Morgunblaðið - 25.01.2000, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 25.01.2000, Qupperneq 48
48 ÞRIÐJUDAGUR 25. JANÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞORSTEINN DAVÍÐSSON + Þorsteinn Davíðs- son fæddist á Hallgilsstöðum í Fnjóskadal 7. mars 1899. Hann lést á Dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri 17. jan- úar síðastliðinn. For- eldrar hans voru Davíð Sigurðsson bóndi á Hallgilsstöð- um og k.h. Aðalbjörg Jónsdóttir. *. Þorsteinn kvæntist 15. maí 1932 Þóru Guðmundsdóttur, f. 19. ágúst 1904, d. 3. júlí 1957. Foreldrar hennar voru Guðmundur Magnússon oddviti í Arnarnesi og k.h. Sesselja Jóns- dóttir. Þorsteinn var fimmti í röð sjö systkina, aðeins tvö þeirra komust til fullorðinsára. Synir Þorsteins og Þóru eru: 1) Ingólfur Helgi, f. 6. mars 1934, kvæntur Hrefnu Helgadóttur, f. 27. desem- ber 1948. Fyrri kona hans var Guðrún Gunnþórsdóttir, f. 3. jan- úar 1936, d. 12. mars 1993. Börn Ingólfs og Guðrúnar eru: Þor- steinn, Hildur, Dagný, Ingi Þór og Gunnþór. 2) Guðmundur, f. 1. september 1939, kvæntur Birnu Fríðu Björnsdóttur, f. 27. septem- ber 1942. Börn þeirra eru: Björn Bergsteinn, Þóra og Jóna Rut. 3) Héðinn, f. 31. ágúst 1941, kvæntur Stefaníu Einarsdótt- ur, f. 5. júlí 1949. Börn þeirra: Fjóla Heiðrún, Einar Órn og Sigurlína Þóra. Langafabörnin eru 11 talsins. Þorsteinn lauk búfræðinámi frá Hvanneyri 1919. Var í Bandaríkjunum á vegum SIS árin 1921-1923 að læra skinnaverkun og síð- an 1927-1930 í Bandaríkjunum og Þýskalandi að læra sútun. Var jafnframt við nám í skógrækt í Noregi 1929. Hann hafði umsjón með stofnun og rekstri Gæruverksmiðju SÍS á Ak- ureyri 1923-1927 og síðar 1930- 1935. Skinnaverkunin var aðeins vetrarstarf til ársins 1936. Hann var verksmiðjustjóri Skinna- verksmiðju Iðunnar frá stofnun 1935 til ársloka 1968 og jafnframt Skóverksmiðju Iðunnar frá stofn- un 1936 til 1948. Hann vann við sútun til októberloka 1981. Einnig starfaði hann sem skógarvörður á Vöglum í Fnjóskadal á sumrin ár- in 1931-1936. Hann var alla tíð mikill áhugamaður um skógrækt. Utför Þorsteins fer fram frá Akureyrarkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Dugur einkenndi bændasamfélag- ið í S-Þingeyjarsýslu við upphaf 20. aldarinnar og alþýðufræðsla og framtak stóð í stökum blóma. Bók- arskræðum var safnað í hverju koti og hugað að framfaramálum. Fnjóskadalur og afdalir hans voru "'byggðir á öllum góðum skikum, uppi á hæðardrögum og hólum eða niður við Fnjóská sem sveiflast niður dal- inn milli heiðar og brattra fjalla. Afi ólst upp meðal kraftmikilla bænda á þessum árum í andrúmslofti sveit- unga í framfarahug. Einkar forvitnilegur ferill var haf- inn er afi hélt fótgangandi til náms suður í Borgarfjörð 1917 og var sjö daga á leiðinni. Dvaldi hann þar m.a. frostaveturinn mikla en þá fraus í öllum koppum á Hvanneyri og orð- rómur var um að heimilishundar hafi verið hafðir til viðurværis. Sneri hann svo aftur norður ung- ur búfræðingur með hæstu einkunn og gerðist vinnumaður í Fjósatungu ^ og fór að huga að búskap. Það fór þó svo að eitt sinn er afi var að stinga út úr hesthúsinu móður og másandi, að Ingólfur í Fjósatungu, þá stjórn- armaður í Sambandinu, kom ark- andi frá bænum og bað hann að skreppa til Ameríku að nema gæru- verkun og sláturhússtörf. Fyrst var haldið til Leith í Skot- landi með Botníu og þaðan siglt í miklum mótvindi vestur um haf með Assyriu og endaði ferðin í bænum Johnstown í New York ríki þar sem afi dvaldist síðan á árunum 1921- 1923 í læri í skinnaverksmiðju sem einnig var sláturhús. I verkmiðjunni var lögð áhersla á að kenna honum öll tilfallandi störf, enda var fyrir- hugað að koma verksmiðju á fót á Islandi og verksmiðjueigandinn hugðist kaupa framleiðsluvöruna. Aftur fór afi utan 1927-1930 og fyrst vestur til að afla frekari þekk- ingar. Til að nýta tímann sem best hóf hann þýskunám á kvöldskóla og var enda skömmu síðar kominn til Frankfurt am Main til að kynna sér þar vinnsluaðferðir og vélbúnað. Kreppan blasti við og þegar afi auglýsti eftir herbergi þar sem hús- ráðandi byði jafnframt uppá þýsku- kennslu, rigndi inn tilboðum og verðið var sama og ekkert. Eitthvað þótti afa á þessum tíma hægt fara með frekari fyrirætlanir Sambandsins og ákvað hann að skjótast uppí Noreg að læra skóg- rækt og var um nokkurt skeið við Landbúnaðarháskólann á Ási. Norskir skógspekingar töldu væn- legt fyrir afa að kynna sér skógrækt við áþekkar aðstæður og á íslandi fremur en á sléttunum við As og var hann sendur norður í land til Stein- kjer og Bodö. Varð svo úr að afi dvaldist heilt sumar við gróðursetn- ingar á heiðunum inn af Steinkjer og minntist þess oft með bros á vör. Afi hélt svo heim eftir að kallið barst frá Sambandinu um að nú væru uppi frekari áform um upp- byggingu á verksmiðjum á Glerár- eyrum. Ekki var þó skógræktin gleymd og á sumrin var hann skóg- arvörður í Vaglaskógi og ók reglu- lega yfir Vaðlaheiðina á mótorhjóli og fór greitt. Afi hafði gaman af öllum ferðalög- um og lagði gjarnan áherslu á að ná sem mestri yfirferð og þótti mesti óþarfi að vera með hverskonar hangs. Ef á annað borð var ekið milli Reykjavíkur og Akureyrar þótti honum t.d. ekki tiltökumál að skreppa til Isafjarðar „í leiðinni“ og án þess að stoppa. Skógarreiturinn sem hann rækt- aði í tómstundum í landi Hróars- staða var þó hans helsta áhugamál og þar undi hann sér vel og lét gjaman þau orð falla að þetta væri ábyggilega fallegasti dalur landsins. Ekki minnkaði krafturinn eftir því sem árin liðu. Afi skokkaði um heiðar á gamals aldri og var fræg- asti puttaferðalangur Akureyrar eftir að hann hætti akstri og þarmeð framúrakstri sem hann stundaði nokkuð. Ekki munaði hann um að ferðast á þann hátt austur á Húsa- vík eða jafnvel á Egilsstaði ef hann átti eitthvert erindi, t.d. að sækja eitthvert blað eða bók sem hann vantaði í einhverja ritröð sem hann var að binda inn. Sérstakt áhugamál hans var það hin síðari ár að fara í Fnjóskadal sem oftast og þá helst á hverjum degi. Við ársuppgjör voru svo taldar ófáar ferðirnar og stefnt að því að slá metið næsta ár. Vegfar- endur á Drottningarbrautinni og á Ströndinni voru famir að kannast við kappann. Afi var mikill bókaomun- og las helst um þjóðlegan fróðleik og landafræði en leiddist þó gagnslitlar skáldsögur og Laxness. Níræður lagðist hann í grúsk, tók saman niðjatal forfeðra sinni af mikilli vandvirkni og kom í útgáfu og dreif- ingu. Viðfangsefni og áhugamál afa vom ótalmörg. Ótrúlegur lífskraftur einkenndi hann og jafn dagfars- prúðan og þjóðlegan mann er erfitt að ímynda sér. Eg kveð afa með söknuði og stolti en veit þó að hann mun halda ferðalögum sínum áfram um skóga og dali Þingeyjarsýslna, í annarri en ósýnilegri vídd og vel yfir þeim meðalhraða sem þar tíðkast. Einar Orn Héðinsson. Sálmur 90:12 segir: „Kenn oss að telja daga vora, að vér megum öðl- ast viturt hjarta.“ Þegar ég kveð afa Þorstein og hugsa hvað hann hefur gefið mér kemur margt fram í hugann. Á langri og starfsamri ævi hefur hann áorkað svo miklu og gefið okkur af- komendunum svo dýrmætan arf. Arf sem felst m.a. í því að vera sam- kvæmur lífsgildum sínum svo og fjölmargar samverustundir. Afi hafði yndi af að skoða náttúr- una og strax sem drengur, þegar hann var smali á Víðivöllum í Fnjóskadal, kunni hann að meta hana í öllum sínum fjölbreytileika. Þá hafði hann það starf á sumrin eft- ir fráfærurnar að vakta ærnar uppi á Vaðlaheiði og notaði þá tækifærið og skoðaði allt sem best hann gat, bæði smátt og stórt. í náttúrulýs- ingu hans frá þessum tíma segir: Ef við nú erum svo stórhuga að vilja komast uppá Hnjúkinn og vita betur hvers við verðum þá vísari, þá mun margt bera fyrir augun. Líf afa var um margt líkt slíkri göngu. Hann mat náttúruna og átthagana mest og lagði allt kapp á að skilja betur við en hann tók við. En hann var líka víðsýnn og framsýnn, vildi líta sér lengra og læra af öðrum þjóðum, m.a. í námi í Bandaríkjunum, Þýska- landi og Noregi. En þá þekkingu vildi hann fyrst og fremst nýta þjóð sinni til heilla og varð snemma dyggur fylgismaður samvinnuhug- sjónarinnar. Afi kaus að lifa einföldu lífi, var mikill reglumaður og hafði heilsusamlegt lífemi eflaust sitt að segja umhversu háum aldri hann náði. Hann var einstaklega vinnu- samur, vann í Skinnaverksmiðjunni til 81 árs aldurs en sneri sér þá að gömlu áhugamáli, bókbandi, og batt inn ófáar bækur og heilu árgangana af tímaritum. Til marks um kraftinn í honum þá gekk hann yfir Vaðla- heiði þegar hann var orðinn níræður og tók tímann hversu lengi hann var. Það var líka gaman að sjá hversu viljasterkur afi var. Þegar aðrir ætluðu að hafa vit fyrir honum á efri árum og stoppa hann af í að skreppa í Fnjóskadal tók hann iðu- lega til sinna ráða, stökk af stað og veifaði á næsta bfl og ef það dugði ekki bankaði hann með stafnum sín- um í bílrúðuna á kyrrstæðum bíl. Það var ekkert skrítið hversu miklu ástfóstri hann tók við Fnjóskadal því þar hafði hann alist upp og frá árinu 1946 hafði hann ræktað fagran skógarreit í landi Hróarsstaða sem hann nefndi Bjarkarsel. Þessi skóg- arreitur hefur veitt okkur afkom- endunum mikla ánægju og þar get- um við notið náttúrunnar og ræktað tengslin hvert við annað. Afi lifði og dó í samræmi við orð skáldsins sem hann vitnaði eitt sinn í og tók undir með: Nýtthvaðímérer, ísland helga ég þér; fyrir þig er ljúft að lifa og deyja. Ég lærði margt af afa og bar mikla virðingu fyrir honum. Það var gaman að skiptast á skoðunum við hann og lærdómsríkt. Ég vona heitt og innilega að Jehóva gefi að við megum hittast aftur í upprisu hinna dánu á efsta degi, sbr. Jóhannes 5:28,29. ' Þóra Guðmundsdóttir. „Þetta er allt í lagi, hann langafi verður samferða henni Dísu frænku til englanna og þau munu leiðast saman þangað." Þannig huggaði sex ára dóttir mín fjölskyldu mína þegar hún frétti að langafi hennar væri lát- inn. En Dísa frænka var einskonar langamma hennar sem er nú nýlát- in. Mínar bemskuminningar um hann afa minn tengjast komu hans suður hver jól til fjölskyldunnar hans í Reykjavík. Koma hans var jafn fastur liður í tilvera minni eins og koma jólanna. Þegar við náðum í hann út á flugvöll þá birtist hann mér alltaf sem snyrtilegur maður í frakka, með hatt sinn, staf og litla ferðatösku. Þannig sé ég hann fyrir mér í dag. Gamall maður að fara á næsta áfangastað. Hann afi var alltaf beinn í baki, stoltur og nægjusamur. Hann var einhvern veginn alltaf á sama aldri hvort sem hann var um áttrætt eða hundrað ára. Afi bar aldurinn sér- staklega vel enda lifði hann mjög meinlætalegu lífi. Mér fannst til- komumikið en jafnframt gaman að horfa á hann gera íþróttaæfingarnar sínar, sem hann kallaði „Mullers- æfmgar“, og jóga. Ég var oft óþolinmótt bam sem beið eftir því að opna jólapakkana en þurfti að sitja og bíða eftir því að hann afi minn kláraði steikina. í huga minum tók það hann stundum heila eilífð, vegna þess að þessi öld- ungur hafði alla tíð sínar eigin tenn- ur. Að mínu mati var hann langt á undan sinni samtíð og þá sérstak- lega hvað viðkom menntun. Hann sigldi á vit ævintýranna, þó að ég hugsi að hann hafi litið á það sem skyldu sína frekar en ævintýri, þeg- ar hann sigldi til Ameríku til þess að mennta sig í sútun. Við náðum vel saman í seinni tíð þegar við spjölluð- um um Ameríku eftir að ég hóf nám þar. Hann hafði gaman af því að lýsa ferðum sínum þangað og upplifun hans á þessu landi. Hann lét sér ekki nægja að mennta sig í Amer- íku, heldur fór hann einnig til Þýskalands. Afi ferðaðist síðan til Noregs til þess að fullnægja skó- græktarþörf sinni en hann var ætíð mikill áhugamaður um skógrækt. Ég minnist sérstaklega hversu Fnjóskadalurinn var honum hjart- fólginn, enda skildi hann eftir sig fyrir okkur afkomendurna landperl- una sína. Hann átti það til að stríða öðrum öldungum sem voru annars staðar að á landinu. Norðurland var ætíð besti besti staðurinn í huga hans. Þannig minnist ég þess að hann skrifaði hitastig og veðurfar landshlutanna og bar Norðurland við landið sunnanvert, sérstaklega þegar veðrið var betra þar nyrðra. Þrátt fyrir háan aldur vildi hann ferðast mikið og þegar suður var komið átti hann það til að fara öllum að óvörum einn niður í miðbæ borg- arinnar. Hann lét fátt stoppa sig í þeim efnum og „húkkaði" sér far ef ekkert betra lagðist til. Ég sé ekki marga aðra öldunga leika það eftir honum. Hann afi hafði mikinn áhuga á bókum og fræðistörfum, þá sérstak- lega ættfræði. Hann sat ávallt í stof- unni með bók sér í hönd og þegar hann lagði hana frá sér spurði hann einna mest spurninga um ættir þeirra sem hann umgekkst. Þegar unglingurinn reyndi að komast að upplýsingum um hana ömmu sína þá barst talið ávallt að góðum ættum hennar en ekki persónulegum lýs- ingum. Þrátt fyrir að hann afi hafi verið á undan sinni samtíð, bar hann ákveðin merki sinnar kynslóðar. Hann var ætíð nægjusamur og spar- samur á sjálfan sig en höfðinglegur við okkur hin. Það einkenndi hann líka að hann bar aldrei tilfinningar sínar á torg og vinnusemi var hans dyggð. Hann var ekki afi sem tók smábarn í kjöltu sér heldur hvatti hann unga konu til dáða og mun ég ætíð vera honum þakklát fyrir það. Það er hvorki fálkaorða hans né mikilvægt framlag til sútunar og skógræktar sem fylgir minningu minni um hann afa. Hans sérstaka persóna og hlýjar samræðurnar sem við áttum _er það sem ég mun ávallt minnast. Ég er þakklát fyrir að hafa kynnst þessum „sérstaka" afa og núna um jólin þegar ég talaði við hann í síðasta skipti, hvatti hann mig áfram á sinn hátt, maður sem náði að lifa inn á „þrjár aldir“. Jóna R. Guðmundsdóttir. Öðlingurinn Þorsteinn Davíðsson er látinn. Hann náði því að lifa tvenn aldamót, fæddur 1899 og dáinn árið 2000. Hann var frumkvöðull að iðn- aði samvinnumanna á Akureyri, þegar hann eftir nám í skinnaverk- un í Bandaríkjunum, hófst handa um uppsetningu á gæruvinnslu í Grófargili árið 1923. Það var Ingólf- ur Bjarnason í Fjósatungu, stjórn- ai-maður í Sambandinu, sem réð Þorstein árið 1921 til náms og starfa. Saga skinnaiðnaðar á íslandi og saga Þorsteins spinnast mjög saman en sú saga verður ekki rakin hér. Það yrði allt of langt mál. Þá sögu er byrjað að skrifa og víst er að þáttur Þorsteins þar hlýtur að verða stór. Eg kynntist Þorsteini fyrst vorið 1950 þegar eg vann hjá iðnaðardeild Sambandsins í Reykjavík. Hann var að koma á aðalfund Sambandsins og kom við hjá okkur Harry Frederik- sen framkv.st. deildarinnar. Eg vann í tvö ár í Reykjavík og var verulegur hluti af starfi mínu að snúast og greiða fyrir allskonar mál- um Sambandsverksmiðjanna á Ak- ureyri. Þá talaði eg oft við Þorstein í síma og alltaf var hann jafnvel al- úðlegur þegar hann var að biðja um fyrirgreiðslu. Eftir að eg flutti til Ákureyrar til þess að vinna hjá Ull- arverksmiðjunni Gefjuni urðu kynni okkar meiri. Hann stjórnaði Skinna- verksmiðjunni Iðunni sem flutti úr Grófargili á Gleráreyrar 1935 þá fullgerð og nýbyggð sútunarverk- smiðja, sem hann hafði teiknað og séð um uppbyggingu á. Þá kynntist eg dugnaði hans og skapfestu. Það orð fór af honum að enginn hefði lengri vinnutíma en hann og það var rétt. Hann mætti fyrstur og hætti síðastur. Á þeim tíma var framleiðsl- an mjög fjölbreytt. Það voru unnin fataskinn og hanskaskinn, allskonar leður fyrir skófatnað og söðlasmíði, gæruskinn til allskonar framleiðslu. Allt þurfti sína sérstöku vinnslu, þannig að hér var um flókið vinnu- ferli að ræða. Á þessum tíma var oft mikill skortur á vinnuafli. Það vakti strax athygli mína að Þorsteinn var iðulega við vinnu á hinum og þessum vélum verksmiðjunnar. Hann kunni tökin á öllu. Að loknum venjulegum vinnudegi tóku við svokölluð stjórn- unarstörf og þau voru oft ærin. Síðar eftir að eg fór að sitja aðal- fundi Sambandsins varð það að venju að eg keyrði hann til Bifrastar í Borgarfirði þar sem aðalfundirair voru haldnir í fjöldamörg ár. Þá var oft spjallað mikið saman um allt milli himins og jarðar. Þá kynntist eg nýrri hlið á Þorsteini, það er að segja, hann var sögumaður, kunni að segja sögur á skemmtilegan hátt. Sérstaklega minnist eg frásagna hans frá bernskudögunum í Fnjóskadal og vinnunnar hjá Ingólfi í Fjósatungu. Einnig var honum í fersku minni uppsetning gæru- verksmiðjunnar í Grófargili. Eg minnist líka að honum þótti gott að starfa með Jóni Árnasyni, framkvstj. útflutningsdeildar SÍS, sem í byrjun var hans yfirmaður. Þeir skrifuðust reglulega á og Jón studdi við bakið á honum. Við Þor- steinn áttum mörg sameiginleg áhugamál. Fyrir utan starfið og allt í kringum það, var skógrækt og upp- græðsla á landinu sameiginlegt áhugamál okkar. Hann hafði brenn- andi áhuga og fannst að þar væri hægt að gera margt. Þorsteinn hætti störfum verk- smiðjustjóra 1970 en vann áfram við sérstörf fram til 1981 og hafði þá unnið frá því að hann hóf nám sam- tals í 60 ár við sútunina. í tilefni þess afmælis hélt starfsfólk iðnaðar-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.