Morgunblaðið - 30.12.1999, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 30.12.1999, Qupperneq 43
42 FIMMTUDAGUR 30. DESEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. KVOTAÞAKIÐ * , .. IFRASOGN Morgunblaðsins í gær af aðalfundi Bása- fells hf., sem haldinn var í fyrradag, sagði m.a. svo af ummælum Guðmundar Kristjánssonar, framkvæmda- stjóra félagsins og stærsta hluthafa í því: „Að hans mati hefðu ytri aðstæður gert sjávarútvegsfyrirtækin ekki eins spennandi fjárfestingarkost eins og önnur fyrirtæki á Verðbréfaþingi. í því sambandi nefndi hann, að mikið væri rætt um sameiningu banka en markaðsverðmæti Islandsbanka og Landsbanka væri tæplega 50 milljarðar og talið væri hagkvæmt að sameina þá til að ná fram hagræðingu. Markaðsverðmæti tveggja stærstu sjávar- útvegsfyrirtækjanna á þinginu, Samherja og Granda, væri tæplega 22 milijarðar en samkvæmt lögum væri ekki leyfilegt að sameina þessi félög nema þau selji frá sér hluta af aflaheimildum sínum, sem væru reyndar for- senda rekstrarins. Yrði lögunum ekki breytt mundu þau skaða íslenzkan sjávarútveg gríðarlega og valda því að hann geti ekki keppt um áhættufjármagn. Aðrar at- vinnugreinar, þar sem engin höft eru, gætu greitt hlut- höfum sínum mun betri arð og því yrði drifkrafturinn þar.“ Með þessum ummælum er Guðmundur Kristjánsson að vísa til þess, að lögum samkvæmt mega einstakir aðilar ekki eiga meira en ákveðið hámark aflaheimilda. Hann telur að sú takmörkun muni koma í veg fyrir nauðsyn- lega hagræðingu í íslenzkum sjávarútvegi og þess vegna sé nauðsynlegt að breyta lögunum. Þetta eru ekki einu takmarkanirnar, sem settar eru á sjávarútvegsfyrirtækin því að framsalsheimild þeirra á aflaheimildum er einnig háð ýmsum takmörkunum, sem geta skert möguleika þeirra á hagræðingu. Athugasemdir Guðmundar Kristjánssonar eru vafa- laust réttmætar. Það er áreiðanlega hægt að ná fram enn meiri hagræðingu með því að skapa enn stærri einingar í sjávarútvegi. Og ekki fer á milli mála, að fullt frelsi í framsali veiðiheimilda mundi opna nýja möguleika til aukinnar hagkvæmni í rekstri. Hins vegar er augljóst hvers vegna þessar takmarkan- ir eru settar. Þeir sem fá kvóta úthlutað fyrir ekki neitt geta ekki búizt við öðru en margvíslegum takmörkunum. Löggjafarvaldið hlýtur að taka eitthvert tillit til þeirrar hörðu gagnrýni, sem verið hefur á endurgjaldslausa út- hlutun veiðiheimilda til útgerðarmanna. Lausnin á þessum vanda sjávarútvegsins er auðvitað sú, að útgerðarmennirnir sjálfir fallist á að greiða sann- gjarnt gjald fyrir réttinn til þess að nýta auðlindina. Um leið og þeir hafa fallizt á það og hefja greiðslu þess gjalds mun viðhorf almennings til þessara mála gjör- breytast. Þá munu menn líta svo á, að úr því að gjald hafi verið greitt til eiganda auðlindarinnar fyrir nýtingar- réttinn eigi sá sem gjaldið greiðir að geta stundað við- skipti með þær veiðiheimildir eins og honum hentar. Þá verða menn heldur ekki jafn viðkvæmir fyrir því og nú að aflaheimildir færist á fárra hendur. Ungir útgerðarmenn á borð við Guðmund Kristjánsson og aðra eiga því að taka höndum saman við aðra um að gera umbætur á kvótakerfinu á þennan veg. Útgerðar- menn sjálfir munu hagnast á því þegar fram í sækir að greiða gjald fyrir réttinn til þess að nýta auðlindina. ÁFENGISLAUS KRISTNIHÁTÍÐ SÚ ÁKVÖRÐUN kristnihátíðarnefndar í fyrradag að falla frá því að sækja um leyfí til vínveitinga í veitinga- tjöldum á Þingvöllum á kristnihátíðinni næsta sumar er fagnaðarefni. Það er þakkarvert, að biskup Islands, Karl Sigurbjörnsson, skuli hafa flutt tillögu þessa efnis á fundi nefndarinnar og hún samþykkt hana. Ýmsir aðilar höfðu gert athugasemdir við þessar hug- myndir. Ríkislögreglustjóri hafði gert athugasemdir vegna þeirra áforma að leyfa áfengissölu í veitingatjöldum og Morgunblaðið lýsti þeirri skoðun í Reykjavíkurbréfí fyrir skömmu, að það væri mjög varhugavert að fara út á þessa braut. Það er ekki oft sem opinberir aðilar taka tOlit til gagnrýni sem þessarar og breyta fyrri ákvörðunum vegna fram kom- inna röksemda. Þeim mun meiri athygli vekur það, þegar slíkt gerist. Með þessari ákvörðun kristnihátíðarnefndar hefur verið lagður grundvöllur að vel heppnaðri kristnihátíð á Þingvöllum næsta sumar í tilefni af merkum tímamótum í sögu þjóðarinnar. S Eyþór Arnalds, framkvæmdastjóri Islandssíma hf. Engin lognmolla á fj ar skiptamarkaði Á síðasta ári var nýtt íslenskt símafyrirtæki sett á stofn, Íslandssími. Frá stofnun þess hafa gjöld vegna fjarskiptaþjónustu á Islandi lækkað til muna neytendum til hagsbóta segir Eyþór Arnalds, framkvæmdastjóri s Islandssíma, í samtali við Guðriinu Hálfdánardóttur en í dag mun fyrirtækið heija ókeypis netþjónustu fyrir almenning. Morgunblaðið/Kristinn Eyþór Arnalds, framkvæmdastjóri Islandssíma: I dag verður byrjað að bjóða upp á ókeypis netaðgang hjá íslandssima og íslandsbanka en í gær höfðu 15 þúsund manns skráð sig á isl.is ISLANDSSÍMI hefur sett mark sitt á fjarskiptaumhverfið á ár- inu sem er að líða. Fyrirtækið hóf formlega starfsemi 22. októ- ber sl. þegar Davíð Oddsson forsætis- ráðherra hringdi fyrsta símtalið í Sturlu Böðvarsson samgönguráð- herra. Islandssími einbeitir sér að stærri viðskiptavinum og leggur áherslu á uppbyggingu ljósleiðaranets um höf- uðborgarsvæðið. Utspil Islandssíma með Islandsbanka um frían netað- gang fyrir almenning hinn 1. desem- ber kom mörgum á óvart og setti mikla hreyfingu á fjarskiptamarkað- inn. Sama dag svaraði Landssíminn með því að kynna sömu þjónustu í samstarfi við Búnaðarbankann og Landsbankann. Að sögn Eyþórs Amalds, fram- kvæmdastjóra Islandssíma, þýðir koma fyrirtækisins á íslenskan fjarskiptamarkað að samkeppni hófst á þeim 80% markaðarins, þar sem eitt fyrirtæki hafði starfað á til þessa. „Eg þori að fullyrða að innkoma Islandssíma hefur þegar sparað síma- og tölvunotendum hundruð milljóna. Við sjáum nú í lok ársins að verð hef- ur lækkað um 50% á ýmsum sviðum fjarskiptaþjónustu og öðrum jafnvel enn meira. Ég tel því enga spurningu um að innkoma félagsins hefur verið mjög jákvæð fyrir neytendur," segir Eyþór Arnalds. Enn svigrúm til lækkunar Hann segir að tilkoma Íslandssíma hafi hvatt samkeppnisaðilana til að lækka sínar gjaldskrár. „Þegar engin samkeppni er þá er enginn hvati fyrir fyrirtæki sem hefur einkaleyfi á þjón- ustu um að reka fyrirtækið á hag- kvæman hátt. Samkeppni hvetur menn til að fara betur með fé og það var greinilegt að það var svigrúm til lækkunar og það er enn svigrúm til frekari lækkunar. Menn verða að endurskoða hvernig þeir reka sín kerfi án þess að ég vilji dæma einn eða neinn. Við sjáum nú að það hefur verið lækkun á öllum sviðum fjar- skipta þar sem samkeppni er. Til að mynda hefur þjónusta Intís lækkað um 50%. Leigulínur Landssímans hafa lækkað verulega, eins ATM- tengingar. Netgátt út úr landinu hefur lækkað um 50%, millilandasímtöl hafa lækkað verulega og munu lækka enn frekar þannig að ég held að það sé ljóst ef skoðaðar eru tölulegar upplýsingar þá hefur Islandssími sparað veruleg- ar fjárhæðir. Mest er þó lækkunin á Netþjónustu til almennings eða 100%. Hins vegar er búið að boða hækkun á grunnlínukerfinu þar sem engin samkeppni er,“ segir Eyþór. Ekki nægjanleg gæði í netsímtölum Islandssími var stofnaður haustið 1998. Strax í upphafi var stefnan sett hátt. Að bjóða upp á alhliða símaþjón- ustu, jafnt innanlands-, millilanda- og farsímtöl. Netið átti að gegna stóru hlutverki. Bæði með því að bjóða al- menningi upp á ókeypis nettengingu og millilandasímtöl í gegnum Netið. Að sögn Eyþórs, er stefnt á að standa við öll fyrirheit sem gefin voru í upphafi fyrir utan símtöl í gegnum Netið. „Gæði Netsímtala eru enn ekki nægjanleg fyrir íslenska neytendur sem gera miklar kröfur um góða þjónustu." Miklar breytingar hafa orðið á hluthafahóp fyrirtækisins frá stofn- un. OZ.COM sem stóð að stofnun Is- landssíma seldi sinn hlut þar sem það fór ekki saman við fjárfestingu Erics- son í OZ.COM. Að sögn Eyþórs var mörkuð sú stefna hjá Islandssíma að enginn einn hluthafi ætti ráðandi hlut. I dag eru Burðarás og 3P-fjái-- hús stærstu hluthafarnir með 20% hvor auk þess sem ýmsir einstakling- ar og fyrirtæki eiga hlut. „Strax í upphafi var ákveðið að stefnt yrði að skráningu Islandssíma á Verðbréfaþing íslands og teljum við að þegar rejmsla er komin á reksturinn sé kominn grundvöllur skráningar. Við viljum hins vegar treysta okkar stöðu fjárhagslega og við atvinnulífið áður en félagið er opnað fyrir almenning. Það er mikill áhugi á bréfum í Islandsssíma en hömlur eru á viðskiptum með hluta- bréfin á þann veg að hluthafar eiga forkaupsrétt á þeim bréfum sem til sölu eru til þess að viðskipti eigi sér ekki stað á gráa markaðnum." 15.000 skráðir á isl.is í stjórn félagsins eru Páll Kr. Páls- son, formaður stjómar, Kristján Gíslason, Sveinn Valfells, Margeir Pétursson og Eyþór Arnalds. Að sögn Eyþórs kemur stjórnin saman einu sinni í viku og fylgist náið með rekstrinum enda allir stjórnar- menn miklir áhugamenn um fjar- skipti. I dag hefjast tengingar þeirra sem skráð hafa sig á isl.is en Islandssími og Islandsbanki áttu forystu um það að bjóða almenningi ókeypis aðgang að Netinu. í gær höfðu 15.000 manns skráð sig. Að sögn Eyþórs var Íslandssími með þjónustu sem þessa í bígerð en þegar þeir fréttu að íslandsbanki væri í svipuðum hugleiðingum ákváðu félögin að sameinast um þjónustuna. Meðal annars af hag- kvæmisástæðum. „Ég tel að staðan verði sú innan tíðar að það verði margir sem bjóða almenningi upp á ókeypis netþjónustu en samkeppnin verði um gæði og þjón- ustu. Meðal annars hversu langan tíma það taki að fá samband. Við sjá- um fyrir okkur að á næsta ári muni almenningur fara meira inn á Netið en áður og að Netið fari yfir á næsta stig á Islandi þar sem kostnaður, sem var áður hindrun, er ekki lengur til staðar. Notkunin mun stóraukast og Netið verður stærri þáttur í daglegu lífi fólks.“ Hver sekúnda skiptir máli Íslandssími hefur fengið fjarskipta- leyfi í London og New York og segir Eyþór lítið mál að setja upp útstöðv- ar í öðrum löndum til að mynda í Evrópu. „Þetta þýðir að við getum boðið okkar viðskiptavinum upp á greiðari aðgang og meiri gæði. I dag skiptir hver sekúnda máli svo sem í verðbréfaviðskiptum milli landa en það verður sífellt algengara að ís- lendingar eigi í viðskiptum í gegnum Netið. Með því að hafa fjarskiptaleyfi í Bretlandi og Bandarikjunum þá er- um við að keppa á jafnræðisgrund- velli við þarlend fjarskiptafyrirtæki og njótum því bestu kjara á báðum stöðum. Bæði í staðarsímtölum og gagnaflutningum,“ segir Eyþór. Stefnt að þjóna einnig almenningi Síðastliðið sumar gerði Islandssími samkomulag við Línu.Net, dótturfyr- irtæki Orkuveitu Reykjavíkur, um þróun, uppbyggingu og viðhald ljós- leiðaranets á veitusvæði Orkuveit- unnar. Að sögn Eyþórs er grunn- kostnaði við lagningu ljósleiðarans skipt á milli fyrirtækjanna en Islandssími greiðir legginn inn til notenda. „Við einbeitum okkur að því að þjóna fyrirtækjum enda mjög dýrt að leggja heimtaugar inn á heimili. En það er stefna fyrirtækisins að bjóða almenningi upp á millilanda- símtöl á lægra verði en nú þekkjast.“ Islandssími, í samvinnu við Erics- son, nýtir tækni sem byggist á rása- lausum fjarskiptum. Þetta byggist á tækni sem er skyld þeirri tækni sem er allsráðandi í Netinu og nýtir band- breidd mun betur en eldri símatækni þar sem meðallengd hvers símtals er um 40% þagnir. Tæknin sem Islandssími nýtir nefnist ATM-tækni og flytur bæði tölvugögn og tal. Að sögn Eyþórs skiptir miklu að minnka þagnirnar, enda óþarft að fylla dýran sæstreng með þögnum. Hann segir að með þessu móti sé hægt að bjóða viðskiptavinum upp á rétt verð fyrir þjónustu og þetta sé einnig hagkvæmt fyrir Islandssíma sem að sjálfsögðu stefni að því að skila eðlilegum hagnaði af rekstri. „Íslandssími getur boðið upp á meiri bandvídd en hingað til hefur verið boðið upp á og eins er fyrir- tækjum gefinn kostur á að koma sér upp svokölluðu Einkaneti sem tengir mismunandi fyrirtæki saman þannig að alltaf er tryggð ákveðin bandvídd sem enginn annar hefur aðgang að. Við erum með íyrstu fjarskiptafyrir- tækjunum í heiminum að bjóða upp á símaþjónustu í gegnum ATM. Auk okkar er finnskt fyrirtæki sem býður upp á sambærilega þjónustu og Brit- ish Telecom mun bætast fljótlega í hópinn.“ Farsíminn verði nettól í framtíðinni Islandssími er einnig í samstarfi við IBM á Norðurlöndum. Að sögn Eyþórs þykir ísland mjög spennandi tilraunamarkaður. „Island hefur ver- ið í fremstu röð ásamt Finnlandi í ýmsum lausnum og bæði Ericsson og IBM hafa hrósað sér af samstarftnu við Íslandssíma og telja þetta dæmi um vel heppnað samstarf. Það er á mjög fáum stöðum jafnmikil fjar- skiptaneysla og á íslandi. Hvort sem um er að ræða fastar línur á heimil- um, farsíma eða öðru. Við erum mikil neysluþjóð og eru fjarskipti þar engin undantekning," segir Eyþór. Þegar hann er spurður út í fram- tíðina í fjarskiptum þá er hann fljótur að nefna Netið. „Netið er lykilatriði. Gagnaflutn- ingar milli fyrirtækja eru mest vax- andi líkt og farsímar en þeir eru sjá- anlegri. Við höfum áhuga á að bjóða upp á farsímaþjónustu hvort sem við gerum það sjálf eða í samstarfi við þá sem eru nú þegar með dreifikerfi á íslandi enda sjáum við fyrir okkur að farsíminn verði internettól í framtíð- inni.“ Nýverið komust Póst- og fjarskipt- astofnunin og rekstrar- leyfishafarnir Landssími íslands hf., Íslandssími hf. og Tal hf . að samkomu- lagi um flutning símanúm- era stærri notenda á milli leyfishafanna þriggja. Að auki geta þeir tekið með sér símanúmer sem byrja á 800 og 901-908. Að sögn Ey- þórs eru það sjálfsögð mannréttindi að geta flutt númer á milli fjarskipta- fyrirtækja. „A síðasta starfsdegi Al- þingis fyrir jólahlé voru samþykkt ný lög um fjarskipti og Póst og símamál- astofnun á Alþingi. Ég tel að um tímamótalög sé að ræða og þau eru að mörgu leyti framsækin. Með þeim er í raun staðfest í íslenskum lögum ýmislegt sem Evrópusambandið hef- ur verið að boða. Það væri því synd að halda því fram að það ríkti logn- molla á íslenskum fjarskiptamark- aði,“ segir Eyþór Arnalds. 4= Enn svigrúm til lækkunar ísland spenn- andi tilrauna- markaður FIMMTUDAGUR 30. DESEMBER 1999 43 mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm—mm^m—mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm X S Þórólfur Arnason, forstjóri Tals hf. Framtíðin felst í þráð- lausum fíarskiptum Tal hf. festi sig í sessi á fjarskiptamarkaðin- ______um á árinu sem er að líða og hefur___ viðskiptavinum fyrirtækisins fjölgað í 36 þús- s __ und, segir Þórólfur Arnason, forstjóri Tals, í ________viðtali við Omar Friðriksson.______ Eftir áramótin mun Tal kynna nýja tækni sem byggist á samruna síma og Netsins og bjóða upp á ókeypis aðgang símnotenda sinna að Netinu. UMSVIF fjarskiptafyrirtæk- isins Tals hf. hafa aukist hröðum skrefum á árinu sem er að líða. Viðskiptavin- um í GSM-þjónustu Tals hefur fjölgað um 25 þúsund á árinu og eru þeir nú 36 þúsund talsins, að sögn Þórólfs Árna- sonar, forstjóra Tals. Tal hóf starfsemi sína 5. maí 1998 og hafa orðið miklar breytingar á fjar- skiptaþjónustu hér á landi á þeim 20 mánuðum sem liðnir eru frá stofnun fyrirtækisins þar sem frelsi hefur verið innleitt á hinum ört vaxandi markaði. „Tíminn h'ður hratt. Þetta fyrirtæki var ekki til fyrir tveimur árum. í dag starfa 110 manns hjá fyrirtækinu og það keppir á þeim alþjóðamarkaði sem fjarskiptamarkaðurinn er í raun. Tal hefur náð mjög góðri fótfestu á stutt- um tíma,“ segir Þórólfur. „Frelsið í fjarskiptunum hefur verið hvatinn að uppbyggingu þessa fyrir- tækis eins og svo mörgum öðrum hlið- stæðum fyrirtækjum í heiminum. Framþróun fjarskiptanna er raun- verulega ein af helstu skýringunum á þeirri framleiðniaukningu sem á sér stað meðalþjóða í dag. Áður fyrr var það allt að því dagsverk starfsmanns að skrifa nokkur bréf og koma þeim til skila. Nú getum við sinnt tugum erinda á örstuttum tíma með fjarskiptum, án þess að við veltum því neitt sérstak- lega fyrir okkur,“ segir Þórólfur. Á síðustu fjórum árum hefur orðið gjörbylting í fjarskiptamálum og tækni en þær breytingar eru þó smá- vægilegar á við þá byltingu sem mun verða á næstu fjórum árum, að mati Þórólfs. „Ég fullyrði að vegna frelsis sem komið hefur verið á á fjarskipta- markaði ber íslenska nldð og öll þjóðin úr býtum mikla framleiðniaukningu og meiri hagsæld vegna aukinna sam- skipta á öllum sviðum,“ segir hann. Festu sig í sessi á markaðinum á árinu 1999 ,Ánð sem nú er að líða hefur verið ár mikillar velgengni hjá okkur og raunverulega festum við okkur í sessi á þessu ári,“ segir Þórólíúr. í árslok 1998 voru viðskiptavinir Tals 11 þús- und talsins. „Núna höfum við fest okk- ur í sessi og erum komin með 36 þús- und notendur. Þetta hefur tekist með samstilltu átaki starfsmanna sem hafa unn- ið af ósérhlífni. Starfs- mannastefna okkar byggist á markmiðasetningu og hvatningu með árangurstengingu sem hefui- sannað sig á þessum tíma. Það er ljóst að þessi tilraun heíúr tekist og stærsti sigurinn er kannski sá að það er komið í ljós að fjarskipta- frelsið virkar á íslandi en það voru margir sem ekki trúðu því að þetta myndi geta gengið,“ segir Þórólfur. Viðskiptavinum Tals hefur þannig fjölgað um rúmlega 200% á einu ári og lætur nærri að Tal hafi fengið í við- skipti tæplega helming allra nýrra GSM-notenda á þessu ári en í dag er um helmingur þjóðarinnar eða 140 þúsund notendur komnir með GSM- síma, að sögn Þórólfs. „Á næsta ári munum við sjá meiri framfarir í farsímaþjónustu en áttu sér stað á árinu sem er að líða,“ segir hann. „Nú strax eftir áramótin munum við kynna nýja tækni fyrir notendur okk- ar, sem byggist á samruna síma og Netsins. Um er að ræða nýjung sem nefnist Tal-Intemet, þar sem við mun- um veita öllum okkar viðskiptavinum ókeypis aðgang að Netinu með TAL- netáskrift. Þráðlaus fjarskipti eru lykillinn í okkar framtíðarsýn og við teljum að TAL-áskrift að Netinu verði alveg jafnsjálfsögð og TAL-áskrift að síma er í dag. Hver einstaklingur mun fá sitt eigið netfang. Samrani GSM-tækninn- ar og Netsins, sem mun eiga sér stað að hluta til á næsta ári, verður aðal- samskiptamáti fólks inn á Netið innan þriggja ára. Fólk mun þannig eiga þess kost að nota farsíma eða fartölvu hve- nær sem er og hvar sem það er statt í heiminum til að tengjast Netinu þráð- laust,“ segir hann. í apríl sl. keypti Tal-netþjónustu íyrirtækið Islandia og sagði Þórólfur að það hefði verið liður í þeim áformum Tals að hasla sér völl í netþjónustu. „Okkar áhersla varðandi á kaupin á Is- landia, var sú að koma á þráðlausu á Intemetsambandi. Við munum áfram verða með hágæðamerkið Islandia fyr- ir kröfuharðari neytendur og verður sú þjónusta einnig kynnt nú um áramót- in,“ segir hann. Þráðlaus aðgangur að Netinu Miklar tækniframfarir eiga sér stað í þráðlausum fjarskiptum og símanotk- un og að sögn Þórólfs mun Tal fljótlega kynna svokallaða WAP-tækni, sem veitir notendum' aðgang að Netinu beint úr símanum. „Sú tækni er þó enn sem komið er þeim annmörkum háð að það er raunveralega opin lína á meðan sú tenging er í gangi. Það sem mun valda mestu byltingunni í þráð lausu aðgengi að Netinu er svokölluð GPRS- tækni, sem byggist á pökkun gagna þai’ sem upplýsingar era sendai’ í pökkuðu formi til og frá Netinu. Þær nýjungar koma fram undir lok næsta árs,“ segir Þórólfur. Hann segir að hjá TAL hafi frá upp- hafi verið lögð áhersla á að kynna al- mennum viðskiptavinum notkunar- möguleika tækninnar og að þarfir þeirra séu hafðar í fyi’ÚTÚmi. „Fólk á sjálft að segja til um hvað það vill og hvað ekki, hvernig það vill eiga samskipti við Net- ið, þjónustustofnanir svo sem bankana, hvaða afþreyingu og leiki það vill fá eða upplýsingar úr daglega lífinu o.s.frv. Állt byggist þetta á að koma á tengingum fyrir almenna notendur og okkur hefur gengið mjög vel að búa til notendavænar lausnir fyrir fólk. Það var alltaf markmið okkar við markaðssetninguna að kynna notkun- armöguleikana og aíúrðimar en ekki símstöðvarherbergin og vírana,“ segir hann. Að sögn Þórólfs býr Tal yfir mjög öflugum og góðum tæknibúnaði. „Rekstraröryggið hefur verið 100%. Kerfið hefur ekki dottið út í eina sek- úndu á þeim 20 mánuðum sem liðnir Viðskiptavin- um fjölgaði um 25 þúsund Morgnnblaðið/Kristinn „Árið sem nú er að líða hefur verið ár mikillar velgengni hjá okkur og raunverulega festum við okkur í sessi á þessu ári,“ segir Þórólfur Árna- son, forstjóri Tals hf. era frá þvi að við hófum þessa starf- semi,“ segir hann. GSM-samningar verið gerðir við 70 erlenda aðila Þórólfur segir það mikið afrek og áreiðanlega heimsmet að hans mati, að Tal hefur gert samninga um notkun GSM-síma við 70 erlenda aðila. „Nú er hægt að nota Tal-síma í öllum helstu viðskiptalöndum okkar. Þegar ég hitti forstjóra erlendra símaíyrirtækja þá kemur fram að þeir era að reyna að ná 20 til 30 reikisamningum á ári. En það er líka átak að vera aðili númer tvö í litlu landi þegar hann er að kynna sig meðal erlendra þjóða en íslendingar njóta góðs orðspors.“ Dreifisvæði Tals hefur stækkað á árinu og nær það núna til 82% þjóðar- innar. Þessu marki var náð um tveimur áram fyrr en gert var að skilyrði í rekstrai’leyfi Tals, að sögn Þórólfs. ,Á næsta ári munum við byggja upp þjón- ustu á helstu þéttbýlisstöðum landsins utan suðvesturhomsins. Við eram nú þegar með GSM-þjónustu á Akureyri og munum tilkynna mjög fljótlega á næsta ári um frekari stækkun dreifi- svæðisins, þannig að í lok næsta árs munum við sennilega ná til um 90% landsmanna,“ segir Þórólfur. Á ýmsu hefur gengið á fjarskipta- markaðinum á árinu, ekki síst í kjölfar úrskurðar samkeppnisyfirvalda um málefni Landssímans. Þórólfur segir að nýsamþykkt fjarskiptalög séu mjög til bóta. „Þar er kveðið fast að orði um að megin markmið laganna sé að koma á samkeppni," segir hann. _________ „Ég tel ekki að þessi lög beinist gegn Landssíman- um, heldur muni þau þvert á móti styrkja Landssímann. Vöxtur fjarskipta er gífu- lega mikil. Við munum skapa og höfum raunar verið að skapa Landssímanum miklar tekjur þar sem við erum stór viðskiptavinur Landssímans vegna leigulína og samtenginga. Landssím- inn ber mikið úr býtum vegna aukins frelsis í fjai’skiptum.“ „Ég er þeirrar skoðunar að á sama hátt og ríkið hefur dregið sig út úr skipafélagarekstri, rekstri ferðaskrif- stofu og rekstri flugfélags, þá eigi rikið líka að draga sig út úr rekstri fjar- skiptafyrirtækis. Því fyrr sem einhver hluti af hlutabréfum Landssímans verður seldur, því betra. Þá munu arð- semissjónarmið ráða ríkjum þar inn- anhúss. Við höfum tekið undir álit verslunar- ráðs, samkeppnisráðs og velflestra fjölmiðla um að það færi betur á þvi að varsla hlutabréfs ríkisíyrirtækisins Landssímans væri annarsstaðar en í höndum samgönguráðherra," segir Þórólfur. Alhliða Qarskiptafyrirtæki „Við kynnum okkur sem alhliða fjarskiptafyrirtæki og sjáum mikil tækifæri í fjarskiptaþjónustu," segir hann. „Við rekum okkar eigin símstöð vegna utanlandssímtala í okkar kerfi og sjáum einnig mikil tækifæri í þeim númeraflutningi sem samkomulag hef- ur náðst um, þar sem hægt er að skrá númer hjá símafyrirtækjunum, og við höfum í hyggju að taka upp alhliða þjónustu fyrir fyrirtæki, jafnt í land- línu og farsíma. Annir okkar við að byggja upp okkar GSM-kerfi hafa ver- ið það miklar að við höfúm fyrst og fremst sinnt farsímaþjónustunni fram að þessu. Megináhersla Tals í framtíðinni verður á þráðlaus fjarskipti og þar munum við vinna þróunarstarf okkar. Ég tel að framtíðin felist í þráðlausum fjarskiptum, fyrst og fremst vegna hreyfanleika fólks og aukins framboðs á frístundum og afþreyingu. Það hefur stundum verið tekið dæmi af því ef bókin væri fest með snúra við vegg eða Morgunblaðið með snúra í bréfalúg- una væra áreiðanlega fáir sem vildu nýta sér þá miðla. Við viljum geta tekið hlutina með okkur hvert sem við för- um, hvort sem þar er um að ræða blað ___________ eða s£ma,“ segir Þórólfur. Þórólfur segir að samn- ingai’ sem símaiyrirtæki hafa verið að gera að und- __________ anfömu við banka um að- ““ gang að Netinu sé dæmi um þær miklu breytingar sem orðið hafa eftir að komið vai’ á frelsi í fjarsk- iptum. „Þjónustufyrirtæki munu mörg hver kjósa að versla og hagræða á Net- inu. Bankamir hafa kannski riðið á vaðið vegna þess að þrýstingur á hag- ræðingu er mjög mikill við einkavæð- ingu í bankakerfinu og auknar kröfur gerðar um arðsemi. Offjárfesting banka í útibúum hefur til dæmis stung- ið í augu. En við teljum að það séu einnig miklir möguleikar á hagræð- ingu víða í verslun og þjónustu og þá munu Netið og fjarskiptin verða drif- krafturinn. Þar stefnir allt í sömu átt,“% segir Þórólfur að Iokum. Bjóða upp á samruna síma og netþjónustu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.