Morgunblaðið - 03.01.2000, Page 106

Morgunblaðið - 03.01.2000, Page 106
106 MÁNUDAGUR 3. JANÚAR 2000 1913 2000 Surtsey verður til 19 6 3 9 Surtsey er einstakt náttúrufyrirbæri. Hún reis upp af hafsbotni við suðurströnd íslands, þrjár mílur vestur frá Geirfugiaskeri, 14. nóvember 1963 og stóð gosið með hlé- um fram í júní 1967. Eyjan hefur minnkað um nær helm- ing frá því gosi lauk, en þá var hún tæpir þrír ferkílómetr- ar. Töluvert brotnar úr berg- inu á suðurströnd eyjarinnar og hún minnkar um 50 metra á ári, en á þó eftir að standa í einhverjar aldir. Surtseyjar- gosið gaf jarðvísindamönnum ómetanleg tækifæri til rann- sókna á sínum tíma. Það staðfesti og kollvarpaði vís- indakenningum og varpaði einnig Ijósi á ýmis fyrirbæri í jarðfræðinni. > Hvers vegna varð ísland ekki lýðveldi 1941? eftir BJARNA BENEDiKTSSON 1943 Eðli sjálfstæðisbaráttunnar A síðustu tímum eru sumir menn farnir að kalla alla lífsbaráttu þjóð- arinnar sjálfstæðisbaráttu hennar. Um þetta væri eigi nema alt gott að segja, ef það væri gert til að efla skilning þjóðarinnar á mikilvægi þessarar baráttu, en í þess stað sýn- ist það beinlínis gert til að viila þjóðinni sýn. Draga huga hennar frá hinni eiginlegu sjálfstæðisbar- áttu, fá hana til að trúa, að stjóm- skipulegt sjálfstæði sje algert auka- atriði sjálfstæðismálsins, heldur sjeu það alt önnur málefni, sem þar hafi mesta þýðingu. En hvert er þá hið rjetta eðli sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar? Hún er hliðstæð baráttu ánauð- ugs manns fyrir að fá fullt frelsi og mannrjettindi. Sá, sem í ánauð er, heldur lífi og limum, þrátt fyrir ánauð sína. Hann getur haft nóg að bíta og brenna. Og vel má vera, að honum líði alt eins vel eða betur en sumum frjálsum mönnum. Þrátt fyrir það unir enginn, sem einhver manndómur er í blóð borinn, því að vera í ánauð. Hann finnur og veit, að ánauðin skerðir manngildi hans og er ósamboðin hverjum menskum manni. Honum er og fullijóst, að þótt vel sje sjeð fyrir efnahagsleg- um þörfum hans, þá eru samt allar líkur til, að hann beri meira úr být- um, ef hann er sjálfur eigandi I Ræða á I Þingvöllum 118. júní 1943 starfsorku sinnar, en ef annar ráð- stafar henni fyrst og fremst sjálfum sjer til hags. Aðstaða þjóðar, sem seld er undir yfirráð annarar, en hin sama og þess, sem í ánauð er. Slík var að- staða ísl. þjóðarinnar alt til 1918, þrátt fyrir nokkra rýmkun á rjetti hennar síðustu áratugina þar á und- an. Sjálfstæðisbaráttunni lauk ekki 1918 En sjálfstæðisbaráttu þjóðarinn- ar að þessu leyti lauk með sigri 1918, segja sumir. Vissulega má til sanns vegar færa, að þá hafi ánauð hennar verið lokið. En var fult stjórnskipulegt frelsi hennar þar með fengið? Var verkefni hinnar eiginlegu sjálfstæðisbaráttu þar með úr sögunni? Mundi sá bóndi telja sig að fullu frjálsan, sem að vísu mætti ákveða sjálfum sjer og heimafólki sínu regl- ur til að fara eftir, en þyrfti þó að leita samþykkis óðalsbónda á fjar- lægri jörð tO þess að fyrirmælin hefði nokkra þýðingu? Ef hann mætti ekki hafa skifti við nágranna sína, nema fyrir milligöngu óðals- bóndans eða öllu heldur vinnu- manna hans, yrði að hafa einhvem þessara vinnumanna með í förinni, ef hann skryppi í kaupstað, og engin þessara viðskifta hefðu lögformlegt gildi, nema óðalsbóndinn samþykti? Ef hann að vísu mætti hafa eigin hund til að reka úr túninu, en hefði þó, til þess að víst væri, að fjár- reksturinn færi fram eftir öllum listarinnar reglum, jafnframt sjer- staklega vaninn hund frá óðals- bóndanum til túngæslunnar? Og mundi bóndi telja þann eignarrjett á jörð sinni mikils virði, sem því skilyrði væri háður, að þrjátíu menn aðrir mættu hafa af henni öll hin sömu not og sjálfur hann? Slíku frelsi mundi enginn íslensk- ur bóndi una til lengdar. Auðvitað þættu honum þessi kjör betri en al- ger ánauð, en honum mundi þykja það furðulegt, ef honum væri sagt, að nú væri frelsisbaráttu hans lokið. Og honum mundi þykja það óþörf spurning, ef hann væri að því spurð- ur, hvort hann vildi nú ekki una þessum kjörum sínum enn um sinn, þegar sá tími væri kominn, að hann ætti rjett á algeru frelsi. En aðstaða íslensku þjóðarinnar er eftir sambandslögunum einmitt hin sama og bónda þess, sem nú var lýst. Islendingar mega að vísu setja sjer lög, en þau hafa ekki stjórn- skipulegt gildi, nema konungurinn í Kaupmannahöfn samþykki þau. Is- lendingar fara ekki sjálfir með ut- anríkismál sín og mega enga samn- inga gera við önnur ríki, nema í samráði við eða fyrir atbeina danska utanríkisráðuneytisins, og konungurinn í Kaupmannahöfn verður að samþykkja þá, til þess að þeir hafi nokkurt gÖdi. Islendingum er að vísu heimilt að hafa eigin varð- skip til gæslu landhelgi sinnar, en þeim eru jafnframt til frekara ör- yggis fengin dönsk skip til gæslunn- ar. íslendingar eiga að vísu sjálfir land sitt, en þeir eru skyldir til að þola þrjátíu sinnum mannfleiri þjóð, Dönum, öll hin sömu not af landinu og þeir sjálfir hafa. Ætla mættij að ekki þyrfti að hvetja neinn Islending tH að una slíku frelsi eigi lengur en hann er skyldur til samkvæmt ströngustu lögum. En sjálfstæðisbarátta þjóð- arinnar er orðin löng og í henni hef- ur margt furðulegt fyrir komið. Baráttan við vantrúna Hin langa sjálfstæðisbarátta þjóðarinnar hefur verið þríþætt. Engan getur undrað, þó að hin gamla yfirráðaþjóð okkar, Danir, hafi verið tregir til að sleppa völd- um sínum hjer á landi. Slíkt er í samræmi við mannlegt eðli. Ovild þeirra til Islendinga hefur áreiðan- lega ekki ráðið afstöðu þeirra, enda hefur hún sjálfsagt aldrei verið fyrir hendi. Metnaður og hagnaðarvon hafa eflaust haft einhver áhrif. Þetta hafa samt ekki verið aðalor- sakirnar. Bein góðvild hefir senni- lega ráðið mestu um. Eftir alda- langa stjóm Dana á landinu var hag íslensku þjóðarinnar svo komið, að bestu menn þeirra trúðu því í al- vöru, að Island væri ómagi, sem Danmörk mætti eigi hendi af sleppa, heldur yrði með æmum kostnaði að treina í lífið. Engan get- ur heldur undrað, þó að erlendar þjóðir hafi yfirleitt látið sig sjálf- stæðisbaráttu íslensku þjóðarinnar litlu skipta. Af eðlilegum ástæðum hefir þekking þeirra á málefnum Is- lands verið lítil og áhuginn á þeim enn minni. Þeim, sem lítið þekkja til lands eða þjóðar, hlýtur að sýnast það ganga kraftaverki næst, ef svo lítilli þjóð sem íslendingum tækist að halda uppi sjálfstæðu ríki í jafn erfiðu landi sem íslandi. Menn eru tregir að trúa kraftaverkum nú á dögum og hafa því löngum látið sjer fátt um finnast tilraunir okkar til að öðlast fullt frelsi. Hitt hefði mátt ætla, að íslend- ingar hefðu ekki þurft að eiga í inn- byrðis baráttu um, hvort þeir ættu að heimta fult frelsi og sjálfstæði sjer til handa. Svo hefir samt verið. Aðalörðugleikinn hefir einmitt ætíð verið sá, að sameina þjóðina sjálfa um frelsis- og rjettarkröfur sínar. Þegar það hefii- tekist, hefir sigr- anna sjaldan verið langt að bíða. Einmitt vegna þess, að tálmananna hefur eigi fyrst og fremst verið að leita í óvild, heldur áhuga- og skiln- ingsleysi umheimsins á okkar hög- um. Hafa þá verið til íslendingar, sem eigi vildu algert stjómskipulegt frelsi þjóðar sinnar? Vonandi ekki. En hinir hafa stundum verið alt of margir, sem töldu þjóðina frekar hafa þörf á einhverju öðru en þessu. Sögðu, að fyrst bæri að tryggja efna- Löghelgi Þingvalla eftir JÓN LEIFS 1959 Staddur á leið norður um Hvalfjörð stanzar undirritaður við Saurbæ og reynir eins og oft áður að skynja samhengið milli lands- lagsins og skáldskapar Hallgríms Péturs- sonar. Hér hlýtur Haligrímur í sinni auð- mýkt og eymd oft að hafa kropið fyrir há- tign Guðs og fjallinu hinumegin við fjörðinn. Hér verður það nú einnig mitt hlutverk að svara í þetta sinn tilskrifi síra Jóhanns Hannessoanr um Þingvelli í Morgunblaðinu í dag og að finna í því samhengi auðmýkt- ina, sem staðnum sæmir. Síra Jóhann hefir misskilið tillögur mín- ar, sem eru eins og hann réttilega tekur fram, orðnar til fyrir nokkrum ámm þegar hann hóf störf sem Þjóðgarðsvörður. Allir munu vera honum þakklátir fyrir að hafa nú vakið máls á nauðsyn ýmiskonar umbóta á Þingvölfum, og það hvatti mínar gömlu tillögur, - sem hann fellst að ýmsu leyti á, - en telur sumar lítt framkvæman- legar eða óviðeigandi. Það er hinsvegar mikill misskilningur hjá síra Jóhanni Hannessyni, að undirritaður hafi viljað afneita höfundarétti Guðs almátt- ugs að vorum þjóðarhelgidómi Þingvöllum. Guðsþjónustur verða bezt haldnar þar und- ir beram himni eins og oft hefir áður verið gert, enda virðist annað ekki samboðið helgi staðarins. Ófróður er ég um trúarbragða- sögu, en mér hefir ætíð skifizt að Baldur hafi verið hin framnorræna hugmynd um Krist, - en sé það misskilningur minn, þá biðst ég afsökunar. Aldrei hefi ég fengið séð mikinn eðlismun á þjónum listarinnar og þjónum Guðs, - ef hreint hugarfar fylgir viðleitni þeirra. Þess vegna fæ ég ekki séð í þeim efnum andstæður þær, sem síra Jóhann Hannes- son bendir á í grein sinni. Þakkir til hans fyrir aOt, sem hann hefir gott fyrir Þingvelli gert, skulu hér endur- teknar af heilum hug. Mikilsverðast er að í ljós hefir komið að endurskoða þurfi lög og reglur allar um Þingvelli. í
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.