhver ber upp óvænta bón sem kemur þér verulega á óvart.
uón (23. júlí - 22. ágúst) Freistingamar eru margar þessa dagana og þú þarft oft að halda þér fast svo þú fallir ekki fyrir þeim. Hafðu jafn- vægi á öllum hlutum.
Meyja (23. ágúst - 22. september) Þú þarft ekki að óttast það að fara eftir innsæi þínu í veiga- miklu máli því þegar til lengri tíma er litið er þín lausn sú rétta fyrir alla aðila.
Vog trt (23. sept. - 22. október) A 414 Þú stendur eins og klettur í öllu því róti sem i kringum þig er. Láttu ekki neikvæðni ann- arra og óþolinmæði hafa áhrif áþig.
Sþorðdreki (23. okt. - 21. nóvember) Kraftur þinn hrífur aðra með þér og þeir líta til þín um for- ustu sem þú skalt taka að þér en mundu alltaf að vera hóg- vær og lítillátur.
Bogmaður (22. nóv. - 21. desember) Ai - f Þú ert hæfíleikaríkur og verð- ur að finna athafnaþrá þinni farsælan farveg. Ræddu málin við þá sem þú treystir til að gefa þér heillarík ráð.
Steingeit (22. des. -19. janúar) Forvitni er mikill kostur þegar hún heldur manni vakandi gagnvart daglegum venjum. Leyfðu henni að njóta sín.
Vatnsberi f (20. janúar -18. febrúar) Csm Vertu ekki súr þótt eitthvað hafi farið öðruvísi en þú ætlað- ir. Það er aldrei svo að maður geti stjómað öllum hlutum svo haltu bara þínu striki.
Fiskar mt (19. febrúar - 20. mars) Þú leysir störf þín vel af hendi og setur öðmm gott fordæmi. Framlag þitt fer ekki framhjá yfirmönnum þínum.
Stjömuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi eru
ekki byggðar á traustum grunni
vísindalegra staðreynda.
U mh verfis vinir
með tónleika
UMHVERFISVINIR standa fyrir
tónleikum í beinni út sendingu á
Skjá 1 á fimmtudagskvöld milli
klukkan 20.30 og 23. Yfirskrift tón-
leikanna er Eigi að bakka og verða
þeir tileinkaðir þeirri umræðu sem
á sér stað um Fljótsdalsvirkjun og
Eyjabakka.
Mikill fjöldi hljómsveita og
skemmtikrafta kemur fram, þeirra
á meðal Sigurrós, Quarashi, Daníel
Ágúst í Gus Gus, Maus, Ensími,
KK, Magnús Eiríksson, Páll Óskar,
Skapti Olafsson o.fl.
Auk tónlistar verður talað mál í
brennidepli, að sögn Jakobs Frí-
manns Magnússonar, fram-
kvæmdastjóra umhverfis vina.
Aðilum sem mæla bæði með og á
móti Fljótsdalsvirkjun hefur verið
boðið að leggja orð í belg á sam-
komunni.
Til dæmis hefur þeim ráðherrum
sem mæla með framkvæmdum við
Fljótsdalsvirkjun, þeim Davíð
Oddssyni, forsætisráðherra, Finni
Ingólfssyni, iðnaðarráðherra, Hall-
dóri Ásgrímsyni, utanríkisráð-
herra, og Siv Friðleifsdóttur, um-
hverfisráðherra, verið boðið að
leggja orð í belg.
Þá hefur Einari Rafni Haralds-
syni, formanni Afls fyrir Austur-
land, verið boðið á samkomuna sem
og skemmtikraftinum Jóni Gnarr
og skáldinu Hákoni Aðalsteinssyni.
Fær hver og einn um tvær mínútur
til að tjá hug sinn til málsins, en *
með þessu móti er tryggt að báðar
hliðar málsins verði reifaðar, að
sögn Jakobs.
Tónleikarnir verða í myndveri
Nýjabíós, Skipholti 31, Reykjavík
og verða 200 miðar til ráðstöfunar
á tónleikana hjá Umhverfisvinum í
Síðumúla 34.
9 LÍNURNAR
Nýkomnir ítalskir spariskór
✓
Stínafína - CHASSE Laugavegi 47, sími 551 7345