Morgunblaðið - 30.12.1999, Síða 37

Morgunblaðið - 30.12.1999, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN FIMMTUDAGUR 30. DESEMBER 1999 37 A vígvelli Mammons UNDANFARIÐ hefur nokkur umræða skapast um spilafíkn, spilavíti og afleiðing- arnar af rekstri spila- kassa í landinu síðast- liðin 12 ár, því sífellt fleiri Islendingar missa stjóm á lífi sínu vegna spilafíknar. Merkilegt er að horfa upp á til- raun þeirra aðila sem reka spilakassana til að nefna fyrirbærið nýj- um og villandi nðfnum t.d. happdrættisvélar Sveinbjörn eða söfnunarkassa. Þorkelsson Spilakassar heita þeir, samskonar kassar og tíðkast í spila- vítum víða um heim, við hlið rúllettu og annarra hefðbundinna fjárhættu- spila. Ekki ætla ég að deila á þau þjóð- þrifafyrirtæki sem leiðst hafa inn á . þennan vafasama vettvang sem rekstur spilakassa og spilavíta er. Til góðra verka þarf sannarlega öfluga fjáröflun, því neitar enginn. Hins- vegar setja fulltráar Rauða kross ís- lands og Happdrættis Háskóla ís- lands aftur og aftur fram vafasama fullyrðingu, sem hljóðar eitthvað á þá leið að mikill meirihluti þeirra sem spili í spilakössum á Islandi - spili - leiki sér - hafa yndi af - og alls engan skaða af þessari fremur sak- lausu dægrastyttingu. Fulltráarnir viðurkenna jú að einhverjir hafi ekki stjórn á sér og hljóti tjón af þátttöku í fjáröflun þjóðþrifafyrirtækjanna, einhver óljós, andlitslaus minnihluti. Sigrán Arnadóttir, framkvæmda- stjóri Rauða kross Islands, segir t.d. í Morgunblaðinu 4. þessa mánaðar: „Langflestir þeirra sem spila í köss- unum gera það í litlum mæli og sér til ánægju.“ Guðmundur Sigur- bergsson hjá Happdrætti Háskólans segir einnig í Morgunblaðinu 12. þessa mánaðar að: „... aðeins lítill hluti þeirra sem noti spilakassana hafi ekki stjórn á sér“. Þessar fullyi'ðingar skjóta skökku við, því engar rannsóknir hafa verið gerðar á Islandi á því hve mörg pró- sent þeirra sem spila í spilakössum eru ánetjuð. Því eru þessi rök úr lausu lofti gripin. Vel má vera að þessi rök haldi ef við erum að tala um allan happdrættis- og spilaheiminn á litla íslandi þ.e. spilakassar, Lottó, Víkingalottó, Lengjan, Getraunir, skafmiðar, bingó, Talló, Happdrætti Háskólans, DAS, SÍBS, hvað gleym- ist, já, útvarpsstöðvamar með get- raunaleiki, verslanir með jólahapp- drætti, bensínstöðvar, það er happó í safnkortinu þínu og Visakortið, þú gætir orðið heppinn (við strikum yfir úttektina í desember!) o.s.frv. o.s.frv. En einnig hér vantar rann- sóknir algjörlega. En ef við horfum eingöngu á þann hóp sem spilar í spilakössum er hlut- fall spilafíkla líklega mun hærra en fyrrnefndir fulltráar vilja vera láta. Mín persónulega reynsla sem spila- fíkill segir mér að til bóta væri að banna spilakassa alfarið. Það er ljóst að helstu þættir spilafíknarinnar voru til staðar hjá mér þegar ég fyrst lagði peninga undir í spili, tvítugur að aldri. Eg ásaka ekki spilavítin eða spilakassana (né eigendur þeirra) vegna minnar eigin fíknar, en bendi á að ekki leitaði ég uppi hin ólöglegu spilavíti sem störfuðu (og starfa enn) í Reykjavík á þeim árum. Það var ekki fyrr en pókerspilakassar komu á vínveitingahús 1987-88 sem ég fór að spila fyrir alvöru. Þegar svo Há- skóli Islands setti á stofn siðfræði- Skólavörðustíg 35, sími 552 3621. lega vottuð spilavíti ár- ið 1993 hljóp ég við fót áfram þann breiða veg, enda spilafíknin komin á alvarlegt stig. Og af- leiðingamar urðu fá- tækt, skuldafen, lygar og svik á svik ofan. I rámlega eitt ár hef ég ekki spilað peningaspil eða lagt peninga undir í neinskonar veðmáli. Þetta hefur mér tekist með því að leita mér hjálpar hjá SÁÁ og GA samtökunum (Gambl- ers Anonymous, sam- tök spilafíkla) og ekki má ég gleyma Guðs hjálp og góðra manna. Allt samverkar þetta til góðs, ásamt minni ákvörðun um að í helvíti virkr- ar spilafíknar vil ég ekki enda mitt lif. Ég bið ykkur, kæra samborgarar, að líta upp, horfið í kringum ykkur. Er þetta fólk við spilakassana að leika sér, svona til gamans? Sést gleði í þessum andlitum? Nei, svarið við fölsun fulltráanna er skýrt, það blasir við okkur ef við þorum að lita upp og horfum á ömmur og ung- menni við spilakassann daginn út og daginn inn. Og líttu einnig í eigin barm. Hvað sérðu? Ég hef enga Fíkn Ef við fjarlægjum spila- kassana verða þeir færri sem falla í þessu stríði, segir Sveinbjörn Þor- kelsson, og meiri von fyrir börnin okkar að lifa innihaldsríku lífi. könnun til að styðjast við, en ég hef verið þarna niðri, og sú bitra reynsla segir mér að það er ekki agnarsmár minnihluti þeirra sem spila í spila- kössum, sem eiga við vandræði að etja. Svona eins og réttlætanlegt mannfall í einu höfuðstríði. Spilafíkl- ar era einfaldlega of margir á ís- landi, margir hafa svipt sig lífi, margar fjölskyldur lifa í eymd vegna þess að pabbi eða mamma eyddi síð- ustu krónunni í spilakassa. Hundrað þúsunda vora ekki lengi að fjúka og útborgunardagurinn var í dag! Ég veit aðeins þetta; ef við fjarlægjum spilakassana verða færri sem falla í þessu stríði, færri tækifæri til freistni og meiri von fyrir bömin okkar að lifa innihaldsríku lífí, lif- andi. Þegar upp er staðið er þetta í raun og sannleika höfuðstríð á víg- velli Mammons. Það snýst um líf og dauða, en í þessu stríði er mannfall ekki viðunandi, ekki má eitt mannslíf tapast, ekki ein sál. Höfundur er framreiðslumaður og ljóðskáld. Millennium þráðlausir símar aðeins 8.995, Númerabirtir og 40 númera minni Innbyggt kallkerfi Stillanlegur hljóðstyrkur í símtóli Hægt að loka fyrir hljóðnema 10 númera skammvalsminni Endurval á síðasta númeri NiMh rafhlaða Ending rafhlöðu í notkun 8 klst Ending rafhlöðu í biðstöðu 80 klst. Stillanleg hringing móðurstöðvar LCD skjár Allt að 4 símtöl við móðurstöð Hægt að færa símtal milli símtóla íslenskar leiðbeiningar Smáratorg og Kringlan íHAGKAUP Meira úrval - betri kaup
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.