Morgunblaðið - 25.01.2000, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 25. JANÚAR 2000
AKUREYRI
MORGUNBLAÐIÐ
r Hvað segja
sögur af landi?????
Hádegisverðarfundur með
Stefáni Jóni Hafstein
á Fiðlaranum, Skipagötu 14,
miðvikudaginn 26. janúar frá kl. 12 til 13
Munu jaðarbyggðirnar lifa?
Er ímynd landsbyggðarinnar í molum?
Hvaða lærdóm getum við dregið af ummælum
unga fólkisins?
Er fjarvinnsla á landsbyggðinni enn ein lausnin?
Þetta, og ýmislegt fleira,
mun Stefán Jón Hafstein fjalla um
og svara spurningum fundarmanna.
Verð kr. 1.000 (léttur hádegisverður innifalinn).
Skráning er hjá
Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar
í síma 461 2740 eða
netfang benedikt@afe.is
Allir velkomnir
FJÓRÐUNGSSJÚKWAHÚSID
A AKUREYRI
Akureyri, 21. janúar 2000
FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ
AAKUREYRI
Starf aðstoðarmanns iðjuþjálfa við iðjuþjálfadeild
FSA Kristnesi er laus til umsóknar frá 15. febrúar
nk. að telja. Um er að ræða 100% starf í dagvinnu.
Aðstoðarmaður vinnur undir stjórn iðjuþálfa og að-
stoðar við ýmiskonar þjálfun og virkni. Laun eru
samkvæmt kjarasamningi STAK og ríkisins.
Umsækjandi þarf að hafa góða hæfileika til mann-
legra samskipta og vera hugmyndaríkur, einnig er
æskileg reynsla af leiðsögn, t.d. í félagsstarfi
aldraðra og kunnátta í handverki.
Umsókn skal skila á umsóknareyðublaði FSA en
þau liggja frammi á skrifstofu FSA. Umsóknarfrest-
ur er til og með 7. febrúar nk. Nánari upplýsingar
um starfið veitir Birgit Schov, forstöðuiðjuþjálfi
FSA, í síma 463 1100 Kristnesi, og skulu umsóknir
berast henni á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri,
Kristnesi, 601 Akureyri.
Öllum umsóknum verður svarað.
Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri
Valbúð í Ólafsfirði opnuð um síðustu áramót
Ibúarnir hvattir til að
versla í heimabyggð
Morgunblaðið/Kristján
Gunnlaug Kristinsdóttir og Þorsteinn Þorvaldsson í Valbúð sem þau
eiga og reka ásamt Jónínu Kristjánsdóttur og fjölskyldu.
VALBÚÐ tók til starfa í Ólafsfirði
um síðustu áramót, en tvær fjöl-
skyldur í Ólafsfirði eiga og reka
verslunina. Annars vegar hjónin
Þorsteinn Þorvaldsson og Gunnlaug
Kristinsdóttir sem eiga 85% hlut í
versluninni og hins vegar Jónína
Kristjánsdóttir og fjölskylda hennar
sem á 15%hlut. „Þetta eru allt hrein-
ræktaðir Ólafsfirðingar," sagði Þor-
steinn og kvaðst afar ánægður með
viðtökurnar á þessum fyrstu vikum
frá því verslunin var opnuð.
I húsnæðinu var áður rekin versl-
unin Valberg, en síðasta haust
keypti Baugur húsnæði verslunar-
innar og lager og var hugmyndin sú
að félagið sett þar upp verslun og var
Þorsteinn ráðinn verslunarstjóri.
Áform breyttust að sögn Þorsteins á
þá leið að heimamennimir keyptu
lagerinn af Baugi og reka verslun-
ina, en Baugur á húsnæðið.
„Við kaupum okkar vörur hjá
Baugi og teljum að við getum lækkað
vöruverð hér í Ólafsfirði þar sem við
fáum vörmar á hagstæðu verði,“
sagði Þorsteinn.
Valbúð er á tveimur hæðum, á
þeirri neðri er matvöruverslun en á
eftir hæð em m.a. vefnaðarvörur,
gjafavörur og ritíong. í Valbúð er
eina vefnaðarvömverslunin í utan-
SKRÁNINGU er að ljúka á þijú
námskeið sem haldin verða í Húsi
skáldsins, Sigurhæðum, í annarri
viku febrúar. Fjöldi þátttakenda á
námskeiðin er takmarkaður, bæði
vegna húsnæðis og til að hópar verði
ekki of stórir og hætta á að menn
lendi utangarðs í umræðunni.
Námskeið í Njálu er eitt þeirra
námskeiða sem nú em að hefjast, að
líkindum það síðasta að sinni sem
lýkur með ferð á söguslóðir Njálu. Þá
verður haldið námskeið um Islands-
klukku Halldórs Laxness en þriðja
námskeiðið verður í ljóðalestri og er
verðum Eyjafirði og sagði Þorsteinn
að mikið væri um að Dalvíkingar
brygðu sér bæjarleið og litu við í
versluninni, enda hefði hann heyrt á
fólki að verðið væri hagstæðara en á
Akureyri.
Tvær matvömverslanir era í Ól-
afsfirði, auk Valbúðar rekur Kaupfé-
lag Eyfirðinga Strax-verslun þar.
kynnt undir heitinu „Ljóðin og land-
ið“. Þar verður bæði leiðbeint um
framsögn og túlkun ljóða en jafn-
framt borið niður hjá úrvalsskáldum
og kveðskap sem tengist einstökum
byggðarlögum.
Öll námskeiðin verða undir stjóm
Erlings Sigurðarsonar, forstöðu-
manns Húss skáldsins, og em þeir
sem áhuga hafa á námskeiðunum
beðnir að hafa samband í Sigurhæðir
sem fyrst og eins em þeir sem skráðu
sig í haust beðnir að staðfesta.
Skráningu á námskeiðin lýkur á
morgun, miðvikudaginn 26. janúar.
„Samkeppnin er vissulega hörð,
þetta er ekki það stórt bæjarfélag,
en við kappkostum að þjóða upp á
lægra vöraverð og þá reynum við
líka að höfða til heimamanna, fá þá
til að versla í heimabyggð, en það er
mjög mikið um að fólk fari til Akur-
eyrar til að versla í KEA-Nettó,“
sagði Þorsteinn. Hann kvaðst hafa
athugað hjá Félagi íslenskra bif-
reiðaeigenda hvað kostaði að aka til
Akureyrar frá Ólafsfirði og til baka,
um 122 kílómetra leið og kom í ljós
að kostnaðurinn er 4.723 krónur. „Ef
vömverð hjá okkur er 5% hærra en í
Nettó, þarf fólk að versla fyrir 88.800
krónur á Akureyri til að ferðin borgi
sig,“ sagði Þorsteinn. Inn í þá tölu
sagðist hann ekki reikna vinnutap,
þ..e. ef fólk væri að taka sér frí úr
vinnu, né heldur heimsóknir á veit-
ingastaði og annað sem vil fylgja
slíkum ferðalögum. „Við ætlum að
reyna að fá Ólafsfirðinga til að hugsa
svolítið um þessa hluti líka. Með því
að versla í heimabyggð eflir það at-
vinnu á svæðinu," sagði Þorsteinn en
alls em starfsmenn í versluninni sjö
talsins. „Þá getum við líka boðið
meira og betra vömúrval sem og
lægra verð og það er kjarabót fyrir
Ólafsfirðinga.“
Námskeið framundan í Sigurhæðum
Njála, Islandsklukkan og ljóð
Islensk verðbréf hf. skoða hugsanlega möguleika
varðandi byggingu fiölnota íþróttahúss á Akureyri
Telja vænleg’ast að bær-
inn byggi og reki slíkt hús
FYRIRTÆKIÐ íslensk verðbréf hf.
hefur tekið saman greinargerð, þar
sem fjallað er um þá möguleika sem
standa Akureyrarbæ til boða varð-
andi byggingu á fjölnota íþróttahúsi
í bænum, með knattspyrnuvelli í
fullri stærð og tartanbraut meðfram
annarri hlið vallarins. Greinargerðin
er unnin að beiðni Þórarins B. Jóns-
sonar formanns íþrótta- og tóm-
stundaráðs Akureyrar og þar kemur
fram að líklegur kostnaður við slíka
framkvæmd gæti orðið um 300 millj-
ónir króna.
Ýmsir möguleikar standa bænum
til boða en sérstaklega er í greinar-
gerðinni fjallað um þrjár hugsanleg-
ar leiðir. í fyrsta lagi að fara sömu
leið og farin var við byggingu fjöl-
nota húss í Reykjanesbæ, þar sem
byggingafyrirtæki á og byggir húsið,
en Reykjanesbær leigir það til 35
ára. í öðm lagi að Akureyrarbær
byggi og eigi húsið að öllu leyti og í
þriðja lagi að bærinn eigi húsið
ásamt öðram aðilum. Að mati ís-
lenskra verðbréfa er vænlegasti
kosturinn að bærinn byggi og eigi
slíkt hús að öllu leyti sjálfur.
í greinargerð íslenskra verðbréfa
kemur fram að verktakinn, ÍAV hf.
og eigandinn, Fasteignafélagið
Landsafl hf., sem sáu um byggingu
hússins í Reykjanesbæ, hafi lýst yfir
áhuga á að koma upp svipuðu húsi
hér í bæ, hvort sem Akureyrarbær
myndi eiga húsið alfarið eða að um
svipað fyrirkomulag yrði að ræða og
í Reykjanesbæ.
Ennfremur kemur fram í greinar-
gerðinni að húsið sem byggt verður á
Akureyri yrði frábmgðið húsinu í
Reykjanesbæ í nokkram atriðum.
Húsið verður væntanlega byggt á fé-
lagssvæði Þórs og því ekki þörf á að
byggja þjónustubyggingu, þar sem
slík aðstaða er fyrir hendi í Hamri.
Ekki er gert ráð fyrir að húsið verði
upphitað nema að takmörkuðu leyti,
þ.e. eingöngu gervigrasið sjálft á
knattspyrnuvellinum og þá em bfla-
stæði fyrir hendi.
Kostnaður við byggingu fjölnota
hússins í Reykjanesbæ er talinn vera
um 350 milljónir króna. í samningi
Reykjanesbæjar og ÍAV/Landsafls
er sem fyrr sagði leigutíminn til 35
ára og óuppsegjanlegur á leigutím-
anum, leigutakinn greiðir 27 milljón-
ir króna á ári í 35 ár. í greinargerð-
inni er bent á að með því að fara
sömu leið væri Akureyrarbær að
skuldbinda sig til að leigja húsið til
ákveðins árafjölda en á móti þyrfti
hann ekki að sjá um að fjármagna
húsið eða aðrar framkvæmdir á því.
Bærinn væri heldur ekki að auka
skuldastöðu sína en að skuldbinda
sig til að greiða leigu í tilskilinn tíma.
Bærinn fengi góð lánakjör
Vænlegast að mati Islenskra verð-
bréfa er þó að framkvæmdin yrði al-
farið á vegum Akureyrarbæjar og
húsið í eigu bæjarins. Bærinn geti
fjármagnað þessa framkvæmd með
góðum lánakjörum og það að sleppa
við að auka skuldirnar sé of dým
verði keypt.
Enn hefur ekkert verið ákveðið
varðandi byggingu fjölnotahúss á
Akureyri en núverandi meirihluti í
bæjarstjórn stefnir þó að því að hefja
framkvæmdir til að bæta aðstöðu
knattspyrnumanna á þessu kjör-
tímabili, sem nú er rúmlega hálfnað.
Málið er til skoðunar og fulltrúar
ÍTA og íslenskra verðbréfa munu
fara til Reykjanesbæjar í vikunni og
ræða við þá aðila sem komu að bygg-
ingu hússins þar. Þá verður málið til
umfjöllunar á fundi ÍTA í dag,
þriðjudag.