Morgunblaðið - 25.01.2000, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 25.01.2000, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞRIÐ JUDAGUR 25. JANÚAR 2000 51 ógleymdri vikulangri siglingu um Karabíska hafið. Ferðir okkar inn- anlands voru ekki síður minnisstæð- ar, þar sem Magnús sat oftar en ekki við stjómvölinn í Saab-bílnum sínum, sem hann var svo hreykinn af. Hann átti aldrei aðra gerð af bíl en Saab og lagði metnað sinn í að halda honum gljábónuðum og hrein- um, þannig að eftir var tekið, hvar sem hann fór. Þar komu skýrt fram aðrir eiginleikar Magnúsar, þrifnað- ur og snyrtimennska, sem ein- kenndu öll hans störf og framkomu. Magnús var félagslyndur og með afbrigðum trygglyndur gagnvart sínum félögum. Hann gekk ungur í raðir KR, enda borinn og barnfædd- ur í Vesturbænum. Hann var alla tíð KR-ingur í þess orðs fyllstu merk- ingu, stundaði frjálsar íþróttir með góðum árangri á yngri árum, sér- staklega hlaup. Síðan sneri hann sér að handbolta og var í meistara- flokksliði félagsins, sem vann Is- landsmeistaratitil eitt árið. Þá sat hann í fjölda ára í stjórn handbolta- deildar og í aðalstjórn félagsins. Alla tíð fylgdist hann náið með frammistöðu félagsins, ekki síst í knattspymunni, og var á síðari ár- um ekki alltaf sáttur við gang mála. A síðasta ári, 100. afmælisárinu, gleymdist hins vegar allt mótlæti fyrri ára og gleði hans var innileg og fölskvalaus yfir frækilegri fram- göngu félagsins á knattspymuvell- inum. Hjá okkur félögum í Kiwanis- klúbbnum Nesi er nú skarð fyrir skildi, því Magnús var að öðmm ólöstuðum okkar félagi númer 1. Hann mætti á alla fundi, ef kostur var, og ég er ekki í vafa um, að eng- inn okkar félaga var honum fremri í mætingum. Sæti hans verður erfitt að fylla. Kveðjustundin er mnnin upp. Við Svala sendum Bíu, bömum þeirra, tengdabörnum og barnabömum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Þorbjöm Karlsson. í dag kveðjum við góðan vin, Magnús J. Georgsson. Kynni okkar hófust fyrir u.þ.b. 60 ámm og allan þann tíma hefiir ekki skugga borið á vináttu okkar, held- ur hefur hún styrkst með ámnum. Leiðir okkar hafa legið mjög saman, í handboltanum í KR í gamla daga, síðan vegna búsetu okkar og fjöl- skyldna beggja á Seltjamarnesi. Magnús var gæfumaður, hann átti góða og samstillta fjölskyldu og honum farnaðist vel í leik og starfi. Allt sem hann tók að sér vann hann af stakri samviskusemi og dugnaði. Greiðvikni Magnúsar var viðbmgð- ið, alltaf var hægt að leita til hans og fá aðstoð, enda laginn með af- brigðum. Osérhlífni, kjarkur, heiðarleiki og ákveðni vora eiginleikar sem hann átti í ríkum mæli. Allt þetta og létt lund öfluðu honum vinsælda hvar sem hann fór. Félagslyndur var hann einnig og var hann því virkur félagi víða og valdist oft til trúnað- arstarfa, t.d. í stjórn hand- knattleiksdeildar KR og í aðalstjórn félagsins, þar sem hann var lengi varaformaður. Kiwanishreyfingin naut einnig starfskrafta hans. Sótti hann með félögum sínum þar mörg alþjóða- þing. Magnús var alla tíð áhugasamur um íþróttir. Byrjaði ungur drengur að æfa frjálsar íþróttir, aðallega hlaup, varð m.a. drengjameistari í víðavangshlaupi Ármanns. En hans grein var handboltinn. Lék hann um árabil með meistaraflokki KR og vann þar til meistaratitla. Eftir að beinni þátttöku lauk hefur Magnús unnið af alhug fyrir KR og vildi sjá hag þess sem bestan. Mætti hann á völlinn hvenær sem tækifæri gafst og hvatti félaga sína og að sjálf- sögðu var fögnuður hans mikill og innilegur nú sl. ár yfir velgengni okkar á knattspyrnuvellinum. Einn- ig að sjá nýtt hús rísa og taka þátt í 100 ára afmælisfagnaði félagsins okkar. En handboltinn var hans íþróttagrein og hafði hann þess vegna ómælda ánægju af því að fylgjast með dóttursyni sínum og nafna, en hann er leikmaður Aftur- eldingar, og er nú að leika fyrir land sitt á Evrópumótinu í Króatíu. Síðastliðið ár barðist Magnús við illvígan sjúkdóm af miklum hetju- skap. Þriðjudaginn 18. janúar var kveðjustundin mnnin upp. Með fullri sæmd kvaddi hann þessa jarð- vist. Baráttunni var lokið, aldrei var kvartað og alltaf hafði hann það fint. Mikill er söknuður okkar, en minningin um góðan dreng mun á- vallt lifa. Við Ella vottum Bíu, bömum, tengdabömum, barnabömum, systkinum og fjölskyldum þeirra okkar dýpstu samúð. Guð blessi minningu Magnúsar J. Georgssonar. Guðmundur Ámason. Mig langar að minnast hans Magga Georgs, pabba Pálu vinkonu minnar. Ég kynntist honum fyrst þegar ég var smábarn á Skólabraut 9, þar sem við bjuggum öll í sama húsi. Maggi og Bía bjuggu uppi í risi með börnin sín þrjú en við niðri í kjallara. Einhvem tíma, ég hef sennilega verið á fjórða ári, ætlaði ég að gista hjá Pálu uppi í risi en guggnaði þegar átti að fara að sofa. Maggi fylgdi mér þá niður og allar götur síðan hefur hann minnt mig á þetta, af og til. Hann hafði óskap- lega gaman af því að stríða mér og sérstaklega að kitla mig, en þá öskr- aði ég eins og stunginn grís, það fannst honum skemmtilegast. Eftir að ég gifti mig sagði hann alltaf að það væri ekkert gaman að kitla mig lengur, ég væri alveg hætt að skrækja, Gústi minn væri greinilega búinn að kitla úr mér alla skrækina. Maggi, Bía og Pála komu í mörg ár alltaf heim til mömmu og pabba á gamlárskvöld og vom fram yfir mið- nætti. Það tilheyrði alltaf að Maggi fengi uppáhaldsvínartertuna sína hjá mömmu sem var bara bökuð fyrir jólin. Mér hefur alltaf fundist að fjölskyldan hennar Pálu væri lika að hluta mín fjölskylda, svo lengi höfum við þekkst og þekkjumst svo vel. Ég horfí yfir farinn veg og minn- ist hörkuduglegs manns sem þrátt fyrir mikil veikindi lét engan bilbug á sér finna. Elsku Bía, Pála, Goggi og Nína, tengdabörn og bamaböm, ég og fjölskylda mín vottum ykkur innilega samúð. Sigrún Jónsdóttir. Andlát Magnúsar kom okkur fé- lögum hans og vinum ekki á óvart því við höfðum fylgst náið með hetjulegri baráttu hans við erfiðan sjúkdóm sem hann að lokum hlaut að lúta í lægra haldi fyrir. Það vissi bara enginn hvenær yfir lyki og allir vonuðu að sem lengstur og sárs- aukaminnstur frestur yrði þar á en höggið kom og það var okkur mjög sárt. Magnús var einn af stofnendum Kiwanisklúbbsins Ness og starfaði þar alla tíð af miklum áhuga og ein- skærri ósérhlífni eins og að öllu öðra sem hann tók sér fyrir hendur. Hann gegndi mörgum trúnaðar- störfum fyrir klúbbinn og var m.a. forseti hans í eitt ár, einnig var hann ljósmyndari okkar um árabil og á stærstan þátt í ágætu mynda- safni er við eigum. Hann var um tíma handhafi afreksbikars klúbbs- ins sem veittur er fyrir framúrskar- andi störf í þágu félagsins og þar með samfélagsins. Það sem einkenndi Magnús ef til vill framar öðra var einstök snyrti- mennska sem fram kom í öllum störfum hans og ég sá Magnús að- eins skipta skapi þegar hann varð var við sóðalega umgengni um það er hann bar ábyrgð á. Aldrei var þó reiði hans varanleg heldur sættist hann fljótt og reyndi að leiða við- komandi fyrir sónir að breytni hans væri ekki sem skyldi og það gerði hann af mikilli hlýju blandaðri ljúfri kímni. Magnús starfaði við íþróttahús Seltjarnarness frá og með byggingu þess og átti verulegan þátt í upp- byggingu íþróttamiðstöðvarinnar og gaf henni alla sína orku og krafta fram á hinstu stund. Hann setti mark sitt á hana með snyrti- mennsku sinni og reglusemi og mun hún lengi bera starfi hans verðugan vitnisburð. Við félagar Magnúsar söknum vinar og góðs félaga og gemm okk- ur ljóst að skarð hans verður seint fyllt en við geram okkur líka Ijóst að enn sárar mun hans saknað af þeim er stóðu honum næst. Hann var þeim bæði vinur og einstakur félagi. Við sendum Sveinbjörgu, börnum þeirra og öðram ættingjum innileg- ar samúðarkveðjur og biðjum þann er öllu ræður að vera þeim styrkur í sorg þeirra. Fyrir hönd félaga í Kiwanis- klúbbnum Nesi. Páll Guðmundsson. Kveðja frá Knattspyrnufélagi Reykjavíkur Síðustu mánuði hafa nokkrir KR- ingar fallið frá og nú síðast lést Magnús Georgsson. Hann hóf sem ungur drengur að leika handknatt- leik með KR. Hans ganga í gegnum flokka félagsins var eins og annarra ungra drengja fyrir miðja öldina, að æfa og keppa við mjög framstæðar aðstæður. Magnús lék handknatt- leik með flokkum félagsins upp í meistaraflokk við góðan orðstír. Hann var drenglundaður en harður spilari ef því var að skipta. Hann náði því að verða Reykjavíkurmeist- ari í innanhússhandbolta og íslands- meistari í handknattleik utanhúss. Hann varð að hætta keppni á besta aldri vegna veikinda í baki. Sneri hann sér þá að þjálfun og félags- störfum og var formaður hand- knattleiksdeildarinnar í nokkur ár. Einnig var Magnús í aðalstjórn KR, þar af varaformaður um skeið. Hann var mikill KR-ingur sem vann að framgangi félagsins af alúð og trúmennsku alla tíð. Á100 ára afmæli KR á síðastliðnu ári tók Magnús þátt í sigrum félags- ins og var á árshátíðinni í nóvem- ber. Þrátt fyrir að hann væri orðinn helsjúkur lét hann sig ekki vanta, og gladdist innilega meðal vina sinna. KR-ingar fylgdust vel með veik- indum Magnúsar og dáðust að þrautseigju hans. Á hveijum laug- ardegi koma félagsmenn saman úti í KR-heimili, drekka kaffi og spjalla, þar var hann mættur nú síðast þremur dögum fyrir andlát sitt. Sjáum við nú á eftir góðum félaga sem verður sárt saknað. KR-ingar senda eiginkonu hans, Sveinbjörgu, og öðram ættingjum innilegar samúðarkveðjur. Kristinn Jónsson, formaður KR. Mikill félagi minn Magnús Georgsson er fallinn frá langt um aldur fram eftir erfið veikindi. Magnús starfaði mestan sinn starfsaldur sem framkvæmdastjóri Iþróttamiðstöðvar Seltjarnamess. Hann var einn samviskusamasti maður sem ég hef kynnst. Ef eitt- hvað var að tækjum og tólum hvort sem var í íþróttamiðstöðinni eða heima hjá okkur starfsfólki hans var Magnús ávallt boðinn og búinn til að aðstoðar við viðgerðir, enda þúsund- þjalasmiður hinn mesti. Hjálpsemi Magnúsar var einstök. Eg starfaði um árabil hjá Magn- úsi í íþróttamiðstöð Seltjarnarness. Vinnan var hans ær og kýr og var hann vakinn og sofinn yfir velferð íþróttamiðstövarinnar og íþrótta- starfi yfirleitt í vestm-hluta Reykja- víkur, og umfram allt á Seltjamar- nesi. Er ég minnist Magga kemur allt- af upp sú alúð sem hann bar fyrir starfi sínu við íþróttamiðstöðina. Hann var alltaf að dytta að hinu og þessu á hinum ýmsu tímum sólar- hringsins. Magnús var ákveðinn og fylginn sér. Samt var ávallt stutt í brosið og húmorinn hjá Magga enda var hann gæddur ágætri kímnigáfu. Ég tel mig að mörgu leyti auðugri mann eftir að hafa kynnst Magnúsi og hef mikið af honum lært sem ég mun nýta mér í framtíðinni. Ég votta Bíu og fjölskyldu Magn- úsar mína dýpstu samúð. Megi minningin um góðan mann lifa. Þór Sigurgeirsson. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, SIGURÐUR KRISTJÁNSSON, Árskógum 6, Reykjavík, lést á heimili sínu aðfaranótt laugardagsins 22. janúar. Guðrún Sveinsdóttir, Ólöf Sveinbjörg Sigurðardóttir, Hilmar Adólfsson, Sigurður Sigurðsson, Hjördís Rósantsdóttir, Sigríður Kristín Sigurðardóttir, Ólafur Valsson, Ingibjörg Sigurlín Sigurðardóttir og barnabörn. + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÓLÖF ÞÓRA ÓLAFSDÓTTIR, áður til heimilis í Hafnarstræti 47, Akureyri, lést á hjúkrunarheimilinu Seli miðvikudaginn 19. janúar. Útför hennar fer fram frá Akureyrarkirkju miðvikudaginn 26. janúar kl. 13.30. Ólafur Haukur Arnarson, Siguriaug Aida Þorvaldsdóttir, Hjördís Arnardóttir, Jón Grétar Ingvason, ömmubörn og langömmubörn. + Ástkær eiginkona mín, móðir okkar og amma, ÁSTDÍS GUÐMANNSDÓTTIR, Grettisgötu 19a, Reykjavík, varð bráðkvödd á heimili sínu að kvöldi laugardagsins 22. janúar. Jóhann Kr. Hannesson, Einar Gunnarsson, Guðni Magnússon og fjölskyldur. + Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, MAGNÚS DANÍELSSON húsgagnasmíðameistari, Sólheimum 23, lést á öldrunardeild Sjúkrahúss Reykjavíkur, Landakoti, föstudaginn 21. janúar. Margrét Kristinsdóttir, Ólöf Guðrún Magnúsdóttir, Örlygur Þórðarson, Katrín Arnbjörg Magnúsdóttir, Bragi Björnsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Þökkum innilega öllum þeim, sem sendu samúðarkveðjur og sýndu samhug með margvíslegu móti við andlát LYDIU PÁLSDÓTUR. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki L-3 á Landakoti. Fyrir hönd aðstandenda, Einar Guðmundsson, Ingvi Guðmundsson, Auður Guðmundsdóttir, Ari Trausti Guðmundsson, Egill Guðmundsson. Lokað Skrifstofa Rannsóknarráös Islands verður lokuö eftir hádegi í dag, þriðiudaginn 25. janúar, vegna jarðarfarar GUÐRÚNAR SVANSDÓTTUR. Skrifstofa Rannsóknarráðs ísiands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.