Morgunblaðið - 25.01.2000, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 25.01.2000, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 25. JANÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Bandarísk stjórnvöld sýna áhuga á að koma á námskeiðum fyrir íslenska lögreglumenn Stendur til boða marg- vísleg þjálfun hjá FBI Morgunblaðið/Kristinn Sólveig Pétursdóttir dómsmálaráðherra á fundi með Robert Patton, fulltrúa FBI, sem situr annar frá vinstri, Barböru J. Griffiths, banda- ríska sendiherranum á íslandi, og William Muller sendiráðsstarfsmanni. BANDARÍSK stjórnvöld hafa sýnt því áhuga að koma á sérstökum námskeiðum fyrir íslenska lög- reglumenn í landamæraeftirliti og vegabréfaskoðun. Einnig hafa þau boðist til þess að veita íslenskri lög- reglu margvíslega aðra þjálfun, s.s. við rannsókn efnahagsbrota, í rann- sóknaraðferðum lögreglu og lög- gæslu á flugvöllum. Þá hefur verið leitað eftir því að íslenskir lögreglu- menn fái að taka þátt í sérstökum námskeiðum og fái þjálfun á vegum bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, í nýjustu aðferðum við rann- sóknir tölvubrota og brota sem tengd eru alþjóðlegri glæpastarf- semi, svo sem peningaþvætti. Þetta hefur komið fram á fundum sem Sólveig Pétursdóttir dómsmál- aráðherra hefur ásamt íslenskum embættismönnum átt með sendi- herra Bandaríkjanna á Islandi, Barböru J. Griffiths, og bandarísk- um embættismönnum um samstarf bandarískrar og íslenskrar lög- reglu. Þessar viðræður eru haldnar í kjölfar funda dómsmálaráðherra með Janet Reno, dómsmálaráð- herra Bandaríkjanna, og háttsett- um embættismönnum í löggæslum- álum og forsvarsmönnum í baráttu gegn eiturlyfjavandanum í Wash- ington í nóvember sl. Samvinna í fíkniefnalöggæslu Var þar rætt um að stofna til samvinnu milli ríkjanna, m.a. um aðferðir við að koma á grenndar- löggæslu, þjálfun lögreglumanna, bæði hvað varðar fíkniefnalöggæslu og þjálfun við landamæraeftirlit, um nýjasta tækjabúnað sem beitt er við leit að ííkniefnum, um aðra fíkniefnalöggæslu og aukið eftirlit til að uppræta flutning fíkniefna milli landanna. Þegar eru komnar fram nokkrar hugmyndir um framkvæmd þjálf- unar í vegabréfaeftirliti sem fer fram samhliða námskeiðum í SCHENGEN-reglum. Til stendur að veita um hundrað löggæslu- mönnum grundvallarþjálfun á þriggja daga námskeiði, en öðrum tíu mun víðtækari þjálfun. Þessi námskeið verða í sumar og haust og er vonast eftir þátttöku banda- rískra sérfræðinga á þeim. Að sögn Sólveigar Pétursdóttur má líta á samstarf íslenskra og bandarískra yfirvalda sem svar við kröfum samtímans, breyttum að- stæðum og nýjum viðfangsefnum í löggæslu. „Fíkniefnavandamálið verður t.a.m. að taka mun ákveðnari tökum nú en áður var gert, enda hefur þetta vandamál að mörgu leyti fengið sama svipmót og það hefur í stærri samfélögum á Vesturlönd- um,“ segir hún. „Reynsla og þekk- ing Bandaríkjamanna kemur vissu- lega að notum þegar hugað er að því að efla löggæsluna í baráttunni gegn skipulagðri brotastarfsemi." íslensk lögregla staðið sig vel að undanförnu Sólveig segir íslensk lögregluyf- irvöld hafa staðið sig mjög vel und- anfarið og náð góðum árangri í mál- um sem fengið hafa mikla athygli almennings og er hún þess fullviss að samstarf við bandarísku lög- regluna muni styrkja íslensku lög- regluna enn frekar. „Þar eru margir kostir íýrir hendi, allt frá því að fá fyrirlesara á ráðstefnur til lengra náms og þjálf- unar. Þeir fundir sem nú þegar hafa fai'ið fram hafa að mínu mati verið mjög árangursríkir. Þar er m.a. um að ræða sérfræðinga í málefnum Norðurlanda og Eystrasaltsríkja, sem veitt hafa mjög gagnlegar upp- lýsingar um þróun í ákveðnum teg- undum afbrota sem ljóst er að gef- ur okkur tilefni til viðbragða. Þjálfun íslenskra lögreglumanna er sérstaklega gagnleg á ýmsum sérsviðum,“ segir Sólveig og nefnir í því tilliti rannsóknaraðferðir vegna peningaþvættis og upptöku ólöglegs hagnaðar. „Lögreglan er nú að stíga sín fyrstu spor í að beita þessum úr- ræðum gegn skipulagðri glæpa- starfsemi og getur án efa notið góðs af langri reynslu Bandaríkjamanna í þessum efnum. Sama má segja um nýjar tegundir afbrota eins og tölvuglæpi.“ Rflrisstjórnin samþykkir að ekki verði ráðist í innheimtu aðgangseyris að friðuðum svæðum Rekstur ferðamiðstöðvar við Gullfoss boðinn út SIV Friðleifsdóttir umhverfisráð- herra lagði á ríkisstjórnarfundi sl. föstudag fram tillögur um að rekstur þjónustumiðstöðvarinnar við Gull- foss verði boðinn út. Segist Siv hafa séð ýmsa annmarka á þeim hug- myndum, sem verið höfðu uppi, um að ráðist yrði í innheimtu aðgangs- eyris að friðuðum svæðum, og ákvað hún því í samráði við Sturlu Böð- varsson samgönguráðherra að leggja frekar drög að því að fólk borgi framvegis fyrir þá þjónustu sem það sækist eftir á þessum svæð- um. í fjárlögum fyrir árið 2000 er kveðið á um það að innheimtur verði aðgangseyrir að friðlýstum svæðum og tekjum varið til uppbyggingar þeirra svæða þar sem aðgangur er tekinn. Var áætlað að með þessum hætti yrðu innheimtar 15 milljónir króna. Siv segist hafa séð ákveðna ann- marka á þessari hugmynd enda séu fáir staðir landfræðilega sem bjóða upp á þennan möguleika, nema menn leggi í það verk að girða svæð- in af. Slíkar framkvæmdir hefðu án efa orðið mikil lýti á landslaginu enda engin tré á Islandi til að hylja þessháttar girðingar. Aukinheldur myndi þurfa að ráða manneskju til að innheimta gjaldið, „fyrir utan það að þá væri fólk að borga fyrir það eitt að horfa á náttúruna," segir Siv. Fleiri staðir koma til greina í framtíðinni Þrátt fyrir þessar efasemdir ákvað Siv þó í samráði við sam- gönguráðherra að skipa sérstaka nefnd til að fara yfir hvort unnt væri að innheimta aðgangseyri að friðlýstum svæðum. Klofnaði nefnd- in í afstöðu sinni og höfðu þau Siv og Sturla Böðvarsson samgönguráð- herra samráð um framhaldið. Kom- ust þau að þeirri niðurstöðu að ekki væri rétt að stíga þetta skref. Leggja þau í staðinn til að boðinn verði út rekstur þjónustumiðstöðv- arinnar við Gullfoss. Að Gullfossi koma um 150 þúsund ferðamenn á ári hverju, að sögn Sivj- ar, og er gert ráð fyrir að Náttúru- vernd ríkisins bjóði út alla þá rekstr- arþætti sem mögulegt er að bjóða út á þeirra vegum. Mun Náttúruvernd ásamt Ríkiskaupum væntanlega sjá um útboðið, í samráði við Ferða- málaráð. Ovíst er hvort áðurnefndar 15 milljónir náist með þessu móti en Siv segir upphæðina reyndar ekki skipta höfuðmáli enda sé gert ráð fyrir að fjármagnið fari út aftur. Hitt sé ljóst að auka þurfi það fé, sem eyrna- merkt er Ferðamálaráði og Náttúru- vemd ríkisins vegna uppbyggingar- starfs á friðlýstum svæðum. Segir Siv að einungis sé um það að ræða að þessu sinni, að þjónustan við Gullfoss sé boðin út, en fleiri staðir komi að sjálfsögðu til greina í fram- tíðinni. - » m a v i Faxafem 8 sími: 533 1555 ? QQá ■ r , , . ■ . 1 1 : OXFORD STREET~| mi ■ OPIÐ: MÁN.-FIM. 10-18 FÖSTUDAGA10-19 LAUGARDAGA10-18 SUNNUDAGA 13-17 603 Akureyri Sunnuhlíð sími: 462 4111
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.