Morgunblaðið - 25.01.2000, Page 26

Morgunblaðið - 25.01.2000, Page 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 25. JANÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Stefnuyfírlýsing nýs forseta Ekvadors fyrsta dag hans í embætti Vill standa við upptöku dollarans Noboa sagður laus við spillingu embættismannakerfísins Quito, Ekvador. AP, AFP. Reuters Gustavo Noboa, nýr forseti Ekvador, ræðir við innanríkisráðherra landsins, Francisco Huerta. GUSTAVO Noboa, fyrrverandi varaforseti Ekvador sem samþykkt- ur var af þjóðþingi landsins sem for- seti á laugardag, segist munu halda fast við áætlun fyrrverandi forseta, Jamil Mahuad, að gera Bandaríkja- dollar að gjaldmiðli landsins. Noboa tók við embætti forseta í kjölfar mikilla sviptinga í Ekvador um helgina. Hundruð indíána efndu til múgæsingamótmæla við stjóm- arbyggingar í höfuðborginni Quito á föstudag vegna erfiðrar efnahags- stöðu landsins og kröfðust afsagnar Mahuads forseta. í framhaldi lýsti þriggja manna bráðabirgðastjórn - sem skipuð var Carlos Mendoza nýskipuðum varnarmálaráðherra og yfirmanni hersins, indíánaleið- toganum Antonio Vargas og fyrr- verandi hæstaréttardómaranum Carlos Solorzano - því yfir að hún hefði tekið við völdum. Stjórnin varð þó ekki langlíf og leystist upp á Tókýó. AFP, AP. STJÓRNVÖLD í Japan hafa harð- lega mótmælt yfirlýsingum og mót- mælum ríkisstjórnar Nýja-Sjálands við hvalveiðum Japana í vísinda- skyni. I bréfinu, sem Tokuichiro Tama- zawa, landbúnaðar- og sjávarútvegs- ráðherra Japans, skrifar fyrir hönd stjórnarinnar, segist hann „draga í efa hyggindi" Helen Clark, forsætis- ráðherra Nýja-Sjálands, vegna laugardag í kjölfar þrýstings frá Bandaríkjamönnum, sem hótuðu að hætta efnahagsaðstoð við Ekvador yrði stjórnarskrá landsins ekki virt. Þarf að takast á við verstu efnahagskreppu í áratugi Mörg vandamál bíða nýja forset- ans, Noboa, sem er sjötti forseti Ekvador síðan 1996. Óðaverðbólga er í landinu, en verðbólga mældist yfir 60% á sl. ári og var sú mesta í Suður-Ameríku annað árið í röð. Noboa þarf að takast á við versta efnahagsástand sem ríkt hefur í landinu um áratuga skeið, en gríðar- leg verðbólga, neikvæður hagvöxt- ur, atvinnuleysi og fátækt jukust þá 17 mánuði sem Mahuad var við völd. Tilraun Mahuads frá því fyrr í þessum mánuði til að bæta ástandið i efnahagslífinu með því taka upp Bandaríkjadollar sem gjaldmiðil landsins - í þeirri von að sú ráðstöf- stuðnings hennar við grænfriðunga, sem hann kallar samtök ofbeldis- manna. Er bréfið viðbrögð við yfir- lýsingu Clark sl. föstudag en þá kvaðst hún styðja baráttu grænfrið- unga fyrir alfriðun hvala. Gagnrýndi hún einnig hvalveiðar Japana og sagði það á allra vitorði, að kjötið af hvölunum, sem þeir veiddu í „vís- indaskyni11, færi á almennan markað í Japan. un skapaði stöðugleika - mætti and- stöðu verkalýðsfélaga og hags- munahópa frumbyggja af indíánaættum. Skoðanakannanir sýndu m.a. að rúmlega 60% þjóðar- innar höfnuðu þessari áætlun og leiðtogar indíána sögðu hana sví- virðingu sem aðeins gagnaðist hin- um ríku. Regnhlífarsamtök indíána (CONAIE) stóðu fyrir mótmælum í Quito í kjölfar þessa og voru komin vel á veg með að safna stuðningi við allsheijarverkfall gegn Mahuad þegar kom til múgæsingarmótmæl- anna á föstudag. Ekki var ljóst í fyrstu hvort mótmælendur myndu mæta andstöðu stuðningsmanna forsetans, en þegar hermenn sem studdu málstað mótælenda slógust í lið með þeim yfirgaf Mahuad for- setahöllina. í kjölfarið lýsti bráða- birgðastjórnin því yfir að hún hefði tekið við völdum af ríkisstjórninni Við vorum að reyna að hindra al- þjóðlega einangrun Ekvador,“ sagði Mendoza um þá ákvörðun sína að leysa upp bráðabirgðastjórnina. En Mendoza, sem sagði af sér sem yfir- maður hersins í kjölfar atburða helgarinnar, kvaðst aldrei hafa haft hug á að stjórna landinu sjálfur. Bráðabirgðastjórnin hefði verið mynduð til að hindra blóðbað, þar sem Mahuad hefði verið óákveðinn og skort tengsl við almenning. Meðstjórnendur Mendozas voru hins vegar mótfallnir þeirri ákvörð- un að leysa upp bráðabirgðastjórn- ina og afneitaði Vargas Mendoza í kjölfarið og sagði hann svikara. Þær fjórar milljónir indíána sem búa í Ekvador myndu ekki viðurkenna stjórn Noboas, heldur halda áfram að berjast fyrir breytingum. Flestir mótmælenda höfðu þó yfirgefið Qui- to í gær og haldið til síns heima. Spillt valdastétt Að sögn stjórnmálaskýrenda má í mörgu rekja vanda Ekvadors til spilltra ráðamanna, sem margir hverjir sækjast aðeins eftir embætti til að skara eld að eigin köku. Þá sýna skoðanakannanir að al- menningur ber lítið traust til stjórn- málamanna og að sögn stjórnmála- fræðingsins Simons Pachanos, þjónar stjórnkerfi landsins ekki lengur því hlutverki að gæta hags- muna þjóðarinnar. Noboa er hins vegar af flestum álitinn laus við spillingu, þó ákveð- innar tortryggni gæti meðal Ekva- dorbúa, sem eru því vanir að leið- togabreytingar hafi lítil áhrif á efnahag landsins. Noboa virðist þó eiga stuðning Mahuads vísan, en hann sagði í viðtali við Channel 8 sjónvarpsstöðina um helgina að hann fordæmdi byltinguna, en ósk- aði Noboa alls hins besta. Mannskæð kuldatíð í A-Evrópu FROSTHÖRKUR og snjó- stormar hafa valdið usla í Aust- ur-Evrópu að undanförnu. I Rússlandi og Póllandi hafa hundruð manna dáið úr kulda það sem af er vetri, og í fjalla- héruðum A-Evrópu allt frá Austurríki til Tyrklands hafa snjóþyngsli valdið skaðræðis sjóflóðum. Samkvæmt niður- stöðum nýrrar skýrslu pólskra stjórnvalda hafa 123 látið lífið í nokkmm kuldaköstum sem gengið hafa yfir landið. 27 gráða frost mældist í norðausL urhluta landsins um helgina. I Moskvu hafa níu manns frosið í hel og 246 verið fluttir á sjúkrahús vegna ofkælingar og kals á síðustu sjö dögum. Alls hafa 143 látið lífið af völdum kulda í rússnesku höfuðborg- inni í vetur. Flestir þeirra vom heimilislausir eða sofnuðu ut- andyra eftir áfengisdrykkju. Utanríkis- ráðherra Ira hættir BERTIE Ahern, forsætisráð- herra írlands, fær tækifæri til að stokka upp í stjórn sinni í vikunni því David Andrews ut- anríkisráðherra hefur ákveðið að láta af embætti. Andrews hefur skýrt Ahern frá því að hann hyggist segja af sér form- lega á morgun, að sögn dag- blaðsins The Irish Times. And- rews, sem er 65 ára, tilkynnti í júlí að hann hygðist ekki gefa kost á sér til endurkjörs í næstu þingkosningum. Milljdnir Kín- verja misstu heimili sin 353 milljónir Kínverja urðu fyrir barðinu á náttúrahamför- um á liðnu ári og þær kostuðu 2.966 manns lífið, að sögn Rauða krossins í Kína. Áætlað er að tjónið af völdum hamfar- anna nemi andvirði 1.700 millj- arða króna. 6,65 milljónir Kín- verja urðu að flytja búferlum vegna náttúrahamfara, þar af tæpar 1,8 milljónir manna sem misstu heimili sín vegna flóða í Yangtze-fljóti. Vegum að Ósló lokað NORSKIR vörubílstjórar lok- uðu helstu vegum að Ósló í gær til að mótmæla háum sköttum á eldsneyti. Hundruð vörubíla námu staðar á vegunum og lok- uðu þeim í þrjár klukkustund- ir. Áætlunarbílum og sjúkrabíl- um var þó leyft að aka um vegina. Þetta var í þriðja sinn á átta dögum sem bílstjórarnir grípa til slíkra mótmælaað- gerða. Kýr „endur- klónuð“ JAPANSKIR vísindamenn sögðust í gær hafa einræktað kálf með því að nota framu úr klónaðri kú og mun þetta vera í fyrsta sinn sem stórt klónað spendýr er „endurklónað". Þeir sögðu kálfinn eðlilegan og klónunina sanna að erfðaefni klónaðra kúa væra eðlileg. macromediá Prenttæknistofnun 14 Margmiðlunorskólinn soo www.aco.is Vefsíðuhönnuðir Margmiðlarar Þann 28. janúar verður haldin kynning á Macromedia hugbúnaði á vegum Aco, Prenttæknistofnunar og Margmiðlunarskólans. Kynnt verða forritin Dreamweaver 3, Fireworks 3, Flash4, Generator og Drumbeat 2000 Sýndir verða notkunarmöguleikar þeirra og einnig nýjungar í DW3 og FW3. Fyrirlesari verður Peter Freund frá Macromedia. Kynningin hefst kl. 09:00 og stendur til 12:00 Skráning fer eingöngu fram á heimasíðu Aco Apple www.apple.is/macromedia Þetta er tækifæri sem engin vefsíðuhönnuður má láta fram hjá sér fara DIRECTOR SHOCKWAVE'" DREAMWEAVER’" FIREWORKS (FLASH™)(FREEHAND() SENERATOR’" Stjórnvöld Nýja-Sjálands og Japans Deilt um hvalveiðar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.