Morgunblaðið - 03.01.2000, Síða 4
4 MÁNUDAGUR 3. JANÚAR 2000
1913 2000
HANDRITIN HEIM
1 9 7 1 • Danir skila fyrstu ís-
lensku handritunum. Gylfi Þ. Gísla-
son, menntamálaráðherra, tekur
hér við báðum bindum Flateyjar-
bókar frá starfsbróður sínum,
Helge Larsen, í Háskólabíói. Lar-
sen mælti þá þessi fleygu orð:
„Vær sá god, Flatebogen."
HandriOn koma i land kl. 11 fyrir hðdegi
„Vær sá god, Flatobogen"
Morgunblaöió/Ólafur K. Magnússon
Um skáldsögur
eftir HALLDÓR
KIUAN LAXNESS
Í926
Auðvitað eru til ýmis höfuðlögmál í
skáldsögu engu síður en í hverri
fræðigrein annari. En það tjáir
ekki mikið fyrir höfund að vita þau
lögmál, hafi hann ekki uppgötvað
persónuleik sinn eða rannsakað
eðli hæfileika sinna. Þótt bók-
mentafræðingur geti sagt margan
fróðleik um lögmál sagnlistar, þá
er skáldsagnahöfundurinn jafnilla
kominn þótt hann viti öll, hafi hann
engan persónuleik til að bera, enga
djúpa reynslu, sem hann þrái að
miðla af, enga opinberun sem hann
þarf að gera heyrum kunna, engar
dýpri sýnir inn í víðerni tilverunn-
ar. Spakur maður hefir sagt: Gefðu
vel gaum að því, í fari þínu, sem
stingur í stúf við aðra menn; göfg-
aðu það! því það ert þú sjálfur.
Þessi orð eru hið dýrmætasta heil-
ræði hverjum byijanda í listum.
Margir leggja út á listabrautina án
þess að hafa nokkurt sjerkenni til
að þroska og göfga; slíkum mönn-
um er vorkunn þótt þeir finni
aldrei sjálfan sig. Þó kemur verst-
ur skáldskapur frá fólki, sem ekk-
ert hefir til að bera í áttina við
sjálfstæðan persónuleik, en brýtur
þar að auki allar reglur fyrir van-
þekkingarsakir, sem hægt er að
brjóta. Hygg jeg, að ísland sje eina
bókmentalandið í heimi, þar sem
skáldrit eftir slíkt fólk hafa skilyrði
til að komast á markað, enda er bú-
ið að gera eftirminnilega út af við
íslenskan bókmentasmekk með
þessum fjanda, og ætla jeg að hafa
það fyrir mælikvarða á menningar-
málatímaritið Vöku, hvernig það
bregst við glæpsamlegri sagna-
gerð. Og með því að hjer hefir
staðið vagga sagnlistar, í þessu
landi, þá ber þess að krefjast að
hjer sje fáni nútímasagnlistar lát-
inn bera hærra við en annarstaðar
í löndum. Því ef menn vildu hætta
að hýma eins og draugar og forynj-
ur yfir leiðum gullaldarbókment-
anna, þá er hægur nærri að semja
jafngóðar sögur nú á dögum eins
og á 13. öld.
ótt almenn lögmál
skáldsögunnar sjeu að
vísu torlærð (af því að
þau eru of skyld lífinu
sjálfu til að verða
nokkru sinni framsett
á fræðilega vísu), þá eru þau í
rauninni ekki annað en einskonar
kínverskt stafróf, og hafa ekki gildi
öðru vísi en sem stafróf. Samt er
enginn höfundur fær um að skapa
neitt nýtt, fyr en hann hefir lært
lögmál þau, sem alment gilda og
kann að beita öllum aðferðum, sem
áður eru tíðkaðar og viðurkendar í
listgrein hans. Hann er ekki hæfur
til að finna nýjar leiðir fyr en hann
þekkir allar gamlar leiðir. Fyrst
þegar hann hefir lært alt, þá eru
skilyrði til að hann vaxi upp úr því
sem hann hefir lært. Sá, sem ekki
hefir lært neitt, hefir ekki upp úr
neinu að vaxa. Maður sem ekki hef-
ir lært margföldunartöfluna, getur
átt á hættu að eyða æfi sinni í það
að finna upp margföldunartöfluna.
Það er ekki til sú regla í list, sem
listamaður má leyfa sjer að brjóta
af vanþekkingu. Hitt er fagur
sannleikur og djarflegur, að „það
er engin regla til; sem ekki megi
bijóta vegna þess sem fegurra er.“
Gott er að minnast þess að maður-
inn er þetta sagði kunni alt (L. van
Beethoven). Fyrst þegar listamað-
urinn er fullnuma, er hann fær um
að skapa sjer sjálfstæða veröld,
þar sem enginn nema hann sjálfur
hefir vald til að setja lög og reglur.
Það er í listinni sem annarstaðar,
að þegar maðurinn er fullveðja, þá
er enginn annar en hann sjálfur
sem getur sagt honum framar hvað
hann má leyfa sjer og hvað hann
má ekki leyfa sjer. Hver mikils-
háttar snillingur er eins og þjóð-
land, sem snertir ekki önnur lönd
nema á ákveðnum landamærum.
Nám höfundarins er sem sagt
framar öllu öðru fólgið í þolinmóðri
sjálfprófun. Vegurinn liggur út í
sjaldgæfið, þangað sem persónu-
leikurinn fær að þroskast án þess að
vera háður hinni vjelrænu fjelags-
hugsun, þar sem allir straumar fara
í hringi eins og í eilífðarvjel. Auðvit-
að er það í eðli sínu afbrot gagnvart
þjóðfjelaginu, að finna sjálfan sig,
því sjerhverjum einstakling ber að
haga sjer eins og hluta bundnum
heildinni, honum ber fjelagsleg
skylda til að hugsa og tala um við-
urkend efni á viðtekinn hátt; upp-
eldi það sem þjóðfjelagið veitir hon-
um er í því fólgið að kenna honum
að hugsa löglega. Því getur slíkt
valdið stórtíðindum, ef ekki eru við
reistar skorður, að fram komi hugs-
un sem fer í bága við hugmynda-
fræði hópsálarinnar, sem alt gang-
verk þjóðfjelagsins hlýtur að byggj-
ast á, enda litið óhýru auga til
manna, sem yfirgefa hjörðina til
þess að leita að sjálfum sjer. Og
þótt jafnan fari svo að lokum, að
máttugastur reyndist maðurinn,
sem „yfirgaf bygð sína og stöðu-
vatnið niðri í bygðinni og hjelt til
fjalla," eins og segir í upphafi Zar-
athustra, þá kostar það æfinlega
mikið argaþras að fá nýa hugsun
lögleidda í heiminum, eða höfund
viðurkendan sem hefir fundið sjálf-
an sig.
Sagan hefir ávalt verið
metin fremur á grund-
velli snildarinnar en
sanngildisins, með því
að lifandi hugsun þykir
yfirleitt miklu ágætari
en söguleg staðreynd. Aldrei hefír
þetta mat verið öllu tíðara en nú á
dögum, þegar sannleikur og diktur
eru yfirleitt lagðir að jöfnu og við-
burðalífið þykir síst sannari veru-
leikur en hugleiðing skáldsins, nje
draumurinn óæðri tegund veru-
leiks en vakan. Menningin lifir
fyrst og fremst á snild. Sú saga,
sem framast höfðar til kraftanna í
vitund vorri, hún er verðmætust og
það gildir einu hvort hún er sönn
eða login. Sje sagan um dáðir
Abrahams Lincolns ver samin en
sagan um dáðir Don Quichottes, þá
eru dáðir flökkuriddarans merki-
legri en dáðir forsetans, jafnvel þó
hinn síðarnefndi hafi aldrei verið
til. Það hefir ekkert gildi út af fyrir
sig, að saga hafi gerst á einhverj-
um landfræðilegum stað, á ein-
hverju tilteknu tímabili, sem hæst
er að fletta upp í almanakinu, eða
fjalli um persónur sem eru finnan-
legar í einhverjum tilteknum
manntalsskýrslum eða kirkjubók-
um.
„Höfundur leitast við það í skáld-
ritum sínum, að draga upp með list-
rænum dráttum lyndiseinkunnir,
sem koma sjaldan fyrir í veruleik-
anum, en engu að síður má kalla
verulegri en veruleikann sjálfan,"
segir Dostojewski á einum stað í
„Fíflinu", og er því við þetta að
bæta, að skáldsögur eru oft miklu
sannari en þessar svonefndu sönnu
sögur, því hugheimur snillinganna
er skírari og fullkomnari en hring-
iða lífsins. Það er alkunna að per-
sónur úr skáldritum hafa oft náð
jafnmikilli frægð og þær hetjur ver-
aldarsögunnar, sem hæst ber undir.
Sumar sögulegar persónur eiga
ódauðleik sinn að launa skáldunum,
sem látið hafa sól náðargjafa sinna
skína á þær. Fór þá oft svo að eng-
inn spurði framar um sanngildi per-
sónunnar, heldur ljet eftirtíminn sig
aðeins varða hið legendariska gildi
hennar. Er fátt betur fallið til að
flytja einhverja stórfengilega hug-
sjón inn í mannheima, nje birta
mönnum nýan og víðtækari skilning
á viðhorfiim mannlegs lífs, en hin
skáldaða persóna, eins og hún skap-
ast í heila snillingsins. Vestur-evr-
ópisk menning á fáum stafnbúum á
að skipa víðfrægari en Hamlet,
Faust og Don Quichotte, og eiu þeii'
gott dæmi þess, hvemig snillingum
hefir tekist að endurspegla í skáld-
uðum persónum einkenni heils
mannflokks, eða gera þær að full-
trúa einhverra einkenna, sem eru
sameiginlegir öllu mannkyni, og er
það ekki að ósekju, þegar Miguel de
Unamuno leyfir sjer að nefna
flökkuriddarann sæla, hvorki meira
nje minna en „Drottinn vom Don
Quiehotte".
Dagheimilið á Qrænuborg
eftir GUÐRÚNU
LÁRUSDÓTTUR
lg32
Barnavinafjelagið „Sumargjöf’, hefír í
hyggju að byrja á dagheimilisstarfsemi
sinni nú um mánaðamótin, í hinu nýja húsi
fjelagsins á Grænuborgartúni. Mönnum
kemur vafalaust saman um það, að þörf sje
á þvílíkri starfsemi hjer í bænum; margar
mæður eru svo settar, að þær geta ekki
stundað vinnu frá heimilum sínum sökum
þess, að enginn lítur eftir börnunum og
mörg börn fara á mis við aðra leikvelli og
andrúmsloft, en það, sem gatan veitir
þeim.
Dagheimilið í Grænuborg, ræður talsverða
bót á þessu. Mæðmnum gefst þess kostur að
fá böm sín í hendur góðra kvenna, sem líta
eftir þeim með alúð og nærgætni, og bömin
fá að njóta sólar og sumars á fógrum stað,
fjarri göturyki og götuhættum, en þó svo ná-
lægt heimilum sínum, að auðvelt er að ná
háttunum á kvöldin.
Eins og menn muna, þá starfaði fjelagið
lítilsháttar á svipaðan hátt, í fyrra sumar.
Það var einstaklega bjartur og fagur sunnu-
dagur, daginn sem húsið í Grænuborg var
almenningi til sýnis, áður en það var tekið
til afnota sem dagheimili fyrir böm. Og það
var mannkvæmt í Grænuborg þann dag.
Allir luku upp sama munni um hið fagra út-
sýni og húsið, snoturt og vinalegt.
En starfsemin í fyrra var takmörkuð af
ýmsum ástæðum, það vantaði t. d. umbúnað
til þess að unt væri að veita bömunum ann-
an beina en nýmjólkina, sem þau fengu úti-
látna, og drukku með smiu-ðu brauði, er
þau komu með að heiman. Nú er hugsað til
að láta bömin fá miðdegisverð, auk mjólkur
og meðalalýsis. Það er ætlast til að bömin
komi á morgnana klukkan 9, og dvelji á
heimilinu til klukkan 6 síðdegis alla virka
daga.
Sjerstök áhersla verður lögð á gott eftir-
lit með bömunum, bæði úti og inni, og leit-
ast verður við að kenna þeim fagra leiki og
prúða framkomu.
Dagheimilið hefir á að skipa góðum
starfskröftum, bæði utan húss og innan,
jafnt við yfimmsjón heimilisins, en til þess
starfa er ráðin ungfrú Þorbjörg Árnadóttir
hjúkrunarkona, og önnur störf á heimilinu.
Sjerstök kona hefir á hendi umsjón með
leikjum barna á leikvellinum, sem er hinn
ágætasti í alla staði, með rólum, sandkassa
og öðram hlunnindum, sem era mikils virði
í augum yngsta fólksins.
Þá hefir Rauði krossinn lagt heimilinu til
hjúkranarkonu, sem hafa mun eftirlit með
heilsufari og framföram bamanna.
Af því sem hjer er talið, auk ýmislegs,
sem ótalið er, má sjá, að barnavinafjelagið
„Sumargjöf ’ hefir tekist á hendur gott verk
og gagnlegt og hefir reynt til að tryggja það
sem best að börnunum geti liðið vel að öllu
leyti.
Hjer verður þá tækifæri fyrir þá sem, af
einhverjum ástæðum, geta ekki komið
börnum sínum í sveit, að leyfa þeim að
njóta sumarblíðunnar þar sem þeirra er vel
gætt og vel um þau hirt.
Jeg vona og óska að Reykjavíkurbömin
eigi marga sólskinsstund í vændum í þess-
um nýja sumarbústað, sem sjerstaklega er
ætlaður þeim börnum er mest fara varhluta
af gæðum sumarsins, og að Barnavina-
fjelaginu takist sem best að framkvæma
áætlanir sínar börnunum til heilla og bless-
unar.