Morgunblaðið - 30.12.1999, Side 30

Morgunblaðið - 30.12.1999, Side 30
30 FIMMTUDAGUR 30. DESEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Breiðmyndadagatal Nýrra vídda 2000 helgað Þingvöllum Ljósmynd/Hörður Daníelsson Sól sest, tungl rís.. Hrafnabjörg á janúarmynd Þingvalladagatals Nýrra vídda árið 2000. Sól sest, tungl rís ELLEFTI árgangur breiðmynda- dagatalsins „Af ljósakri“ er helgað- ur Þingvöllum. Tilefnið er komandi árþúsundamót og þúsund ára af- mæli kristnitökunnar á Þingvöllum á sumri komanda. Á dagatalinu, sem Nýjar víddir gefa út, eru ljós- myndir eftir Hörð Daníelsson en Kristin Þorkclsdóttir hannaði dagatalið í samvinnu við ljósmynd- arann. Hörður segist í samtali við Morg- unblaðið hafa verið að taka myndir af Þingvöllum í nokkur ár og safna myndum af árstíðunum. „Þetta byrjaði svo fyrir alvöru í hitteð- fyrra, þá fór ég nokkra leiðangra," segir hann. „Okkur hjá Nýjum víddum fannst árið 2000 kalla á al- veg sérstakt þema,“ segir Kristín. Þau urðu fljótt sammála um að beint lægi við að helga dagatal árs- ins Þingvöllum. Myndirnar hafa meiri frið og njóta sín betur Myndirnar eru alls átján en á annarri hverri síðu er stillt saman tveimur myndum. Á hverri síðu er stuttur, ljóðrænn texti ljósmyndar- ans, t.d.: Svartar kræklur - hvít form, Land gliðnar - land skapast, Ör jarðar, Fætt af hrauni og I hvít- um viðjum. Að sögn Kristínar hefur verið meiri texti með myndunum á fyrri Ijósakursdagatölum. „Nú hafa myndirnar meiri frið og njóta sín betur en sögutextamir standa sjálf- stæðir á ytri siðunum,“ segir hún. Á innri kápusíðu dagatalsins rit- ar dr. Páll Einarsson um jarðsögu íslands og Þingvalla og á baksíðum 77777/ Pro 38 tegundir af glæsilegum tertum • Auðveldar f notkun • Frábært verð wm Loga Snow mountain kr. 600 Double orchid kr. 400 Silver spider Flying eagles kr. 300 12 tertur i kassa kr. 3.900 Sölustaður: Faxafen 10, bakatil í suðurenda húsi Framtíðarinnar rekur Jón Ásgeir Sigurvinsson sögu staðarins. Þar er einnig sýnd hnattstaða fslands og á jarð- sögulegu korti sést eldgosa- og landreksbeltið og skilin milli Evrópu- og Ameríkuflekanna. Textinn er á sex tungumálum: ís- lensku, ensku, dönsku, þýsku, frönsku og spænsku. Sjónræn auðlind í ört vaxandi manngerðu umhverfí Hörður segir birtuna sérstaklega mikilvæga í myndum sínum og að sögn Kristínar leggja Nýjar víddir mikia áherslu á að myndirnar séu þannig unnar að þær njóti sin sem allra best. Þau segjast sækja mjög mikið til Þingvalla allan ársins hring. „Mað- ur er smátt og smátt að uppgötva hvað veturinn er fallegur þar,“ seg- ir hún. „Náttúra Þingvalla er alveg einstök gersemi hér í nágrermi við okkur. Það er svo óendanlega mik- ilvægt að öll þjóðin skuli eiga þenn- an stað og eiga rétt á að vera þar - fólk kann að meta það og virðir friðhelgi staðarins," segir Kristfn. „Árleg útgáfa Ljósakursins er í eðli sínu ákall til Iandsmanna. Sérstæð náttúra eyjarinnar okkar er sjón- ræn auðlind í ört vaxandi mann- gerðu umhverfi og andlegt orkuver núti'mamönnum, sem flestir eru þéttbýlisbúar - nauðugir viljugir! Varðveitum einsdæmin - gjafír skaparans tii landsmanna, borinna sem óborinna," segir Hörður. Tón- leikahöll Disneys FRAMKVÆMDIR eru nú hafnar við tónleikahöll sem kennd verður við Walt Disney í Los Angeles. Dóttir Disneys, Diane Disney Miller, og arki- tektinn Frank Gehry fagna hér þegar risastór veggmynd af mannvirkinu var afhjúpuð fyrir skemmstu en ráðgert er að taka herlegheitin í notkun haustið 2002. Höllin mun taka 2.290 manns í sæti. Fat .j > J j fyJ /,J v.j \ , . ABSORBITOL'" FIBER SUPPLEMENT NY LEIÐ TIL LETTARA LIFS Engar áhyggjur af aukakílóum yfír hátíðarnar Fat Binder er 100% náttúrulegt faeðubótarefni sem bindur sig við fitu (meltingarveginum og hindrar að líkaminn nýti sér hana. Fitan sem þannig er bundin skilst út úr líkamanum en meltist ekki og þú grennist. Faest í flestum apótekum á landinu. WorlðClass fj PHARMANLfTRIENTS" ÞREKRAUN EHF. FELLSMÚLA 24, SÍMJ: 553 5000 Binder

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.