Morgunblaðið - 25.01.2000, Síða 6

Morgunblaðið - 25.01.2000, Síða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 25. JANÚAR 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Nýr kjarasamningur Verzlunarmannafélags Reykjavík- ur og Samtaka verslunarinnar undirritaður um helgina Lífeyrisiðgjald vinnuveitenda hækkar um 2% ARI Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að kjarasamningur Samtaka verslunar- innar og Verzlunarmannafélags Reykjavíkur, sem gerður var um helgina, geti ekki orðið fyrirmynd fyrir almenna markaðinn. Hann telur að áhrif þessa samnings verði ekki veruleg enda feli hann í sér sam- komulag um kjör takmarkaðs hóps launamanna sem alls ekki sé dæmi- gerður fyrir vinnumarkaðinn í heild. Samningur VR við Samtök versl- unarinnar felur í sér 4,5% launa- hækkun við undirritun samnings, en þar af er 3,8% bein launahækkun. Einnig eru gerðar breytingar á eingreiðslu og orlofsuppbót. Samn- ingurinn, sem byggir á tillögum VR um markaðslaun, gildir í fjögur ár. Lágmarkslaun skulu hafa náð 90.000 króna markinu eigi síðar en 1. janúar 2001. Gert er ráð fyrir að vinnustund- um í vinnuvikunni fækki niður í 36 stundirfráogmeð 1. janúar 2001. Or- lof verður að lágmarki 25 dagar, eftir 5 ár 26 dagar og eftir 10 ár 28 dagar. Stofnaður verður starfsmenntasjóður Samningurinn kveður á um að stofnaður verði starfs- og endur- menntunarsjóður sem vinnuveitend- ur greiða í 0,25% af heildarlaunum. VR ætlar að greiða 10 milljónir í stofnframlag í sjóðinn. Ennfremur felur samningurinn í sér að vinnuveit- endur greiða í áfóngum 2% í séreign- arsjóð starfsmanna. Þessi greiðsla er háð því að starfsmenn greiði 2% mót- framlag. Þetta þýðir að launþegi sem greiðir viðbótarframlag í lífeyrissjóð fær samtals 14% lífeyrisiðgjald sam- kvæmt samningnum. Hugmyndin um markaðslaun byggir á því að starfsmaður og vinnu- veitandi semji milliliðalaust um laun starfsmanna. Laun skulu endur- spegla vinnuframlag starfsmanns, hæfni hans og dugnað, sveigjanleika í vinnu, vinnu á sérstökum tímum og innihald starfsins auk ábyrgðar og menntunar. Launþegar eiga, sam- kvæmt samningnum, rétt á viðtali við yfirmann sinn einu sinni á ári um launakjör sín. Að öðru leyti eiga laun- in að miðast við upplýsingar frá fyrir- tækjum sem og launakannanir sem gerðar verða eftir viðurkenndum að- ferðum. Kjarasamninginn undirrituðu Haukur Þór Hauksson, formaður Sam- taka verslunarinnar (t.v.), og Magnús L. Sveinsson, formaður Verzlun- armannafélags Reykjavíkur. Ari Edwald sagði að þessi samn- ingur næði til takmarkaðs hóps laun- þega sem hefði hærri laun en al- mennt væru greidd á vinnumark- aðinum. Samningurinn gæti því ekki verið fordæmisgefandi. Hann sagðist hins vegar ekki vera að hafna þessari hugmynd VR um kjarasamninga sem byggjast á markaðslaunum. Samtök atvinnulífsins væru tilbúin til að ræða þá hugmynd sem og aðrar sem stétt- arfélögin hefðu sett fram í kjaravið- ræðunum. Viðræður stutt komnar Ari sagði að efnahagslífið myndi ekki þola það ef þessi samningur gengi yfir allt atvinnulífið. Hann tók þó fram að sú upphafshækkun sem samningurinn gerði ráð fyrir, þ.e. 3,8%, væri ekki fjarri þeim hugmynd- um sem SA hefði sett fram í viðræð- um við viðsemjendur sína. Þær við- ræður væru hins vegar ekki komnar á það stig að það væri hægt að tala um að einhver samræmd afstaða væri að myndast. Hann sagði því ekki tímabært að svara spumingum um styttingu á vinnutíma, hærri greiðsl- ur í lífeyrissjóði og greiðslur í starfs- menntasjóð. Haukur Þór Hauksson, formaður Samtaka verslunarinnar, sagði að samningurinn við VR væri eðlilegt 14. prentunloksins komin framhald þess samnings sem samtök- in hefðu gert við félagið fyrir þremur árum. Þá hefðu allir taxtar verið numdir úr gildi og laun hækkuð með einföldum prósentuhækkunum. A komandi samningstímabili yrði skrefið í átt til markaðslauna stigið til fulls. í raun væri þó aðeins verið að færa samningana nær raunveruleik- anum því kaup launþega sem störf- uðu hjá fyrirtækjum sem aðild eiga að Samtökum verslunarinnar réðust fyrst og fremst af framboði og eftir- spurn eftir vinnuafli. Við umframeft- irspum hækkuðu launin, en stæðu í stað eða lækkuðu þegar samdráttur væri í efnahagslífinu. Haukur Þór sagði að þessi samn- ingur væri ekki þensluhvetjandi og gæti að því leyti orðið fyrirmynd ann- arra. Hann kvaðst einnig telja að sú ákvörðun Samtaka verslunarinnar að fallast á kröfu VR um hærri greiðslur í lífeyrissjóð myndi hafa jákvæð áhrif á efnahagslífið. Þama væri verið að hækka framlag vinnuveitenda um 0,5% árlega á samningstímanum. Það væri hins vegar skilyrði að launþegar greiddu sitt mótframlag. Hann sagði að í dag greiddu tiltölulega fáir laun- þegar þetta mótframlag, en með þessum samningi væri það ótvírætt til hagsbóta fyrir launþega að greiða þetta iðgjald. Þar með stuðlaði samn- ingurinn að auknum spamaði í þjóð- félaginu og allir væm sammála um að þörf væri á því. Verkamannasambandið og Flóabanda- lagið kynna kjarakröfur sínar í dag Tökum mið af ráðherra- prósentunni VERKAMANNASAMBANDIÐ og Flóabandalagið kynna kröfugerð sína í komandi kjaraviðræðum fyrir Sam- tökum atvinnulífsins í dag. Halldór Bjömsson, formaður Eflingar, segir að við framsetningu krafna hafi Flóa- bandalagið tekið mið af þeim launa- hækkunum sem ráðherrar og alþing- ismenn hafi fengið. Sem kunnugt er ákváðu félög verkafólks í Reykjavík, Hafnarfirði og Keflavík að móta sameiginlega kröfugerð án þátttöku aðildarfélaga Verkamannasambandsins. Stóra samninganefndin félaganna kom saman til fundar síðdegis í gær þar sem kröfugerðin var samþykkt. Hún verður kynnt fyrir vinnuveitendum á fundi í dag. Skömmu áður munu full- trúar Verkamannasambandsins hins vegar ganga á fund vinnuveitenda og kynna sínar kröfur, en þær vom sam- þykktar á formannafundi í gær. Fulltrúar félaganna lögðu í gær mikla áherslu á að halda trúnað um kröfugerðina fram yfir samningafund með forystu SA í dag. Halldór Bjöms- son sagði þó að verkamenn leituðu eðlilega fyrirmyndar í launaprósentu forystumanna þjóðarinnar. „Ég geri því ráð fyrir að við verðum nálægt ráðherraprósentunni,“ sagði Halldór. Aðspurður um kröfur um lág- markslaun sagði Halldór að Flóa- bandalagið hefði ekki minni metnað í þeim efnum en Verzlunarmannafélag Reylrjavíkur sem samdi um helgina við Samtök verslunarinnar um 90 þúsund króna lágmarkslaun á mán- uði. Halldór minnti á að þegar samn- ingar voru gerðir í ársbyijun 1997 voru lágmarkslaun undir 50 þúsund krónur á mánuði. Hann sagði að í kröfugerðinni væri gerð mikil krafa um tryggingar bæði fyrir félagsmenn sérstaklega og fyrir vinnumarkaðinn í heild. Þá legði Flóabandalagið mikla áherslu á breytingar í skattamálum. Bjöm Grétar Sveinsson, formaður Verkamannasambandsins, vildi lítið tjá sig um kröfugerðina, en hann hef- ur boðað blaðamannafund í dag eftir að hann hefur átt fund með forystu- mönnum vinnuveitenda. Bjöm Grét- ar sagði að við mótun kröfugerðarinn- ar hefði fyrst og fremst verið horft til kauptaxta VMSÍ. Þeir væra of lágir og afar mikilvægt að hækka þá veru- lega. I því efni hlytu menn að horfa til þeirrar hækkunar sem aðrir hópar í þjóðfélaginu hefðu fengið, t.d. alþing- ismenn og ráðherrar. Hann sagði að alger eining hefði verið á formanna- fundinum um kröfugerðina. Spáir átökum við ríkið og sveitarfélögin GUÐMUNDUR Gunnarsson, for- maður Rafiðnaðarsambandsins, seg- ist reikna með hörðum átökum í samningum fyrir rafiðnaðarmenn sem starfa hjá því opinbera. Laun þeirra hafi setið eftir en laun ann- arra rafiðnaðarmanna hækkað mikið á síðustu þremur áram. Guðmundur segir að laun rafið- naðarmanna sem starfa á almennum vinnumarkaði hafi hækkað um 38% á því samningstímabili sem er að Ijúka, þar af hafi dagvinnulaun hækkað um rétt rúmlega 40%. Laun rafiðnaðarmanna sem starfa hjá rík- inu, sveitarfélögunum og hálfopin- beram fyrirtækjum hafi hins vegar hækkað miklu minna. Hjá flestum hafi hækkunin aðeins verið 20-25%, en þó megi ekki gleyma því að þeir hafi fengið aukin réttindi varðandi fæðingarorlof umfram launþega á al- mennum markaði. Guðmundur segir að nálægt helmingur félagsmanna Rafiðnaðarsambandsins sé starfandi hjá því opinbera eða hálfopinberam fyrirtækjum eins og Landsvirkjun og RARIK. Mjög mikil óánægja sé meðal þess hóps. „Á félagsfundum hafa þessir menn talað um að þeir hafi verið sviknir vegna þess að þeg- ar við stóðum upp frá samningum við fjármálaráðuneytið var okkur sagt að þetta væri það sem væri til skipt- anna og ekki yrði samið um annað. Við voram varla komnir út á götu þegar farið var að skrifa undir allt öðravísi samninga." Guðmundur segist ekki eiga von á að til verkfalls- átaka komi á almennum vinnumar- kaði. Hann segist hins vegar spá hörðum átökum við ríkið og sveitar- félögin verði ekki komið veralega á móts við kröfur rafiðnaðarmanna. Anna Vatdimarsdóttir Við þökkum frábærar móttökur við Leggðu rækt við sjálfan þig. M miður hefur ekki verið hægt að anna eftirspurn en nú er ný prentun komin í verslanir. „Rosalega góð fyrir alla" Guðriður Haraldsdðttir, Rðs 2 „Alveg stórmerkileg bók" Súsanna Svavarsdðttir, Bylgjan „Margir hefðu gott af að lesa [bókina]" Katrin Fjeldsted, Morgunblaðið Bjarni Ármannsson um kaup yfírmanna á hlutabréfum í bönkunum: „Mál FBA og Búnaðar- bankans allsendis ólík44 4> FORLAGIÐ jwww^malojgmennlngJ^^ Laugavegi 18 • Simí 515 2500 • Síðumúla 7 • Sfmi 510 2500 BJARNI Armannsson, forstjóri Fjárfestingarbanka atvinnulífsins, segir kaup stjórnenda FBA á hluta- bréfum í bankanum og kaup yfir- manna hjá Búnaðarbanka á hluta- bréfum í bankanum, allsendis ólík. En í viðtali við Þorstein Þorsteins- son, framkvæmdastjóra Búnaðar- bankans verðbréfa. í Morgunblaðinu á laugardag kom sú skoðun hans fram að um sambærileg mál væri að ræða. „Stjórnendur FBA keyptu hlutabréf í lokuðu útboði þegar 51% hlutur ríkisins var seldur," segir Bjarni og bendir á að kaup nokkurra lykilstarfsmanna hjá Búnaðarbank- anum vora á hlutabréfum í opinni til- boðssölu. „FBA var ekki umsjónar- og ábyrgðaraðili við sölu á hlut ríkis- ins í bankanum, heldur Ríkiskaup. Þar af leiðandi sinntu þeir stjómend- ur sem fjárfestu í bankanum ekki ráðgjöf til fjárfesta eða seljenda við söluna. Kaupin bratu því ekki í bága við þær greinar verklagsreglna sem kveða á um að starfsmönnum sé óheimilt að taka þátt í útboði sem bankinn sér um. Tilgangur þeirra reglna er að tryggja að starfsmenn sitji ekki báðum megin borðsins og geti því veitt viðskiptavinum óháða ráðgjöf." Bjarni segir að í tilviki Búnaðar- bankans hafi bankinn borið ábyrgð gagnvart kaupendum og seljendum bréfanna sem leituðu ráðgjafar þeirra um hvaða verð ætti að bjóða. Bjarni segir yfirmenn FBA ekki hafa tekið ákvörðun um hlutabréfa- kaup í FBA í útboðinu fyrr en Ijóst var að einungis var um einn hóp kaupenda að ræða og eitt tilboð. „Verðið hlaut því að vera annað hvort lágmarksgengið 2,8 eða að til- boðinu yrði ekki tekið. Við voram því ekki í samkeppni við viðskiptavini bankans eða aðra fjárfesta um kaup á hlutabréfunum.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.