Morgunblaðið - 25.01.2000, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 25.01.2000, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. JANÚAR 2000 11 FRÉTTIR Hátæknihjúkrunarheimilið sem reisa á við Sóltún Byggingarkostnaður um 1,2 milljarðar rv- ' j) Hjúkrunarheimili m- við Sóltún 90 herbergi á þrem hæðum Samtals 7.000 fermetrar Byggingarkostnaður 1.200 milljónir kr. Teikning: Vinnustofa artdtekta, Skólavöröustíg 12 HJÚKRUNARHEIMILIÐ sem ráðgert er að reisa við Sóltún í Reykjavík verður um 7.000 fermetr- ar og á þremur hæðum. Að sögn Guðmundar Arasonar, aðstoðar- framkvæmdastjóra Securitas hf., er áætlaður byggingarkostnaður um 1.200 milljónir króna en húsið verður að öllum líkindum tekið í notkun haustið 2001. Á heimilinu munu starfa um 100 manns og sagði Guð- mundur að áætlaður rekstrarkostn- aður þess væri um 460 milljónir á ári. Heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytið, Securitas hf. og Islensk- ir Aðalverktakar hf. hafa þegar und- irritað viljayfirlýsingu um byggingu og rekstur heimilisins en um er að ræða fyrstu einkaframkvæmdina í heilbrigðisgeiranum. Heimilið er fyrir mikið veikt eldra fólk og sagði Guðmundur að það myndi rúma 90 íbúa og lagði sérstaka áherslu á að það yrði gert sem heimilislegast. Enn á eftir að gera deiliskipulag fyrir svæðið þar sem húsið á að rísa, þ.e. á horninu á Nóatúni og Sóltúni, en þar eru nú m.a. tækjageymslur Reykjavíkurborgar. Guðmundur sagði að upphaflega hefði fengist samþykkt að byggja tveggja hæða hús fyrir um 60 íbúa á svæðinu, en þar sem áætlanir hefðu breyst þyrfti að fá samþykki fyrir þeim. Hann sagði að ef allt gengi samkvæmt ósk- um ættu framkvæmdir að geta hafíst í vor. Skynjarar í herbergjum Guðmundur sagði að mikil vinna hefði verið lögð í hönnun hússins en það er Vinnustofa arkitekta sem séð hefur um það verk og hefur Hró- bjartur Hróbjartsson verið verkefn- isstjóri. Að sögn Guðmundar hefur megináherslan verið lögð á tækni og góðan heimilisbrag. M.a. hefðu hug- myndir verið sóttar út fyrir land- steinana en einnig hefði verið haft samráð við íslenska sérfræðinga í heilbrigðisgeir anum. Tæknibúnaðurinn kemur frá Kan- ada og sagði Guðmundur að hann væri mjög fullkominn. Viðamikið tölvukerfi yrði sett upp, sem myndi fyrst og fremst auka öryggi íbúanna. Skynjarar yrðu í hverju herbergi, sem skynjuðu hreyfingar fólksins, og ef t.d. íbúi, sem vanalega færi á sal- emið á ákveðnum tíma á nóttunni, gerði það ekki eina nóttina myndu starfsmenn heimilisins fá boð um það og gætu þá athugað hvort ekki væri allt með felldu. Að sögn Guðmundar er sá hluti hönnunarinnar sem snýr að því að gera heimilið sem vistlegast mikið til sóttur til Norðurlandanna, en farið var í heimsókn til nokkun-a hjúkrun- arheimila í Danmörku og Svíþjóð. Hver íbúi mun búa í um 30 fermetra herbergi og sagði Guðmundur að reynt yrði að hafa það sem allra heimilislegast, t.d. yrðu bjöllur við hvert herbergi, þannig að íbúarnir hefðu ákveðið næði. Þá sagði hann að tæknibúnaðurinn væri einnig hugs- aður til þess að skapa íbúunum næði, því án hans þyrftu starfsmenn að fara í mun fleiri vitjanir, sem óhjá- kvæmilega ylli íbúunum ónæði. Yfirlýsing vegna V atney rarmálsins MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá Áhugahópi um auðlindir í almannaþágu vegna Vatneyrarmálsins: „í dómi Hæstaréttar í máli Valdi- mars Jóhannssonar gegn íslenska ríkinu frá 3. desember 1998 segir m.a.: „Eins og áður getur taldi löggjafinn brýnt að grípa til sér- stakra úrræða á árinu 1983 vegna þverrandi fískistofna við ísland. Var skipting hámarksafla þá felld í þann farveg, sem hún hefur síðan verið í, að úthlutun veiðiheimilda yrði bund- in við skip. Er óhjákvæmilegt að líta svo á, að þessi tilhögun feli í sér mis- munun milli þeirra, sem leiða rétt sinn til veiðiheimilda til eignarhalds á skipum á tilteknum tíma, og hinna, sem hafa ekki átt og eiga þess ekki kost að komast í slíka aðstöðu. Þótt tímabundnai- aðgerðir af þessu tagi til varnar hruni fiskistofna kunni að hafa verið réttlætanlegar, en um það er ekki dæmt í málinu, verður ekki séð, að rökbundin nauðsyn hnígi til þess að lögbinda um ókomna tíð þá mismunun, sem leiðir af reglu 5. gr. laga nr. 38/1990 um úthlutun veiði- heimilda. Stefndi hefur ekki sýnt fram á, að aðrar leiðir séu ekki færar til að ná því lögmæta markmiði að vernda fiskistofna við ísland.... Þeg- ar allt er virt verður ekki fallist á, að til frambúðar sé heimilt að gera þann greinarmun á mönnum, sem hér hef- ur verið lýst. Hið umdeilda ákvæði 5. gr. laga nr. 38/1990 er því að þessu leyti í andstöðu við jafnræðisreglu 1. mgr. 65. gr. stjórnarskrárinnar og þau sjónarmið um jafnræði, sem gæta þarf við takmörkun á atvinnu- frelsi samkvæmt 1. mgr. 75. gr. hennar. Eins og alþjóð veit kaus rík- isstjórnin, forysta framkvæmda- valdsins, að vinna sér málið létt og breyta lögum sem minnst í framhaldi af þessum dómi Hæstaréttar, sem er forysta dómsvaldsins í landinu. Margir vöruðu við þessu og orð þeirra eru nú að sannast með rök- studdum dómi undirréttar í Vatn- eyrarmálinu. Hann þarf því ekki að koma neinum á óvart. Allir vita úr daglegu lífi að það er oft skammgóð- ur vermir að vinna sér málin létt í stað þess að kafa dýpra og vanda til verka. Margir brjóta nú heilann um það, hvort Hæstiréttur muni stað- festa dóm undirréttar, hafna honum eða vísa málinu frá. En þessi spurn- ing hefur takmarkað gildi. Þó að rétturinn kysi að staðfesta ekki fyrri dóm er ólíklegt að þar með yrði eytt þeirri réttaróvissu sem ríkt hefur um þessi mál. Ný dómsmál mundu rísa með sífellt nýjum hætti þar til löggjafarvaldið setur lög sem tryggja bæði viðhald fiskistofnanna, hagkvæma nýtingu þeirra og jafn- ræði þegnanna. Ymsar leiðir er um að velja til að fullnægja þessum grundvallarsjónarmiðum til fram- búðar. Ein þeirra er sú að hafa til- tekinn heildarkvóta og bjóða hann upp á almennum markaði. Þannig mundi kerfið stuðla að því að þeir veiði fiskinn sem geta gert það með minnstum tilkostnaði. Það er regin- misskilningur að þetta kerfi yrði sjálfkrafa stærri fyrirtækjum í hag og að smærri byggðir stæðu enn verr en áður. Þessi misskilningur stafar af því að menn ímynda sér að verð heildarkvótans á uppboði yrði sambærilegt við himinhátt verð þess jaðarkvóta sem gengur nú kaupum og sölum. En slíkt gengur augljós- lega ekki upp, heldur yrði verð heild- arkvótans á uppboðsmarkaði vænt- anlega til dæmis 10-30% af fiskverði eftir tegundum og ástæðum á hverj- um tíma. Útgerðarfyrirtækin bjóða að sjálfsögðu ekki til lengdar hærra verð fyrir kvótann en afkoma þeirra leyfir. Og vel rekin smáfyrirtæki þurfa alls ekki að standa verr að vígi en þau stóru þegar verði kvótans er í hóf stillt. Hitt er líka misskilningur að dómur Hæstaréttar eða dómur undirréttar í Vatneyrarmálinu þurfi að leiða til kollsteypu í fiskveiði- stjórn. Þetta sést glöggt af orðum Hæsta- réttar um „að lögbinda um ókomna tíð“. Ekkert bendir til að dómstólar muni amast við lögum sem breyta núverandi kerfi í áföngum, til dæmis á 10 árum, í það horf að jafnræði yrði þá fullnægt. Sumir virðast halda að vandinn leysist með því að leggja fyrirfram ákveðið og takmarkað auðlindagjald á veiðiheimildir. Slíkt stuðlar að vísu að því að jafna reikningana milli útgerðarmanna og þjóðar og er að því leyti skref í rétta átt. En ef gjaldið er lítið yrðu veiði- heimildir áfram veruleg verðmæti og menn yrðu jafnnær um það, til hverra ætti að úthluta þeim. Því er ekki sýnilegt að þessi leið takmark- aðs auðlindagjalds geti tryggt jafn- ræðið sem stjórnarskráin kveður á um og allir vilja væntanlega hafa í nútíma þjóðfélagi. Við hvetjum andstæðinga kvóta- kerfisins í núverandi mynd, sem eru meirihluti þjóðarinnar, til að fylkja sér um uppboðsleiðina. Hana má skilgreina nánar með ýmsum hætti eins og til dæmis er gert á vefsíðu áhugahópsins, www.kvotinn.is. En meginatriði málsins er það að færar leiðir eins og Hæstiréttur hef- ur kallað eftir eru sannarlega til. Við getum vel verndað fiskistofna við ís- land án þess að ganga á svig við jafn- ræði landsmanna, án þess að taka kollsteypu og án þess að fórna hag- ræði. “ Sérstakur vefur með gögnum um rekstrarleyfi MORGUNBLAÐIÐ hefur sett upp sérstakan vef á mbl.is í tilefni af útgáfu rekstrarleyfis til gerðar og starfrækslu gagnagrunns á heil- brigðissviði og reglugerðar um gagnagrunn á heilbrigðissviði. Þar er að finna rekstrarleyfið, sem Islenskri erfðagreiningu hefur verið veitt, reglugerðina, sem ráð- herra gaf út í gær vegna rekstrar- leyfisins, og samning þann sem ráðherra og fyrirtækið gerðu í til- efni af útgáfu starfsleyfisins. Einnig eru á vefnum fjölmörg önnur gögn, viðaukar, þar sem birtast ýmsar forsendur rekstrar- leyfisins, samningsins og reglu- gerðarinnar. í viðaukunum er að finna um- fjöllun um eftirfarandi efni: ► Almenna kröfulýsingu fyrir sjúkraskrárkerfi gagnagrunnsins. ► Greinargerð vegna flutnings upplýsinga í gagnagrunn á heil- brigðissviði. ► Helstu form- og efnisatriði samninga rekstrarleyfishafa og heilbrigðisstofnana og sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsmanna. ► Stöðulýsingu á heilbrigðis- upplýsingum. ► Skilmála um fjárhagslegan aðskilnað starfrækslu gagna- gi'unnsins frá annarri starfrækslu leyfishafa. ► Skrá yfir heilbrigðisstéttir. ► Almenna öryggisskilmála tölvunefndar. ► Hluta af tækni-, öryggis- og skipulagsskilmálum tölvunefndar. Morgunblaðið hefur undir höndum þrjá kafla af átta. í hinum fimm köflunum eru ákvæði um stjórnun- arlegt öryggi og fleira og birtir Tölvunefnd þá ekki af öryggis- ástæðum. Að auki er að finna á vefnum allt það efni, sem áður hefur birst á mbl.is um gagnagrunn á heilbrigð- issviði. Lægsta verðið tn London frá kr, 7. í sumar með Heimsferðum Forsala 400 sæjum BUondon ótrúlegu verði Heimsferðir kynna nú flug sín til London í sumar, en við munum fljúga alla fimmtudaga til London frá og með 18. maí á hreint ein- stökum kjörum. Nú getur þú valið um 4 daga helgarferð til heims- borgarinnar í sumar, 11 daga eða 18 nætur, flogið út á fímmtudegi og heim á mánudegi. Hvergi í Evrópu er jafnmikið um að vera í listum og menningarlífi og hjá Heimsferðum getur þú valið um gott úrval hótela, frá 2-4 stjörnu á frábærum kjörum. Við bjóðum nú forsölu á 400 fyrstu sætunum til London á frábæru verði og tryggjum þér besta verðið til London í sumar. Verðkr. 7.900 Verð kr. 14.200 Flugsæti aðra leiðina til London í sumar. Flugvallarskattar kr. 1.830 ekki innifaldir. Flugsæti fram og tilbaka. Flugvallarskattar kr. 3.790 ekki innifaldir. Fyrstu 400 sætin. HEIMSFERÐIR Austurstræti 17, 2. hæð, sími 562 4600. www.heimsferdir.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.