Morgunblaðið - 25.01.2000, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 25.01.2000, Blaðsíða 37
36 ÞRIÐJUDAGUR 25. JANÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. JANÚAR 2000 37 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. STÓRIÐJA Á ÞEKKIN GARS VIÐI REKSTRARLEYFI fyrir gagnagrunn á heilbrigðissviði var gefið út af heilbrigðisráðherra, Ingibjörgu Pálmadótt- ur, síðastliðinn laugardag. Má með sanni segja, að þar með hafi verið ritað upphafið að nýjum kafla í atvinnusögu lands og þjóðar. Líkja má fyrirætlunum Islenzkrar erfðagrein- ingar ehf. við stóriðju á sviði þekkingar, því gangi þessi áform eftir munu mörg hundruð manns fá sérhæfð störf við gerð gagnagrunnsins. Oljóst er enn, hversu mikið fé þessar áætlanir kosta, en nefnt hefur verið að kostnaðurinn verði á bilinu 12-15 milljarðar króna og jafnvel hafa talsvert hærri tölur verið nefndar. Verkefnið er því stórt í sniðum á íslenzkan mælikvarða og hefur efnahagslegum áhrifum þess stundum verið líkt við byggingu álvers. Mestur hluti kostnaðarins rennur væntanlega til greiðslu launa þess sérhæfða fólks innan heilbrigðiskerfis- ins, sem mun vinna við söfnun og skráningu upplýsinga úr sjúkraskýrslum og öðrum þeim gögnum, sem notuð verða, svo og þeirra, sem starfa við tölvuvinnslu, og loks þeirra starfsmanna Islenzkrar erfðagreiningar, sem munu vinna við nýtingu upplýsinganna. Mörg störf munu einnig koma til hjá Tölvunefnd, sem ein má annast flutning allra upp- lýsinga í gagnagrunninn. Verður sett á fót sérstök dulkóð- unarstofa á vegum nefndarinnar í því skyni, sem tekur við dulkóðuðum heilsufarsupplýsingum frá þeim heilbrigðis- stofnunum og sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsmönn- um, sem samið hafa við leyfishafann. Þá verður sett á fót svonefnd starfrækslunefnd, sem mun m.a. hafa umsjón með gerð samninga við heilbrigðisstofnanir og sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsmenn og gæta hagsmuna þeirra og heilbrigðisyfirvalda, svo og fylgjast almennt með því, að framkvæmd rekstrarleyfisins sé í samræmi við samning- inn. Þótt hér sé aðeins minnst á helztu þættina er augljóst, hversu viðamikil gerð miðlægs gagnagrunns er og úr- vinnsla upplýsinga úr honum. Umfang verkefnisins í heild er risavaxið á íslenzkan mælikvarða. Þess mun ekki aðeins gæta á höfuðborgar- svæðinu heldur einnig á landsbyggðinni, því að í samkomu- lagi heilbrigðisráðherra og íslenzkrar erfðagreiningar er ákvæði þess efnis, að leyfishafi muni stefna að og vinna að því, að hluti af starfsemi hans, dótturfélaga og samstarfs- aðila fari fram utan höfuðborgarsvæðisins. Tekið er fram, að hér sé átt við hugbúnaðargerð, gagnaflutning og önnur skyld verkefni. Fyrirtækið mun vinna að því að koma upp starfsaðstöðu utan höfuðborgarsvæðisins, þar sem það þjónar hagsmunum þess, eða leita eftir samstarfi við þjón- ustuaðila á landsbyggðinni, sem geta tekið að sér verkefni á þess vegum. Segja má, að þetta ákvæði sé í samræmi við þá yfir- lýsingu í starfsleyfinu, að allar upplýsingar, sem fari í gagnagrunninn, séu sameign íslenzku þjóðarinnar og hann skuli staðsettur á Islandi og einungis þar geti úrvinnsla farið fram. Því er við hæfi, að þau störf, sem vinnsla og starfræksla hans skapar, verði sem víðast um landið. Um áratuga skeið hefur verið stefnt að því að draga úr áhrifum af sveiflum í sjávarútvegi á íslenzkt efnahagslíf. Lengst af var litið á uppbyggingu hefðbundins iðnaðar og stóriðju, auk fullvinnslu sjávarafurða, sem helztu leiðina til að auka fjölbreytni atvinnulífsins og skjóta fleiri stoðum undir það. Síðustu árin hefur þróun í tækni og vísindum gert það að verkum, að nú er fyrst og fremst litið til ný- sköpunar atvinnulífsins á sviði tölvuiðnaðar og líftækni. Þessi þróun, og þá sérstaklega stofnun íslenzkrar erfða- greiningar, hefur þegar haft þau mikilvægu áhrif í för með sér, að ungir íslenzkir vísindamenn hafa getað snúið heim að námi loknu erlendis, ásamt fjölskyldum sínum, því að nú hafa skapazt störf fyrir þá heima. Fjölmargir þessara ungu og hámenntuðu vísindamanna gátu litlar vonir gert sér um störf við hæfi í því fámenna og litla samfélagi, sem þeir eru sprottnir úr. Nú við aldatugahvörfin verður æ betur ljóst, að íslend- ingar eiga sér mikil og fjölbreytt tækifæri til efnahags- legra framfara, atvinnusköpunar og lífskjarasóknar ein- mitt á sviði þekkingar og hugvits. Sum þessara tækifæra stafa af því sérstæða þjóðfélagi, sem á íslandi hefur þróast, og einkennist m.a. af góðri menntun landsmanna, dugnaði og framsækni. Starfsemi Islenzkrar erfðagreiningar og reyndar fleiri fyrirtækja á sviði þekkingaröflunar er ágætt dæmi um þá byltingu í atvinnulífinu, sem framundan er, og það er ein- staklega ánægjulegt, að það er einkaframtakið, sem þar vísar veginn. Ráðstefna Kvenréttindafélags Islands í Ráðhúsi Reykjavíkur um kynjaveröld kynjanna Erum við enn í hlekkjum hug- arfars um ímynd kynjanna? Er það eðli kvenna að vinna ákveðin störf og eðli karla að vinna önnur? Eða er okkur ekki áskapað neitt eðli fyrirfram heldur sköpum við okkur sjálf með athöfnum og ákvörðunum, óháð kyni, sem vitandi verur? Um þetta var m.a. rætt á ráðstefnu Kvenréttindafélags Is- lands á laugardag. Arna Schram fylgdist með umræðunum um kynjaveröld kynjanna ásamt um eitt hundrað öðrum konum og f]órum karlmönnum. AVISSAN hátt er mjög erf- itt að tala um ímyndir. Þær búa fyrst og fremst í hug- um okkar sjálfra, eiga ræt- ur í menningu okkar, samfélagsgerð og sögu og nærast gjarnan á aftur- haldssemi og fordómum. Þær birtast okkur þó víða og hafa áhrif á og móta samskipti mannanna. Á þetta minnti Áslaug Dóra Eyjólfsdóttir, formaður Kvenréttindafélags Islands, í upphafi ráðstefnu félagsins Kynjaveröld kynjanna sem haldin var í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur á laugardag. Ráðstefnan var vel sótt af konum víða að úr þjóðfélaginu, ungum sem öldn- um, og óhætt að segja að umræðan hafi verið fróðleg og skemmtileg. Á ráðstefnunni kom í ljós að ímyndir kynjanna birtast okkur í ótal mynd- um í samfélaginu og nefndu fyrirles- arar mörg dæmi því til sönnunar. Guðný Halldórsdóttir kvikmynda- gerðarmaður fullyrti til að mynda að fordómar í garð kvenna sem ynnu að kvikmyndagerð væru miklir og að strangari kröfur væru gerðar til þeirra einungis vegna þess að þær væru konur. „Þetta þýðir að stelpurn- ar leggja sig meira fram, ætla ekki að láta hanka sig, taka eftir öllu og fylgj- ast með hvað allir eru að gera og einn góðan veðurdag ganga þær inn í fleiri störf en strákarnir." Siv Friðleifs- dóttur umhverfisráðherra vantaði heldur ekki dæmi til að benda á og vakti m.a. athygli á því að konur í stjórnmálum fengju stundum öðru- vísi umfjöllun í fjölmiðlum en karlar. Þær væru gjarnan dæmdar eftir útliti sínu og orð viðhöfð um þær sem aldrei tíðkuðust þegar karlar ættu hlut að máli. Tók hún eftirfarandi dæmi máli sínu til stuðnings. „Skömmu fyrir jól var sú er hér stendur gagnrýnd er ákveðinn at- vinnurekstur var settur í umhverfis- mat. Eftir að umhverfisráðherra hafði unnið málið fyrir dómi kom kona í fréttirnar [...] og sagði að það væri afar erfitt að byggja upp at- vinnurekstur í landinu þegar sú er hér stendur trítlaði um á rauðum pinnahælum og væri áskrifandi að launum sínum.“ Siv gerði grín að þessu en sagðist gjarnan vilja fá sam- bærilega frétt þar sem talað væri um að til dæmis Geir H. Haar- de fjármálaráðherra trítl- aði um í gráa rykfrakkan- um sínum. „En ég efast því miður um að svo verði,“ bætti hún við. Miðað við þessi dæmi er óhætt að taka undir orð Áslaugar Dóru í upphafi ráðstefnunn- ar um að hún sé kynleg þessi kynja- veröld kynjanna og að enn séum við í hlekkjum hugarfarsins á svo mörgum sviðum. En víkjum nánar að þeim erindum sem flutt voru á ráðstefnunni. Eftir setninguna flutti rektor Háskóla ís- lands, Páll Skúlason, stutt ávarp og sagði m.a. að verkaskipting kynjanna væri staðreynd og að ímyndanir okk- ar um sjálf okkur sem vitandi verur breytti þar engu um. „En má ekki vera að það séu ákveðnar ímyndir af eðli karla og kvenna sem einmitt ráða því að ákveðin verkaskipting er við lýði? Eða er það eðli kvenna að vinna ákveðin störf og eðli karla að vinna önnur með sama hætti og það er eðli kvenna að ala börn en karla að taka þátt í getnaði þeirra? Auðvitað ekki. Lögmál vitundarinnar eru þau sömu hjá öllum vitandi verum, hvert sem náttúrulegt kyn þeirra kann að vera. Hin vitandi vera uppgötvar líkama sinn og kyn sitt, afneitar honum eða meðtekur hann. En það breytir engu um vitund hennar sem slíkrar heldur einungis um þá kosti sem hún á völ og þar með aðstæður hennar." Páll benti á að þessi hugsun sem hann væri að rekja væri fjarri því að vera ný af nál- inni. Platón (Grískur heimspekingur, 427-347 f. Kr.) hefði haldið fram kenningu af nákvæmlega sama toga með þeim sterka greinaimun sem hann gerði á líkama og sál. Líkaminn væri efnislegur búningur okkar. Sálin hið innra eðli. Efnið væri breytilegt og hverfult. Sálin varanleg og eilíf. Efnið gerði mismun kynja meðal manna en í ríki andans væru allar sál- ir jafnar og í grundvallaratriðum eins. Sagði Páll að síðustu að öll gagn- rýnin umræða um jafnrétti kynjanna hvíldi á þeirri forsendu að við viður- kenndum hvert annað sem frjálsar vitandi verur sem ynnu að því saman að skapa farsælt líf. Fegnrðarímyndin breytist lítið „Alls staðar í kringum okkur er verið að skapa ímynd af konum. I skólabókum, kvikmyndum, auglýs- ingum, óperum, bókmenntum og mörgu fleira,“ sögðu fulltrúar Bríet- ar, félags ungra femínista, á ráðstefn- unni, þær Þóra Þorsteinsdóttir og Þórunn Hafstað Jónsdóttir. Þóra benti á að það væru karlmenn sem hefðu haft valdið til að skapa ímynd kvenna. Þeir væru ritstjórar, leik- stjórar, ljósmyndarar, fatahönnuðir og svo mætti lengi telja. „Þeir hafa haft valdið til að skilgreina konur og þó svo að konur séu að þoka sér í áhrifastöður virðist fegurðarímyndin lítið ætla að breytast," sagði hún og bætti við að ímynd kvenna byði upp á að það væri glápt á þær. Fötin sem konur klæddust væru þrengri, litríkari og fjöl- breyttari en karlar gengju í. „Þægindi eru ekkert tiltökumál. Mestu skiptir að konur séu kyn- þokkafullar," sagði hún og tók jafn- framt fram að konur hirtu vel um út- litið því þær gerðu sér grein fyrir því að þær væru dæmdar eftir útlitinu. „Nú hafa fjórar metnaðarfullar ungar nútímakonur risið upp og ætla í samstarf við stóra markaðsaðila að búa til nýja kvenímynd,“ sagði Þór- unn og vísaði þar til hins nýja fyrir- tækis sem hlotið hefur nafnið Ungfrú Förum í háskóla óháð útliti Morgunblaðið/Kristinn Um hundrað konur mættu á ráðstefnu Kvenréttindafélags íslands í Ráðhúsi Reykjavíkur á laugardag. ísland.is og er m.a stýrt af Lindu Pét- ursdóttur framkvæmdastjóra. Einnig eru þar við stjórnvölinn Ásta Kristjánsdóttir og Þórey Vilhjálms- dóttir frá Eskimo Models og Hendr- ikka Waage markaðsstjóri. Þórunn gagnrýndi þessa nýju fegurðarsam- keppni sem stöllurnar fjórar hyggjast halda árlega og spurði hvort ekki væri verið að taka gamalt úrelt fyrir- bæri frá tímum skarpari kvennakúg- unar og færa hana í nýjan blekking- arbúning. Þórunn vitnaði í orð stallnanna þar sem þær segja greini- lega þörf fyrir fegurðarsamkeppni á Islandi sem væri samstíga „tíðarand- anum sem nútímakonan býr í og end- urspeglar hana án þess þó að missa sjónar á þeim þáttum sem nauðsyn- legir eru í slíkri keppni.“ Þórunn benti á hinn bóginn á að hvergi væri spurt að því hvers vegna halda þyrfti fegurðarsamkeppni og hvaðan hin mikla þörf fyrir hana kæmi. „Þær stöllur undirstrika í viðtölum að þær vilji sýna nútímakonuna eins og hún raunverulega er en ekki eins og hún var. Mér er spurn hvenær fegurðar- samkeppni hefur sýnt kvenleika og tíðaranda eins og hann raunverulega er.“ Og áfram hélt Þórunn: „Þessar framtakssömu ungu konur koma nú fram og vilja breyta kvenímyndinni og reyna að gera hana sterkari. Við í Bríet spyrjum hins vegar hvort þeirra aðferð sé rétta leiðin til að styrkja kvenímyndina." Spurði Þór- unn því næst hvort ekki væri betra að stíga skrefið til fulls og leggja niður fegurðarsamkeppnir. „Leitumst frek- ar við að sjá, eins og þær stöllur orð- uðu það, hina hliðina á lífinu. Þá hlið þar sem verðleikar okkur eru ekki fólgnir í útliti og kynþokka. Leyfum fjölbreytileikanum að njóta sín og sjáum fegurðina í honum. Förum í há- skóla og störfum að góðgerðarmálum ef við viljum óháð því hvernig við lít- um út. Enda held ég að fatlaðir og langveikir einstaklingar hugsi lítið um kynþokka og brjóstastærð þeirra sem leggja þeim lið. Lærum um hina hliðina á lífinu og sjáum þannig hvað þessi ofuráhersla á ytri fegurð er inn- antóm og þrúgandi. Kunnum eftir það betur að meta lífið.“ Hinn sykursæti Guðni Eins og fyrr greindi fjallaði Siv Friðleifsdóttir um ímynd kvenna í stjórnmálum og tók hún m.a. dæmi af því hvernig fjallað væri um hana sjálfa í fjölmiðlum. „Nú ætla ég að taka tvö_ dæmi,“ sagði hún og hélt áfram. „I DV hinn 15. maí sl. segir: Það er útbreidd skoðun innan Fram- sóknarflokksins að eftir á að hyggja hafi hin fagra [feitletrun er blaða- manns] Siv Friðleifsdóttir sem féll fyrir Finni í varaformannskjöri því trúlega verið betri kostur fyrir flokk- inn.“ Siv sagði að tveimur dögum seinna hefði í sama blaði staðið: „Nú segir sagan að annar vandi steðji að Halldóri Ásgrímssyni, en hann er sá að halda hinni sykursætu [feitletrun er blaðamanns] Siv Friðleifsdóttur utan ríkisstjórnar en hún lætur að sögn illa að stjórn." Siv benti á að hún hefði séð fleiri slík lýsingarorð í um- fjöllun um sig. Svo sem hin unga, glæsilega, hið álitlega adamsrif, hin unga, ferska meðvitaða kona og svo mætti lengi telja. „En hvers vegna heyrum við ekki svona sagt um karl- ana í stjórnmálum,11 spurði hún og kvað það í raun athyglisvert. Spurði hún síðan ráðstefnugesti hvernig þeim þætti að heyra slíkar lýsingar um Guðna Ágústsson landbúnaðar- ráðherra eða aðra karlkyns þing- menn. „Hvernig þætti ykkur til dæm- is að lesa eftirfarandi: Nú segir sagan að annar vandi steðji að Halldóri Ás- grímssyni, en hann er sá að halda hin- um sykursæta Guðna Ágústssyni ut- an ríkisstjórnar [...] Eða hvernig hljómar: Hinn fagri Guðmundur Árni Stefánsson, hinn ungi glæsilegi ísólf- ur Gylfi Pálmason, hið álitlega adamsrif Árni Mathiesen og hinn ungi ferski meðvitaði Lúðvík Berg- vinsson.“ Siv sagði að síðustu að það mætti ekki skilja hana svo að henni þætti þetta tal um útlit kvenna leiðin- legt, alls ekki, en sagði að hún vildi einfaldlega sjá svipaða nálgun notaða á karlana. I erindi sínu fjallaði Guðný Hall- dórsdóttir um kynjaveröld atvinnu- lífsins og sagði m.a. að í heimi kvik- myndagerðar þyrftu konur endalaust að sanna sig öfugt við karlmennina. „Eg hef þurft að sanna mig frá því ég byrjaði í kvikmyndagerð. Á hverju ári er úthlutað í þrjár myndir úr Kvik- myndasjóði Islands. En af einhverri ástæðu er mér alltaf úthlutað svolítið minni styi’k en strákunum, starfsfé- lögum mínum og það þótt fjárhags- áætlun mín sé hærri en þeirra. Og ég sé enga ástæðu en þá að ég er kona og að ég gæti floppað. Fyrir nokkrum misserum var konu úthlutað stórum styrk úr sjóðnum og þar sem hún hef- ur ekki sannað sig áralangt hérlendis, því hún býr úti, var gengið _____ á úthlutunarnefnd og spurt af hverju hún fengi svo stóran styrk. Svarið var að hún væri gift svo ríkum kvikmyndagerðarmanni að hann hlyti að redda afgangnum. Sum- sé það var verið að veita manninum hennar erlendum, sem enginn þekkti, styrkinn. Hún einungis hugsuð sem milligöngumaður.“ Kona einu sinni keppt í Cannes Guðný nefndi fleiri dæmi til sönn- unar því að konum væri mismunað í þessum geira og var eitt þeirra um kvikmyndahátíðina í Cannes. „Kvik- myndahátíðin í Cannes hefur verið Karlmenn skapa ímynd kvenna haldin í 53 ár og hef ég aldrei séð eins mikinn massa af jafn glyðrulegum konum og í þau tvö skipti sem ég hef verið þar. í þessi fimmtíu og þrjú ár hefur aðeins einn kvenleikstjóri tekið þátt í keppninni um bestu mynd eða Jane Campion með myndina The Piano - og hún vann. En þarna eru á ferðinni fordómar gegn kvenleik- stjórum. Ekkert annað.“ Guðný greindi frá því að í þessari viku færi hún til Gautaborgar með mynd sína Ungfrúin góða og húsið og tæki þar þátt í keppni um bestu mynd ásamt sjö öðrum myndum. „Af þeim átta myndum sem keppa eru sex eftir kon- ur. Heimur batnandi fer og nú er bara að sjá hvort þeir þora að láta konu vinna.“ Að síðustu tók til máls séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir og fjallaði hún um ímynd kvenna í kirkjunni. „Hvaða ím- ynd þarf kona í íslensku þjóðkirkj- unni að bera með sér [...] til að verða valin næsti prestur," spurði hún og sagði að sér fyndist það vera ímyndin sem lýst er í Biblíunni; ímyndin um konu sem veitir umhyggju í sínu eigin valdi, konu sem þjónar og stjórnar en lætur sér aldrei detta í hug að gefa öðrum valdið til að ákveða hvernig hún þjónar. „Ég held að þetta sé ímynd kristinnar trúar sem við þörfnumst svo ákaflega nú orðið.“ Sagði hún það skipta öllu máli að gera upp huga okkar til ímyndar kirkjunnar sem hefði hlaðið sig upp í pýramída þar sem valdið byggi efst í höndum karla. „Guð situr ekki uppi í pýramída. Hún situr í hringnum með hinum þar sem engir sitja á endanum og skipar fyrir og enginn situr út við dyr í dragsúgn- um. Hún situr í hringnum og stjórnar með hinum.“ Þannig, segir Auður Eir, á ímynd kvenna í kirkjunni að vera. Hún á að stjórna með hinum. Siv Friðleifsdóttir nefndi erindi sitt Rauðir hælar og rykfrakkar og sýndi það á myndrænan hátt þegar hún hélt ræðu sína. Hlutur kvenna í íslenskum fjöl- miðlum er rýr UM það bil 70% allra þeirra sem koma fram í íslensku sjónvarpi eru karlar og um 30% eru konur. Þetta kemur m.a. fram í niðurstöðum rann- sókna um konur og karla í íslenskum fjölmiðlum sem nemendur í hagnýtri fjölmiðlun unnu fyrir neftid mennta- málaráðuneytisins um konur og fjöl- miðla og Skrifstofu jafnréttismála. Þorgerður K. Gunnarsdóttir, al- þingismaður og formaður nefndar menntamálaráðuneytisins, kynnti niðurstöðurnar á ráðstefnu Kven- réttindafélags Islands á laugardag. I könnuninni kemur í ljós að þeir karlar sem birtast á skjánum eru flestir í aldurshópnum 35 til 49 ára og ennfremur að konur eru fjöl- mennastar í hópnum 20 til 30 ára. Svipaðar tölur koma í ljós þegar fréttatímar sjónvarpsstöðvanna eru sérstaklega skoðaðir. Af öllum þeim einstaklingum sem birtast í fréttum eru 27% þeirra konur en 73% eru karlar. Hið talaða mál kvenna í fréttatímum er hins vegar 15% af heildartíma talaðs máls og eftir því sem ofar dregur í aldri fækkar kon- um, sem viðmælendum, hlutfallslega samanborið við karlana. Framkvæmd og úrvinnsla rann- sóknanna fór fram á tímabilinu jan- úar til júlí á sfðasta ári og ber að hafa það í huga þegar niðurstöðurnar eru skoðaðar. í niðurstöðunum kemur einnig fram að við rannsókn á efni dag- blaðanna, Dags, DV og Morgunblaðs- ins, hafi komið í ljós að meirihluti frétta og blaðagreina er án kynja- slagsfðu, þ.e. ekki má greina kyn- bundna álierslu, en þegar því sleppir er hlutur kvenna í dagblöðum rýr. Mun meira er ljallað um karla en konur og karlar eru mun oftar tilefni frétta en konur. Er það einkum í málaflokkum eins og minningar- greinum og slúðurfréttum sem kon- ur fá tiltölulega mesta umfjölhin. „Þegar maður hugsar um þessa nið- urstöðu er það nokkuð ljóst að auð- veldasta leiðin til að ná athygli blað- anna er að vera ung, kvikmynda- stjarna eða dauð eða allt í senn,“ sagði Þorgerður K. Gunnarsdóttir er hún greindi frá niðurstöðunum. Hluverk viðmælenda misjafnt Þorgerður greindi m.a. frá því að hlutverk viðmælenda í fréttatímum sjónvarps væri nokkuð misjafnt cftir kynferði. „Þegar rætt er við stjórn- endur fyrirtækja og stofnana eru það í 97,6% tilvika karlmenn og þegar rætt er við opinbera embættismenn eru það í 89% tilvika karlmenn. Af öllum hlutverkunum er konan mest áberandi sem listamaður eða í kringum 51% og sem fórnarlamb í 46% tilvika." Þorgerður greindi ennfremur frá því að konur væru vart sýnilegar í sjónvarpsfréttum þegar fjallað væri um efnahags-, stjórn- eða atvinnu- ^ mál nema í undantekningartilfell- um. „Sé þessi mynd sem dregin er upp af fjölmiðlum til marks um valdahlutföll samfélagsins má ljóst vera að álirif kvenna eru fyrirferð- arlítil nema í fáum tilvikum og í nær eingöngu þeim málum sem tengjast hefðbundnum kvennamálum.“ Sagði hún að þessi niðurstaða kæmi að vissu leyti heim og saman við stöðu kvenna í þjóðfélaginu, svo sem inn- an atvinnulífsins, embættiskerfisins og stjórnkerfisins. „Konur gegna innan við 10% af forstjóra- og fram- kvæmdasljórastöðum, eiga innan viðl5% aðild að stjórnun fyrirtækja og eru innan við 10% ráðuneytis- stjóra svo dæmi séu nefnd.“ Á ráðstefnu Kvenréttindafélags- ins var lögð fram sú tillaga að gef- inn verði út gagnabanki með nöfn- um kvenna til dæmis í atvinnulífinu til að auðvelda fjölmiðlamönnum að nálgast konur sem geta gefið álit á ákveðnum málcfnum. Hin dæmigerða blaðakona er á fertugsaldri og með háskólapróf Þorgerður skýrði ennfremur frá niðurstöðu viðhorfskönnunar meðal blaða- og fréttamanna í byijun síð- asta árs og benti hún á að aðeins mætti draga ályktanir af svörum kvenna en ckki karla vegna lítillar þátttöku þeirra síðarnefndu. Alls fengu 354 einstaklingar, flestir skráðir félagar f Blaðamannafélagi * íslands og Félagi fréttamanna, sendan spurningalista en svarhlut- fallið var 27% hjá körlum og 65% hjá konum. Segja sumir að þetta svar- hlutfall karla og kvenna segi í raun allt sem segja þarf. I niðurstöðum könnunarinnar kom i Ijós að hin dæmigerða blaða- kona er á aldrinum 30 til 39 ára, hóf starfsferil sinn á íjölmiðli á árunum 1986 til 1995, er gift eða í sambúð, á tvö eða þrjú börn og er vel menntuð þar sem síðasta prófgráðan sem hún lauk var háskólapróf. Þá kemur í Ijós að flestar blaða- og fréttakonur eru sáttar við störf sín. Um 70% þeirra sögðust hafa hug á að ná lengra í starfi. 28% þeirra töldu sig hafa orðið fyrir mismunun í starfi vegna kynferðis. Og 60% kvennanna telja stöðu kvenna á ís- lenskum fjölmiðlum verri en stöðu karla. —
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.