Morgunblaðið - 25.01.2000, Blaðsíða 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 25. JANÚAR 2000
MORGUNBLAÐIÐ
MENNTUN
Erasmus Mikael M. Karlsson, prófessor í heimspeki, hefur staðið fyrir alþjóðlegum ákafanámskeiðum (intensive
program) í Rennes í Frakklandi á hverju ári. Þau hafa fengið góðar umsagnir nemenda. Pétur Blöndal sótti nám-
skeiðið í sumar og talaði við þennan framkvæmdaglaða hugsjónamann úr Háskóla íslands.
Þar sem
hugsj ónir
dafna vel
# Námskeiðið spannar heimspeki,
lögfræði og stjórnmálafræði.
• Nemendur fara með ákafa yfir
mikið efni á skömmum tíma.
: ^ §M
|: :■::::::
Morgunblaðið/Pétur Blöndal
„Námskeiðið víkkaði sjóndeildarhringinn. Ég kynntist mörgum námsgreinum og mismunandi nálgunum
þeirra," sagði Hrafnhildur Huld Smáradóttir. Hér eru nemendur og kennarar saman í Rennes í sumar.
ÞAÐ opnaði ýmsa
möguleika þegar ís-
land fékk að taka þátt í
Erasmus-áætluninni
árið 1996 og hafa ófáir
íslenskir háskólanem-
ar nýtt sér það tæki-
færi. Mikael M. Karls-
son, prófessor við
heimspekiskor Há-
skóla íslands, hefur
verið ein helsta drif-
fjöður innan Háskól-
ans í því að keyra
áfram samstarf við er-
lenda háskóla. Hann
hefur ferðast víða á
vegum áætlunarinnar
og haldið fyrirlestra, aðstoðað fjöl-
marga nemendur við að komast að
erlendis og auk þess staðið árlega
íyrir ákafanámskeiði í Rennes á
vegum Háskólans. Á þannig nám-
skeiðum (intensive program) er
farið yfir mikið efni á skömmum
tíma.
„Eg sá strax að Erasmus-áætl-
unin fól í sér ýmis tækifæri og
stofnaði samstarfsnet nokkurra há-
skóla sem semja sín á milli, ein-
stakar skorir, um nemenda- og
kennaraskipti," segir hann. „Til að
byrja með skipulagði ég tvö sam-
starfsnet, eitt í réttarheimspeki og
annað í heimspeki, sem síðar voru
sameinuð. Við það byrjuðu kerfis-
bundin nemenda- og kennaraskipti
við heimspekiskor Háskólans. Áð-
ur sendum við nemendur út í nám,
en það var ekki reglubundið og
SLIM-LINE
dömubuxur frá
gardeur
Qhmtu
tískuverslun
v/Nesveg, Seltj., s. 561 1680
Mikið úrval af
fallegum
rúmfatnaíi
Skólavörðustíg 21, Hcykjavík, fiími 551 4050
fengum skiptikennara
til landsins, en það
þurfti að skipuleggja
sérstaklega í hvert
skipti."
Þátttakendur frá
sjö löndum
Einnig er hægt að
sækja um að halda
ákafanámskeið innan
Erasmus-áætlunar-
innar sem metin eru
til eininga við sam-
starfsháskólana.
Mikael sótti snemma
um það, fékk höfnun í
fyrsta skipti og sam-
þykki annað árið sem hann sótti
um. Var það fyrsta Erasmus-ákafa-
námskeið sem skipulagt er af Há-
skóla íslands og styrkt af Evrópu-
sambandinu og hefur það verið
haldið árlega síðan. „Þegar við
fengum þetta samþykkt sá ég strax
að styrkurinn var ekki nógu hár til
hrinda því í framkvæmd sem ég
hafði ætlað mér,“ segir Mikael.
„Ég þurfti því að finna út hvem-
ig hægt væri að gera sem mest fyr-
ir þá fjármuni sem okkur var út-
hlutað. Ég komst að þeirri
niðurstöðu að ekkert vit væri í að
halda þetta á íslandi því þá væri
ferðakostnaður á þátttakanda mun
meiri en ef það yrði á meginland-
inu, enda koma þátttakendur frá
samstarfsskólum sem eru á Ítalíu,
Spáni, Frakklandi, Skotlandi,
írlandi, Þýskalandi og íslandi." Við
nánari athugun komst Mikael að
því að stúdentahúsnæði er niður-
greitt að verulegu leyti í Frakk-
landi sem þýddi að hægt var að
hýsa mikinn fjölda nemenda fyrir
þá fjármuni sem fengust.
„Alls staðar annars staðar kost-
aði húsnæði fyrir nemendur mun
meira,“ segir hann. „Við erum með
samstarfsskóla í Rennes í Frakk-
landi og var tekið vel í hugmyndina
þar. Rennes er miðsvæðis í sam-
starfsnetinu og meðalferðakostn-
aður því í lágmarki. Þannig atvik-
aðist það að ákafanámskeið með
íslenskum stjómanda á vegum Há-
skóla Islands er haldið árlega í
Rennes."
Kennarar engir aukvisar
Þetta námskeið er þverfaglegt
og spannar heimspeki, lögfræði og
stjómmálafræði. Viðfangsefnin
hafa verið af ýmsum toga frá því
það var sett á laggimar. Fyrsta ár-
ið var fjallað um grundvallarrétt-
indi, þá frelsi, síðan lýðræði og nú í
sumar um réttlæti í fjölhyggjusam-
félagi. Næst verða borin saman
hagkvæmnis- og réttlætissjónar-
mið við pólitíska ákvarðanatöku og
hefst það námskeið um miðjan júlí.
„Þeir nemendur sem taka þátt em
laganemar, heimspekinemar,
stjórnmálafræðinemar og stöku
nemandi úr öðrum greinum," segir
Mikael.
„Kennaramir hafa verið heim-
spekingar og lögfræðingar. Það er
rétt að fram komi að þeir fá bara
ferða- og dvalarstyrki en ekki laun
fyrir kennsluna á námskeiðinu sem
stendur í tíu virka kennsludaga.
Hver um sig sér um átta tíma
kennslu og situr að auki í kennslu-
tímum annarra kennara þannig að
þeir taka fullan þátt í dagskránni,
samtals um 40 tíma. Þetta em því
greinilega miklir hugsjónamenn,"
segir Mikael.
Kennaramir hafa ekki verið
neinir aukvisar. Sem dæmi má
nefna Elspeth Attwooll frá Glas-
gow, sem varð síðar þingmaður á
Evrópuþinginu, Joxerramon Beng-
oetxea, sem er aðstoðarráðherra á
Baskasvæðinu og prófessor við
Baskaháskólann í San Sebastian og
Riccardo Guastini frá lagadeildinni
í Genóa sem sat í nefnd um epdur-
bætur á stjómarskránni á Ítalíu.
Að sögn Mikaels eru ástæðurnar
fyrir því að svo góðir kennarar fást,
þær, að kennsluumhverfið er hvetj-
andi fyrir alla; nemendur og kenn-
arar vinna af kappi saman sem
jafningjar í tíu daga og mynda bæði
akademísk og félagsleg sambönd.
Samstarf og hjónabönd
„Ég læt alla nemendur meta
námskeiðið árlega með því að fylla
út eyðublað og þar segjast þeir oft
hafa lært meira á þessu námskeiði
„ÉG HAFÐI að langmestu leyti
mjög gaman af námskeiðinu, bæði
náminu sjálfu og lífinu utan
kennslustofunnar," segir Eileen
Davidson heimspekinemi frá Aber-
deen. „Það skipti mikiu máli að
þegar farið var í viðfangsefnin
voru nemendur og kennarar á
jafnræðisgrundvelli sem gerði það
að verkum að flestir tóku ríkan
þátt í umræðunum."
„Ég var ánægð með gæði
kennslunnar og skipulagið í heild,“
segir Giulia Bianclii frá Genóa.
„Það að hitta fólk af ólíkum
þjóðemum og menningu glæddi
kennsluna lífi og það var fróðlegt
að læra um skoðanir annarra,"
segir Mauréad O’Sullivan frá
Cork.
„Námskeiðið víkkaði sjóndeild-
arhringinn hjá mér að því leyti að
ég kynntist mörgum námsgreinum
og mismunandi nálgun þeirra að
sama viðfangsefni," segir Hrafn-
hildur Huld Smáradóttir. „Ég
lærði því margt í fögum sem ég
hafði lítið kynnst áður, t.d. lög-
fræði. Auk þess er mikilvæg og
dýrmæt reynsla að kynnast ólíku
fólki með mismunandi bakgrunn.“
„Mér líkaði einfaldlega allt,“ seg-
en í heils árs háskólanámi," segir
Mikael. „Þá era þeir ekki að tala
um magn námsefnis heldur skiln-
ing á efni sem þeir hafa kannski
lært um áður en aldrei fengið tæki-
færi til að kafa mjög djúpt ofan í.“
Kennararnir halda fyrirlestra
fyrir bæði kollega sína og nemend-
ur og verður rökræðan mjög gagn-
rýnin og þá oftast uppbyggjandi.
Það hefur sýnt sig að það er mikill
kostur að hópurinn kemur úr
mörgum greinum, löndum og há-
skólahefðum; það er alltaf gefandi
að hitta fólk, nemendur og kenn-
ara, sem fara öðravísi að, ekki bara
í efninu heldur líka í ræðu og vinnu-
brögðum. Loks hafa myndast
þarna persónuleg sambönd sem
hafa leitt til samstarfs og jafnvel
hjónabands.
Mikael nefnir sem dæmi um
notagildi námskeiðsins að Páll Ás-
geir Davíðsson þáverandi laganemi
hafi verið á fyrsta námskeiðinu um
grandvallarréttindi. Efth’ það hafi
hann farið í árs laganám til Rennes
og síðan unnið sem lögfræðingur í
Strasbourg. Mikael segist hafa orð-
ið hrærður þegar Páll Ásgeir hafi
sent sér bréf um að hann vildi koma
aftur á námskeiðið. „Hann sagði
mér að hann hefði aldrei komist í
þessa stöðu ef ekki hefði verið fyrir
námskeiðið og árið sem skiptinemi
í Rennes," segir Mikael.
h’ Alessandro Perotti frá Genóa.
„Meirihluti þátttakenda virðist
hafa biíið sig vel undir námskeiðið
og gat lagt sitt af mörkum f um-
ræðunum sem gerist ekki oft í há-
skólanum heima,“ segir Paul Ren-
ton frá Aberdeen. „Þetta kom mér
ánægjulega á óvart og hélt mér við
efnið. Mér sýndist það sama eiga
við um kennarana. Ég vildi bara að
ég hefði heyrt fyrr um Sókrates-
áætlunina þvf þátttakan hefur ver-
ið mér dýrmæt, bæði námslega og
menningarlega séð, og ég hefði
viljað taka þátt oftar en einu
sinni.“
„Það sem mér fannst gott við
námskeiðið var að allir gátu tekið
þátt í umræðunum,“ segir Chauvin
Guylaine frá Rennes. „Sú stað-
reynd að kennararnir hlustuðu á
nemendur og leyfðu þeim að tjá
skoðanir sínar."
„Það er vel við hæfi að kalla
þetta ákafanámskeið. Það lýsir vel
þeirri andlegu örvun sem á sér
stað og þeim krafti sem það inn-
blæs nemendum bæði í timum og
utan þeirra," segir Alexander
Sutherland frá Aberdeen. „Ef að-
stæður leyfa mæti ég aftur á næsta
ári.“
Mikael M. Karlsson
Hvað fannst nemend-
um um námskeiðið?
Námskeiðið hefur ekki síður
nýst Mikael. „Þarna myndast sterk L
sambönd og ég hef haft gott af því í 1
mínum rannsóknum að vinna með I
fólki sem ég kynntist í gegnum W
námskeiðið; það gildir raunar um
flesta þá sem tekið hafa þátt. Menn
fá nýjar hugmyndir, fjalla um til-
tekið efni, fá viðbrögð, persónu-
legri og ítarlegri en á stóram ráð-
stefnum og vinna svo úr öllu saman
þegar heim er komið. Ég hef kennt
á háskólastigi í rúm 30 ár og þetta
er mest gefandi og skilvirkasta .
akademíska umhverfi sem ég hef
kynnst. Mér finnst ekki verra að j
geta sagt að bæði nemendur og I
kennarar hafa mjög gaman af
þessu; þetta er stíft, strembið, gef-
andi og mjög skemmtilegt."
Það eru ekki háir styrkir sem
gera Mikael kleift að standa fyrir
þessum ákafanámskeiðum. í sumar
hljóðaði styrkurinn frá Evrópu-
sambandinu upp á 670 þúsund
krónur sem dugði í sumar til að
borga undir 5 kennara og 23 nem-
endur, þar af 5 íslendinga. „Við j
urðum að bjarga okkur með styrk |
upp á um 24 þúsund á mann,“ segir
Mikael. „Það kalla ég ansi gott,“
heldur hann áfram og brosir.
Styrkurinn fer í að kosta hús-
næði nemenda og kennara í Renn-
es og ferðir nemenda og kennara
upp að tilteknu hámarki. „Margir
nemendur þurfa að greiða eitthvað
úr eigin vasa í ferðir og allir þurfa
þeir að borga uppihald fyrir utan I
húsnæði. En í staðinn fá þeir tíu I
daga námskeið með kennsluhús- J
næði, kennslu, lesefni, gistingu og
ferðum.“
14% umsókna samþykkt
Mikael er á því að íslendingar
eigi að gera meira af því að halda
svona námskeið. „Við eram þátt-
takendur í fleiri Erasmus-ákafa-
námskeiðum en höldum aðeins eitt
til viðbótar sem Guðmundur llálf- |
dánarson stendur fyrir í sagn- I
fræði,“ segir hann. „Ég hef verið 1
beðinn um að yfirtaka námskeið ’
sem stjórnað hefur verið í Frakk-
landi á öðru sviði, eins konar hug-
fræði, þannig að það er að verða
meira um þetta. Þar að auki var
haldið tíu daga ákafanámskeið í
fyrra á vegum Nordplus-áætlunar-
innar í tengslum við Samnorrænt
heimspekiþing. En þangað til ný-
lega var námskeiðið í Rennes það fe
eina sem við Islendingar stjórnuð- 1
um.“
Að sögn Mikaels er ekki auðvelt “
að fá fjárveitingu til að halda slíkt
námskeið. „Um fjórtán af hundraði
umsókna era samþykktar," segir
hann. „Það veltur allt á því að ein-
hver úr háskólasamfélaginu sé til-
búinn að verja gífurlegum tíma í að
leggja inn umsókn, ræða við fólk og
ef hann fær styrk, að taka að sér
stjórnina. Allt er þetta unnið kaup- ||
laust. Þannig að ég held að fjölda j
námskeiða af þessu tagi fylgi fjöldi 1
hugsjónamanna.“