Morgunblaðið - 25.01.2000, Page 52

Morgunblaðið - 25.01.2000, Page 52
52 ÞRIÐJUDAGUR 25. JANÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR + Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, HERDÍS S. JÓNSDÓTTIR, Árskógum 8, Reykjavík, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur sunnudaginn 23. janúar sl. Sigurður Guðleifsson, Guðleifur Sigurðsson, Ingibjörg B. Frímannsdóttir, G. Kolbrún Sigurðardóttir, Sigríður E. Sigurðardóttir, Þórarinn Sigvaldason, Gróa Sigurðardóttir, Sólrún Alda Sigurðardóttir, Gunnar Júlíusson, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg föðursystir mín, GUÐBORG EINARSDÓTTIR, lengst af til heimilis á Rauðarárstíg 30, lést á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund 23. janúar sl. F.h. systkinabarna, Þorsteinn Júlíusson. + SIGURGEIR ÞORSTEINSSON frá Háholti, sem lést mánudaginn 17. janúar, verður jarðsunginn frá Stóra-Núpskirkju fimmtu- daginn 27. janúar kl. 14.00. Sigríður Þorsteinsdóttir, Bergþóra Þorsteinsdóttir, Ragnheiður Haraldsdóttir og Haraldur Bjarnason, Stóru-Mástungu. + Okkar ástkæri, ÖRLYGUR ARON STURLUSON, Draumahæð 6, Garðabæ, til heimilis í Lágmóa 1, Njarðvík, lést af slysförum sunnudaginn 16. janúar. Útförin fer fram frá Ytri-Njarðvíkurkirkju fimmtu- daginn 27. janúar kl. 14.00. Unnt verður að fylgjast með athöfninni í íþróttahúsinu í Njarðvík. Elvar Þór Sturluson, Særún Lúðvíksdóttir, Valdímar Björnsson, Sturla Örlygsson, Andrea Gunnarsdóttir, Örlygur Þorvaldsson, Erna Agnarsdóttir og hálfsystkini hins látna. + Þökkum auðsúnda samúð vegna andláts og útfarar eiginkonu minnar, móður okkar og tengdamóður, MARÍU GUÐMUNDSDÓTTUR. GEIRLAUG BENEDIKTSDÓTTIR + Geirlaug Bene- diktsdóttir fædd- ist á fsafirði 28. júní 1910. Hún Ióst á hjartadeild Land- spítalans 13. janúar síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru Bene- dikt Jónsson skip- stjóri, f. 17. desember 1883, d. 22. mars 1959, og Guðrún Jónsdóttir húsnióðir, f. 4. mars 1886, d. 27. ágúst 1961. Geirlaug var elst fjögurra systra, næst var Að- alheiður, f. 29. september 1913, d. 12. ágúst 1976, þá Ragna, f. 14. mars 1917, og yngst var Hulda, f. 4. júní 1921, d. 23. nóvember 1992. Hinn 11. október 1930 giftist Geirlaug Guðmundi Þórði Sig- urðssyni, skipstjóra og útgerðar- manni, f. 28. september 1908, d. 9. ágúst 1981. Börn þeirra eru: 1) Benedikt G. Guðmundsson, f. 14. september 1934, maki Hjördís Kröyer, f. 7. febrúar 1936. Þeirra börn eru: Guðmundur Geir, maki Sigurbjörg Sveinbjörnsdóttir, og eiga þau þrjú börn. Haraldur Ingi, maki Ingibjörg Maríusdóttir, og eiga þau þrjú börn. Hafsteinn Þór Elskuleg vinkona mín, sem allir þekktu sem ömmu Laugu, er látin. Kynni okkar hófust fyrir 22 árum er ég og sonarsonur hennar felldum hugi saman. Strax í upphafi náðum við vel saman þótt 50 ára aldursmun- ur væri á okkur. Það eru mikil for- réttindi að hafa fengið að kynnast skoðunum ömmu Laugu og þeirri þekkingu og reynslu sem hún öðlað- ist á langri ævi. Það eru dýrmætar perlur sem eiga eftir að fylgja mér og mínum um ókomin ár. Minningamar eru margar því amma Lauga tengdist okkur sterk- um böndum. Þær voru t.d. ófáar sumarbústaðaferðimar sem við fór- um saman í. Ýmislegt var brallað í þeim ferðum. Við veiddum murtu, fórum í snú-snú og spiluðum. Níu sinnum dvaldi hún með mér, fjöl- skyldu minni og vinum um áramót. Allir skemmtu sér konunglega. Það var alltaf gaman að bjóða ömmu Laugu í mat. Hún var mikill sælkeri og naut þess að bragða á framandi réttum og velta íyrir sér uppskriftum. Hún var mjög hlý og gefandi og hafði mikinn áhuga á öllu mannlegu. Spurði alltaf frétta af fjöl- skyldumeðlimum og vinum og bar hag allra fyrir brjósti. Það má segja að því hafi einnig verið á hinn veginn því allir þekktu ömmu Laugu og öll- um þótti afar vænt um hana. Hún fylgdist einnig vel með öllum fjöl- miðlum, las blöð og tímarit og fylgd- ist með sjónvarpi. Eins og fyrr segir er margs að minnast í okkar samskiptum og sam- verustundirnar urðu margar. Sú hefð komst á í gegnum öll okkar kynni að á bolludaginn kom ég með bollurnar en hún sá um kaffið. Hjá ömmu Laugu var ekkert kyn- og á hann einn son. 2) Iljördís, f. 6. apríl 1940, d. 27. október 1999, maki Kristinn Stefánsson, f. 7. október 1937, dætur þeirra eru Svava, maki Guðmundur Ómar Halldórsson, og eiga þau þrjú börn. Birna Geir- laug, maki Sveinn Kjartansson, og eiga þau tvö börn. Helena Sif, sambýlismaður Símon Guðlaugur Sveinsson. Áður átti Hjördís Guðmund Þórð Ragnars- son og á hann þrjú börn. Guðlaug bjó á Isafirði til 13 ára aldurs en þá fluttist fjölskyldan til Reykjavíkur og bjó fyrstu árin í Stöðlakoti, síðan Bókhlöðustig 6. Fyrstu hjúskaparárin bjuggu Geirlaug og Guðmundur á Bók- hlöðustíg 6, fluttust síðan að Steinum á Bráðræðisholti, þaðan í Álftamýri 36, en síðustu 5 árin dvaldi hún á Hrafnistu í Reykja- vfk. _ Utför Geirlaugar fer fram frá Áskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Jarðsett verður í Fossvogskirkjugarði. slóðabil. Hún var eins gagnvart böm- um og fullorðnum. Eitt sinn spurði hún son sinn: „Finnst þér þú vera gamall?" Hann svaraði því neitandi. „Ekki mér heldur,“ svaraði hún. Þá var hún orðin 87 ára gömul. Það sýn- ir hvað aldur getur verið afstæður. Síðustu fimm ár ævi sinnar bjó amma Lauga á Hrafnistu í Reykja- vík. Þar undi hún hag sínum vel og átti yndislegar stundir. Sérstaklega naut hún stundanna í handavinnu- stofunni með öllu því góða fólki sem þar var. Hún gerði hvert handa- vinnustykkið á fætur öðru, áhuginn var svo mikill. Að mér sækir sár söknuður við að missa ömmu Laugu.Við ætluðum að gera svo margt á þessu ári. Eigum t.d. báðar stórafmæli og fleiri atburð- um ætluðum við að fagna. Elsku amma Lauga, ég hugsa til þín með bros á vör þegar þessir dagar renna upp. Ég veit að þú tekur þátt í þeim handan þessa heims. Það hefur einnig verið dýrmætt íyrir börnin mín að kynnast lang- ömmu sinni í leik og starfi. Þannig hafa þau fengið þroskandi veganesti út í lífið sem ekki allir fá. Elsku amma Lauga, ég og fjöl- skylda mín kveðjum þig með söknuði og þökkum samfylgdina. Guð blessi þig og minningu þína. Ingibjörg Maríusdóttir. Elsku langaamma mín eða amma Lauga eins og við kölluðum þig alltaf. Núna ertu farin frá okkur og við varðveitum þær dýrmætu minningar um þann tíma sem við upplifðum og áttum saman. Þú hefur gefið okkur svo mikið bæði gleði og visku og varst líka svo minnug því þú sagðir Magnús Már Lárusson Monika Magnúsdóttir, Adólf Adólfsson, Alan Vagn Magnússon, Margrét Gunnarsdóttir, Sesselja Magnúsdóttir, Ársæll Örn Kjartansson, Jónas Magnússon, Drífa Freysdóttir, Finnur Magnússon, Karin Magnússon. + innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, ÞÓRDÍSAR JÓNSDÓTTUR, dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri, áður til heimilis á Eyrarvegi 5. Hildigunnur Sigurbjörnsdóttir, Árni Sigurbjörnsson, Björg Guðrún Sigurbjörnsdóttir. + Elskuleg konan mín, móðir okkar, tengda- móðir, dóttir, systir og amma, HELGA BJÖRG HILMARSDÓTTIR, Lyngholti 17, Akureyri, sem lést miðvikudaginn 19. janúar, verður jarð- sungin frá Glerárkirkju fimmtudaginn 27. janúar kl. 14.00. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á kvenfélagið Baldursbrá. Hermann Jónsson, Steina Jóna Hermannsdóttir, Númi Ingimarsson, Rúnar Hermannsson, Ragnheiður Jakobsdóttir, Áslaug Þorleifsdóttir, Sigfús Stefánsson, Gunnhildur Hilmarsdóttir, Guðbjörn Jónsson, Gylfi Hilmarsson, María Ýr Donaire og barnabörn. okkur sögur um þann liðna tíma sem verður mér ætíð dýrmætur fjársjóð- ur. Þegar ég var yngri þá varst þú oft hjá okkur á gamlárskvöld og alltaf sú hressasta. Ég kynntist þér best sumarið 1998 þegar ég vann sumar- vinnu á elliheimlinu þar sem þú áttir heima og heimsótti þig oft. Töluðum við saman um allt milli himins og jai’ða. Þú fylgdist með öllu sem gerð- ist í heiminum, fréttum, slúðursögum fræga fólksins og ásamt fleiru. Þú varst langt frá því að vera gamaldags því þér fannst skyndibitamatur mjög góður. Þegai’ við töluðum saman fann ég ekki fyrir aldursmun þótt það voru tæpir sjö tugir á milli okkar. Jafnvel gat ég trúað þér fyrir sumum leyndannálum sem ég gat ekki sagt foreldum mínum. Núna ertu farínn til langaafa og við sjáumst vonandi þegar ég kveð þennan heim, þótt síð- ar verði. Þín verður alltaf minnst hjá mér. Nú kveð ég þig með söknuði og þökkum fyrir að hafa fengið tækifæri að kynnast þér. Megi Drottinn taka vel á móti þér. Hjördís Anna Haraldsdóttir. Elsku amma Lauga. Nú ert þú farin frá okkur. Allur sá tími sem þú varst hjá okkur er okkur öllum dýrmætur. Þegar þú bjóst í Álftamýrinni komum við oft í heim- sókn. A meðan þú og mamma drukk- uð kaffi inni í eldhúsi lékum við okkur með gamalt dót, örugglega frá þínum yngri árum. Eftir að þú fluttir á Hrafnistu fækkaði ekki heimsóknun- um. Þú sagðir okkur frá uppvaxtarár- um þínum og sagðir stundum skondnar sögur eins og þegar þú átt- ir að bæta nærbuxurnar þínar í íyrsta sinn. Allar stundirnar sem við áttum eru okkur minnisstæðar hvort sem þær voru í sumarbústaðarferð- um, heimsóknum eða ferðalögum. Þín verður sárt saknað. Maríus Þór og Harpa Sif Haraldsbörn. Elsku amma Lauga, takk fyrir allt það gamla og góða þegar þú varst hjá okkur. Nú ertu komin til guðs og nú ertu orðin frísk og getur hlaupið og dansað. Elsku amma, Guð geymi J)ig._ Sólveig Ósk. Hún Lauga mín er dáin. Þær voru skírðar stórfenglegum nöfnum, Geirlaug, Aðalheiður, Regína og Hulda, systumar. Þær ól- ust upp hjá afa og ömmu, Benedikt Jónssyni skipstjóra og Guðrúnu Sig- ríði Jónsdóttur, á Bókhlöðustígnum, fyrst í Stöðlakoti og síðan á númer 6. Lauga systir var elst. Ég systur- dóttir hennar og einnig dóttir mín höfum kallað hana þetta, eins og mamma. Hún mamma mín hefur misst mikið, því þær voru ekki bara systur, heldur bestu vinkonur og töl- uðust við í síma eftir klukkunni, tvisvar til þrisvar á dag. í lífi mínu höfum við gert svo margt saman. Við fórum saman í íyrstu utanlandsferð mína, hringferð með Gullfossi. Við ferðuðumst um landið saman, fjölskyldurnar. Ég var svo heppin að fá leigt í blokkinni ykk- ar Mumma í Álftamýrinni, þegar ég byijaði að búa. Við töluðum oft sam- an í síma, röbbuðum um daginn og veginn og fjölskylduna. Þú sagðir alltaf þína meiningu um allt og alla. Þú varst bara alltaf í ’ífi mínu. Elsku Lauga mín. Þakka þér fyrir allt. Takk fyrir að vera þú. Við systkinin, foreldrar okkar og fjölskyldur sendum okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Sigrún Baldursdóttir. Handrit afmœlis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að diskl- ingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Pað eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðal- línubil og hæfilega línulengd - eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.