Morgunblaðið - 25.01.2000, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 25.01.2000, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ URVERINU ÞRIÐJUDAGUR 25. JANÚAR 2000 23 Loðnan gengin upp á grunnið GOÐ veiði var hjá loðnuskipunum um helgina og voru fjölmörg skip ýmist á landleið með fullfermi eða að landa afla sínum í gær. Loðnan er nú gengin upp á landgrunnið suður af Hvalbak og styttist óðum í að hægt verði að byrja að frysta loðnu fyrir Japansmarkað. Nótaskipin fengu góðan afla í fyrrinótt, allt upp í 600 tonna köst, að sögn Sævars Þórarinssonar, skip- stjóra á Emi KE, en skipið landaði fullfermi, um 1.100 tonnum á Seyðis- firði í gær. Aflinn fékkst um 30 mflur suður af Hvalbak og sagði Sævar að loðnan væri því í þann mund að ganga upp á landgrunnið. „Hún virð- ist vera á mikilli siglingu upp á gmnnið. Þetta er því allt á réttri leið og nú ætti að fara í hönd mokveiði, ef veðrið helst skaplegt. Skipin fara fljótlega að skipta yfir i gmnnu næt- umar eða þegar loðnan gengur enn grynnra,“ sagði Sævar. Styttist í frystingu fyrir Japansmarkað Loðnan sem veiðist nú er stór og falleg og var hrognafyllingin í henni í gær orðin tæp 9%. Frysting fyrir Japansmarkað hefst þegar hrogna- fyllingin hefur náð um 12% og gerði Sævar ráð fyrir að það gæti orðið þegar næst er stórstreymt eða eftir um það bil viku. Nokkur skip hafa undanfama daga verið með flottroll- ið á loðnunni og hafa fengið góðan afla. Gera má ráð fyrir að skipin skipti yfir á nót þegar líða fer á vik- una. Norsku loðnuskipin hafa nú langflest yfirgefið íslandsmið, enda berast nú fréttir af góðri loðnuveiði í Barentshafi. Samkvæmt upplýsingum frá Sam- tökum fiskvinnslustöðva höfðu í gærmorgun borist um 94.284 tonn af loðnu til fiskimjölsverksmiðja hér- lendis frá áramótum. Alls nam afli á UA selur Icedan veiðarfæragerð ÚTGERÐARFÉLAG Akureyringa hefur gert samning við ICEDAN ehf. um kaup þess á veiðarfæragerð ÚA. Um leið var gengið frá þvi að ÚA, ásamt fleirum, festi kaup á öllu hlutafé ICEDAN. Kaupverð hlutar ÚA er 32,5 milljónir króna. ÚA hefur rekið eigin veiðarfæra- gerð allt frá árinu 1948. Á síðustu árum hefur starfsemi hennar farið vaxandi og auk þess að þjóna skip- um félagsins hefur hún í æ ríkari mæli selt þjónustu til annarra út- gerða. Tekjur hennar á síðasta ári vora tæpar 130 milljónir króna og námu viðskiptin við aðra en ÚA um tveimur þriðju hluta teknanna. Starfsmenn era 13 talsins og verða þeim boðin störf hjá ICEDAN. ICEDAN ehf. hefur sérhæft sig í að veita skipum og bátum þjónustu með veiðarfæri og aðrar rekstrar- vörur. Félagið er með höfuðstöðvar í Hafnarfirði og rekur að auki dótt- urfélag í Kanada. Við kaup á veið- arfæragerð ÚA verður því starf- semi félagsins á þremur stöðum. Engin breyting er fyrirhuguð á rekstri veiðarfæragerðarinnar á Akureyri og mun Hermann Guð- mundsson, netagerðarmeistari, veita henni forstöðu. Áætluð velta þessa árs hjá ICEDAN-samstæð- unni er hátt í einn milljarður króna. ICEDAN ehf. er hlutafélag í eigu Eignarhaldsfélagsins ICE- DAN ehf. þar sem ÚA á 25%, Sel- stad í Noregi 40%, Þorsteinn Bene- diktsson 25% og Pétur Stefánsson 10%. Morgunblaðið/Jón Páll Ásgeirsson Loðnan hefiir mokveiðst á miðunum fyrir austan land að undanförnu. Hér hefur Sveinn Benediktsson SU fengið gott hol í flottrollið, nég til að fylla skipið og vel það og njóta skipverjar á Þórði Jónassyni EA góðs af. sumar- og haustvertíð um 83.488 frá áramótum eða um 20.445 tonn- veiðum en lítið er eftir af sfldarkvót- tonnum. Enn eru því eftir um 398 um. Um 17.420 tonnum hefur verið anum, auk þess sem búið er að verka þúsund tonn af upphafsloðnukvótan- landað hjá Síldarvinnslunni hf. á upp í flesta samninga. Jóna Eðvalds um en gera má ráð fyrir að kvótinn Neskaupstað og rúmum 13 þúsund SF var á leið á miðin vestur af Snæ- verði aukinn þegar líður á vetrarver- tonnum hjá SR mjöli hf. á Seyðis- fellsnesi í gær en ágæt sfldveiði var á tíðina. Mestum afla hefur verið iand- firði. þessum slóðum í síðustu viku. að hjá Hraðfrystihúsi Eskifjarðar Aðeins eitt skip er nú ennþá á sfld- Hæpin höfuðprýði ÞESSI sérkennilegi þorskur veidd- ist við Noreg fyrir skömmu. Hann er með gífurlegt æxli á hausnum, sem mældist stærra en sjálfur hausinn á þeim gula. Rannsóknir sýna að æxlið var góðkynja svipað og stundum finnst í móðurlífi kvenna. Greinilegt er að æxlið hef- ur byrgt þorskinum sýn, svo hann hefur átt erfitt með að afla sér fæðu. Þegar þorskurinn veiddist vó hann 2 kfló og var 60 sentimetra langur. Þvermál æxlisins var 9 sentimetrar. Ekki er vitað um sam- bærileg tilfelli við Noreg, en víst er að þetta er hæpin höfuðprýði. Síðasti skiladagur nýskráninga og/eða breytinga vegna simaskrár 2000 er mánudaginn 3i.janúar. Nánarí upplýsingar veitir skrífstofa símaskrár, Síðumúla 15, í síma 550 7050.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.