Morgunblaðið - 25.01.2000, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 25.01.2000, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞRIÐJUDAGUR 25. JANÚAR 2000 47 fyir en góður starfsfélagi og ötull samverkamaður er lostinn ólífis- II höggi, öllum að óvörum. Háð var hörð barátta og ekki gefist upp en barist meðan máttur entist, - traust allt sett á almættið, vonað á bata en óhjákvæmum örlögum mætt með æðruleysi. I dag er borin til grafar langt fyrir aldur fram Guðrún Þ. Svans- dóttir, skrifstofustjóri hjá Rann- j sóknarráði Islands. Otrúlegt sýnist að starfsfélagi, - lífsglöð, fjörug og síkát hamhleypa til verka skuli nú H horfin af sjónarsviði. Á fámennum vinnustað með víðfeðmt hlutverki og verkefni sem sífellt breytast og vaxa að umfangi er ómetanlegt að eiga góða starfsfélaga sem reiðu- búnir eru til að takast á við ný við- fangsefni, - starfsfélaga sem mæta hinu nýja, aðlagast breytingum og guggna ekki undir álagi heldur reiða fram nýjan kraft og skila öllu á tilskildum tíma. í stöðu minni sem forstöðumaður Rannsóknar- lj ráðs íslands og áður Rannsóknar- ráðs ríkisins hef ég verið þeirrar gæfu aðnjótandi að eiga að slíka samstarfsmenn. Guðrún var meðal fremstu þar í flokki. Guðrún hóf störf hjá Rannsókn- arráði ríkisins fyrst árið 1976 sem ritari. Þá, fyrir daga tölvu og skjótvirkra ljósritunarvéla, þótti ekki ónýtt að eiga að hraðhenta og örugga vélritara til þeirra j verka sem þá voru mest á dag- ; skrá ráðsins, - athuganir á þróun- arhorfum atvinnulífs og langtíma- áætlanir um rannsóknir í þágu atvinnuveganna. Guðrún var sannkölluð hamhleypa til allra verka. Varla var búið að leggja verk í hendur henni þegar því var lokið. Og ef taka þurfti til hendi í átaksverkefni, skipuleggja árs- fundi eða móttöku á ráðstefnu eða fyrir erlenda gesti, var það leyst Íaf hendi örugglega. Ekki var spurt um nákvæmar starfslýsing- ar er stöðu skulu fylgja heldur hugsað sjálfstætt og gert allt það sem þurfti til að leysa hvert verk- efni. Allt framkvæmt með eink- unnarorð verkgleðinnar á vörun- um - „ekkert mál“! Um leið og tölvur birtust í heimi skrifstof- unnar var Guðrún fljót að tileinka sér þá tækni og fylgdist vel með þróun hennar og nýjum notkunar- Jmöguleikum, meðal annars með aðstoð áhugasamra sona sinna. Um tíma vann hún við einn fyrsta tölvuskólann hér á landi sem ann- ar starfsmaður Rannsóknarráðs ríkisins, Reynir Hugason, stofn- aði. Árið 1987 snéri hún aftur til Rannsóknarráðs og starfaði þar æ síðan. Síðustu árin var hún hægri hönd mín í rekstri skrifstofu Rannsóknarráðs og ég naut starfsléttis af atorku hennar og averkgleði í ríkum mæli. Okkur starfsfélögum Guðrúnar þótti ójafnt gefið fyrir á leikvangi lífsins þegar í ljós kom fyrir nokkrum árum að Daníel Árnason, maður Guðrúnar, var haldinn ó- læknandi sjúkdómi, og missti starfsorkuna smám saman. Guðrún tók því með hetjuskap og lét lengi engan bilbug á sér finna. Ekki fór framhjá okkur að fjölskyldan þjappaði sér saman og mörkuð var stefna er miðaði við sættast við ör- lög þau og búa með sæmd við kjör ™ einnar fyrirvinnu. Haustið 1998 kenndi hún sér þó þreytu og fór ásamt Daníel á hvíldarheimili Náttúrulækningafélagsins í Hvera- gerði til hressingar og hvíldar og var ekki vanþörf. Þar höfðu þau dvalist aðeins skamma stund þegar það óvænta kom í ljós að hún sjálf var haldin sjúkdómi sem nú hefur yfirbugað hana. - Þannig eru allir berskjaldaðir fyrir hinu óvænta og óhjákvæmilega. Það vekur til «f! hugsunar um að hver dagur er gjöf og líf okkar allt er að láni, - hver stund. - Þakklátur skyldi meðan nýtur! Við Áslaug sendum Daníel, Árna Val og Guðrúnu, Davíð Má og Tinnu, innilegar samúðarkveðj- ur um leið og ég fyrir hönd Rann- sóknarráðs Islands og starfsfélaga allra kveð hana með þakklæti fyrir allt sem hún færði okkur, góðan félagsskap, glaðværð, sjaldgæfa verkmennsku og trúnað. Vilhjálmur Lúðvíksson. + Sigurður Teits- son fæddist í Reykjavík hinn 8. október 1932. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur, Grens- ásdeild hinn 17. jan- úar siðastliðinn. For- eldrar hans voru hjdnin Teitur Teits- son, f. 15.6. 1889, d. 3.5. 1960, og Anna Gísladóttir, f. 17.7. 1893, d. 6.10. 1971. Sigurður átti tvö systkini: Önnu Sig- ríði, f. 2.4. 1922, d. 13.2. 1979, var gift Lárusi Bjama- syni sem er látinn. Gísli, f. 26.10. 1928, kvæntur Þóm Stefánsdótt- ur. Hinn 27. ágúst 1955 kvæntist Sigurður Guðrúnu Guðmunds- dóttur frá Akureyri, f. 16.7. 1932. Foreldrar hennar voru hjónin: Guðmundur Snorrason, f. 29.9. 1898, d. 14.4. 1981, og Sigurbjörg Jóhannsdóttir f. 3.3. 1908, d. 24.7. 1971. Börn þeirra era: 1) Guð- mundur, f. 16.4. 1953, maki Helga Geirsdóttir, þau slitu samvistir. Börn þeirra, Gunnhildur Ósk, f. 18.12. 1975, og Hulda Björk, f. 30.12. 1978. Fyrir átti Guðmundur Guðrúnu Sigurbjörgu, f. 14.11. Elsku pabbi minn, nú þegar leiðir okkar skilur í bili er svo ótalmargt sem ég á ósagt við þig. Þú varst góð- ur eiginmaður, faðir, afi og langafi. Þín er sárt saknað af mörgum sem þig elska. Þú varst traustur og ná- kvæmur við allt sem þú tókst þér fyrir hendur. Þú réðst ungur í að byggja framtíðarheimili okkar í Glæsibæ 12 í Árbæjarhverfi, nýju hverfi sem við fjölskyldan höfum vaxið og dafnað með síðastliðin 34 ár. Og þú lést ekki þar við sitja held- ur helgaðir þér landskika á ættar- óðalinu Villingavatni í Grafningi og reistir þar með eigin hendi af mikilli natni fallegt sumarhús sem ber handbragði þínu fagurt vitni. Og svo núna á seinni árum þegar þú fórst að hafa rýmri tíma varstu farinn að skilja hve mikilvægt íþróttafélagið í hverfinu er okkur kynslóðunum sem höfum alist hér upp. Þú leyfðir þér þá ánægju að starfa með okkur á vallarsvæðinu síðustu árin þegar leikir fóru fram og þú skynjaðir vel þá gleði og ánægju sem fylgir því að sigra. Þegar ég var unglingur gerðist ég háseti á skipi sem þú varst skip- stjóri á. Við vorum saman í milli- landasiglingum þrjú sumur. Þetta var okkur báðum dýrmætur tími og 1971, með Sigrúnu Sigurbjömsdóttur. Sambýliskona hans er Helga Herlufsen, f. 17.11. 1955. 2) Anna Sigurðardótt- ir, f. 6.2. 1958, gift Áma S. Guðmunds- syni, f. 15.3. 1956. Böm þeirra em, Sig- urður Freyr, f. 17.6. 1976, Linda Rós, f. 23.4. 1979, Teitur, f. 6.9. 1991, og Agnes Hekla, f. 30.12. 1992. Fyrir átti Ámi, Rún- ar Þór, f. 21.4. 1972. Barnabamabömin em: Snorri Bergmann, f. 21.9. 1992, Hlynur Guðbjörnsson, f. 23.6. 1996, og ó- skírð Guðrúnardóttir, f. 15.1. 2000. Sigurður hóf sjómennsku ung- ur. Hann lauk prófi sem farmaður frá Stýrimannaskólanum í Reykja- vík 1955. Hann starfaði m.a. sem slýrimaður hjá Skipaútgerð ríkis- ins og síðar sem skipstjóri á m/s Suðra. Árið 1972 hóf hann störf þjá Gatnamálasf jóranum í Reykja- vík og starfaði þar sem verkstjóri og eftirlitsmaður til æviloka. IJtför Sigurðar fer fram frá Ár- bæjarkirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 13.30. þú skólaðir strákinn vel til og við nutum samverunnar báðir. Núna seinni árin í starfi sem verkstjóri hjá Reykjavíkurborg nutu hæfileik- ar þínir og nákvæmni sín vel, stund- um svo vel að ég hélt að þú ættir all- ar götur borgarinnar. Að lokum elsku pabbi sú stilling og það hugrekki sem þú sýndir í baráttu þinni við hinn illvíga sjúk- dóm sem nú hefur lagt þig að velli langt fyrir aldur fram var einstakt og mun verða okkur hinum sem eftir lifum hvatning um ókomin ár. Tilhimnaþúheldur, elsku faðir minn. Þín verður ávallt saknað, af syni sem þér ann. Hvflþúífriðivinur, elsku faðir minn. Vertu sæli með Guði, segir sonur þinn. (Guðm. Sig.) Elsku mamma, megi góður Guð styrkja þig á þessari sorgarstund. Við stöndum öll þétt saman og sam- einumst í minningu um góðan mann. Ykkar sonur Guðmundur. Elsku afi. Þú hefur verið fastur punktur í allri tilveru okkar. Við munum brosandi augu þín, hönd þína sem leiðbeindi okkur, arminn sem studdi okkur og ruggaði okkur í svefn. Við sátum á háhesti, þrýst- um hönd þína og áttum með þér ævintýr. Hlustuðum á sögurnar þínar. Hlógum að skrýtlunum. Undruðumst töframátt þinn. Þú ert hluti af lífi okkar, hluti af okkur um eilífð. Okkur þykir svo vænt um þig afi, þú varst hetjan okkar, svo blíður, þolinmóður og hugmyndaríkur. Alltaf tilbúinn að hjálpa öllum. Okk- ur fannst við sérstök í návist þinni. Þó að kali heitur hver, hylji dali jökull ber, steinar tali, allt hvað er, aldrei skal ég gleyma þér. (Vatnsenda-Rósa.) Þú munt alltaf eiga stað í hjarta okkar. Linda Rós, Sigurður Freyr og Rúnar Þór. Elsku afi okkar. „Læknir getur stundum afvopnað manninn með ljáinn, en hann ræður ekkert við sandinn í stundaglasinu." (Hester Lynch Piozzi.) Við systurnar liggjum nú uppi í rúmi og erum að hugsa um allar góðu stundirnar sem við höfum átt með þér. Það er svo margt sem maður get- ur sagt frá, eins og sumarbústaðar- ferðirnar sem voru ófáar með þér og ömmu. Alltaf varst þú tilbúinn að blása upp fyrir okkur bátinn svo að við gætum farið út í ána, hjálpað okkur við að setja upp krikketið. Þú gerðir hreinlega allt svo að okkur öllum liði vel hjá þér. Elsku afi, svo langar mig Huldu að þakka þér og ömmu fyrir sund- kennsluna þegar ég var lítil, þið fór- uð alltaf með mig og Lindu í Laug- ardalslaugina og létuð okkur synda á milli djúpu og grunnu laugarinnar. Elsku afi, það var alltaf svo gott að koma til þín, þú varst oftast úti í bílskúr þegar við komum, að dytta að einhverju s.s. bílnum, gerðir upp ónýt hjól sem við krakkarnir vorum alltaf svo ánægð með, allt sem þú tókst þér fyrir hendur gerðir þú mjög vel. Ef þú varst ekki í bíl- skúrnum varst þú úti í garðinum ykkar ömmu sem er alltaf svo fal- legur og alltaf er eitthvað nýtt að sjá þar. Svo var svo margt hægt að gera hjá ykkur ömmu. Oft var horft tím- unum saman á Tomma & Jenna, spilað eða föndrað og á sumrin lék- um við okkur í garðinum eða lágum á stóru veröndinni í sólbaði með ís, kakó eða eitthvert góðgæti sem þið amma pössuðuð alltaf upp á að væri til handa okkur krökkunum. Elsku afi, takk fyrir allar góðu stundirnar, sem við hefðum viljað hafa mun fleiri. Við biðjum góðan Guð að taka vel á móti þér og vonum að þér líði sem best í þessum nýja heimi. ^ Elsku amma okkar, Guð styrki þig á þessum erfiðu tímum og um alla framtíð. Þín bamaböm Gunnhildur Ósk og Hulda Björk. Enn einn góður nágranni er fall- inn í valinn. Það hafa orðið ótrúlega mörg dauðsföll í götunni okkar, Glæsibænum, hafa þau flest verið ótímabær og svo finnst mér einnig í þetta sinn. Hann Siggi varð ekki nema 67 ára, en ekki er að spyrja að ^ leikslokum þegar alvarleg veikindi gera vart við sig. I gegnum árin var hann sístarf- andi við húsið sitt, innan sem utan, vinnusemi og snyrtimennska var honum greinilega í blóð borin. Nágrannavinátta og kunningsskap- ur felst ekki endilega í því að vera alltaf inni á gafli hjá viðkomandi og þannig var það ekki í okkar tilfelli. Siggi hafði gaman af að fylgjast með hvernig við hefðum það, spá í bíla- kaupin hverju sinni eða bara spjalla um daginn og veginn, en sérstakan áhuga sýndi hann á því hvernig gengi hjá börnunum. Með þessum fátæklegu kveðju- orðum er honum þökkuð samfylgdin og sérstaklega er þakkað fyrir greiða- og hjálpsemi sem við urðum aðnjótandi. Af eilífðarljósi bjarma ber, sem brautina þungu greiðir. Vort líf, sem svo stutt og stopult er, það stefnir á æðri leiðir. Og upphiminn fegri en auga sér mót öllum oss faðminn breiðir. (Einar Ben.) Við sendum allri fjölskyldu hans innilegar samúðarkveðjur. F.h. fjölskyldunnar í Glæsibæ 11. r_ Svanhildur Hilmarsdóttir. Margs er að minnast þá kvatt er, en einkum em það góðu og skemmtilegu stundirnar sem standa upp úr. Við starfsfélagarnir þökkum fyrir Ijúfar og skemmtilegar sam- vemstundir. Við komum til með að sakna þess að geta ekki lengur gant- ast með brauð og sætar kökur sem hann var svo iðinn við að gauka að okkur án nokkurs tilefnis. Sigurður var samviskusamur og ósérhlífinn í starfi og var mikið í mun að geta leyst verk sín vel. Okkur grunar að hann hafi vitað að hverju stefndi þó hann léti það ekki í ljós, hvorki í orð- um né gerðum. Oftast var hann * samt léttur í lund þó móti blési, veikindi komu og fóru, en að lokum var hið óumflýjanlega ekki flúið. Hafðu þökk fyrir allt, kæri vinur. Samstarfsfólk, Stórhöfða. SIGURÐUR TEITSSON HELGA JÓHANNA HELGADÓTTIR + Helga Jóhanna Helgadóttir (Hanna _ Axels) fæddist á Álftanesi 30. mars 1935. Hún lést á Grensásdeild Sjúkrahúss Reykja- víkur 16. janúar síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Helgi Kristinn Guðmunds- son, bifreiðarstjóri, f. 24.11. 1902 í Hafnarfirði, d. 31.1. 1991, og kona hans Pálína Pálsdóttir, f. 27.9. 1907 á Feðg- um í Leiðvallahreppi í Vestur- Skaftafellssýslu, d. 19.1. 1970. Helga var alin upp hjá föðursyst- ur sinni (hálfsystur Helga), Sig- urjónu Jóhannsdóttur, f. í mars 1913 í Reykjavík, og manni hennar Axel Bjarnasyni, vörubif- reiðarsfjóra, f. 12.10. 1911 í Reykjavík, d. 12.12. 1981. Systkini Helgu Jóhönnu: Jón (látinn), Margrét Ár- ný, Sveinbjörg (lát- in), Helga, Unnur Ingibjörg, Ásbjörn og uppeldisbróðir Magnús Áxelsson. Helga giftist 6. júlf 1963 Örlygi Péturs- syni, f. 4. september 1930 í Helgafells- sveit. Foreldrar hans voru Pétur Jónsson, bóndi í Drápuhlíð í Helgafellssveit, sfðar í Viðvík við Stykkishólm, f. 6.10. 1894 á Innri-Kóngsbakka í Helgafells- sveit, d. 8.8. 1987, og kona hans Lára Sigríður Björnsdóttir, f. 31.5. 1895, d. 26.1. 1948. Þau hafa búið allan sinn búskap í Reykjavík. Þau eignuðust fjögur börn: 1) Sigurjónu, f. 9. júlí 1964, gift Sigurði Sigurðssyni, f. 27. febrúar 1964. Þau fómst í bif- reiðarslysi í Svíþjóð 5. ágúst 1990. Helga og Örlygur hafa alið upp son Sigurjónu og Sigurðar, Sæmund Arnór, f. 24. janúar 1984. 2) Axel Pétur, f. 24. maí 1966, sambýliskona hans Þórdís Wiencke, f. 27. júní 1967, þeirra sonur er Alexander Þór, f. 28. janúar 1996, sonur Þórdísar er Georg Finnur, f. 5. september 1987. 3) Guðlaug Bjarna, f. 14. desember 1970. 4) Láru Sigríði, f. 15. desember 1971, sambýlis- maður liennar erÁgúst Helga- son, f. 16. nóvember 1970, barn þeirra Helgi Aron, f. 14. mars 1993. Utför Helgu Jóhönnu fer fram frá Fella- og Hólakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Fölnuð ertu fagra rósin mín farin þangað heim, er ljósið skín svo hreint og blítt var hjartað þitt og sál, þig hafði engin blettað synd né tál. (G.Þ.) Elsku eiginkona, mamma og amma, við viljum þakka fyrir þann tíma sem þú varst með okkur. Það er mikill missir í Helgu okkar og þeim styrk sem hún hafði veitt og leyfði okkur að njóta með sér þeg- ar vá bar að garði. Alltaf gat hún sýnt mikið jafnaðargeð þó svo að við sýndum henni ekki alltaf þá til- litssemi sem hún átti skilið, og allt- af var hún tilbúin að aðstoða aðra þó svo að til þess þyrfti hún að leggja sínar áætlanir til hliðar. Henni var annt um samferðafólk sitt og bar hag fjölskyldu sinnar fyrir brjósti. Var hún mjög listfeng og munu verk hennar prýða heim- ili okkar sem þeirra njóta um ókomna tíð. En lífið gefur og tekur og í þetta skiptið var það Helga, og þar með er sá klettur og leiðarljós lífs okk- ar farið. ^ Það er svo endemis margt sem maður vill deila með öðrum á stundu sem þessari en erfitt er að setja það niður á blað enda fráfall hennar mjög ótímabært þegar lífið virtist vera svo miklu ánægjulegra og þið, mamma og pabbi, svo sátt við ykkar hlutskipti. Þú varst styrkur á okkar leið og aldrei þú brást þér frá. í áfollum lífsins og ánægjustundum á við gátum reitt okkur visku og styrk þinn á. Og með mörgum tárum við minnumst þín og vonum að þinn lífsins skilning munum fá. Elsku, elsku mamma, við biðjum guð að geyma þig um leið og við kveðjum þig með söknuði. Takk fyrir allt. Örlygur, Axel, Lára, Gulli, Arnór, Þórdís, Gústi, Georg, Helgi og Alex.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.