Morgunblaðið - 30.12.1999, Síða 9

Morgunblaðið - 30.12.1999, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. DESEMBER 1999 9 __________FRÉTTIR________ Varði aðra doktors- m 2000 GLÖSIN, SÍÐASTI SJENS ANNARS NOTUM VIÐ ÞAU Á MORGUN S Óðinsgötu 7 IWW' Sími 562 8448 i ritgerð sína Morgunblaðið/Ásdís Kristján Sigurðsson KRISTJÁN Sigurðsson, yfirlæknir- Leitarstöðvar Krabbameinsfélags- ins, vai’ði á dögunum doktorsritgerð við Norræna heilbrigðisháskólann í Gautaborg, Svíþjóð. Kristján lauk þar með annarri doktorsritgerð sinni en hann varði ritgerð við Háskólann í Lundi árið 1982. „Eg hóf nám í heilbrigðisháskólan- um árið 1994 og hafði áhuga á því námi sem þeir bjóða upp á í heilbrigð- isstjórnun. Skólinn er rekinn af nor- rænu ráðherranefndinni og er fyrst og fremst hugsaður fyrir stjórnendur í heilbrígðisgeiranum á Norðuriönd- um,“ segir Kristján, sem endaði þó á því að fara út í rannsóknir sem lauk með doktorsritgerð. „Ritgerðin fjallai' almennt um gagnsemi leghálskrabbameinsleitar. Rannsakaðar voru breytingar á dán- artíðni og nýgengi leghálskrabba- meina, dreifingu illkynja vaxtar við gi-einingu auk breytinga á tíðni for- stigsbreytinga sjúkdómsins og niður- stöðm’ tengdar við framkvæmd leit- arstarfsins hér á landi frá því að skipulögð leit hófst árið 1964. Þá voru kannaðar breytingar á nýgengi og dánartíðni sjúkdómsins á hinum Norðurlöndunum og þær niðurstöður tengdai- við framkvæmd legháls- krabbameinsleitai- í þessum löndum en þar hefur hliðstæð leit verið rekin á annan hátt hvað varðar aldurshópa og millibil skoðana," segir Kristján. Hann bætir við að hvatinn að rann- sókninni hafi verið að fá vísindalegt mat á það hvort rétt hafi verið staðið að skipulagi leitar hér á landi eða hvort verið væri að eyða fjármunum hins opinbera í vitleysu. 76% lækkun dánartíðni sjúkdómsins Það er skemmst frá því að segja að niðurstöður rannsóknarinnar stað- festa að starfsemi Leitarstöðvarinnar hefur leitt til um 76% lækkunar á dánartíðni sjúkdómsins sem er hvað mesta lækkun dánartíðni á Norður- löndunum. „Það kom í ljós að áhrif leitar á Norðurlöndunum tengjast beint skipulagi leitar í þessum löndum þar sem áhrifin eru mest hér á landi og í Finnlandi en minnst í Noregi." Skipulögð leit að leghálski-abbameini hófst á Norðurlöndunum upp úr 1960, nema í Noregi þar sem hún hófst ekki fyrr en á árinu 1995. ís- lendingar og Finnar hafa verið um- fangsmestir í leitinni, en Danir og Svíar ekki náð til eins margra kvenna. Kristján segir athyglisvert að þrátt fyrir að Islendingar hafi boð- að stærri aldurshóp kvenna í leit (25- 69 ára) en Finnar (30-55 ára) þá hafi árangurinn verið svipaður í báðum löndunum. Skýringu þessa segir Kristján fyrst og fremst geta byggst á mismunandi áhrifum áhættuþátta hjá þessum þjóðum, t.d. megi ætla að konur hafi byrjað fyiT að stunda kyn- líf hér á landi en í Finnlandi. Ekkert hafi hins vegar komið fram sem styðji að ekki sé rétt staðið að aldurshópum og millibili skoðana hér á landi. Annar tilgangur rannsóknarinnar vai' að kanna hvort ný próf væru betri en hefðbundin frumupróf til að greina þær konur sem eru í áhættu að þróa sjúkdóminn. „Það hafa komið fram vísbendingar á síðari árum um að orsakir leghálskrabbameina megi rekja til veiru sem nefnist human papilloma veira(HPV). Komið hafa fram próf til að greina þessa veiru hjá konum en niðurstaða ritgerðarinnar er að hefðbundin leitaraðferð, þ.e. frumustrokið, sé enn besta aðferðin til að greina þær konur sem teljast í áhættu að þróa sjúkdóminn." Þriðja doktorsprófíð í ellinni? Það er ekki mjög algengt aðmenn ljúki doktorsprófi tvisvar en Kristján segir það hafa verið hálfgerða tilvilj- un að það varð úr. „Það er aldrei að vita hvað gerist þegar maður er kom- inn á eftirlaun," er svarið þegar spurt er hvort hann hyggist bæta enn einni gi’áðunni við. Kristján hefur verið yfirlæknir Leitarstöðvar Ki’abbameinsfélags Is- lands síðan 1982 og sviðsstjóri leitar- sviðs félagsins í rúman áratug. Hann er einnig yfirlæknir á krabbameins- lækningadeild kvennadeildar Land- spítalans og hefur starfað þai’ frá ár- inu 1982 eftir að hann varði fyrri doktorsritgerð sína í Lundi. Hún fjallaði um meðferð og forspárþætti eggjastokkakrabbameina og var lengi vel stuðst við niðurstöður þeirr- ar rannsóknar við meðferð þessa sjúkdóms á kvennadeild Landspít- alans. Eiginkona Kristjáns er Sigrún Ósk Ingadóttir viðskiptafræðingur hjá Landssíma íslands. Útsala á handhnýttum, austurlenskum gæöateppum á Grand Hótel, Reykjavík, 25-40% afsláttur ef greitt er með korti 5% aukaafsláttur m.v. staðgreiðslu I dag, fimmtudaginn 30. des., frá kl. 13-19 HÓTEL REYKJAVIK Sími 8614883 B5 I RÁBGREIÐSLUR Lyf til nota í hjálpar- starfi í Lesóto RAUÐI kross íslands fékk í gær af- hentar 820 þúsund Parkódíntöflur að gjöf frá Delta hf. og Lyfjaverslun íslands hf. Lyfin eru ætluð til notk- unar í hjálparstarfi félagsins í Lesó- tó í Afríku. Verðmæti gjafai’innar er vel á sjöttu milljón króna. Sigi’ún Árnadóttir, framkvæmdastjóri Rauða kross Islands, segir gjöfina ákaflega mikinn stuðning við hjálp- arstarfið í Lesótó, en Islandsdeild Rauða krossins hefur aðstoðað við að reka tvær heilsugæslustöðvar þar. I Lesótó er aðeins einn læknfr á hverja 18 þúsund íbúa og oft mik- ill skortur á einföldum lyfjum á borð við Parkódín, sem er bæði verkjastillandi og hitalækkandi. * Rauði kross Islands fær veglega gjijöf Morgunblaðið/Golli Sigrún Árnadóttir tekur við gjöf lyQafyrii*tækjanna fyrir hönd Rauða krossins. Reyklaus átímamótum! m Fagleg ráðgjöf við val á NICORETTE lyfjum Mælum kolmonoxíð í útöndunarlofti í dag frá kl. 14-18 í Apótekinu Smáratorgi Reyklaus árangur NICORETTE' ApOtekið Smáratorgi - S.564 5600 OPIÐ 09-24 ALLTAF Á VAKTINNI
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.