Morgunblaðið - 25.01.2000, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 25.01.2000, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. JANÚAR 2000 25 ERLENT Greiddi Mitterrand í kosningasjóð Kohls? Jerlín, París. AP, AFP, Reuters. AP Francois Mitterrand, fyrrverandi Frakklandsforseti, og Helmut Kohl, fyrrverandi kanzlari Þýzkalands, um það leyti sem Kohl barð- ist fyrir umboði kjósenda til að sitja Qórða kjörtímabilið. ÁSAKANIR komu fram um helgi- na þess efnis, að Ki-istilegir demó- kratar í Þýzkalandi (CDU) hefðu fyrir þingkosningar árið 1994, þeg- ar Helmut Kohl barðist fyrir því að verða endurkjörinn til að stjórna Þýzkalandi fjórða kjörtímabilið í röð, fengið sem svarar rúmlega milljarði króna í leynilegan fjár- styrk úr franska ríkiskassanum. Ríkissjónvarpsstöðvarnar ARD í Þýzkalandi og France2 í Frakk- landi greindu frá því á laugardag, að í tengslum við samninga um kaup franska olíufyrirtækisins Elf- Aquitaine, sem þá var í ríkiseigu, á olíuhreinsunarstöð í Leuna í Aust- ur-Þýzkalandi og tilheyrandi neti benzínstöðva árið 1992, hefði þessi milljarður streymt eftir krókaleið- um inn á leynireikninga CDU, og er Francois Mitterrand, þáverandi Frakklandsforseti og stórvinur Kohls, sagður hafa hvatt til þess að fé franskra skattborgara yrði varið á þennan veg. Segir í frétt sjónvarpsstöðvanna að samtals hefðu 3,2 milljarðar króna verið greiddir til að „liðka fyrir“ samningunum um kaupin og þriðjungur þessarar upphæðar hefði runnið til CDU. Er háttsettur samstarfsmaður Mitterrands frá þessum tíma sagður hafa staðfest þetta og á sá að hafa fullyrt að markmiðin með greiðslunum hefðu verið hin heiðarlegustu. „Þetta voru ekki mútur eða spilling. Þetta var fé til stuðnings kosningabarátt- unni. Þetta var gert í þágu æðri hagsmuna - í þágu Evrópu,“ var haft eftir hinum ónafngreinda heimildarmanni. „Tilraun til mannorðsmorðs“ Talsmaður Kohls vísaði þessum fréttum á bug og sagði þær vera til- raun til mannorðsmorðs. Kohl hef- ur áður lýst því yfir að peningar hefðu aldrei skipt neinu máli í sam- skiptum sínum og Mitterrands um Elf/Leuna-samninginn frá 1992. Talsmaður Elf í höfuðstöðvum fyr- irtækisins í París vildi ekki tjá sig um málið. Kanzlarinn fyrrverandi hefur hins vegar viðurkennt að hafa á fimm síðustu valdaárum sínum, 1993-1998, tekið við um 75 millj- ónum króna í nafnlausar greiðslur inn á leynilega reikninga CDU. Oskar Lafontaine, sem hafði mikil afskipti af kosningabaráttu þýzkra jafnaðarmanna fyrir kosn- ingarnar 1994 og er í mjög góðum tengslum við forystusveit franska Sósíalistaflokksins (sem Mitter- rand fór fyrir á sínum tíma), sagði í París í gær að sér þætti harla ólík- legt að þessar ásakanir stæðust. Gerhard Schröder, kanzlari Þýzkalands og núverandi flokks- leiðtogi þýzkra jafnaðarmanna, sagðist myndu skipa óháðan sak- sóknara til að rannsaka þetta frek- ar, en á vegum Schröder-stjórnar- innar hefur ákaft verið leitað að gögnum úr stjórnartíð Kohls sem varða samningana um yfirtöku Elf á Leuna-stöðinni, en fjöldi þeirra gagna virðist með öllu horfinn. „Við munum komast til botns í þessu,“ sagði Schröder í viðtali á nýju fréttasjónvarpsstöðinni N24. „Eg tel að um leið og aðstæður leyfa verðum við að skipa óháðan rannsóknaraðila. Við verðum að reyna að finna út úr því hvaða gögn hurfu. Þetta er augsýnilega allt mjög undarlegt," sagði kanzlarinn. Talsmaður þeirrar deildar fram- kvæmdastjórnar Evrópusam- bandsins, sem hefur eftirlit með því að samkeppnisreglum þess sé fylgt, sagði í gær að hún fylgdist náið með framvindu þessara mála. Fram- kvæmdastjórnin er að kanna hvort þýzk stjórnvöld hafi brotið reglur ESB um niðurgreiðslur með samn- ingunum við Elf-Aquitaine. Slæmt fyrir ímynd Evrópusamrunans Stjómmálaskýrendur telja að reynist eitthvað hæft í því að Mitt- errand-stjórnin hafi látið þetta fé af hendi rakna í því skyni að reyna að tryggja að Kohl héldi völdum fjög- ur ár til viðbótar, muni það grafa enn frekar undan trausti almenn- ings á samrunaþróuninni í Evrópu. Þeir Mitterrand og Kohl voru eins og kunnugt er helztu hvatamenn Maastricht-sáttmálans og þess að staðið yrði við áformin um Efna- hags- og myntbandalag Evrópu (EMU). Áður hefur komið fram orðrómur um að Mitterrand hafi ekki viljað veita Kohl samþykki sitt við sameiningu Þýzkalands nema gegn því að Kohl héti því að Þjóð- verjar fórnuðu „hinu harða þýzka marki“ fyrir óvissumyntina evruna. Þeir atburðir sem raktir voru í frétt ARD og France2 gerðust um svipað leyti og verið var að ganga frá Maastricht-sáttmálanum, en með undirritun hans skuldbundu Þjóðverjar sig líka til að taka upp evruna. Ásakanirnar í fréttinni ganga að- allega út á það, að Kohl og Mitter- rand, nánir vinir og helztu drif- fjaðrir Evrópusamrunans á þessum tíma, hafi óttast almenningsálitið í Þýzkalandi og samþykkt greiðsl- urnar í gegn um Elf til að reyna að tryggja endurkjör Kohls og að þýzkir kjósendur sættu sig við að markið gengi inn í sameiginlegu Evrópumyntina. Gagnrýnendur segja að hin há- leitu markmið leiðtoganna tveggja breyttu því ekki að hér væri spill- ing á ferðinni. „Þetta er einfaldlega staðfesting á þeim ólýðræðislega anda sem ríkt hefur við þróun Evrópusamrun- ans,“ hefur AFP eftir John Laugh- land, vel þekktum gagnrýnanda Evrópusambandsins. Fylgjendur Evrópusamrunans harma að svo virðist sem þetta renni stoðum undir þá skoðun að þróun hans sé fjarlæg almenningi. „Það sem þetta sýnir er að Kohl og Mitterrand trúðu á uppbyggingu Evrópu ofan frá, og á Evrópu þar sem gegnsæi væri óþarft,“ segir Anne-Marie Le Gloannec, sem stýrir Marc Bloch-stofnuninni í Berlín, sem hefur orð á sér fyrir að sinna ESB-vinsamlegum rann- sóknum. Sukarnoputri til Kryddeyja Jakarta. AP, AFP. VARAFORSETI Indónesíu, Mega- wati Sukarnoputri, hélt í gær í þriggja daga heimsókn til Krydd- eyja, þar sem átök milli múslíma og kristinna hafa kostað a.m.k. 2.000 manns lífið á einu ári. Markmiðið með för hennar er að leita leiða til að binda enda á óöldina sem ríkt hefur á eyjunum. Á morgun er ráðgert að Sukar- noputri muni hitta leiðtoga kristinna og múslíma í höfuðstað eyjanna, Am- bon. Þar var allt með kyrrum kjörum í gær eftir að hermenn hófu skipu- lega leit að vopnum í borginni um helgina. I för með varaforsetanum eru sjö ráðherrar úr ríkisstjórn Ind- ónesíu, þeirra á meðal Wiranto, ráð- herra öryggismála. I fylgdarliði Suk- arnoputris er einnig Adisucipto, aðmíráll og yfirmaður hersins. Abdurrahman Wahid, forseti Ind- ónesíu, fól á síðasta ári Sukarnoputri að kveða niður innanlands ófrið sem geisað hefur vlða um Indónesíu und- anfarið. Pólitískir andstæðingar hennar og trúarleiðtogar múslíma hafa gagnrýnt hana fyrir að hafa ekki tekist að binda enda á átökin á Kryddeyjum og hafa mótmælendur kraflst afsagnar hennar. Á sunnudag brutust út átök milli fylkinga kristinna og múslíma á eyj- unni Haruku, sem liggur skammt austan við Ambon. Að minnsta kosti 28 létust. Yfirmaður hersins á staðn- um sagði að átökin hefðu hafist eftir að hópur múslíma lagði eld að kirkju á eyjunni á sunnudagsmorgun. Engir hermenn í Jakarta í fyrsta skipti í áraraðir eru nú engir hermenn á götum Jakarta, höf- uðborgar Indónesíu. Samt sem áður er' enn á kreiki orðrómur um að valdarán hersins sé yfirvofandi, að því er AP-fréttastofan hermir. Síðustu vikur hafa verið uppi vangaveltur um að herinn hygðist velta Wahid úr sessi. Hæstráðendur Megawati Sukarnoputri, vara- forseti Inddnesiu, er í þriggja daga heimsókn á Kryddeyjum. innan Indónesíuhers hafa þvertekið fyrir að þeir hafi slíkt á prjónunum, jafnvel þótt vitað sé að herforingjar eru margir ævareiðir út 1 Wahid fyr- ir að ætla að kanna ásakanir á hend- ur þeim vegna meintra mannrétt- indabrota á Austur-Tímor. Richard Holbrooke, sendiherra Bandaríkj- anna hjá Sameinuðu þjóðunum, hef- ur varað herforingja við afleiðingum valdaráns en sérfræðingar í málefn- um Indónesíu telja litlar líkur á að til þess komi þar sem herinn njóti ekki stuðnings almennings í landinu. PAR Viö greinum göngu- og hlaupalag með tölvutækni sem gerir okkur kleift að finna álagspunkta með vísindalegum hætti. Fagfólk veitir persónulega ráðgjöf. Geymið auglýsinguna. Innlegg Skór Fótavörur Tímapantanir í síma 515 1335 ÖSSUR hf. Grjóthálsi 5 110 Reykjavík Sími 515 1335 Fax 515 1366 www.ossur.is netfang mottaka@ossur.is ra ÖSSUR Við hjálpum fólki að njóta sín til fulls
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.