Morgunblaðið - 25.01.2000, Page 18

Morgunblaðið - 25.01.2000, Page 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 25. JANÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Arney tók niðri í Sandgerðishöfn BÁTURINN Arney KE 50 tók niðri í innsiglingunni við Sandgerði klukkan hálf tvö aðfaranótt mánu- dags og sat hann fastur þar í um tvær og hálfa klukkustund. Sam- kvæmt upplýsingum frá lög- reglunni í Keflavík er ekki vitað hvað olli óhappinu, en báturinn losnaði af sjálfsdáðum um fjögur- leytið, þegar flæða tók að. Engan sakaði og segir lögreglan að ekki hafi verið talið að hætta væri á ferðum. Farið var með Arney inn að Sandgerði þegar hún losnaði og við skoðun komu ekki í ljós neinar al- varlegar skemmdir. Þó munu ein- hverjar dældir hafa myndast á botni bátsins og var farið með hann til Njarðvíkur til viðgerðar. Morgunblaðið/Einar Jónsson Unnið að viðgerð eftir vestanrok á eyðibýlinu Leiti, Suðursveit. Ingi- mar, Gunnhildur og Björgvin munda hamrana. Sögufrægt fjárhús skemmdist Suðursveit - Vestan hvassviðri gekk yfir Suðursveit 15. janúar sl. sem og víða á landinu. Þótti þá gömlu fjárhúsunum á Leitunum á Jaðri sem þjónusta sín væri orðin nógu löng og brotnuðu og sliguð- ust ofan í hlaðna tóftina ásamt hlöðu áfastri. Engin skepna var þar innan dyra sem betur fer. Fjárhús þessi áttu sér merki- lega sögu. Þau voru reist um 1929 og þóttu þá stærstu útihús í sveitinni. Voru þau viðuð úr upp- sláttartimbri frá Sóleyjargötu 7 í Reykjavík sem þá var nýbyggt af þeim svilum Helga H. Eirikssyni og Sigfúsi M. Johnsen. Sendu þeir mági sínum, sr. Jóni Péturssyni á Kálfafellsstað, timbrið austur. Morgunblaðið/Bjarni Gíslason Frá hinu nýja íþróttahúsi á Stöðvarfirði. Nýtt íþróttahiís á Stöðvarfírði Stöðvarfirði - Nýtt og glæsilegt íþróttahús var tekið í notkun á Stöðvarfirði laugardaginn 15. jan- úar. Með tilkomu þess verður mikil breyting á aðstöðu íbúa Stöðvar- fjarðar til íþróttaiðkunar en fram að þessu hafði leikfimikennsla far- ið fram í samkomuhúsi staðarins við mjög svo ófullkomnar aðstæð- ur. Fyrsta skóflustungan tekin 24. janúar 1999 Ákvörðun um byggingu íþrótta- hússins var tekin í október 1998 og var fyrsta skóflustungan að nýja húsinu tekin 24. janúar 1999. Bygging hússins hófst nokkrum vikum síðar. Burðarvirki hússins eru límtréssperrur klæddar með yleiningum frá Límtré hf. á Flúð- um. Gólfefnið í íþróttasalnum er ís- lensk framleiðsla, parketgólf fram- leitt af fyrirtækinu Aldini hf. á Húsavík og er þetta í fyrsta skipti sem parket framleitt hér á landi er notað í gólf í íþróttahúsi. Verktaki að byggingu hússins var Ævar Armannsson, húsasmíða- meistari á Stöðvarfirði. Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson Brík BA 2 í sinni fyrstu siglingu, áleiðis frá ísafirði til heimahafnar á Bíldudal, um helgina. 30 tonna stálskip bæt- ist í flota Bflddælinga NÝR bátur bættist við fiskveiðiflot- ann á Bíldudal um helgina, þegar Brík BA 2 sigldi til heimahafnar. Báturinn er 30 tonna stálskip og er smíðaður hjá Skipasmíðastöðinni á ísafirði. Guðlaugur H. Þórðarson, útgerðarmaður og skipstjóri báts- ins, segir að siglingin frá Isafirði til Bíldudals hafi gengið vel, enda veð- ur með eindæmum gott á laugar- daginn. Hann segir að Brík hafi komið ág- ætlega út og sér lítist vel á það sem menn séu búnir að sjá og kynnast. í framhaldinu verður haldið til veiða, en báturinn hefur um 300 þorsk- ígildiskvóta á rækju og bolfisk. Lína, snurvoð, rækja „Maður væri nú ekki að þessu ef maður hefði ekki kvóta. Ég er að fara á línu til að byrja með, þá á snurvoð og síðan rækju. Það gengur svona fyrir sig, árið.“ í áhöfn skipsins verða þrír á línu og fjórir á snurvoðinni. Vertíðin er nú í fullum gangi og mikil veiði hjá mönnum, að sögn Guðlaugs. „Það pTlír^SwiJpl! íj h:~- 'viíWkl - ,v . Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson Guðlaugur H. Þórðarson, útgerðarmaður og skipstjóri, ásamt Hörpu dóttur sinni. Nýi báturinn, Brík BA 2, í baksýn. virðist nægur fiskur í sjónum, það verið eftir áramót. Það hefur a.m.k. eins og er, og þannig hefur verið mjög gott hérna.“ Birkir íþróttamaður Vestmannaeyja BIRKIR Kristinsson hefur verið út- nefndur íþróttamaður Vestmanna- eyja fyrir árið 1999. Þessi útnefning er nú orðin sérstök athöfn í Vest- mannaeyjum en ekki hluti af ársþingi ÍBV á hverju ári. Þetta var í 22. sinn sem þessi út- nefning fer fram. Fyrir valinu nú varð Birkir Kristinsson, markvörður knattspymuliðs ÍBV og íslenska landsliðsins. Birkir, sem er Eyja- maður, var að leika sitt fyrsta ár fyrir meistaraflokk ÍBV. Birkir á langan og glæsilegan feril að baki og er vel að titlinum kominn, enda að leika eitt sitt allra besta tímabil og var einn af burðarásum landsliðsins í knatt- spyrnu sem átti góðu gengi að fagna síðasta ár, segir í fréttatilkynningu. Einnig völdu aðildarfélögin innan ÍBV hvert sinn mann. Frá vinstri: Daði Guðjónsson, sund, Guðni Davíð Stefánsson, Ægi, Ólöf Elíasdóttir, heiðruð fyrir iðkun íþrótta og störf að íþróttamálum í Vestmannaeyjum, Anna Björg Sigurbjömsdóttir, fim- leikar, Birkir Kristinsson, knatt- spyma, íþróttamaður Vestmanna- eyja, Karl Haraldsson, golf, Ái'ni Óli Olafsson, frjálsar (bróðir Árna Óla, Guðjón Ólafsson, tók við viðurkenn- ingunni), Kári Hrafnkelsson, KFS, knattspyrna, Amsteinn Ingi Jóhann- esson, IV, körfubolti (Borgþór Páls- son tók við viðurkenningu fyrir hönd Amsteins).

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.