Morgunblaðið - 30.12.1999, Síða 2

Morgunblaðið - 30.12.1999, Síða 2
2 FIMMTUDAGUR 30. DESEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ Spá allt að 5% fjölgun ferðamanna FRÉTTIR Ibúum landsins fjölgaði um rúmlega 1.200 manns í ár vegna aðflutnings Aðflutningur fólks hefur ekki verið meiri í rúman áratug RÚMLEGA 1.200 manns fluttust til landsins umfram þá sem fluttu af landi brott á árinu 1999 og hefur að- flutningurinn ekki verið jafnmikill í meira en áratug eða frá árinu 1988 að því er kemur fram í frétt Þjóð- hagsstofnunar um búsetuþróunina í ár. Þá er áætlað að brottflutningur fólks af landsbyggðinni umfram að- flutta í ár hafi numið 1.340 manns, sem er um 1,2% af íbúafjölda lands- byggðarinnar, en það er nokkru minni brottflutningur en verið hefur síðustu fjögur árin. Fram kemur að samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar um mannfjölda 1. desember hafi þjóð- inni fjölgað um rúmlega 3.400 manns milli ára og þar af um rúm- lega 1.200 manns vegna aðflutnings frá útlöndum. Brottfluttir umfram aðflutta af landsbyggðinni voru 1.340, sem er heldur minna en síð- ustu ár, en árin 1996-98 var brott- flutningur af landsbyggðinni til höf- uðborgarsvæðisins meiri en nokkurn tíma áður, að því er fram kemur. í fréttinni er ennfremur að finna íbúatölur einstakra landsvæða og hlutfallslega þróun í íbúafjölda síð- ustu tíu árin. Á þeim tíma hefur fjölgun einungis orðið í Eyjafirði, Áustur-Skaftafellssýslu, Árnessýslu og á Suðumesjum, auk höfuðborg- arsvæðisins, þar sem fjölgunin er mest bæði hlutfallslega og í tölum. Fólksfækkun er hins vegar mest á Vestfjörðum, í Dölum og á sunnan- verðum Austfjörðum. Jafnfi-amt kemur fram að ef Vilja að mál- ið verði tekið upp að nýju KENNARAR við Tónlistarskóla Garðabæjar samþykktu á fundi í gærkvöldi yfirlýsingu vegna ráðn- ingar skólastjóra við skólann: „Fyrri yfirlýsing var ítrekuð þar sem fram komu mótmæli gegn þeirri málsmeðferð sem ráðning skóla- stjóra við Tónlistarskóla Garðabæj- ar hlaut hjá bæjaryfirvöldum. Bæj- arstjórinn sniðgekk með öllu tillögu skólanefndar um skólastjóraefni. Kennarar skólans eru hneykslaðir á þessu enda bera þeir fullt traust til skólanefndarmanna sem hafa fylgst grannt með innra starfi skólans. Á fundi kennara með bæjarráði kom fram að ráðning skólastjóra grundvallaðist á meðmælum. Að svo stöddu virðist sem hluti gagna eins umsækjanda, þar á meðal meðmæli, hafi ekki borist í hendur þeirra sem um málið áttu að fjalla. Ef þetta reynist rétt hljóta að hafa átt sér stað alvarleg mistök. Að þessu sögðu vilja kennarar að málið verði tekið upp aftur frá grunni." íbúaþróun síðustu fimm ára er borin saman við fimm árin þar á undan er ástandið nú verra á öllum landsvæð- um landsbyggðarinnar nema á Akranesi og í Dalasýslu. Þá segir að ein athyglisverðasta breytingin sem orðið hafi á íbúafjölda einstakra svæða sé á Akranessvæðinu. Þar hafi íbúum fjölgað um 266 frá árinu 1966 eða um 4,7%. Segir að áður en ráðist hafi verið í stóriðjufram- kvæmdir á Grundartanga hafi verið áætlað að fyrirsjáanlegum breyting- um á atvinnulífi svæðisins myndi fylgja um 500 manna fjölgun, en annars mætti búast við áframhald- andi fækkun. Segir jafnframt að þróunin renni stoðum undir nýlegt mat Þjóðhagsstofnunar á stað- bundnum áhrifum af byggingu ál- vers í Reyðarfirði. FERÐASKRIFSTOFURNAR spá | 3-5% fjölgun erlendra ferðamanna til íslands á næsta ári. Þó eru taldar blikur á lofti vegna mikilla kostnað- r arhækkana. Sigríður Gunnarsdóttir, forstöðu- maður innanlandsdeildar Samvinnu- ferða-Landsýndar, segir að gengi ís- lensku krónunnar sé sterkt og þjónusta hafi hækkað innanlands. Það komi hugsanlega til með að hægja á fjölgun ferðamanna. Þó seg- ir hún allt stefna í að það verði aukn- | ing á árinu. Hún segir að einkum virðast ætla að verða aukning í ráð- stefnu- og hvataferðum til landsins. „Menn hafa verið duglegir að spá um fjölgun ferðamanna en það þarf að fara gætilega í sakirnar. Verð skiptir afar miklu máli og það er allt- of hátt,“ segir Sigríður. Hún segir að meðaltalshækkun milli ára á þjón- ustu innanlands sé líklega í kringum 10%. Þá vegi hátt gengi íslensku krónunnar einnig þungt. Á þessum | árstíma í fyrra hafi þýska markið t.a.m. jafngilt um 42 krónum en það sé komið niður í 37 krónur núna. Engu að síður virðist vera útlit fyrir fjölgun ferðamanna. Ulfar Antonsson, forstöðumaður innanlandsdeildar Úrvals-Útsýnar, segir að á undanförnum árum hafi yfn-leitt verið á bilinu 3-7% fjölgun ferðamanna til landsins milli ára. „Við reiknum með því að það verði a.m.k. 5% fjölgun á næsta ári. Því k miður er orðið dýrara að komast til íslands. íslenska krónan er sterk þannig að t.d. norrænu gjaldmiðlarn- » ir hafa lækkað um allt að 10% og þai' að auki hafa orðið kostnaðarhækkan- ir frá 3-4% og allt upp í 10% eða jafn- vel meira. í sumum tilvikum er það jafnvel orðið allt upp í 20% dýrara að koma til Islands,“ segir Úlfar. —----------- Handteknir vegna ólöglegra skotelda LÖGREGLAN í Reykjavík hafði af- skipti af nokkrum mönnum í gær- kvöldi sem höfðu ólöglega skotelda í fórum sínum. Tveir menn voru handteknir og færðir til yfirheyrslu vegna málsins og í framhaldinu lagði lögreglan hald á töluvert magn af ýmiskonar ólög- legum skoteldum. Málið er í rannsókn lögreglunnar. ---♦nþ-4---- I roki og rigningu Það er ekki tekið út með sældinni að stunda útivinnu á íslandi yfir há- veturinn. Það máttu smiðirnir reyna sem unnu í rigningu og roki á þaki nýbyggingar í Grafarvogi í gær. Morgunblaðið/Golli Sérblöð í dag Viðskiptabiað Morgunblaðsins Helgi skoraði tvö í Grikklandi C/2 Sérblað um viðskipti/atvinnulíf Þorbjörn Jensson glímir við meiðsli C/1 Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.