Morgunblaðið - 25.01.2000, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 25.01.2000, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. JANÚAR 2000 63 FÓLK í FRÉTTUM ALAN PARKER UM þessar mundir er verið að frumsýna Ösku Angelu - Angel- a's Ashes, nýjustu mynd breska leikstjórans Alans Parker, víða um lönd. Reyndar hófust sýning- ar í örfáum kvikmyndahúsum í Bretlandi og Bandaríkjunum í desember, svo hún teljist gjald- geng við tilnefningar til Oskars- og BFA-verðlauna í næsta mán- uði. Af hennar völdum komst Ieikstjórinn á síður blaðsins fyrir skömmu, þar sem hann andmælti þeirri gagnrýni íra að hann drægi upp ósanna mynd af fá- tæktinni í landinu á fjórða og fimmta áratugnum í landinu. En sjálfsævisögulega bókin hans Franks McCourt, sem myndin er byggð á og dregur nafn sitt af, fjallar einmitt um ástandið eins og hann upplifði það á bernsku- árum sínurn í Limerick, eftir að fjölskylda hans hafði snúið aftur frá Bandaríkjunum. Við tók sult- ur og seyra ofan á óreglu heimil- isföðurins, svo það hefur verið vandasamt að draga upp glans- mynd af efni bókarinnar. Parker sannaði hinsvegar í The Commit- ments (’91), að honum er einkar lagið að fanga írsku þjóðarsálina. Fékk að auki úrvalsleikarana Robert Carlyle og Emily Watson til að fara með hlutverk foreldra söguhetjunnar, Frank, sem er leikinn af þrem strákum, 7, 11 og 15 ára. Þó svo að Irarnir kvarti, eru góðu fréttirnar þær að myndin hefur fengið almennt lofsamlega dóma og Parker kominn á rétta braut eftir misjafnt gengi á síð- asta áratug. Parker er í sérstöku áliti hjá undirrituðum (hef séð allar myndirnar hans utan Shoot the Moon (’82)), enda gerði hann hverja snilldarmyndina frá Mid- night Express (’78), til The Commitments. Semsé allar mynd- irnar hans utan sú fyrsta, Bugsy Malone (’76), sem var þó í flesta staði ágætis byrjendaverk. Fyrsti skellurinn, The Road To Well- ville, kom því einsog skrattinn úr sauðarleggnuml994 og Evita (’97j, sú næsta, og síðasta á und- an Osku Angelu, olli a.m.k. von- brigðum á þessum bæ. Parker, sem hefur oftast skrif- að handrit mynda sinna, einn eða í samvinnu við aðra, lumar einnig á umtalsverðum tónlistarhæfileik- um og hefur samið tónlist við nokkrar myndir, Whafs Eating Gilbert Grape, líklega frægust. Frumraun hans á kvikmyndasvið- inu var handritsgerð Melody (’71), Ijúfrar, breskrar smámynd- ar um uppreisnargjarna ungl- inga. Hlaut þokkalega aðsókn, ekki síst fyrir tilstilli tónlistar The Bee Gees, á þessum diskóár- um. Sá sem hvatti hann til dáða var framleiðandi myndarinnar, sjálfur David Puttnam. Hann stóð einnig að baki Bugsy Malone, fyrsta leikstjórnarverkefninu. Reyndar hafði Parker hlotið nokkra reynslu við auglýsinga- sjónvarpsmyndagerð, Footstep (’73), Our Cissy (’74) og The Evacuees (’76), þeirra helstar. Stíll Parkers er nokkuð háv- aðasamur, ef svo má segja, Mikil átök og hreyfingar tökuvélanna kvikar, stundum árásargjarnar. Efniviðurinn oftast á þeim nótum, valið virðist þó vera að taka breytingum í rósamari átt. Tón- list skiptir jafnan miklu máli í kvikmyndagerðinni, er snar þátt- ur í sumum þeirra, fimm teljast hreinræktaðar tónlistarmyndir. Eins og gengur fellur ekki öll- um viðfangsefnin og asinn, Park- er hefur löngum verið umdeildur, það háir ekki kraftmiklum mönn- um. Verkefnavalið er einstakt, til efs að nokkur samti'mamaður hafi glímt við jafn margar greinar og Parker, það með glæsilegum árangri í ofanálag. Söngleikir, hrollvekjur, þjóðfclagsádeilur, risavaxin tónlistarmyndbönd, inn- hverfar sálarlífsmyndir, hrotta- Parker ásamt starfsfólki við tökur á Fame 1979. Myndin hlaut tvenn Óskarsverðlaun fyrir tónlist. legar hasarmyndir, hreinræktuð drömu, allt er þetta að finna á af- rekaskránni þó eft- ir hann liggi að- eins 13 myndir! Fyrsta myndin, Bugsy Malone, fór sigurför um heim- inn og var seinna meir (öfugt við hefðina), sett upp sem söngleikur á sviði. Fagmannleg mynd í alla staði þó ekki liggi ljóst fyrir hvaða al- durshóp hún er ætluð. Unglings- krakkar með Jodie Foster í farar- broddi, fara með hlutverk fullorðinna Mickey gangstera og fylgikon- ur þeirra í spaugilegri sýn á bannárin vestra. Parker skaust beint í hóp eftir- tektarverðustu leikstjóra samtím- ans, strax með annarri mynd sinni, Miðnæturhraðlestinni - Midnight Express (’78). Harðsoð- inni og raunsærri lýsingu á óför- um bandarísks eiturlyfjasmyglara í dýflissu ómennsks réttarkerfis Tyrkja. Fimm ára andleg og líkamleg þjáningasaga þar sem ekkert er dregið undan, grimmd- in ólýsanleg og óaðfinnanlega gerð myndin fór sigurför um Rourke var á toppnum sem Harry Angel í Angel Heart. heiminn. Þá flutti Parker sig vestur um haf, í listaháskóla á Manhattan, þar sem unga fólkið dreymir um frægð og frama. Varð Fame vinsælasta mynd leik- stjórans og hlaut tvenn Oskars- verðlaun fyrir tónlistina. Shoot the Moon (’81), státar af glæstum leikarahóp, með sjálfan Albert Finney og Diane Keaton í aðal- hlutverkum hjóna sem skilja eftir langa sambúð. Hlaut lítið braut- argengi en góða dóma. Leikstjórinn kúventi í næsta Sígild myndbönd THE COMMITMENTS, 1991 ★★★★ Byggð á einni af sögunum úr þrennu Roddys Doyle, þekktasta og virtasta, núlifandi rithöfundar íra (hinar tvær, The Van og The Snapp- er, hafa báðar verið kvikmyndaðar). Sögupersónurnar mislitur hópur ungra Dyflinnarbúa úr verkamanna- stétt, sem stefna að því að stofna hljómsveit, verða ríkir og frægir. Það gengur brösuglega, ágreinings- efnin endalaus og úr öllum áttum, ekki síst tónlistar- og trúarleg. Myndin endurspeglar ekki aðeins skoðanir og tónlistarsmekk hópsins, heldur ástandið í þessu margklofna landi mikilla andstæðna, lista og söngs. Dæmigert velur hljómsveitin sér svarta sóltónlist til flutnings, telja sig „negra“ Evrópu. Myndin er þó fyrst og fremst frábær skemmtun þar sem mestmegnis óþekktir leik- arar fara á kostum - bæði í túlkun á marglitum persónum og mögnuðum tónlistarflutningi sem varð margfóld metsöluvara um allan heim. Hrein- ræktuð snilld undir vökulu lista- mannsauga Parkers. MISSISSIPPIBRENNUR - MISSISSIPPIBURNING, 1988 ★★★ xk Þegar þrír svartir jafnréttisbar- áttumenn hverfa sporlaust í Mississ- ippi árið 1964 eru tveir ólíkir alríkis- lögreglumenn sendir á stúfana. Þungskýjaður þriller um miðalda- myrkur það sem ríkti í Suðurríkjun- um á sjöunda áratugnum (og er víst enn viðloðandi) og grípur Parker til allra ráða til þess að ýta við samvisku áhorfandans. Fær eftirminnilega hjálp frá samstarfsmönnum sínum; tökumanninum Biziou (Oskarsverð- laun), stórleikaranum Hackman og fram á sjónarsviðið stígur athyglis- verð leikkona, Frances McDormand. Lee Ermey Willem Dafoe og Brad Dourif eru einnig eftirminnilegir. Grimmdarleg mynd og áhrifarík. ANGEL HEART, 1987 ★★★% Satanísk hryllingsmynd um einka- spæjara (Mickey Rourke) sem fær það verkefni hjá dularfullum náunga (Robert De Niro), að hafa uppi á týndum manni. Ef þið eruð rétt stillt inná myndina eru í henni atriði sem elta ykkur í svefninn. Parker bland- ar saman leynilögreglusögu, í ætt við Chandler, og yfirnáttúrulegri hroll- vekju um endurholdgun, andatrú, djöfladýrkendur og hið illa, sem smýgur inn í merg og bein. Flókinn söguþráður gengur upp að lokum sem mögnuð draugasaga. Parker kann sannarlega að skelfa en það skrýtna er að hann þurfti að stytta rúmsenu vegna bandaríska kvik- myndaeftirlitsins á meðan ofbeldið rann í gegn. Charlotte Rampling og Lisa Bonet eru áhrifaríkar í auka- hlutverkum. Parker notar, sem oft- ar, tónlist á einkar eftirminnilegan hátt og útlit og lýsing er allt með þeim hráslagalega hætti að seint verður jafnað. Hrikaleg mynd um samskipti manna og myrkraaflanna, þó alls ekki laus við húmor. Reuters Hér er leikstjórinn Alan Parker og aðalleikkona Osku Angelu, Emily Watson við kynningu á myndinni í Dublin 11. janúar síðastliðinn. verkefnavali, og sýndi um leið ótakmarkaða fjölhæfni, því fyrir valinu varð kvikmyndagerð meistaraverks Pink Floyd, The Wall (’82). Hér tók Parker mikla áhættu þar sem hann var búinn að fá viðurkenningu sem „al- varlega" sinnaður leikstjóri, en komst frá verkinu sem sigurveg- ari. Myndin er eins og tónlistin, allt í senn; seiðandi, melódísk, grimm, Ijót og falleg. Einkar frumleg, í rauninni ofvaxið tón- listarmyndband. Birdy (’85) segir af raunalegri og sérstakri vináttu tveggja einstaklinga, sem þeir Nicolas Cage og ennfrekar Matthew Mod- ine (í hlutverki taugabilaðs her- manns úrVíetnamstríðinu), leika eftirminnilega vel, leikstjórnin óaðfinnanleg og hlaut myndin Grand Prix á Cannes. Þá koma tvö snilldarverk í röð. Hrollvekjan ægilega, Angel Heart (’87) sem var ekki hvers manns hugljúfí og hin firnasterka og miskunnarlausa þjóðfélagsádeila, Mississippi Burning (’88). Come See the Paradise (’90) var af svip- uðum toga, nú var tekin fyrir meðferð stjórnvalda á Banda- ríkjamönnum af japönskum upp- runa á stríðsárunum síðari, eftir Pearl Harbour. Var ekki í alveg sama gæðafiokki en engu síður eftirminnileg og athyglisverð. The Commitments (’91) sló þeim hinsvegar flestum við. Skammt er á milli hláturs og gráts. Það fékk leikstjórinn að reyna, því The Road to Welville (’94) varð fyrsti skellurinn á glæsilegum ferli, og það á eftir hans bestu mynd! Parker féll og fall hans var mikið, eins og stendur í góðri bók. Ekki skorti mannskapinn. Anthony Hopkins fer með aðalhlutverk Kelloggs þess sem morgunkornið er kennt við. Að þessu sinni, öfugt við frammistöðuna í Legends Of the Fall, er ofleikur hans óþolandi og myndin ótrúleg mistök frá þess- um mannskap. Parker á greini- lega ekki að koma nálægt gaman- myndum! Næst var Evita (’97), e.t.v. ívið skárri, lítið meira. Sök- inni má þó skella að talsverðu leyti á Madonnu í titilhlutverkinu. Hún er jafn ömurleg leikkona og hún er frábær söngkona. Við komumst að raun um hvort Eyjólfur sé að hressast, vestur á Melum í næsta mánuði, en þá áætlar Háskólabíó að taka Ósku Angelu til sýninga. Vonum það besta, það munar um minna en Alan Parker (sem orðinn er einn æðsti maður The British Film Institute), í sínu rétta formi í einslitri kvikmyndaflóru samtím- ans. Sæbjörn Valdimarsson VISA VAKORT Eftirlýst kort nr.: 4543-3700-0022-1781 4543-3700-0027-9888 4507-4500-0026-7523 4548-9000-0053-6690 4539-8600-0012-1409 4543-3700-0029-4648 Afgreiðslufólk, vinsamlegast takið ofangreind kort úr umferð og sendið VISA (slandi sundurklippt, VERÐLAUN kr. 5000 fyrir að klófesta kort og vísa á vágest VISA ÍSLAND Álfabakka 16, 109 Reykjavík. Sími 525 2000. Hyggur þú á nám í Bandaríkjunum? Ráðstefna um nám í Bandaríkjunum og tengsl þess við atvinnulífið Stofu 101 í Lögbergi, Háskóla íslands miðvikudag, 26. janúar kl. 16-18.30 íslensk ameríska félagið Alþjóðaskrifstofa Háskólastigsins Fulbright stofnunin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.