Morgunblaðið - 25.01.2000, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 25.01.2000, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 25. JANÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Eigenda listaverka leitað Vfn. AP. LISTMUNUM, sem voru hluti af ránsfeng nasista í siðari heims- styrjöldinni, ber að skila til rétt- mætra eigenda sinna skv. lögum sem sett voru í Austurríki 1998. Þetta kann að hafa í för með sér að söfn landsins þurfi að láta af hendi margan ómetanlegan dýrgripinn. Joanneum-safnið í borginni Graz mun til að mynda þurfa að láta af hendi 70 listaverk. Safnið er aðeins eitt margra safna sem kanna nú eigendasögu verka sinna og leiddi rannsókn þess í ljós að 70 listmuni höfðu nasistar haft af gyðingum. Yfirmaður rannsóknarinnar, Gottfried Biedermann, sagði að meðal verkanna væru málverk og teikningar eftir Auguste Rodin, Gustav KJimt, Rudolf og Franz Ait, auk verka minna þekktra lista- manna og er heildarverðmæti mun- anna á bilinu 28-56 milljónir króna. „Þetta eru ekki stórbrotnir list- munir og hafa þar af leiðandi tak- markað fjárhagsgildi," sagði Biedermann. „En auðvitað hafa munimir tilfinningalegt gildi fyrir þá sem voru neyddir til að láta þá af hendi.“ Tekist hefur að hafa uppi á eigendum um það bil helmings verkanna. Þúsundir listaverka voru gerð upptæk af nasistum í síðari heims- styrjöldinni. Flest þeirra voru í eigu gyðinga og hafa þau mörg hver verið til sýnis í opinberum byggingum í Austuríki, t.d. í Bel- vedere-höll, listasafni Vínar og hér- aðssöfnum eins og Joanneum-safn- inu. Barist um Klimt Þegar hefur hundruðum muna verið skilað til réttmætra eigenda sinna, m.a. 250 listaverkum í eigu Rothschild-fjölskyldunnar sem metin eru á milljónir dollara. Ekki er þó alltaf Ijóst hvort listaverk teljist hluti af ránsfeng nasista eða ekki og standa nú yfir lagalegar deilur um tvö af þekktari málverk- um Gustavs Klimts, m.a. portrett af hinni austurísku Adele Block- Bauer. Ríkisstjóm Austurríkis heldur því fram að Block-Bauer hafi í erfðaskrá sinni ánafnað ríkinu verkin ásamt þremur landslags- myndum, en erfingjar Block-Bau- er-fjölskyldunnar segja ekki laga- legar forsendur fyrir gjöfinni þar sem verkin hafi verið í eigu manns hennar. Mikið er í húfi fyrir erfingjana þar sem myndirnar fimm eru metnar á 150 milljónir dollara, eða 10,5 milljarða króna og er verð- mæti annarrar Klimt-myndarinnar þar af um 3,5 milljarðar króna. Austurríska ríkisstjómin telur myndimar hins vegar hluta þjóðar- arfs Austurrílds. Klimt var upp- hafsmaður Vienna Secession-lista- hreyfingarinnar og fyrir dýrgripi á borð við þessa em yfirvöld tilbúin að sætta sig við gagnrýni um að þau líti fram hjá lögunum frá 1998 á meðan málið fer fyrir dómstóla. Verðbréfaþing í beinni Fylgstu með á Viðskiptavef mbl.is Föstu- dagurinn langi KVIKMYNDIR L a u g a r á s b í ó NÆSTI FÖSTUDAGUR „NEXT FRIDAY" ★ Leiksijóri: Steve Carr. Framleið- andi: Ice Cube. Handrit: Ice Cube. Aðalhlutverk: Ice Cube, Tommy Lister, John Witherspoon, Don Curry, Mike Epps. 2000. BANDARÍSKA gamanmyndin Næsti föstudagur eða Next Friday mun vera framhald gamanmyndar- innar „Friday" eða Föstudags og er með öllu andlaus, ófyndin og leiðin- leg. Handritið hangir saman á nokkrum nær óskyldum atriðum sem eiga að vera gamansöm en það vantar talsvert upp á að þau séu það og persónurnar eru allar skrípamyndir án þess að virka hið minnsta áhugaverðar eða skemmti- legar. Ice Cube er allt í öllu. Hann fer m.a. með aðalhlutverkið og leikur ungan mann sem hverfa verður frá heimili sínu vegna þess að forn fjandi hans er sloppinn úr fangelsi og ætlar að ganga í skrokk á hon- um. Cube flytur til frænda síns sem nýlega hreppti lottóvinning og keypti fyrir hann hús í rólegu út- hverfi en næstu nágrannar eru krimmar af s-amerískum uppruna. Myndin ætlar sér á einhverju stigi að skopast að nýríka úthver- faliðinu, algeru smekkleysi þess og ómerkilegheitum en það rennur einhvern veginn út í sandinn; í þeim hluta er mikið látið með mann sem rennur í hundaskít. Stór millikafli gerist í kjörbúð þar sem frauka mikil gerir árás á aðalpersónurnar tvær og ætlar sú vitleysa engan endi að taka. Og loks í þriðja og sið- asta hluta eiga Ice Cube og félagar i höggi við dópkrimmana í næsta húsi en helsti brandarinn í því öllu gæti verið úr mynd um Gög og Gokke; menn eiga í basli með að klifra yfir vegg. Þannig er nú skopið í gaman- mynd sem betur hefði fengið heitið Föstudagurinn langi. Á Viðskiptavef mbl.is er nú hægt að fylgjast með hlutabréfaviðskiptum á Verðbréfaþingi íslands í beinni útsendingu. Með slíkum rauntímaupplýsingum Verðbréfaþingsins nýtur þú forskots í viðskiptalífinu. Tryggðu þér aðgang að verðmætum upplýsingum á mbl.is - án endurgjalds! vg'mbl.is ___ gitt-h\sa£> imýt-t- Arnaldur Indriðason Sorgar og samúðarmerki Borið við minningarathaftiir ogjarðarÉarir. Allur ágóði rennur til liknarmála. Fæst á bensínstöðvum, í Kirkjuhúsinu og í blómaverslunura. H KRABBAMEINSSJÚK BÖRN HJÁLPARSTOFNUN V3jy KiRKJUNNAR Shell olís
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.