Morgunblaðið - 03.01.2000, Page 42
42 MÁNUDAGUR 3. JANÚAR 2000
1913
2000
Nýtt „Titanic-sJys" sunnan Crœnlands?
Dantka tkipiS Hont Hco' loíl raksl o ítjaka I peer
ÍS&KrSS *■**• fcj; y *r:** ** *r*** *•**
v;« crum .
oa mkhro
ú:~'jgg||g|g||
Frumvarpið um
fmrsfu yerHlags og /auna
orð/ð oð iögum
19589 Forsíða Morgunblaðsins
daginn eftir að fréttir bárust af því
að danska Grænlandsfarið Hans
Hedtoft hefði rekist á ísjaka.
Titanic og Hans Hedtoft
Mesta sjóslys aldarinnar varð er
Titanic, stærsta skip heims á
þeim tíma, fórst í jómfrúrferð sinni
árið 1912. Á efri myndinni lætur
fleyið úr höfn í Southampton á
Englandi 10. apríl áleiðis til New
York, en fjórum dögum síðar rakst
það á ísjaka og hið glæsilega
skemmtiferðaskip - sem talið var
ósökkvandi vegna vatnsþéttra
skilrúma - sökk úti á rúmsjó með
þeim afleiðingum að 1.517 manns
létust. Alls höfðu 2.224 verið um
borð, farþegar og skipverjar. Tal-
að var um „nýtt Titanic-slys“ í
Morgunblaðinu þegar danska
Grænlandsfarið Hans Hedtoft fórst
með allri áhöfn suð austur af
Hvarfi á Grænlandi 31. janúar árið
1958, enda var það skip einnig í
jómfrúrferð sinni, sígldi einnig á
ísjaka áður en það sökk og var
ennfremur einnig talið
ósökkvandi. Um borð voru 95
manns, 40 manna áhöfn og 55
farþegar, Danir og Grænlendingar.
Meðal farþega voru þingmennirnir
Karl Egede og Lynge. Aldrei
fannst neitt úr skipinu nema einn
bjarghringur, sem rak á fjöru
Magnúsar Hafliðasonar bónda á
Hrauni, austasta bæ í Þórkötlu-
staðahverfi í Grindavík, 7. október
árið eftir slysið. Mynd Ólafs K.
Magnússonar af Magnúsi bónda
vakti gífurlega athygli! Dan-
mörku, birtist yfir þvera forsíðu
Berlingske Tidende og i öllum öðr-
um dönskum blöðum.
Hóras og
Helgi Hálf-
danarson
eftir GYLFA Þ.
GÍSLASON
1949
Ég hef verið að lesa litla Ijóðabók,
I skugga lárviðar, sem kom út fyrir
skömmu. í henni eru þrjátíu ljóð
eftir Hóras í þýðingu Helga Hálf-
danarsonar. Hóras var höfuðskáld
Rómverja á öldinni fyrir Krists
burð og gróðursetti anda og form
grískrar ljóðlistar í rómverskum
skáldskap. Gleði mín við að lesa
þessi ljóð á ekki aðeins rót sína að
rekja til þess, að þau eru dýrlegur
skáldskapur. Hún sprettur ekki
síður af því, að hér eru ljóðin í ís-
lenskum búningi svo fögrum og
vönduðum, að það nálgast töfra.
Þýðingarnar eru nákvæmar, en þó
á tærri íslensku. Þegar ljóð Hóras-
ar eru lesin, verður að hafa í huga,
að þau eru kveðin í fomgrískum
bragarháttum. Þeir eru mjög
reglubundnir. Hrynjandi ljóðanna
markast af hljóðlengd atkvæða.
Löng atkvæði í latínu svara til
áhersluatkvæða í nútímamálum.
Og hrynjandi bragarháttanna ís-
lenskar Helgi Hálfdanarson með
því að beita stuðlum og höfuðstöf-
um, fomum íslenskum bragreglum,
af mikilli nákvæmni og list. Segja
má með sanni, að Helgi Hálfdanar-
son hafi íslenskað ljóð Hórasar í
fyllsta mæli, bæði að efni og formi.
Mér er til efs, að nokkur önnur
þjóð hafi eignast Hóras jafnfull-
komlega í eigin mynd.
Ánægja mín yfir að kynnast þess-
um þýðingum er eflaust mjög per-
sónuleg. Séra Friðrik Friðriksson
tók að kenna Adolfi fóstursyni sín-
um og mér latínu, þegar við voram
börn að aldri. Við Ádolf urðum ekki
samferða í menntaskóla. En þegar
ég byrjaði að læra latínu í fjórða
bekk menntaskólans, vildi séra
Friðrik að ég lærði meira en ætlast
var til í skólanum. I þrjá vetur las
hann með mér latínu, einkum ljóð
Hórasar og ræður Síserós. Síðan
þekki ég flest kvæðanna í bókinni í
skugga lárviðar. Séra Friðrik lagði
ekki aðeins áherslu á efni ljóðanna,
list þeirra og lífsskoðun, heldur
skýrði vandlega form þeirra og
kenndi mér að lesa þau réttilega.
Menntaskólinn í Reykjavík reyndist
mér afburða góður skóli, kennar-
arnir lærðir menn og góðviljaðir.
Samt er ég ekki fjarri því að það,
sem lengst hefur lifað með mér af
því, sem ég lærði á þessum árum,
eru kynnin, sem séra Friðrik veitti
mér af list Hórasar. Ég vona því, að
gleði mín yfir því að geta endurnýj-
að þessi kynni á alíslenskan hátt, sé
skiljanleg.
Snilld Helga Hálfdanarsonar við
þessar þýðingar er með ólíkindum.
Ég nefni sem dæmi kafla úr þremur
ljóðum, sem ort era hvert undir sín-
um bragarhætti.
Upphaf kvæðisins Á hverfanda
hveli er þannig:
Snjóa leysir úr lautum og grös á
grundunum spretta,
brestur nú brumið á trjám;
jörðin litkast, og lækir sem líða spakir með
bökkum
stilla sinn kliðmjúka streng.
Þokkagyðjan fer þýðum sporum í
laufléttum lundi
nakin með dísum í dans.
Arin hverfa, og ekkert að eilífu varir, því
skaltu
veljaþérvonirvið hóf.
Og síðar:
Hver veit, hvort ginnhelgir guðir oss gefa
rétttilaðlifa
lengur en líðandi dag?
Gerðu sjálfum þér gott, því sú gjöf mun hið
eina sem fellur
erfingjum aldrei í klær.
Kvæðið Jafnaðargeð
byrjar þannig:
Með jöfnu hugarþeli skal þrautum mætt,
og ofurkæti forðast, þó vegni vel;
og þessa máttu minnast vinur:
dauðinn í námunda búinn bíður
hvort sem þú lætur ævina hverfa hjá
með raunum, eða gerir þér glaðan dag
í skýlum lundi langt úr vegi
liggjandi í grasi með hollar veigar.
I bókinni er ný þýðing á hinu al-
kunna kvæði Hórasar Integer vitæ.
Upphaf og lok þýðingarinnar er
þannig:
Sá sem ekki’ er sekur um misgjörð neina
saknar aldrei spjóts, eigi heldur boga,
því að hvergi þarf hann að treysta á örvar
þungaðar eitri,
hvort sem yfir eyðimörk sólu brennda
eða fram á háfjöll um refilstigu
háskalega haldið skal, eða meðfram
húmuðu fljóti.
Set mig þar sem aldrei á auðnar hjara
andblær hlýr á sumri fær gróður vakið,
þar sem grúfa þokur, og nepjukuldi
þrálátur ríkir,
síðan þar sem sólvagn of nálægt ekur,
svo að mannlíf fengi þar aldrei dafnað;
vinu mína, mjúka í tali og fríða,
mun ég þar elska.
í formála að I skugga lárviðar
segir Helgi Hálfdanarson um ljóð
Hórasar:
„Þau era einföld og einlæg, hisp-
urslaus og hressileg. Hann lofar
þau gæði sem lífið hefur að bjóða,
félagsskap góðra vina og fagurra
kvenna, göfuga þrúgnaveig, nátt-
úrufegurð og sveitabýli sitt uppi í
Sabínafjöllum. Einnig lofsyngur
hann gyðju skáldlistarinnar, sem
veitir honum meira yndi en allt ann-
að og reisir honum þann minnis-
varða sem betur mun endast en lík-
neskja úr málmi. Lífsspeki hans er
næsta óbrotin: Láttu aldrei blekkj-
ast, allra sízt af sjálfum þér, vænstu
ekki mikils af framtíðinni, vertu
nægjusamur, njóttu hvers dags sem
ávaxtar af lífsins tré, taktu jafnt
áföllum sem höppum með jafnaðar-
geði, og mundu að dauðinn er ávallt
í nánd.“
Þegar ég las þetta, hvarflaði hug-
urinn næstum sextíu ár aftur í tím-
ann. Þá sat ég við hlið séra Friðriks
í lestrarstofunni í gamla KFUM-
húsinu við Amtmannsstíg og hlust-
aði hugfanginn á hann skýra ljóð
Hórasar. Nú hlýnaði mér um
hjartarætur.
_ W
Hvað um hervarnir Islands?
eftir EIRÍK
KRISTÓFERSSON
í 9 50
Hvað er gert, til þess að Island verði ekki
vörgum að bráð? Enginn mun vera svo
skammsýnn, að hann ekki sjái, að landið er í
ægilegri hættu, ef stríð brytist úr hjer í álfu.
Eins og nú er háttað, væri hægt að taka
landið til bráðabirgða, með fáum hundraðum
manna, þar sem vitað er, að í landinu sjálfu
era margir menn, er vinna gegn hagsmunum
landsins og áreiðanlega svífast einskis í þá
átt. Ekki þyrfti heldur stóran flugflota til
þess, þar sem væntalegar áhafnir þyrftu
ekki að flytja með sjer nema byssur og skot-
færi. Bensín væri nóg þar til kafbátar eða
önnui- skip gætu flutt forða. Matvæli mundu
þeir taka fyrir sjálfa sig, meðan entust, sama
er um húsnæði, fatnað og fleira.
Öllum mun ljóst vera, að árásar er ekki
að vænta nema frá Rússum (Það mun
kommúnistum ljósara en öðram). Ef svo
skildi standa á, að þeim þætti hentugur
tími, til slíkra aðgerða, þegar þeir t.d. hafa
síldveiðiflota hjer við land, þá er þar álitleg-
ur hópur manna og skipa.
Síðastliðið sumar höfðu Rússar um 50
veiðiskip, 4 stór gufuskip og 3 skonnortur
hjer við land. Veiðiskipin vora ca. 250-300
tonna. Stærsta móðurskipið 10.500 tonna,
en önnur ca. 3000 tonn hvert, og 3
skonnortur 350 tonn hver (1 strandaði). Eft-
ir því sem jeg kemst næst munu 1900-2000
karlmenn og 350 konur, hafa verið á flota
þessum. Allir þessir menn virtust á besta
aldri, það er að segja á herskyldualdri.
Þó að þetta væri fiskifloti og liti út sem
slíkur, þá er þó ómögulegt að segja um,
hvað lestarrúm hinna stóra skipa hafa haft
inni að halda.
Þar sem fiskiskipin virtust vera nokkuð
hraðskreið, mætti álíta að þau væru heppi-
leg sem eftirlitsskip, þegar búið væri að
vopna þau.
Það þarf ekki að geta þess, hvað Island
er mikilvægt í hernaði, sem flug og flota-
stöð, þar af leiðandi má ganga að því vísu,
áð ef Rússar kæmust hingað, yrðu vestræn-
ar þjóðir að reka þá burt hvað sem það
kostaði. Og þá er líklegt að margur hefði
um sárt að binda.
Jeg býst við því að mikill fjöldi lands-
manna sje undrandi yfir því, hvað þessu
máli er lítill gaumur gefinn. Auðvitað eru
kommúnistar því mótfallnir, en þó líklega
helst hávaðamennirnii1 innan þess flokks, en
hvað stoðar það þótt einhverjir þeirra bjóð-
ist til þess að hengja sig, ef Rússar ráðast á
okkur, og svíkjast svo um það á eftir.
Þar sem allir íslendingar era læsir, þá
ætti öllum að vera Ijóst, hvað er í vændum
ef illa tækist til, því er að byrgja branninn
áður en barnið dettur í hann.