Morgunblaðið - 25.01.2000, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 25.01.2000, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ PRIÐ JUDAGUR 25. JANÚAR 2000 1 7 AKUREYRI Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar, Háskólinn á Akureyri og sjónvarpsstöðin Aksjón Fundir um ástæður búferla- flutninga af landsbyggð Morgunblaðið/Kristján Fundaröðin kynnt. Gísli Gunnlaugsson, sjónvarpsstjóri Aksjón, til vinstri, og Grét- ar Þór Eyþórsson, rannsóknarstjóri Rann- sóknarstofnunar Háskólans á Akureyri. ATVINNUÞRÓUNARFÉLAG Eyjafjarðar, Háskólinn á Akureyri og sjónvarpsstöðin Ak- sjón munu gangast fyrir hádegisverðarfundum á Fiðlaranum, Skipagötu 14, tvisvar í mánuði fram á sumar. Fyrsti fundurinn verður næst- komandi miðvikudag, 26. janúar, og mun Stef- án Jón Hafstein hafa framsögu á þeim fundi. Meðal spurninga sem velt verður upp á fundin- um er hvort jaðarbyggðir muni lifa, hvort ímynd landsbyggðar sé í molum og hvort fjar- vinnsla á landsbyggðinni sé eina lausnin. Fyrirlesarar á komandi fundum koma víða að og fjalla þeir um ýmsar ástæður búferla- flutninga. Sjónvarpsstöðin Aksjón tekur fund- ina upp og verða þeir á dagskrá sama kvöld. Að lokinni útsendingu í hádeginu hefst umræðu- þáttur þar sem Háskólinn og Atvinnuþróunar- félagið leggja til tvo til þrjá viðmælendur og Aksjón leggur til stjómanda. Nú ná útsendingar Aksjón einungis til Akur- eyrar, en stefnt er að því að Dalvík bætist við 1. mars næstkomandi og aðrir staðir við utan- verðan Eyjafjörð í kjölfarið. Náist samkomu- lag við eiganda skjávarps í Ólafsfirði gefst bæj- arbúum þar tækifæri á að fylgjast með fundunum. Tilgangurinn með þessum fundum er m.a. að greina nánar þá þætti búsetunnar sem almenn- ingur leggur helst áherslu á og skerpa vitund fólks á kostum búsetu á Eyjafjarðarsvæðinu. Morgunblaðið/Kristj án Hanney, Hugrún og Jónina á Arnarholtsvelli í Svarfaðardal. Kylfingar brosa sínu breiðasta EYFIRSKIR kylfingar brosa sínu breiðasta þessa dagana, enda hafa þeir getað spilað sitt golf að undan- Fórnu, þótt árstíminn sé kannski ekki alveg þeirra. Á Jaðarsvelli á Akureyri voru þeir Jóhann Jó- hannsson, Ragnar Sigurðsson og Magnús Gíslason að leika golf í sól og frosti á laugardag og voru hinir hressustu. Þeir félagar voru sam- mála um að það væri alveg draum- ur að geta gengið um völlinn með golfsettið á þessum árstíma. Þetta væri þó ekki einsdæmi og Magnús sagðist hafa spilað golf um hveija helgi í janúar fyrir nokkrum árum. Á Arnarholtsvelli í Svarfaðardal voru þær stöllur Jónína Ketilsdótt- ir, Hanney Árnadóttir og Hugrún Marinósdóttir að leika golf þegar blaðamann bar að garði og voru bara nokkuð ánægðar með lífið og tilveruna. Jónína hefur verið hvað duglegust þeirra að sækja golfvöll- inn, en hún fór þrisvar í golf í síð- ustu í viku og fimm sinnum í nóv- ember. Jónína er líka búin að vinna fyrr á daginn en Hanney og Hug- rún en þær voru sammála að það gengi ekki að kylfingar væru að vinna svona lengi, eða fram í myrk- ur. Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson Jóhann Bjöm Jónasson, íbúi í Síðuhverfi á Akureyri, t.h., tekur upp kar- töflur í garði sinum á sunnudag ásamt félaga sínum Bjama Harðarsyni. Kartöfluupptekt á Akureyri í janúar ÞAÐ verður að teljast harla óvenju- legt að Akureyringar séu að taka upp kartöflur nú seinni partinn í janúar en það var einmitt það sem hann Jóhann Björn Jónasson var að gera um helgina í garðinum heima hjá sér í Brekkusíðu. Kartöflurnar voru borðaðar jafnóðum og brögð- uðust vel að sögn Jóhanns Björns. „Ég var með matarboð á laugardag- inn og bar fram kartöflurnar sem ég hafði tekið upp fyrr um daginn og það voru fínustu kartöflur." Jóhann Björn keypti húsið við Brekkusíðu í fyrra en fékk það afhent 1. desem- ber sl. og þá var allt á kafi í snjó. „Þegar fór að hlýna og snjórinn að hverfa fóru krakkarnir að tala um að það væri rófa í garðinum og sjálf- ur var ég búinn að sjá kartöflugrös. Ég fór því að skoða þetta og tók upp kartöflur bæði á laugardag og sunnudag. Efsta lagið af kartöflun- um er frosið en þær sem voru aðeins niðri í jörðinni eru í lagi,“ sagði Jó- hann Björn og bætti við að þetta yrði örugglega minnisstæður vetur vegna þessa. Miövikudagur 26. janúar Mónudagur 31. janúar Mánudagur7.febrúar Hótel Reynihlíð við Mývatn ki 20.30 • Valgerður Sverrisdóttir • Siv Friðleifsdóttir • Jónína Bjartmarz Fundarstjóri: Sigbjörn Gunnarsson Fimmtudagur 27. janúar Rabbabar, Patreksfirði kl. 20.30 • Kristinn H. Gunnarsson • Páll Pétursson • Ingibjörg Pdlmadóttir • Jónína Bjartmarz Fundarstjóri: Þórunn GuSmundardóttir Mánudagur 31. janúar Hótel Borgarnes kl. 20.30 • Ingibjörg Pálmadóttir • Pdll Pétursson • Kristinn H. Gunnarsson • GuSni Agústsson Fundarstjóri: Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson Framsóknarhúsið, Hafnargötu 62, Reykjanesbæ kl. 20.00 , • Halldór Asgrímsson • Hjálmar Arnason • Isólfur Gylfi Pálmason Fundarstjóri: Skúli Þ. Skúlason Miðvikudagur 2. febrúar Framsóknarhúsið, Háholti 14, Mosfellsbæ kl. 20.00 • Siv Friðleifsdóttir • ValgerSur Sverrisdóttir • Ingibjörg Pálmadóttir Fundarstjóri: Jónína Bjartmarz Miðvikudagur 2. febrúar Hlíðarendi, Hvolsvelli kl. 20.30 • Guðni Agústsson • Hjálmar Arnason • Ólafur Öm Haraldsson Fundarstjóri: Isólfur Gylfi Pálmason Hótel Framnes, Grundarfirði kl. 20.30 , • HalldórÁsgrímsson • Ingibjörg Pálmadóttir • Kristinn H. Gunnarsson • Páll Pétursson Fundarstjóri: Ragna Ivarsdóttir Miðvikudagur 9. febrúar Framsóknarhúsið, Digranesvegi 12, Kópavogi kl. 20.00 • Siv Friðleifsdóttir • Ólafur Örn Haraldsson • Jónína Bjartmarz Fundarstjóri: Isólfur Gylfi Pálmason FRAMSOKNARFLOKKURINN Með fólk í fyrirrúmi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.