Morgunblaðið - 25.01.2000, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 25.01.2000, Blaðsíða 50
50 ÞRIÐJUDAGUR 25. JANÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MAGNÚS J. * GEORGSSON + Magnús J. Georgsson fædd- ist í Reykjavík 24. desember 1930. Hann lést á heimili sínu hinn 18. janúar síðastliðinn. Múðir hans var Borghildur Magnúsdúttir, hjúkr- unarkona í Kaup- mannahöfn, f. 20. júm' 1902, d. 26. oktú- ber 1986. Kjörfor- eldrar Magnúsar voru Júnína Ingi- björg Magnúsdúttir, f. 8. núvember 1907, d. 29. júní 1955, húsfreyja í Reykjavfk og Georg Július Guð- mundsson, f. 11. janúar 1898, skip- stjúri og netagerðamaður í Reykjavík. Júm'na var systir Borg- hildar. Systkini Magnúsar eru: 1) Sigurveig Georgsdúttir, f. 31. júlí 1930, hjúkrunarfræðingur, maki Lárus Þorvaldur Guðmundsson prestur. 2) Guðmundur Georgs- son, f. 11. janúar 1932, læknir, for- stöðumaður Tilraunastöðvar Há- skúla Islands í meinafræði á Keldum, maki Örbrún Halldúrs- dúttir læknaritari. Magnús kvæntist hinn 27. júní 1953 Sveinbjörgu Símonardúttur, f. 18. janúar 1934 í Vest- mannaeyjum, ritari í Iðnskúlanum í'Reykja- vík. Foreldrar Sveinbjargar voru Símon Guðmundsson útgerðarmaður í Vest- mannaeyjum, f. 21. maí 1881, d. 2. aprfl 1955 og k.h. Pálína Jú- hanna Pálsdúttir, f. 29. september 1890, d. 23. núvember 1980. Börn Magnúsar og Sveinbjargar eru: 1) Nína Hildur Magnúsdúttir, f. 5. júlí 1953 í Reykjavík, búkari í Njarð- vík. Maki Þúrður Andrésson, f. 19. apríl 1949 í Færeyjum, stöðvar- stjúri í Svartsengi. Börn þeirra: a) Magnús Már, f. 2. september 1972, nemi í Reykjavík. Unnusta hans er Katrín Júnsdúttir, b) Borghildur Ýr, f. 8. september 1976, þjúnustu- fulltrúi í Reykjavík, c) Finnur Örn, f. 9. desember 1978, nemi í Reykja- nesbæ. 2) Georg Magnússon, f. 27. mars 1956 íReykjavík, hljúðmeist- ari í Reykjavík. M. I. Ólína Thor- oddsen, f. 19. júní 1957, kennari á Seltjarnarnesi. Dúttir þeirra er Það einkenndi viðbrögð þeirra fjölmörgu vina og kunningja Magn- úsar bróður sem ég kynnti mig fyrir sem bróður Magga Georgs, að það hýrnaði yfir svip þeirra og það var ekki iaust við að upphafningar kenndi þegar þeir sögðu: „Ertu bróðir hans Magga Georgs!“ Hann var mannblendinn allt frá æskuár- um, fljótur að kynnast en jafnframt vinfastur og átti fjölda vina og ■~*kunningja og hýrusvipurinn sem kom á viðmælendur mína segir allt sem máli skiptir um fas og viðmót bróður míns sem er borinn til hvíld- ar í dag. Hann var þó engin geð- lurða og skóf ekki utan af því þætti honum gengið á rétt sinn. Þá skipti engu hvort viðkomandi taldist sitja ofarlega í mannvirðingarstiganum. Hins vegar tók það fljótt af og lang- rækni var honum framandi. Nú þegar hann er genginn sækja Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Sverrir Olsen, Sverrir Einarsson, útfararstjóri útfararstjóri Útfararstofa íslands Suðurhlið 35 ♦ Sími 581 3300 Allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/ * Blómastofa Friðjfnns Suðurlandsbraut 10, 108 Reykjavík, sími 553 1099. Opið öll kvöld til kl. 22 - einnig um helgar. Skreytingar fyrir öll tilefni. Gjafavörur. á margar minningar en fyrst og fremst minnist ég vináttu sem aldrei bar skugga á. Það má vera að það teljist vart til tíðinda um bræð- ur, en vert er að hafa í huga að við höfðum mikið saman að sælda allt frá æsku. Þegar æskuleikjum lauk og unglingsárin tóku við lékum við handknattleik í KR og sátum um tíma í stjórn handknattleiksdeildar og náin tengsl hafa haldist alla tíð. Eg minnist þess ekki að hann hafi mælt til mín styggðaryrði. Ég hlýt þó sem heldur pasturslítill yngri bróðir að hafa verið honum frekar til trafala og reynt á umburðarlyndi hans. Hann var bráðger og tápmikill strákur en ég fékk þó að fylgja hon- um með í leikjum við strákana í göt- unni „vestast í Vesturbænum" þar sem við uxum úr grasi. Ég minnist ævintýraferða okkar í Selsvörina þar sem lagt var í það hættuspil að stríða Selsvarartröllinu og dorgað á Ufsakletti; hættuferða út í Örfirisey eftir mjóa grandanum þar sem við tepptumst nokkrum sinnum um hríð þegar á skall útsynningur og brimaði yfir grandann. Þegar ég vann mér eitthvað til óhelgi í stráka- hópnum þannig að rétt þótti að lumbra á mér var honum að mæta. Móðuramma okkar var fædd á Bakka í Vesturbænum og kennd við hann. Þegar kastaðist í kekki við leikfé- lagana kölluðu þeir okkur Bakka- bræður til að klekkja á okkur. Þeg- ar tilvísanir í þjóðsögur um fjölda þeirra bræðra dugðu lítt var hann öllu betur fallinn til að lemja þá þekkingu í hausinn á strákunum en ég- Þegar kom að skólagöngu linnti ég ekki látum fyrr en ég, sem átti að byrja ári síðar, fékk að fara með honum og lét hann sér það lynda. Við sátum saman í bekk einn vetur þar til ný skólalöggjöf skildi okkur að. Síðan lágu leiðir okkar í námi í sitt hvora átt. Maggi fór í iðnnám og lærði rennismíði í Héðni en vegna bakveiki gat hann ekki starfað við rennismíði lengi og vann þá áfram hjá Héðni við viðgerðir í skipum og víðar. A þann hátt aflaði hann sér Erfísdrykkjur P E R L A N Sími 562 0200 Hrafnhildur Yrsa, f. 24. oktúber 1981, nemi í Reykjavík. M. II: Mar- grét Björnsdúttir Blöndal, f. 6. núvember 1961, dagskrárgerðar- maður í Reykjavik. Dúttir þeirra er Sara Hjördís, f. 6. apríl 1989. Fústurdúttir Georgs og dúttir Margrétar er Sigyn Blöndal, f. 17. oktúber 1982, nemi í Reykjavík. 3) Pálína Magnúsdúttir, f. 15. núvem- ber 1963 í Reykjavík, búkasafns- fræðingur á Selljarnarnesi. Maki: Ámi Geir Sigurðsson, f. 23. sept- ember 1963 á Siglufírði, raf- magnsverkfræðingur í Reykjavík. Böm þeirra: a) Sigurður, f. 24. núvember 1986, b) Mist Sigríður, f. 29. janúar 1998. Magnús úlst upp í Vesturbænum í Reykjavík og lærði rennismíði í Vélsmiðjunni Héðni. Þar starfaði hann þar til hann túk við forstöðu íþrúttahúss Selljarnamess árið 1968 og varð síðar framkvæmda- stjúri Iþrúttamiðstöðvar Selljara- amess og gegndi því starfi til dauðadags. Magnús var mjög virkur í íþrúttahreyfingunni og stundaði íþrúttir á yngri ámm. Hann var dyggur stuðningsmaður KR og sat í stjúrn félagsins í mörg ár, m.a. sem varaformaður. Hann var einnig mjög virkur í Kiwanishreyfingunni og gegndi þar mörgum trúnaðarstörfum. Utför Magnúsar fer fram frá Seltjarnameskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. reynslu í vélsmíði og viðgerðum ým- iss konar og á vegferð sinni við ýmis störf tókst honum að ná ágætri kunnáttu í pípulögnum. Hann var lagtækur vel og lék allt í höndum honum. Þessi kunnátta og verklagni kom sér vel í því starfi sem hann gegndi að síðustu í ríflega þrjá ára- tugi, þ.e. sem framkvæmdastjóri íþróttamannvirkja á Seltjarnarnesi. Hann var vakinn og sofinn í því að halda öllu í sem bestu lagi og fannst hampaminna að drífa sig í viðgerðir sjálfur en kalla til viðgerðarmenn sem hefði kostað meira og getað dregist. Þetta hefur vafalaust komið bæjarfélaginu mjög vel en margir aðrir nutu þess. Hann var einstak- lega greiðvikinn og voru það mun fleiri en klaufinn ég sem nutu hand- bragðs, verkkunnáttu, útsjónarsemi og hjálpsemi hans við að dytta að því sem úr lagi gekk. Hann var mik- ið snyrtimenni og þótti mér bfll hans óþarflega fagurgljándi þegar hann kom í heimsókn og lagði að mínum. Þessi snyrtimennska var öllum aug- ljós sem komu í heimsókn á Lindar- braut 2 þar sem þau Bía kona hans bjuggu lengst af og lögðust á eitt um að gera það heimili sem fallegast og vistlegast. Kynni þeir Bíu hófust á unglingsárum fyrir 52 árum á Ing- ólfsfirði þar sem þau unnu í síld. Sú æskuást leiddi til samvista og hjú- skapar. Bía stóð þar fyrir búi og veitti af rausn hverjum sem að garði bar því þrátt fyrir fjölhæfni var eldamennska ekki fag Magnúsar. Við Örbrún vottum Bíu, börnum, barnabörnum og tengdabörnum sem nú sjá á bak einstökum fjöl- skylduföður, samúð okkar. Maggi bróðir var ókvalráður og lítt kvarts- ár alla tíð og bar ýmis óhöpp og veikindi sem lögðust á hann á lífs- leiðinni af þolgæði. Svo var einnig í þeirri sótt sem hann kenndi fyrir ríflega ári og lagði hann að velli fyr- ir aldur fram. Hann hélt reisn sinn allt til loka og lét sig ekki vanta í af- mæli mitt viku fyrir andlát sitt. Það er mér dýrmæt minning. Það var sómi að geta kennt sig við Magga Georgs og ég er þess fullviss að ég á eftir að sjá hýrna yfír þeim sem þekktu hann og nema upphafningu í rödd þeirra þegar þeir segja: „Ertu bróðir hans Magga heitins Georgs!“ Guðmundur Georgsson. Góður frændi er gæfa hverri fjöl- skyldu. Það fylgir honum ákveðið traust, vissa um mann sem ávallt er til staðar hvort sem hann er nær eða fjær, um óskilyrta vináttu og hlýju. Slíkur maður var Magnús á mínu æskuheimili; foreldrar mínir áttu hann alltaf að. Þetta var bók- námsheimili, menn mislagnir í höndunum, og pípulagnir eru svo- sem ekki almenningsíþrótt. En Magnús, sem á sínum tíma lærði vélsmíði, var jafnan kallaður til ef eitthvað lét undan í kotinu, og það brást ekki að hann gat lagað það, hverju nafni sem það nefndist. Með- al okkar systkina komst snemma það orð á að í þessum efnum gæti Magnús allt, og mér vitanlega hefur aldrei verið tilefni til að draga það í efa á þeim áratugum sem síðan eru liðnir. Það var gott með þeim bræðrum, föður mínum og honum, þótt ólíkir væru, og hollt okkur hinum að fylgj- ast með svo sjálfsögðu og djúp- stæðu bræðralagi, og þeirri vináttu sem var með þeim og Systu. Því fylgdi auðvitað hæfileg stríðni og karp um smámál stjórnmálanna, en eðlislæg samheldni um allt sem máli skipti. Magnús var maður kvikur, mannblendinn, sérlega barngóður, orðheppinn ef svo bar undir og kunni frá mörgu að segja; hafði enda verið á farskipum og víða þvælst. Hann var KR-ingur, en eins og margir gamlir keppnismenn átti hann svolítið bágt sem áhorfandi á vellinum; stóð jafnan bak við annað markið og gaut auga á sprikl ungu mannanna, en kom seint og fór snemma ef honum leist ekki á blik- una. En þótt hann væri KR-ingur frá blautu barnsbeini var hann öðru fremur fjölskyldumaður, og má hafa það til marks að hann fór í seinni tíð margar ferðir í Mosfellsbæ til að horfa á dótturson sinn keppa með Aftureldingu. Magnús hafði fallegt bros, og það er til vitnis um fullkomið æðruleysi hans að mér fannst það jafnfallegt eins og ég man eftir því fyrst þegar ég sá hann síðast, viku fyrir andlát hans. Magnús Georgsson var einstakur sómamaður sem allir sem þekktu hann kveðja með söknuði. Bíu og börnum þeirra og öðrum aðstand- endum færum við fjölskyldan inni- legar samúðarkveðjur. Halldúr Guðmundsson. Góður vinur og vinnufélagi er fallinn frá eftir erfiða baráttu við ill- vígan sjúkdóm. Kjmni okkar Magn- úsar hófust þegar hann réðst til Seltjarnarneshrepps árið 1968 sem framkvæmdastjóri Iþróttahúss Seltjarnarness og hafði hann því starfað hjá Seltjarnarneshreppi og -bæ í 32 ár. Störf Magnúsar voru mjög fjölbreytt en hann tók við íþróttahúsi með einum sal þegar hann býrjaði 1968 en nú þegar hann skilur við okkur samstarfsfólk sitt hefur íþróttamiðstöðin margfaldast að stærð og rekstur þar margfaldur á við fyrstu árin. Það var ómetan- legt fyrir Seltjarnarneshrepp 1968 að fá Magnús til starfa þar sem hann þekkti mjög vel til bæði íþróttamála vegna starfa sinna að félagsmálum hjá KR og einnig var hann mjög fær í umgengni við vélar og tæki sem fylgja rekstri íþrótta- mannvirkja og segja má að hann gjörþekkti tækin í kjallara sund- vncnv Glæsiueg kaffihlaðborð FALLEGIR SALIR OG MJÖG GÓÐ ÞJÓNUSTA Upplvsingar í símum 562 7575 & 5050 925 HOTEL LOFTLEIÐIR laugarinnar. Magnús vann töluvert fyrir Hitaveitu Seltjarnarness á fyrstu árum veitunnar og leysti hitaveitustjóra oft af í fríum. Magn- ús var einn af stofnfélögum Kiwan- isklúbbs Seltjarnarness og starfaði í klúbbnum af krafti. Iþróttafélagið Grótta var stofnað sama ár og Magnús hóf störf hjá Seltjarnarnes- hreppi og naut það góðs af þekkingu hans á félagsstörfum og íþróttamál- um. Magnús hafði gott lag á börnum og unglingum er stunduðu æfingar í Iþróttamiðstöðinni og hélt þar góð- um aga. Eftir því var tekið hvað hreinlæti og góð umgengni þróaðist undir stjóm Magnúsar og var hann orðlagður fyrir snyrtimennsku svo sem víða mátti sjá t.d. á gljáfægðum Saab-bílum hans sem voru alltaf eins og nýir í höndum hans. Magnús stundaði íþróttir af kappi á yngri ár- um og spilaði handbolta með meist- araflokki KR en það tímabil þekki ég ekki vel. Magnús skemmdi á sér bakið í íþróttum og það háði honum alltaf og var hann oft mjög kvalinn þótt hann bæri sig alltaf vel. Hann var oft skorinn upp við brjósklosi en losnaði aldrei við verkina í bakinu. Magnús endurlifði handboltaárin gegnum dótturson sinn og nafna, sem á síðasta ári byrjaði að leika með landsliðinu, afa sínum til mikill- ar ánægju. Fyrir nokkrum árum fór hann að finna fyrir hjartaverk sem endaði á hjartaskurðum sem hann náði sér allvel af. Skyndilega fyrir um ári fannst síðan krabbi í maga Magnúsar og var allur maginn tek- inn og virtist hann á batavegi eftir það en krabbinn er erfiður og tók sig upp á ný og nú er Magnús vinur okkar allur. Það er alltaf erfitt að kveðja vin og vinnufélaga eftir rúm- lega 30 ára samstarf og Magnúsar verður sárt saknað af okkur hér á bæjarskrifstofunum, en flesta morgna kom Magnús til okkar í morgunkaffi og til að spjalla og þá oftar en ekki um málefni tengd íþróttamiðstöðinni. Sveinbjörgu konu Magnúsar, börnum og bama- börnum sendum við samstarfsfólk hans hjá Seltjarnarnesbæ okkar innilegustu samúðarkveðjur og frá okkur hjónunum fylgja kveðjur og þakkir fyrir að hafa þekkt Magnús og fjölskyldu hans þessa liðlega þrjá áratugi. Sigurgeir Sigurðsson. Kær vinur og frændi, Magnús Georgsson, framkvæmdastjóri, er nú kvaddur hinstu kveðju. Við Magnús vorum fjórmenningar, þar sem móðurömmur foreldra okkar, móður hans og föður míns, voru systur. Slíkt telst varla mikill skyld- leiki nú til dags og samgangur á milli fjölskyldna okkar á æskuárun- um var lítill, þar sem Magnús átti heima í Reykjavík en mín fjölskylda bjó í Keflavík. Við vissum þó hvor af öðrum á þeim tíma, en lítið fram yfir það. Náinn kunningsskapur okkar hófst um það leyti sem ég og fjöl- skylda mín snerum aftur til Islands árið 1969, eftir nokkurra ára dvöl við störf vestan hafs. Við vorum þá nálægt fertugu og Magnús orðinn rótgróinn Seltirningur og tekinn við framkvæmdastjórastarfi við Iþróttahús Seltjarnarness, sem hann gegndi til dauðadags. Ég var á þeim tíma önnum kafinn við að koma upp húsnæði yfir fjölskylduna og þurfti á að halda ráðleggingum og aðstoð við frágar.g hitunarkerfis húsnæðisins. Lá þá beint við að leita til Magnúsar, sem í fyrra starfi sínu hjá Vélsmiðjunni Héðni og Danfoss- umboðinu hafði aflað sér mikillar reynslu á því sviði. Þar var ekki komið að tómum kofunum hjá Magnúsi, sem ekki lá á liði sínu að veita aðstoð, enda var hjálpsemi hans við brugðið. Eftir þetta dafnaði vinátta okkar og kunningsskapur, ekki síst eftir að við tókum báðir þátt í stofnun Kiwanisklúbbsins Ness árið 1971, þar sem við vorum félagar allt til þessa dags. Upp í hugann koma góðar og skemmtilegar minningar okkar Svölu um ferðalög með Magnúsi og Bíu innan lands og utan, oft, en þó ekki alltaf, í sambandi við Kiwanisstarfið. Lá leiðin víðs vegar um Evrópu og Bandaríkin, að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.