Morgunblaðið - 25.01.2000, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 25.01.2000, Blaðsíða 65
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐ JUDAGUR 25. JANÚAR 2000 65 FOLKI FRETTUM ERLENDAR Þráinn Ámi Baldvinsson tónlistarmaður skrifar um nýjustu plötu Metallica, „S & M“. Á tónleikum með Metallica ÁRIÐ 1996 gáfu fjórir finnskir sel- lóspilarar út plötu sem bar nafnið „Apoealyptica Plays Metallica by Four Sellos“. Plata fjórmenning- anna í Apocalyptica vakti mikla at- hygli hjá aðdáendum Metallica og veltu menn því fyrir sér hvemig tónlist Metallica myndi hljóma í flutningi heillar sinfóníuhljómsveitar en engum datt í hug að þremur árum seinna kæmi út tónleikaplata með Metallica og Fílharmóníusveitinni í San Francisco undir stjórn Michael Kamen. Michael Kamen stjómar hér San Francisco fílharmóníunni en hann hefur áður starfað með Metallica. Árið 1991 útsetti hann „Nothing El- se Matters" fyrir heila sinfón- íuhljómsveit og var lagið gefið út undir nafninu „Nothing Else Matt- ers, the Elevator Version", á smá- skífunni „Sad But True“ (metcd 11 / 864943-2 ). Útsetningin hér er ná- kvæmlega sú sama. Einnig sá herra Kamen um allar strengjalínur sem fyrir komu á „Svörtu plötunni" (91). Tónleikarnir byrja á þekktum lag- bút Ennio Morricone úr myndinni „The Good, the Bad & the Ugly“, al- geng byrjun hjá Metallica en hljóm- ar óneitanlega talsvert betur í lifandi flutningi hér en af bandi eins og þeir hafa áður þurft að styðjast við. Eftir þetta „intro“ byrja rokkaramir á „The Call of Ktulu“ af „Ride the Lightning" plötunni (84) og er stór- kostlegt að heyra lagið loksins í tón- leikaútgáfu, mikill kraftur og lofar góðu í upphafi. Annað lag er titillag plötunnar „Master of Puppets" (86) sem marg- ir telja besta verk Metallica til þessa. Lagið byrjar geysivel, M. Kamen fær sinfóníuhljómsveitina til að hljóma virkilega vel með rokkuran- um fjóram allt fram að hraða kaflan- um eftir einleik Kirk Hammett, þá kemur í fyrsta sinn fyrir á plötunni það sem pirrar mig hvað mest við þessa tilraun Metallica til að spila með sinfóníuhljómsveit en það eru raddanir og melódíur sem era ger- samlega út úr kú og falla engan veg- inn inn í annars ágætlega útsettar mottur. „Of Wolf and Man“ er eitt þyngsta lag „svörtu plötunnar“ (91). Hér fell- ur sinfóníuhljómsveitin ágætlega inn í lagið og nær að mynda spennu og dranga, mun betra í þessum búningi heldur en venjulega á tónleikum hjá Metallica. „The Thing that Should not Be“ hefur alltaf verið kraftmikið og hér er hvergi slegið af, selló gefa laginu ógnarkraft og maður verður hálfhræddur! „Fuel“ af plötunni „Load“ (96) er kraftmikið og styðst Kamen ein- göngu við línur úr laginu, engar sér- samdar línur hér eins og í svo mörg- um lögum á þessum diski. „The Memory Remains" tekst gríðarvel, áheyrendur syngja hátt og taka mikinn þátt í laginu. Stemmn- ingin verður greinilega betri og betri með hveiju laginu sem líður. „No Leaf Clover“ er nýtt lag, gríð- arfalleg melódía í þéttum rokkbún- ingi. Gott lag. „Hero of the Daý‘ sýnir hversu góður söngvari herra Hetfield er orðinn og spilamennska allra á svið- inu er frábær, engar út-úr-kú línur hér, bara frábært. „Devil Dance“ kemur ágætlega út með skerandi „djöfladanslínur" frá sinfóníuhlj ómsveitinni, skemmtileg viðbót við annars gott lag en samt fer maður að spá í, hvað á maður að hlusta á? Metallica, sinfóníuna eða lagið? Þetta er bara of mikið, hvergi hægt að anda fyrir útpældum línum! Þetta fer að nálgast „yfirspilun"! „Bleeding Me“ er næstbesta lag Metallica og hér heyrist hversu vel sinfónían getur passað íyrir AFTAN Metallica! Strákarnir gefa allt í lagið og sinfóníuhljómsveitin virðist frek- ar hjálpa laginu heldur en hitt, sem er gott. „Nothing Else Matters" er eina smáskífan af plötunni enn sem komið er og er þetta falleg útgáfa af fallegu lagi, eins og áður hefur komið fram er hér stuðst við áður útgefna út- setningu og er það vel. Fyrsta smá- skífan af plötunni „Load“ var „Until It Sleeps" og hér fær lagið yfir sig netta strengjamottu og tekst prýði- lega að skreyta lagið á þennan hátt. Þá er komið að lagi sem að mínu mati er besta lag Metallica, „For Whom the Bell Tolls“. Upprunalega útgáfan er einföld og því auðvelt að útsetja lagið fyrir strengjasveit, þarna hefur M. Kamen tekist best upp á plötunni, allt smellur saman og stemmningin því góð til að kynna annað nýtt lag til sögunnar, „Hum- an“, þetta verður varla þyngra og lofar góðu um næstu plötu Metallica, sem verður líklegast nær hljómi og uppbyggingu „Master of Puppets" heldur en margan gnmar. Stór og feitur rokkari er næstur, „Wherever I May Roam“ er laus við allar beljulínur og meiri áhersla er lögð á dimmari hljóðfæri sem gefa laginu einmitt þennan stóra og mikla hljóm sem þarf til að lagið virki. Stemmningin sem „The Outlaw Torn“ skapar fær hái-in til að rísa og er án efa eitt af topplögum plötunn- ar. Grimmar en grípandi melódíur sem að mestu era fengnar úr laginu (ekki samdar með Walt Disney mynd í huga!) gefa því mikla dýpt sem hefur mikil áhrif á uppbyggingu lagsins, hér tekst vel til við að mynda hina mjög svo einkennandi og einu sönnu Metalliea-stemmningu. í „Sad but Trae“ pirra mig mest þessar spennumynda-mottur sem Michael Kamen klínir í allt of mörg lög á plötunni, þetta lag virkar ekki með sinfóníuhljómsveit - því miður. „One“ er lag sem ætti að virka hvað best allra Metallica-laga með stórri sinfóníuhljómsveit og gengur allt vel og smurt fyrir sig þangað til heimatilbúnu fjósah'nurnar hans M. Kamen skera í sundur lagið með til- raunakenndum „Mission Imposs- ible“ stefum. Hví að sjóða saman öm- urleg stef þegar lagið í sinni uppranalegu mynd er svo ríkt af stórgóðum melódíum sem einmitt myndu virka svo vel með heilli sin- fóníuhljómsveit?! Útkoman hér er miður góð. Mér til mikillar undrunar virðist sinfóníuhljómsveitin drífa „Enter Sandman“ áfram og lagið nýtur sín vel í þessari útgáfu. „Batterý* er svo lokalag disksins og er gaman að heyra byrjunarstefið í höndum sinfóníunnar. Hvergi er slegið af þegar lagið er keyrt á mikl- um hraða og af miklu öryggi allt fram á síðustu nótu. Allsérstökum tónleikum er lokið en ég verð því miður að segja að þrátt fyrir góða punkta á plötunni er þetta langt því frá að vera ásættan- legt. Sinfónían drekkir góðum lögum með leiðinlegum beljulínum og til- gangslausum spennumyndastefum. Meðlimir Metallica geta brosað og svitnað rólegir á næstunni. Miele er Benzinn í þvottahúsínu Þvottavél - handþvottakerfi fyrir ull og silki - viktar þvottinn og reiknar út sápunotkun - íslenskt stjórnborð á vélinni - lífstiðarábyrgð á uppfærslu þvottakerfa 10 afmæLi í tilefni af 100 ára afmæli MieLe hafa Eirvik og Miele ákveðið að efna til happadrættis. í verðlaun er hinn glæsilegi Mercedes- Benz A-lína frá Ræsi. EIRVÍK, HHMUKnm Suðurlandsbraut 20 - 108 Revkiavík - Simi 588 0200 - www.eirvik.is | Htntda-Bvu A-lína fa bl heppins kmiponda MkU hvmibstxbi. Iopo Miele Lagavalið er síðan annað mál. Hvar era ,Azid Justice for All“, „Welcome Home (Sanitarium)" eða „Fade to Black“? „Until It Sleeps" er lag sem hæglega hefði verið hægt að sleppa sem og „Sad but True“ en svona er þetta og þessu verður ekki breytt. Diskurinn fer aftur upp í hillu hjá mér og verður þar þangað til mig Reuters langar að hlusta aftur á„The Outlaw Torn“ eða „For Whom the Bell Tolls“, en ef vahð stendur á milli „S & M“ eða „Live Shit, Binge & Pur- ge“ þá er valið einfalt, James, Lars, Kirk og Jason era bestir einir og sér- staklega án Michaels Kamen. ...Og réttlæti fyrir alla!! Þráinn Árni Baldvinsson Hraðlestrarnámskeið/ Á árinu 1999 jókst lestrarhraði nemenda Hraðlestrarskólans að jafnaði úr 160 orðum á mínútu í 680 orð á mínútu í fremur erfiðu lesefni. Eftirtekt batnaði um 18%. Afköst í námi og starfi uxu mikið samfara þessum mikla árangri. Er ekki komin tími til að þú takir á þínum málum? Upplýsingar og skráning er í síma 565 9500 HRAÐLESTRARSKÓLINN http://www.ismennt.is/vefir/hradlestrarskolinn v OpiðTdag hl.lO-18 laugardag hl.10-14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.