Morgunblaðið - 25.01.2000, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 25.01.2000, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 20 TBL. 88. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 25. JANÚAR 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Gíslataka í Taflandi Endurskoðendur fínna fleiri lausa enda í bókhaldi CDU Níu byssu- menn skotnir Ratchaburi í Taflandi. Reuters. TAÍLENZKI herinn gerði í nótt árás á sjúkrahús í borginni Ratcha- buri, þar sem skæruliðar frá Búrma, sem sagðir eru úr röðum svokallaðs „Hers Guðs“, höfðu haldið hundruð- um manna í gíslingu frá því snemma í gærmorgun. Að sögn talsmanns hersins voru níu byssumenn skotnir til bana í árásinni og einn handsamaður særð- ur. Allir gíslarnir, sjúklingar og starfsfólk sjúkrahússins, voru sagðir ómeiddir. Sex skæruliðar voru sagð- ir hafa komizt undan. „Hefðum við látið ástandið drag- ast á langinn hefði bara farið verr,“ sagði Akapol Sorasuchart, talsmað- ur taflenzkra stjórnvalda. Aður höfðu fréttamenn heyrt hljóð frá hríðskotarifflum og spreng- ingar rjúfa næturkyrrðina, mögu- lega þegar sprengjugildrur sprungu sem skæruliðar höfðu komið fyrir við innganga að sjúkrahúsinu. Préttamenn á staðnum, sem AP vitnar til, heyrðu í talstöðvarsam- skiptum lögreglu að ellefu manns hefðu verið handteknir og tveir þeirra væru alvarlega slasaðir. Einn var sagður hafa sloppið og enn væru sex byssumenn dreifðir um bygging- ar sjúkrahússins. Fréttamönnum var bægt frá vettvangi, en fjórir sjúkrabflar sáust á leið að sjúkrahús- inu. ■ Allt að 800 manns/24 Uppruni tólf millj- óna marka óljós Berlín. AFP, AP. KRISTILEGIR demókratar í Þýzkalandi, sem eiga nú í alvarleg- ustu hneykslismálum í sögu flokks síns, CDU, greindu frá því í gær að þeir gætu ekki sagt til um uppruna samtals tólf milljóna marka sem flokknum hefðu áskotnazt á tímabil- inu 1989-1999. Og þrýstingur jókst á flokkinn er formaður rannsóknarnefndar þýzka þingsins, sem byrjuð er að rannsaka fjármálahneykslið, sagðist þess fullviss að nafnlausar og þar með ólöglegar greiðslur í leynisjóði CDU hafi haft áhrif á pólitískar ákvarðan- ir rfldsstjómar Helmuts Kohls, sem sat að völdum til haustsins 1998. Matthias Wissmann, fjármála- stjóri CDU, sagði á blaðamanna- fundi eftir flokksstjórnarfund í Berl- ín í gær, að endurskoðendur sem ráðnir hefðu verið sérstaklega til að fara yfir allt bókhald flokksins hefðu fundið alls 12,1 milljón marka, and- virði 460 milljóna króna, sem ekki væri vitað hvaðan væru upprunnin. Wissmann sagði að endurskoðun- arfyrirtækið Ernst & Young hefði ekki getað skýrt uppruna 2,1 millj- ónar marka í bókhaldi flokksins fyrir árin 1993-1998, né heldur þeirra tæpu tveggja milljóna marka, um 75 milljóna króna, sem Kohl hefur við- urkennt að hafa tekið við og geymt á leynilegum sjóðum, þ.e. framhjá bókhaldi, á þessu tímabili. Flokksformaðurinn Wolfgang Scháuble fordæmdi leynisjóðina sem haldið var úti í kanzlara- og flokks- formannstíð Kohls. Sagði Scháuble þá ógn við lýðræðið. „Ekkert þessu líkt mun endurtaka sig,“ sagði Scháuble eftir flokks- stjórnarfundinn, og bætti við að á síðustu vikum hefði CDU, mesti þungavigtarflokkur þýzkra stjórn- mála eftir lok síðari heimsstyrjaldar, gengið í gegn um mikla eldraun. Weyrauch mögulega stefnt, Kohl ekki Sagði Scháuble að flokkurinn, sem stendur frammi fyrir því að þurfa að greiða gríðarháar sektir fyrir brot á lögum um fjái-mögnun stjómmála- flokks, yrði að standa þetta af sér. Sagði hann flokkinn ætla að hefja nýja áróðursherferð undir slagorð- inu: „Þetta land þarf á sterkum CDU að halda.“ Kohl sætir bæði þing- og saka- rannsókn vegna meintra lögbrota í tengslum við hina leynilegu sjóði. Volker Neumann, formaður þing- rannsóknarnefndarinnar, sagðist í gær sannfærður um að hið leynilega fjárstreymi hefði haft áhrif á póli- tískar ákvarðanir í stjómartíð Kohls. Sagði Neumann, sem sjálfur er þing- maður jafnaðarmanna, að það eina sem væri óljóst væri hvort féð hafi formlega farið um hendur starfs- manna flokksins eða ríkisins. Scháuble sagði að flokksstjómin væri að íhuga að stefna Horst Weyrauch, fyrrverandi endurskoð- anda flokksins, fyiir rétt, og grípa til allra þeirra ráðstafana sem lög leyfa til að fá hann til að láta af hendi þær upplýsingar sem hann býr yfir um málið. Scháuble sagðist hins vegar útiloka að flokkurinn höfðaði mál á hendur Kohl. Menn væm sammála um að það væri „frekar fáránlegt" að láta koma til slíks dómsmáls milli flokksins og mannsins sem fór fyrir honum í aldarfjórðung. Saksóknar- ar, sem rannsaka mál Kohls, hafa ekki útilokað að fara fram á að hann verði sviptur þinghelgi og húsleit gerð heima hjá honum. Einn nánasti samstarfsmaður Kohls í gegn um árin í forystu CDU, Norbert Blum, sem var atvinnu- málaráðherra öll 16 árin sem Kohl var kanzlari, lýsti því yfir um helgina og í gær að hann segði skilið við Kohl. Sagði Blum í viðtali við dag- blaðið, Die Welt að Kohl væri með hátterni sínu að stuðla að upplausn flokksins. Kohl ítrekaði hins vegar enn á ný um helgina að hann ætlaði sér aldrei að láta uppi nöfn gefenda hinna meintu ólöglegu greiðslna. Hann væri bundinn gefendunum trúnaðareiði sem hann ryfi ekki. ■ Milljarður frá Mitterrand?/25 Forkosningar demókrata og repúblikana í Iowa-ríki iteuiers Bill Bradley, keppinautur A1 Gores, varaforseta Bandaríkjanna, um forsetafrainboðsútnefningu demókrata, olnbogar sig í gegnum mannþröng á kosningafundi í Iowa í gær. Gore var spáð auðveldum sigri yfir Bradley. Mikilvægra vísbendinga vænzt Dcs Moincs. Rcutcrs. AL Gore, varaforseti Bandaríkj- anna, og George W. Bush, ríkis- stjóri Texas, reyndu hvor fyrir sig sitt bezta í gær til að tryggja sér sem flest atkvæði í fyrstu forkosn- ingunum sem haldnar eru fyrir for- setakosningarnar í haust. Á að gizka 500.000 skráðir félagar í Demókrataflokknum og álíka fjöldi repúblikana í Iowa-ríki höfðu í gær rétt til að greiða atkvæði í forkosn- ingum flokkanna tveggja. En ekki var reiknað með því að fleiri en um 100.000 félagar úr hvorum flokki hefðu fyrir því að mæta á kjörstað. Skoðanakannanir bentu til að Gore ætti að geta fagnað auðveldum sigri yfir keppinaut sínum um for- setaframboðsútnefningu Demó- krataflokksins, Bill Bradley, fyrr- verandi öldungadeildarþingmanni. Búizt var við því að Bush fengi jafn mörg atkvæði og allir fimm innan- flokkskeppinautar hans samanlagt. Urslitin í fyrstu forkosningunum gefa alltaf mikilvægar vísbendingar um framhaldið. Því ríkir spenna um hvort Gore og Bush tekst að ná meira eða minna fylgi en þeim hefur verið spáð. Ráðherraráð ESB Aðgerðir gegn Rússum Brussel. AFP. UTANRÍKISRÁÐHERRAR Evrópusambandsins (ESB) boðuðu á fundi sínum í Bruss- el í gær refsiaðgerðir gegn Rússlandi vegna hernaðarins í Tsjetsjníu, en ítrekuðu jafn- framt vilja til að viðhalda góðu sambandi við stjórnvöld í Moskvu til langs tíma litið. Evrópusambandið „dregur ekki í efa rétt Rússlands til að standa vörð um einingu ríkis- ins,“ segir í yfirlýsingu sem ráðherrar ESB-ríkjanna 15 samþykktu við lok fyrri fund- ardags, en þetta er fyrsti alls- herjarfundur ráðherraráðsins frá því Portúgalar tóku við formennsku í því um áramót. „Augljóslega erum við mjög áhugasamir um að þróa til lengri tíma litið góð tengsl við Rússland, en áhyggjur okkar yfir atburðum í Norður-Kák- asus gera okkur ómögulegt að láta eins og ekkert hafi í skor- izt,“ sagði Chris Patten, sem fer með utanríkismál í fram- kvæmdastjórn ESB. Reuters Mesic með forystu í Króatíu Zagreb. Reuters. VEL skeggjaður Zagrebbúi greiðir atkvæði í fyrri umferð for- setakosninga, sem fram fóru í Króatíu í gær. Þegar nærri öll at- kvæði höfðu verið talin reyndist Stipe Mesic hafa afgerandi forystu, en hann hefur heitið að snúa baki við hinni stífu þjóðemisstefnu Franjos Tudjmans, sem var forseti allt frá endurreisn sjálfstæðrar Króatíu 1991 til dauðadags í desem- ber sl. Mesic gegndi embætti for- seta gömlu Júgóslavíu síðastur manna. Mesic var með um 40% fylgi, en Drazen Budisa, frambjóð- andi fijálslyndra, kom næstur með um 35%. Efnt verður til annarrar umferðar hinn 7. febrúar milli þeirra Mesics og Budisa, þar sem hvorugur þeirra hlaut yfir helming greiddra atkvæða í fyrri umferð- inni. í þriðja sæti var Mate Granic, utanríkisráðherra úr HDZ, flokki Tudjmans, með um 17%. Fagnar þú milljón kl. 18? www.hhi.is HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS vænlegast til vinnings MORGUNBLAÐIÐ 25. JANÚAR 2000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.