Morgunblaðið - 30.12.1999, Page 39

Morgunblaðið - 30.12.1999, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN FIMMTUDAGUR 30. DÉSEMBER 1999 39 sjálfstæðum skoðunum og eigin sannfæringu. Katrín Fjeldsted og Ólafur Örn Haraldsson heyra svo að segja til algjörra undantekninga. Um frammistöðu stjórnarand- stöðunnar mætti eflaust skrifa langt mál, en það verður látið ógert hér. Hún er sennilega sjálfri sér verst, en eitt er víst að Sjálfstæðis- flokkurinn á mest, ef ekki allt, þ.e. vöxt sinn og viðgang, sundruðum vinstriöfium að þakka. Það eru bæði ný og gömul sannindi. Snúum okkur nú aftur að þing- fundinum á fímmtudaginn. Það er ekki ofsagt að forseti Sameinaðs Alþingis, Halldór Blöndal hafi farið á kostum í pontu sinni. „Tölvu- væddur“heili hans klikkað að vísu þegar síst skyldi fyrir hann, en þingheimi öllum hins vegar til óblandinnar ánægju. Endur fyrir löngu var þessari stofnun líkt við „Gaggó Vest“ af þjóðkunnum manni og er sú lýsing ef til vill ekki svo fjarri sanni. Hlátrasköllunum linnti ekki og handagangurinn hófst á nýjan leik í öskjunni, nánar tiltekið konfekt- öskjunni. Konfektkassai- af stærstu gerð gengu nú milli alþingismanna, sem kunnu velflestir að meta þetta fína gotterí. Okkur félögum úr Að- gerðarhópi aldraðra, sem sátum afgirtir upp á þingpöllum, varð einkum starsýnt á Hjálmar Árna- son, sem hesthúsaði hvern konfekt- molann á fætur öðrum. Ég er alls ekki frá því að stjómarsinnar hafi verið iðnaðri við kolann eða réttara sagt konfektið en stjórnarandstæð- ingar. Hinir síðarnefndu tóku að minnsta kosti langtum oftar til máls, en hinir fyrrnefndu máttu ef til vill ekki mæla vegna þess að þeir vom með munninn fullan af nammi. Rétt er að undirstrika þá stað- reynd hér að ekki hnutu neinir molar af borðum alþingismanna til okkar öldruðu áheyrendanna á þingpöllunum. Þeir voru greinilega sér líkir og sjálfum sér næstir. Þeirra laun eru hækkuð upp úr öllu valdi, en öldruðu fólki og öryrkjum er skammtað úr hnefa. Fjármálaráðherrann, Geir Haarde, virðist aldrei þreytast á því að guma af óvenju miklum tekjuafgangi á fjárlög- um. í ljósi þeirra stað- reynda hefði ekki verið hægur vandi að bæta kjör þeirra, sem minnst hafa á milli handanna? Hvað munar um einn kepp í sláturtíðinni eða með öðrum orðum mitt í bullandi góðærinu? Þar sem ég er líka kominn í jóla- skap, vildi ég vinsamlega benda stjórnarherrunum á hvemig þeir geta sparað útgjöld varð- andi okkur eftirlauna- fólkið og það meira að segja stórlega. Besta og sennilega einasta ráðið til að losna við það væri hreinlega að stytta því aldur. Væri það ekki líka mikill léttir að losna við þessa öldruðu nöldurseggi, sem aldrei vilja þagna? Fyrir um það bil tveimur árum stakk ég upp á því í greinarkorni að gaml- ingjum yi-ði alls ekki leyft að lifa lengur en til 75 ára aldurs. Um svipað leyti tók samherji minn, Halldór Þorsteinsson Alþingismenn í jólaskapi Árni Björnsson læknir, líka í sama streng í þjóðkunnu málgagni, ef mig misminnir ekki. Ymsar leiðir eru vitanlega færar. Eftir því sem fréttir herma voru um það bil 60 gamalmenni svelt í hel á sjúkrahúsi - eða húsum í Englandi. Þetta er bara ein leið af ótal mörgum. Kæru stjórnarherrar, þið væruð manna vísastir til að rata á aðrar aðferðir, sem væru í senn bæði ódýrari og fljótvirkari. Kæru stjórnarherrar, ég óska ykkur gleði á jólum, friðai- og farsaældar á komandi ári. Megið þið lengi lifa, en auðvitað ekki lengur en til 75 ára aldurs, ella munduð þið brjóta landslög, sem þið munið vitaskuld aldrei láta um ykkur spyrjast. Höfundur er skólastjórl Málaskóla Halldórs. ekki á því að deila sælgætinu með okkur frekar en lífsgæðunum. Mis- skipting þeirra fer því miður vax- andi með hverjum degi sem líður. Með leyfi að spyrja, hvaðan kom þetta konfekt? Var kannski verið að bera fé eða ígildi þess í dóminn, sjálfan helgidóminn, Álþingi Islend- inga, eða var það ef til vill keypt fyrir fjármuni skattborgaranna? Með öðrum orðum f'yrir fé alls al- mennings í landinu. Stjórnarherrarnir eru sjálfum 5úrd&íísvörur Karin llerzog v Vita-A-Kombi olía AIDAM01A RÝMINGARSALA Við kveðjum öldina með því að selja eldri árgerðir af fata-og skólager með allt að afslætti RUSSELL ATHLETIC frákl BinaooDiis CONVERT <&>Columbia "V Sportswear Company* HREYSTI ÆFINGAR - ÚTIVIST - BÓMULL — Skeifijnni 19 - S. 568 1717- FIMMTUDAGINN hinn 16. þessa mánaðar voru 30 mál á dag- skrá á Alþingi íslendinga, þeirra á meðal málefni aldraðra og öryrkja, nánar tiltekið afkoma þeirra og launakjör. Það er ekki ofmælt að það hafi verið heldur betur handa- gangur í öskjunni eða öllu heldur tölvunni, sem sýndi hvernig at- kvæði féllu þennan sögulega fimmtudagsmorgun. Það er ef til vill ekki í frásögur færandi að fylg- isspakir og flokksagaðir stjórnar- sinnar hafi fellt sérhverja tillögu eða breytingartillögu stjórnar- andstöðunnar. Að þeirra dómi hef- ur hún aldrei neitt gagnlegt né skynsamlegt til málanna að leggja. Mér er spurn hvort menn sem aldrei ljá skoðunum andstæðinga sinna eyra, geti með nokkrum rétti kallað sig sanna lýðræðissinna. Auðsætt er að við eigum enn mikið ólært í þeim efnum. Á Alþingi ís- lendinga fer sárgrætilega lítið fyi-ir Molar Rétt er að undirstrika þá staðreynd hér, segir Halldór Þorsteinsson, að ekki hnutu neinir molar af borðum al- þingismanna til okkar öldruðu áheyrendanna á þingpöllunum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.