Morgunblaðið - 25.01.2000, Síða 2

Morgunblaðið - 25.01.2000, Síða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 25. JANÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Erfðabreytt matvæli á markaði á Islandi og lfklega í dýrafóðri Innkaupavenjum breytt til að forðast erfðabreytt hráefni 54.769 eintök VIÐ skoðun á upplagi Morg- unblaðsins íyrri helmings síð- asta árs, júlí til desember 1999, í samræmi við reglur Upplagseftirlits VÍ, var stað- fest að meðaltalssala blaðsins á dag var 54.769 eintök. Á sama tíma árið 1998 var með- altalssalan 53.365 eintök á dag. Nemur söluaukning milli ára 1.404 eintökum á dag. Upplagseftirlit Verslunar- ráðsins annast einnig eftirlit og staðfestingu upplags prentmiðla fyrir útgefendur, sem óska eftir því og gangast undir eftirlitsskilmála. Trún- aðarmaður eftirlitsins er lög- giltur endurskoðandi. Morgunblaðið er eina dag- blaðið sem nýtir sér þessa þjónustu nú. ERFÐABREYTT matvæli frá Bandaríkjunum eru á markaði hér- lendis en mörg innflutningsfyrirtæki hafa verið að breyta innkaupum sín- um að undanfömu til að forðast slík matvæli. Þannig hefur fyrirtækið Nathan & Olsen flutt innkaup sín á Bugles-nasli frá Bandaríkjunum til Hollands að því er fram kemur á fréttavef Morgunblaðsins. Mestar líkur eru á að erfðabreytt hráefni séu í vörum sem innihalda soja eða maís. Getur það til dæmis verið margs konar nasl, kornílögur, súpuduft, bökunarduft, poppkom, tómatsósur og sælgæti. Nói-Síríus, sem flytur m.a. inn morgunkornið Kellogs Comflakes sem unnið er úr maís, fékk í haust vottorð frá birgj- um sínum um að engin erfðabreytt hráefni væm í framleiðsluvörum þess sem sendar væm til íslands. Hjalti Jónsson, markaðsstjóri fyrir- tækisins, sagði í samtali við frétta- vefínn að fyrirspurnir hefðu borist frá matvælafræðingum og öðmm sérfræðingum varðandi það hvort erfðabreytt efni væm í morgun- kominu. Dreifing hf., sem flytur m.a. inn sojamjöl, óskaði eftir því við framleiðandann AMD að fram- vegis yrði aðeins sent til íslands sojamjöl sem laust er við erfða- breytt hráefni. Innflutningur ekki bannaður íslensk lög banna ekki innflutning á erfðabreyttum matvælum. Reglu- gerð um merkingar matvæla með erfðabreyttum hráefnum eru í und- irbúningi hérlendis, en slíkar reglur em víða í gildi í nágrannalöndunum. Samkvæmt upplýsingum frá Hoil- ustuvernd ríkisins liggur uppkast fyrir en ekki er ljóst hvort eða hve- nær slík reglugerð tekur gildi. Talsvert af dýrafóðri er flutt til landsins frá Norður-Ameríku en ekkert eftirlit er með hvort það inni- heldur erfðabreytt hráefni. Telja sérfræðingar líklegt eða ömggt að hluti þess sé framleiddur úr erfða- breyttum hráefnum, enda er inn- flutningur slíkra afurða í flestum til- fellum andstæður íslenskum lögum og reglugerðum. Gunnar Jóhanns- son, framkvæmdastjóri Fóðurblönd- unnar, segir að birgjar erlendis vinni að því að geta aðgreint erfða- breytt fóður frá öðm fóðri og því megi búast við því að innan tíðar verði hægt að votta fóður sem notað er hérlendis. Björn Bjarnason menntamálaráðherra Yélskólanám veiti réttindi í háskola BJÖRN Bjamason menntamálaráð- herra telur að það eigi að komast sem fyrst að niðurstöðu um það hvemig þeir sem lokið hafa námi í Vélskóla Islands geti öðlast rétt til inngöngu í háskóla á íslandi. Kom þetta sjónar- mið hans fram á fundi með nemend- um og kennurum Vélskólans í gær. Ráðherra segir í samtali við Morg- unblaðið að í breytingum á fram- haldsskólalögum sem samþykktar vom á haustþingi hafi þeim sem stunda nám á starfsnámsbrautum Sagað í götu Flokkur viðgerðarmanna vann við lagfæringar á Miklubrautinni í Reykjavík í vorveðrinu í gær. Varð að loka annarri akreininni við Skaftahlíð og urðu ökumenn að beita þolinmæðinni þegar röð gerðist löng við þrenginguna og umferðin var á gönguhraða. En allt tekur enda og leiðin varð aft- ur greið eins og hendi væri veifað. verið gert kleift að ljúka stúdents- prófi, enda bæti þeir við sig einingum í námi sínu sem skilgreindar verði sérstaklega af menntamálaráðuneyt- inu. Fara þarf yflr námsskipan „Þessi lagabreyting auðveldar okkur að verða við þeim óskum nem- enda Vélskólans að vélskólapróf verði viðurkennt sem inntökupróf í háskóla," segir ráðherra. Hann bend- ir hins vegar á að til þess að svo geti orðið þurfi að fara nákvæmlega yfir skipan náms í Vélskólanum í þeim til- gangi að taka af öll tvímæli um kröf- urnar þar annars vegar og kröfur há- skóla hins vegar. Þá hljóti það að vera matsatriði inn í hvaða deildir há- skóla vélskólanámið veiti réttindi. „Þessi vinna verður unnin í sam- vinnu Vélskólans og menntamála- ráðuneytisins og ennfremur leitað ráðgjafar hjá sérfróðum mönnum í háskólum,“ segir hann, en þegar hef- ur farið fram mat á vélskólanáminu undir forystu Sigurðar Brynjólfsson- ar, prófessors við verkfræðideild Há- skóla Islands. Morgunblaðið/Golli Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Þessi mynd af sigkatlinum á Sélheimajökli var tekin í haust, en hann er nú horfinn. Hugsanleg vatns- söfnun undir sigkatli LÍKLEGT er talið að vat nssöfnun sé hafin undir einum sigkatlanna í Mýrdalsjökli. Ekki er talið útilokað að það muni leiða til hlaups / Jök- ulsá á Sölheimasandi þegar fram líða stundir. Heimamenn í Vík í Mýrdal hafa orðið þess varir að svo virðist sem sigketill sem myndaðist í Mýrdals- jökli í fyrrasumar hafi grynnst verulega. Aðrir sigkatlar í jöklinum virðast óbreyttir. Helgi Björnsson jarðeðlisfræðingur segir að hugs- anlega sé það nú að gerast að bræðsluvatn í jöklinum sé að safn- ast saman undir sigkatlinum. Við það lyftist hann upp og grynnist. Helgi segir að reglulega hafi komið vatnsgusur í Jökulsá á Sölheima- sandi, væntanlega undan sigkatlin- um sem um ræðir. Nú bregði hins vegar svo við að vatnsmagn í ánni hafi ekki aukist um nokkurt skeið. Hann segir að þetta ásamt breyt- ingu á sigkatlinum geti bent til þess að vatn sé að safnast undir katlinum sem áður hafi farið undan jöklinum í smágusum með reglulegu millibili. Hann segir að það sé eðli sigkatla að þeir safni undir sig vatni og grynnist og að lokum hlaupi úr þeim. Það sem hugsanlega er að gerast í sigkatlinum núna geti flokkast undir aðdraganda að stærra hlaupi en komið hefur að undanfornu. í dag «S5í 4» SlfiMt.... Á ÞRIÐJUDÖGUM Heimili FASTEIGNIR Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.