Morgunblaðið - 25.01.2000, Qupperneq 58

Morgunblaðið - 25.01.2000, Qupperneq 58
58 ÞRIÐJUDAGUR 25. JANÚAR 2000 MORG UNBLAÐIÐ Dýraglens Grettir Hundalíf KVÖLOVEROURINN Íft SVOLÍTIO BRUNNINN. HANN ÆTTIAO VERA í LAGIEFÞETTA BRUNNA Eft SKORIO FRÁ ENGAR AHYGGJUR £LSKAN. $G ER EKKERT SVANGUR. EG FÆ MER SMÁ- BITA OG FER SVO ÚT í GÖNGUTÚR MEO LUBBA /Og dettur inn á næsta kaffihús hamborgara og franskar Ljóska Ferdinand Smáfólk NO, THEY YlFYÖU5AV,"HAPPr WONT 6IV/E YOU A TURKEY.. t?, THANKSOIVINé/'THEY 5HOULO 6I\/E YOU Ef við rekumst á ein- hvem þá mundu að segja „Gleðilega þakkargjörðarhátíð. Munu þau þá gefa mér kalkún. Nei. Þau Ef þú segir „Gleðilega munu ekki þakkargjorðarhátíð“ gefa þér þá áttu að fá kalkún. kalkún. Stundum finnst mér að þú lifir í öðrum heimi. Eðaþá graskers- böku. BREF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 >ww«agfií;m#fSS Straumnes, norðan Aðalvíkur. Ábending Frá Kjartani T. Olafssyni: í BÓKAFLÓÐI jólanna 1999 kom út bók ein sem ber titilinn „Bók aldar- innar“ og er þar margt fróðlegt, at- hyglisvert og skemmtilegt. Ég veit ekki hvort allt sem þar er sagt er rétt, um það er ég ekki dómbær, því eðlilegt er að í svona riti slæðist inn villur, slíkt er óhjákvæmilegt. En framtak þessara ungu manna er lofs- vert. Á bls. 208 er kaflinn „Mesta mannbjörgin11, en þar er hvergi minnst á mestu mannbjörg sem orð- ið hefur úr strandi við íslandsstrend- ur. Skal hér greint frá sjóslysi sem varð árið 1916 og happasælli björgun tæplega 60 manna. 30. nóv. 1916 strandaði E/S Goða- foss, fyrsta skip Eimskipafélags ís- lands með því nafni, á Straumnesi við Aðalvík með nær 60 manns inn- anborðs. Menn frá Látrum í Aðalvík brugðu strax við til hjálpar, þegar þeir vissu um strandið, fóru á tveim- ur litlum mótorbátum og björguðu öllum mannskapnum, fluttu fólkið inn að Látrum og veittu því alla þá aðstoð sem mögulegt var. Það vill svo undarlega til að það var aldrei minnst á þetta björgunar- afrek fyrr en á síðustu tveimur ára- tugum eða svo. Um það hefur verið fjallað í ritinu Frá ystu nesjum, eftir Gils Guðmundsson, annarri útgáfu, 3. bindi bls. 254-263. Einnig í sama bindi Goðafossstrandið 1916, bls. 213-254. Þessi útgáfa er frá 1982. Einnig segir Gunnar Friðriksson frá þessu í bók sinni, Mannlíf í Aðalvík, á bls. 30-34. Sú bók kom út 1990. I bókinni Vestfirzkir slysadagar eftir Eyjólf Jónsson, sem kom út 1996, í síðara bindi bls. 145-148, er sagt frá Goðafossstrandinu og að um borð hafi verið 58 manns. Miðað við þann fjölda fólks sem var um borð í E/S Goðafossi í strand- inu 1916 hefði þessi frásögn átt að vera í „Bók aldarinnar". Af einhverj- um ástæðum virðist þetta björgun- arafrek Látramanna gjörsamlega hafa týnst áratugum saman, viljandi eða óviljandi. Ég vil svo ljúka þessu með með til- vitnun í lokakafla í frásögn Gils Guð- mundssonar í ritinu Frá ystu nesj- um: „Þessi urðu afdrif þessa nýja glæsilega skips, sem landsmenn höfðu bundið við miklar vonir. Af skrifum sumra manna um þetta mál í blöðum þessa tíma mætti ætla að sjálft fjöregg þjóðarinnar hefði verið brotið. Hið mikla afrek Látramanna, að bjarga yfir fimmtíu manns úr sjávarháska, á 4 og 5 tonna bátum sínum í slæmu veðri og við erfiðar aðstæður, féll algerlega í skuggann af þessum harmatölum, varla á það minnst í blöðum, hvað þá að þætti þakkarvert. Þakkarorð og virðingar- vottur Jónasar Þorbergssonar í blaðinu íslendingi á Akureyri 8. des. 1916 er eina viðurkenningin, sem ég fæ séð, að Látramönnum hafi hlotn- ast fyrir afrek sitt.“ KJARTAN T. ÓLAFSSON frá Látrum í Aðalvík, Vallholti 39, Selfossi. Flakið af E/S Goðafossi fyrsta. Tekin 19. júlí 1999. Hann strandaði 16. nóv. 1916. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.