Morgunblaðið - 25.01.2000, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 25.01.2000, Blaðsíða 44
44 ÞRIÐJUDAGUR 25. JANÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ HESTAR Samkeppni og fjöl- breytni í spóna- framboði að aukast Sú var tíðin að spænir kostuðu ekki neitt og nánast gustukaverk ef einhver vildi hirða þá. I dag er öldin önnur, spænir orðnir eftirsótt söluvara og þurfa sumir að greiða stórfé fyrir þá og flutning á þeim. Um helgina var kynnt ný tegund innfluttra spóna og ákvað Valdimar Kristinsson í framhaldi af því að kynna sér hvaða kostir eru í boði í undirburði undir hross, bæði verð og gæði. Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson Nýju spænirnar Woody Pet virðast búa yfir mikilli rakadrægni og halda vatni vel í sér. í prófun kom ekkert vatn úr skál þar sem einum lítra hafði verið hellt saman við spænimar og það látið standa í 15 mínútur. Nýju spænirnar minna meira á fóðurbæti eða morg- Ýmsir valkostir eru varðandi undirburð. Hér eru unkorn og segja má að það líti undarlega út að sjá þrjár tegundir innfluttra spóna en auk þess selja hross standa í hrúgu af „fóðri“ í hesthúsinu. stærstu trésmiðjur mikið af íslenskum spónum. Á SÍÐUSTU tuttugu árum hafa orðið miklar breytingar á hestahaldi og öll- um aðbúnaði hrossa. Hestamönnum í þéttbýli hefur fjölgað gífurlega á þessum tíma, hesthús hafa þróast úr kassafjalakofum yfir í glæsilegar byggingar þar sem vel er búið að mönnum og hestum. Lausagöngu- stíur hafa tekið völdin og básamir sem voru algengastir eru orðnir úrelt- ir, tilheyra fortíðinni og algjör undan- tekning að gert sé ráð fyrir básum í nýjum hesthúsum. Víðast hvar er um að ræða safnstíur þar sem mokað er út vikulega eða sjaldnar og útheimta þær mikið af spónum. Hefur því spónanotkun í hestmennskunni auk- ist umtalsvert á þessum tíma sam- hliða því sem ört stækkandi og fjölg- andi hænsna- og svínabú hafa aukið notkun á spónum. Markaðslögmálin hafa því óneitanlega sett svip sinn á V,pónamarkaðinn því með auldnni eft- irspum hefur verð breyst úr því að vera nánast ekki neitt upp í 16-20 þúsund krónur 20 feta gámur eins og algengt er að afgreiða lausa spæni úr. Kröfur um þrifnað, gott loft og góða birtu í hesthúsum hafa aukist mjög og þar má segja að spænirnar gegni lykilhlutverki. Samfara aukinni eftirspum hefur einnig örlað á örlítilli samkeppni. Fyrir hefur komið suma vetur að spæni hafi skort og hafa menn brugðist við með því að flytja inn spæni og hefur það leitt til þess undanfarin ár hefur eitthvað af spón- um verið flutt inn. Nú um helgina var kynnt í versluninni Töltheimum ný tegund spóna (jg um árabil hafa bæði v- MR-búðin og Ástund flutt inn spæni í takmörkuðu magní sem þó virðist fara vaxandi. Trésmiðjur Byko og Húsasmiðjunnar hafa gefið mest af spónum af sér en auk þess hefur Lím- tré á Flúðum verið afkastamikið á þessu sviði. Síðan fellur alltaf eitthvað til af spónum frá minni íyrirtækjum þar sem menn telja sig góða að losna við spænina án kostnaðar þannig að hægt er að fá ókeypis spæni enn í dag. Lausir spænir ódýrastir En það eru ýmsar hliðar á spóna- málum hestamanna því spænir eru ekki bara spænir og að mörgu þarf að hyggja með auknu framboði. Verðið > er það sem flestir líta fyrst á en það er margt annað sem hefur áhrif. Vissu- lega skiptir máli fjöldi hrossanna í hesthúsinu og má ætla að dæmið líti öðru vísi út þar sem eru til dæmis 40 hross í húsi en þar sem eru 4 til 6 hross. Ef við byijum á íslensku spón- unum þá kostar gámurinn, sem inni- heldur að meðaltali 250 poka, 16 þús- und krónur ef honum er sturtað og bíllinn fer strax, annars 20 þúsund krónur ef losað er beint af bílnum í poka eða blásið er inn eins algengt er orðið. í fyrra tilfellinu kostar þá pok- inn 64 krónur en annars 80 krónur. Ef seldir eru pokaðir spænir er pokinn seldur á 250 krónur ef keypt er mikið í einu, 25 pokar eða fleiri, annars kosta þeir um 330 krónur. Það að fá fullan gám af spónum og þurfa að poka hann er sá hluti hestamennskunnar sem flestum finnst fyrirkvíðanlegur. Mjög óþrifaleg vinna og sjálfsagt ekki mikil hollusta í henni fólgin. Segja má að það sé helsti gallinn við að fá þessa ódýru spæni. Þótt í langflestum tilvik- um séu þessir gámaspænir ágætis vara til síns brúks þá kemur það fyrir að trésmiðjurnar þurfa að hefla mjög blautt timbur og eðli málsins sam- kvæmt reynast þeir spænir ekki góðir til að draga í sig raka þegar undir hrossin er komið. Getur því komið fyrir að menn kaupi köttinn í sekkn- um ef svo ólíklega vill til að þeir lendi á slíkum gámi. Þá fer lykið eða sagið í þessum spónum hvorki vel í öndunar- færi manna né hesta þótt vart sé hægt að tala um að stórhætta sé á ferðum. En það er verðið sem er stærsti plúsinn við þessa spæni. Yfir háannatímann frá janúar fram í maí er langur afgreiðslufrestur á lausum spónum, 3 tíl 5 mánuðir. Ástund og MR-búðin hafa flutt inn pressaða og þurrkaða spæni undan- farin ár í ferköntuðum böggum svip- uðum heyböggum að lögun og stærð. Þessir spænir eru kynntir sem ryk- lausir og þurrkunin á þeim á að tryggja betri rakadrægni. Baggamir eru um 25 kíló að þyngd og kosta hjá MR 1.260 krónur en 1.250 krónur hjá Ástund. Því má ætla að að jafnaði sé tvöfalt það magn sem er í venjulegum sorppoka eins og lausu spænimir em gjaman settir í. Nú liggur ekkert fyr- ir um hvort eða hversu miklu betur þessir spænir draga raka í sig en þessir lausu íslensku en verðmunur- inn er allnokkur. Þeim sem þekkja til SVO virðist sem landsmótið í sumar ætli að sefja strik í reikninginn varð- andi framboð stóðhesta á Sæðinga- stöðina í Gunnarsholti í sæðistöku til frystingar. Sagði Páll Stefánsson forstöðumaður stöðvarinnar að sér virtist að stefnt væri með flesta stóð- hesta landsins á landsmótið og því ekki mikið hugsað um að láta frysta sæði úr hestum þessa stundina. Sagði Páll að óðum styttist í að þeir hestar sem ætti að frysta sæði úr yrðu að vera komnir á stöðina og nefndi hann 20. febrúar sem siðasta dag. Byrjað verður á því að taka sýni úr hrossunum til að kanna hugsan- lega sjúkdóma og tekur það um viku en si'ðan tekur að jafnaði tvær vikur að ná upp viðunandi sæðisgæðum. Úr einni sæðistöku fást frá tveim- ur til þremur skömmtum upp í fimmtán skammta hjá þeim hestum beggja tegunda virðist þó bera saman um að minna þurfi af þessum inn- fluttu spónum en þeim íslensku. Aðrir kostir við innfluttu spænina eru þeir helstir að sökum pressunar taka þeir mun minna pláss, þeir eru ryklausir og menn losna við óþrifin við pokun sem er að sjálfsögðu stór kostur. Þá eru pressaðir spænir álitlegur kostur fyrir þá sem þurfa að láta flytja vör- una um langan veg. Líkjast fóðurbæti eða morgunkorni Þá er röðin komin að þessum nýju spónum, Woody Pet, sem eru frá Bandaríkjunum, mjög byltingar- kenndir spænir svo ekki sé meira sagt. Blaðamanni fannst þeir helst líkjast fóðurbæti fyrir hross á að líta Leyfí til útflutn- ings sæðis fást sem eru með bestu gæðin. Tvo skammta þarf að jafnaði til að fylja eina hryssu með frystu sæði. Tekið verður sæði úr hveijum hesti þijá daga í viku. Páll sagði nú ljóst að leyfi til útflutnings sæðis fengist en hinsvegar vantaði meiri umræðu meðal hagsmunaaðila í hrossarækt- inni um málefnið. Menn þurfa að koma sér saman um það hvort þeir séu almennt með eða móti út- flutningi sæðis og eins ef til út- flutnings kemur að koma sér saman um hvemig skuli að honum staðið. Aðspurður kvaðst Páll sjá fyrir sér lakari rekstrargmndvöll Sæð- ingastöðvarinnar ef tekið yrði fyrir útflutning. Enginn geti sagt fyrir- eða jafnvel gimilegu morgunkomi til manneldis. Þessir spænir eru hitaðir við ríflega 600°C hita og síðan köggl- aðir svipað og fóðurbætir og fljótt á litið virðast þeir ekki líklegir til að draga í sig mikinn raka. Innflytjand- inn, Kristinn Skúlason, sýndi blaða- manni hvemig þessir spænir virkuðu með því að hella einum lítra af vatni yfir kögglana í skál og til samanburð- ar sama vatnsmagni yfir íslenska spæni. Eftir á að giska 15 mínútur höfðu innfluttu spænimir aukið rúm- mál sitt um þriðjung en þeir íslensku vom nánast óbreyttir að rúmmáli. Því næst snéri hann skálinni við og hélt hendinni yfir spónunum svo þeir rynnu ekki úr skálinni en ekki kom dropi af vatni. Þegar svo íslensku spónunum var snúið við runnu ókjör- in öll af vatni úr skálinni sem segir að þessir þurrkuðu spænir virðast sam- kvæmt þessu draga mun meira vatn í sig heldur en þeir íslensku. Hér er að sjálfsögðu ekki um að ræða neina marktæka könnun á gæðum en vissu- lega er þessi nýja tegund áhugaverð. Þá segir í upplýsingum að spænimar eyði ammóníakslykt og öðra ólofti sem gjaman myndast út frá þvagi og taði. Pokinn af þessu efni kostar 790 krónur og inniheldur hann um 14 kíló. Sagði Kristínn að best væri að setja tvo poka í tveggja hesta stíu í byijun og síðan að hreinsa taðið úr daglega og bæta nýjum spónum í eftir þörfum næstu daga eða vikur. Til þess að fá góðan samanburð á þeim spónakostum sem í boði era í dag mun hestaþátturinn bera saman þessar fjórar spónategundir á næstu tveimur til þremur vikum og fá til liðs við sig hæfa menn til að tryggja að faglega og hlutlaust sé að málum staðið. Slíkar upplýsingar geta auð- veldað hestamönnum að velja það sem hentar þeim best og kannski gott að hafa álit hlutlauss aðila á virkni vörannar sem þeir kaupa. Fyrirfram má ætla að allar hafi þessar tegundir spóna sína kostí og kannski einhverja galla og svo hefur verðið sitt að segja og sú fyrirhöfn sem fylgir því að koma spónunum í þær umbúðir eða á þann stað þar sem þeir verða notaðir. fram hvort hægt sé að reka stöðina án útflutnings, það fari eftir því hversu menn séu viljugir að nýta sér þessa þjónustu. Hann benti hinsveg- ar á, að sæðingar væru góður kostur ef smitsjúkdómar færu að skjóta upp kollinum í auknum mæli hér á landi. Það væri mun minni smithætta að flyija sæði miili landshluta en að fara með hrossin á milli. Vel lítur út með fersksæðingar í vor. Eins og fram hefúr komið í hestaþætti verða þar í sæðistöku Andvari frá Ey, Hrynjandi frá Hrepphólum eftir 20. maí og Þorvar frá Hólum, sem er undan Þrá frá Hólum og Orra frá Þúfú. Páll sagði að vissulega væri öllum heimilt að koma með hesta í fersksæðingar en það þjónaði ekki tilgangi nema um eftirsótta hesta væri að ræða, sem auka þyrfti afköstin Iijá. Vantar fleiri hesta í frystingu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.