Morgunblaðið - 25.01.2000, Qupperneq 49

Morgunblaðið - 25.01.2000, Qupperneq 49
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞRIÐJUDAGUR 25. JANÚAR 2000 49 deildar á Akureyri hátíð sumarið 1981 sem tókst sérlega vel. Fólkið mætti eftir hádegi á laugardegi í verksmiðjunum og það var opið hús fyrir alla. Ferill vinnunnar var sýnd- ur og í brekku sunnan við verk- smiðjurnar afhjúpaði formaður Iðju koparskjöld á kletti með eftirfarandi áletrun: „Þorsteinslundur 1921- 1981. íslensk samvinnuhreyflng þakkar Þorsteini Davíðssyni og þús- undum annarra starfsmanna Sam- bandsverksmiðjanna fórnfús störf. A sex áratugum hafa þeir séð þenn- an iðnað vaxa úr mjóum vísi í mikinn meið.“ Starfsmenn höfðu plantað 200 myndarlegum lerkitrjám kring- um klettinn og lagfært umhverfið, þannig að þetta var orðinn fallegur reitur. Við starfslok var Þorsteini afhent stórt og mikið stuttklippt gæruskinn sem starfsmenn höfðu sett nafn sitt á, ennfremur eftirfar- andi vísa sem Páll Helgason, sem vann á skrifstofu verksmiðjanna, orkti: Þegar ævi kemur kvöld krýndur þökkum ferðu. Heila brynju og hreinan skjöld héðan með þér berðu. Þorsteinn hlaut gullmerki Sam- bandsins eftir 40 ára heillarík starfs- ár og var sæmdur fálkaorðunni 17. júní 1981. Hann var alltaf boðinn á aðalfundi Sambandsins og hygg eg að enginn maður hafi setið jafn marga aðaflundi hjá Sambandinu og Þorsteinn Davíðsson. Þrátt fyrir háan aldur var Þor- steinn ótrúlega duglegur fram á sið- ustu stund. Hann fór til sona sinna á Akureyri um síðustu jól og áramót og gekk óstuddur upp stigana sem þar eru. Nú að leiðarlokum minnist eg Þorsteins sérstaklega fyiir hans mikla dugnað og seiglu. Hann gafst aldrei upp þrátt fyrir ótal erfiðleika sem oft komu upp í starfi. Við hjónin kveðjum Þorstein Davíðsson með virðingu og þökk og sendum sonum hans og fjölskyldum þeirra innilegar kveðjur. Einnig hef eg verið beðinn fyiir kveðjur frá stjórn Sambands- ins. Hún þakkar honum öll hans fjöl- mörgu og miklu störf fyrir Sam- vinnuhreyfinguna. Þorsteinn var mikill og einlægur samvinnumaður. Sonum og fjölskyldum þeirra sendir stjórnin hlýjar kveðjur. Hjörtur Eiríksson. Þorsteinn Davíðsson er meðal þeirra manna, sem mér eru kærastir í minningu minni um ágæta menn. Hann mátti kallast gagnheill að eðl- isgerð og mannkostum. Fáa átti hann sína líka sem trúr og dugandi starfsmaður að hverju sem hann gekk. Aldrei lét hann þó mikið yfir sér eða að hann færi mikinn á vinnu- stað. Þótt hann bæri mikla ábyrgð og hefði yfir fjölda manns að ráða sem verkstjóri og framkvæmda- stjóri iðnfyi'irtækja brýndi hann ekki raustina eða yggldi brúnir þeg- ar hann sagði fyrir verkum eða leit eftir störfum í verksmiðju. Það var nú eitthvað annað. A hans vinnustað var skipulagið svo öniggt að allt var til taks sem eitt væri: vélar, verkfæri og manns- höndin. Og starfsfólkið var ekki „vinnuafl“, heldur lifandi manneskj- ur, sem verkstjórnandinn þekkti, treysti og virti. Og starfsfólkið þekkti, treysti og virti stjórnanda sinn. Sú virðing var ekki sprottin af þrælsótta eða hræðslugæðum, held- ur átti hún rót í því gagnkvæma trausti sem réð ríkjum á vinnustaðn- um. Þar átti Þorsteinn sinn stóra hlut að máli. Þótt hann væri eftir skipuriti yfirmaður, í hærra sessi en „verkamaðurinn á gólfinu", þá brúaði hann bilið með því að um- gangast starfsfólkið sem jafningja og gi-ípa í verk hvert sem var, ef svo bar undir. Þorsteinn var reyndar ekki einn um að sýna þetta viðmót jafnstöðunnar af hálfu stjórnenda iðnfyrirtækja Sambands ísl. sam- vinnufélaga á blómaskeiði þeirra. Þetta var ríkjandi stjórnunarandi í Sambandsverksmiðjunum á Akur- eyri og var yfirmönnum þar til sóma. Þorsteinn Davíðsson lifði langa ævi og hlaut mikla lífsreynslu. Læt- ur nærri að hann hafi tyllt tá á þrjár aldir. Vel mætti vera að hann hafi náð að komast í snertingu við átta kynslóðir, ættlið af ættlið. En fyrst og fremst var hann 20. aldar maður. Af elju, trúmennsku og hyggjuviti lagði hann lið þeim framförum, fé- lagsumbótum og hugsjónum ýmiss konar sem einkenna íslenskt þjóðlíf á líðandi öld. Minningin um Þorstein Davíðsson er mörgum kær. Eftirlifandi vanda- mönnum hans og venslafólki sendi ég hugheila samúðarkveðju. Ingvar Gislason. Kveðja frá Skógræktarfélagi Eyfírðinga A upphafsárum skógræktar í Eyjafirði var það gæfa Skógræktar- félags Eyfirðinga að njóta starfa margra kostum búinna félags- manna. Þorsteinn Davíðsson var einn þeirra. Þorsteinn leitaði sér skógræktarmenntunar í Noregi árið 1927 og var meðal fyrstu íslendinga til þess að efla þekkingu sína erlend- is á skógrækt. Hann var skógar- vörður á Vöglum í Fnjóskadal frá árinu 1931 til 1936. Áhuga og eljusemi Þorsteins Dav- íðssonar var við brugðið. Hann tók þátt í að móta stefnu Skóg- ræktarfélags Eyfirðinga skömmu eftir stofnun þess 1930 og sat í stjóm félagsins um árabil. Þorsteinn var öflugur sjálfboðaliði við gi-óðursetningar bæði í Vaðla- skógi og Kjarnaskógi. Sú reynsla og þekking sem hann bjó að kom Skóg- ræktarfélagi Eyfirðinga í góðar þarfir. Þorsteinn Davíðsson var gerður að heiðursfélaga í Skógrækt- arfélagi Eyfirðinga á aðalfundi fé- lagsins árið 1990. Með Þorsteini Davíðssyni er genginn sá síðasti af frumherjum skógræktarstarfsins í héraðinu. Stjórn Skógræktarfélags Eyfirðinga þakkar langa og árangursríka sam- fylgd ötuls ræktunarmanns. Hallgrímur Indriðason. • Fleiri minningargreinar um Þor- stein Davíðsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, INGILEIF GUÐMUNDSDÓTTIR frá Sveinseyri í Tálknafirði, lést á dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri, 8. janúar. Útför hennar hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. __ Sérstakar þakkir til starfsfólks á dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri, fyrir kær- leiksríka umönnun. Sigrún Jóhannsdóttir, Ævar Karl Ólafsson, Jónas Jóhannsson, Guðrún Þorsteinsdóttir, Guðmundur S. Jóhannsson, Ingibjörg Þórarinsdóttir, Jón Jóhannsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær eiginmaður minn og afi okkar, JÓN ÞORSTEINSSON, Álftahólum 8, Reykjavík, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur föstudaginn 21. janúar, Jarðarförin fer fram frá Háteigskirkju mánu- daginn 31. janúar kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hans, er bent á líknarstofnanir. Sigríður Jakobsdóttir, Sigurjón Jónsson, Helga Jónsdóttir, Þráinn Steinsson, Eyþóra Geirsdóttir. t Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, GUÐRÚN GUÐBJÖRNSDÓTTIR, Skólabraut 5, Seltjarnarnesi, lést á Landspítalanum mánudaginn 17. janúar. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þeim, sem vildu minnast hinnar látnu, er bent á Stuðningsfélag einstakra barna. Þórður Björnsson, Bára Þórðardóttir, Valtýr Þórðarson, Gunnar Þórðarson, Guðbirna K. Þórðardóttir, Guðbjörg Þórðardóttir, Þórdís G. Þórðardóttir, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t V f - Hjartkær móðir okkar, FREYJA EIRÍKSDÓTTIR, ■4 Ifáf Engimýri 2, Akureyri, 5 ■ lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri sunnu- daginn 23. janúar. . JW Viðar Garðarsson, Ása Bryndís Garðarsdóttir. t Faðir okkar, stjúpfaðir, tengdafaðir, afi og langafi, KOLBEINN GUÐMUNDSSON frá Kílhrauni, Hrafnistu, Reykjavík, lést á Hrafnistu sunnudaginn 23. janúar. Kristleifur Kolbeinsson, Stefanía Erla Gunnarsdóttir, Kjartan Kolbeinsson, Helga Haraldsdóttir, Guðmundur Kolbeinsson, Kolbrún Jóhannsdóttir, Marteinn Guðlaugsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, INGIBJÖRG RAGNA ÓLAFSDÓTTIR, Fannborg 9, Kópavogi, lést á gjörgæsludeild Landspítalans aðfara- nótt mánudagsins 24. janúar. Jarðarförin verður auglýst síðar. Frímann Árnason, Guðrún Ágústa Árnadóttir, Kristmundur Jónasson, Ragna Kristmundsdóttir, Bjarni V. Halldórsson, Árni Jónas Kristmundsson, Snædís Kristmundsdóttir, Martha Guðrún Bjarnadóttir. t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, AUÐBJÖRG BRYNJÓLFSDÓTTIR, Stekkjarflöt 15, Garðabæ, sem lést mánudaginn 17. janúar, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík miðviku- daginn 26. janúar kl. 13.30. Gunnar H. Kristinsson, Gunnar I. Birgisson, Vigdís Karlsdóttir, Þórarinn Sigurðsson, María Sif Sveinsdóttir, Kristinn H. Gunnarsson, Elsa Friðfinnsdóttir, Sigrún B. Gunnarsdóttir, Hjörleifur Ingólfsson, Kari Á. Gunnarsson, Guðlaug Bernódusdóttir, Guðrún J. Gunnarsdóttir, Katrín Gunnarsdóttir, Hafsteinn H. Gunnarsson, Auðbjörg B. Bjarnadóttir, Bjarki V. Guðnason, barnabörn og barnabarnabörn. t Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, dóttir og systir, SNJÓLAUG GUÐRÚN STURLUDÓTTIR, Goðheimum 16, sem lést á líknardeild Landspítalans föstu- daginn 21. janúar, verður jarðsungin frá Lang- holtskirkju föstudaginn 28. janúar, kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á heimahlynningu Krabba- meinsfélags íslands. Helmut Maier, Eiríkur Sturla Ólafsson, Óskar Jósef Maier, Solveig Thorarensen, Sturla Eiríksson, Ingunn Ósk Sturludóttir, Steinunn Rósa Sturludóttir, Óskar Sturluson. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, HÖRÐUR INGÓLFSSON vörubifreiðastjóri, Hólabraut 7, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju fimmtudaginn 27. janúar kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Krabbameinsfélag íslands. Kristjana Valdimarsdóttir, Guðbjörg Harðardóttir, Helgi Sæmundsson, Erlingur Harðarson, Arnfríður Arnardóttir, Linda Björk Harðardóttir, Finnbjörn Birgisson og barnabörn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.