Morgunblaðið - 25.01.2000, Page 41

Morgunblaðið - 25.01.2000, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐ JUDAGUR 25. JANÚAR 2000 41 UMRÆÐAN Opið bréf til fjármálaráðherra í SÍÐUSTU viku var greint frá því að ríkisstjórnin hefði ákveðið að gera samning við fyrir- tækið Securitas um rekstur á elliheimil- um á grundvelli svokallaðrar einka- framkvæmdar. Þetta ætti ekki að þurfa að koma nein- um á óvart því ríkis- stjómin hefur ekki farið í grafgötur með þann ásetning sinn að innleiða einka- framkvæmd í al- mannaþjónustunni á Islandi. Fyrir íslenskt þjóðfélag er hér hins vegar grafalvarlegt mál á ferðinni og er nauðsynlegt áður en haldið er lengra út á þessa braut að ráðamenn geri grein fyrir áformum sínum, hve langt verður gengið í einkavæðingu velferðarþjónustunn- ar og hvað þar hangi á spýtu. Því er- indi er hér með komið á framfæri við fjármálaráðherra. Þegar þessi mál hefur borið á góma hefur það hent að ráðamenn hafa ekki viljað kannast við eigin verk. Það henti til dæmis fjármálaráðherra í umræðu um einkaframkvæmd á Alþingi skömmu fyrir jól. OECD og ríkisstjdrn íslands Tilefni umræðnanna var nýút- komin skýrsla OECD. Þar voru ís- lensk stjórnvöld lofuð og prísuð fyr- ir framgöngu sína í einkavæðingu auk þess sem ráðlagt var um næstu skref. I skýrslunni sagði meðal ann- ars um aldrað fólk og elliheimili: „Hægt væri að takmarka kostnað ríkissjóðs vegna umönnunar aldr- aðra með því að leggja á hærri þjón- ustugjöld. Eins og er greiða aldrað- ir á hjúkrunarheimilum lítið meira en lágan grunnlífeyri fyrir þjónust- una. Þótt greiðslur ættu að hækka jafnhliða því sem lífeyrisgreiðslur hækka er ólíklegt að kostnaður við vist á hjúkrunarheimili verði greiddur að fullu. Svig- rúm er til að auka þjón- ustugjöld með því að lækka þann hluta af líf- eyrisgreiðslum sem ein- staklingar á hjúkrunar- heimilum halda eftir. En í ijósi eigna aldraðra, ættu stjórnvöld að íhuga að fara fram á að hluti þeirra eigna verði notað- ur til að greiða fyrir dvölina á hjúkrunar- heimilum, þótt ekki væri nema í því formi að safna skuld við ríkissjóð sem yrði greidd að lokum. í þessu ljósi yrði að setja reglur sem takmörkuðu hættuna á því að einstaklingar neyttu eigna sinna snemma eða á- nöfnuðu þeim til barna sinna.“ Þegar vísað var til þessarar skýrslu í umræðum á Aiþingi brást fjármálaráðherra hinn versti við og er gott til þess að vita að hann skyldi telja út í hött að setja öldruðu fólki stólinn fyrir dyrnar um ráð- stöfun eigna sinna. En hvað með þann kjarna í ábendingum OECD sem lýtur að þjónustugjöldum og nauðsyn þess að hækka þau? Er það ekki þegar allt kemur til alls í fullu samræmi við áform ríkisstjórnar- innar í tengslum við einkafram- kvæmd velferðarþjónustunnar, þar á meðal á elliheimilum? Hvað er einkaframkvæmd? Einkaframkvæmd felur það í sér að samið er við fyrirtæki um að reisa og reka stofnanir sem sinna þjónustu sem samstaða er um að samfélagið sinni. Þetta getur átt við um skóla, sjúkrahús, elliheimili, fangelsi, veitukerfi og nánast hvers kyns starfsemi sem þjóðfélagið þarf lífsnauðsynlega á að halda. Enda þótt einkaframkvæmdin hafi reynst dýrari en fjármögnun og rekstur í höndum hins opinbera hefur hún engu að síður víða orðið fyrir valinu. Astæðan er að hluta til pólitísk, þ.e. byggir á þeirri trúarsannfæringu að Einkaframkvæmdir En það sem ekki er síð- ur alvarlegt, segir Ogmundur Jónasson, er að þetta nýja fyrir- komulag er mun kostn- aðarsamara en þegar reksturinn er á vegum ríkis eða sveitarfélaga. alls staðar þar sem því verður kom- ið við eigi að láta markaðsfyrirtæki annast rekstur en alls ekki hið opin- bera. Ekki þarf að koma á óvart að stjórnmálaflokkar tengdir fjár- magni skuli halda þessu hagsmuna- tengda sjónarmiði mjög á lofti. Hitt er svo einnig staðreynd að með einkaframkvæmd má auðveld- lega fela opinberar skuldir, yfirfæra þær úr bókhaldinu og yfir í pólitísk- ar skuldbindingar. Þannig er láns- fjármagn sem notað er til að reisa stofnanir í einkaframkvæmd fært í skuldadálka viðkomandi fyrirtækis en hjá hinu opinbera er hins vegar að finna loforð og skuldbindingar um að sjá fyrirtækinu fyrir verkefn- um út samningstímann, tvo eða þrjá áratugi eftir atvikum. Þetta fyrirkomulag byggir ekki á framsýni heldur ótrúlegri skammsýni og er reyndar undarlegt að á tímum jafn örra breytinga og við nú lifum skuli stjórnvöld vera reiðubúin að að njörva okkur niður með þessum hætti til langs tíma. En það sem ekki er síður alvarlegt er að þetta nýja fyrirkomulag er mun kostnaðarsamara en þegar rekstur- inn er á vegum ríkis eða sveitarfé- laga. Þar kemur til hærri fjár- magnskostnaður en einnig hitt að nú eru komnir til sögunnar eigend- ur og fjárfestar sem heimta arð af fjárfestingum sínum. Þegar því er Ögmundur Jónasson haldið fram að íslendingar hafi þeg- ar allt kemur til alls um langt skeið búið við einkarekstur margra heil- brigðisstofnana með ágætum ár- angri þá gleymist að þar er um að ræða starfsemi sem sprottin er úr jarðvegi verkalýðshreyfingar eða samtökum sjúklinga með það markmið eitt að leiðarljósi að veita þjónustu eins og tíðkast hjá ríki og sveitarfélögum. Með einkafram- kvæmdinni er hins vegar hugsunin sú að byggja þessa starfsemi upp eins og hvern annan atvinnurekstur sem settur er á fót til að skapa eig- endum sínum arð. Þessu tvennu er engan veginn saman að jafna. Alvarlegnr veikleiki í þessu liggur alvarlegasti veik- leiki einkaframkvæmdar innan vel- ferðarþjónustunnar. Iðulega hefur það gerst að fyrirtæki, sem treyst hefur verið fyrir viðkvæmri þjón- ustu, til dæmis sjúkrastofnunum og elliheimilum, hafa leitað allra bragða til að draga úr þjónustu til þess eins að fullnægja kröfum eig- enda um arðgreiðslur. Fjölþjóðafyrirtækið ISS, sem fyrir nokkrum dögum keypti hreingerningardeild Securitas á Is- landi, rekur sjúkrahús og elliheimili víða um heim. Þetta fyrirtæki hefur sætt harðri gagnrýni í Svíþjóð, þar sem það rekur elliheimili, fyrir að vanrækja vistmenn. í reynd liggur það í augum uppi að sú freisting er fyrir hendi hjá fyrirtæki af þessu tagi að draga úr aðhlynningu, fæði og umönnun til að ná kostnaði nið- ur. Auðvitað má reyna að koma við aðhaldi og eftirliti til að sporna gegn þessu. En það er á brattann að sækja ef hvatinn að baki rekstrinum er gróðavon en ekki velferð þeirra sem þjónustunnar eiga að njóta. En víkjum aftur að kostnaðinum. Hvemig geta sveitarfélög og ríki brugðist við hækkandi útgjöldum vegna einkaframkvæmdar? Hér koma tvær leiðir til álita, annars vegar að hækka skatta, hins vegar að láta notendur sjálfa borga. Ríkis- stjórn Islands hefur valið síðari kostinn. í bæklingi um einkafram- kvæmd sem Fjármálaráðuneytið gaf út í júní árið 1998 segir að leggja beri „áherslu á að sem stærstur hluti tekna rekstraraðila sé fenginn með notendagjöldum..." Enda þótt Geir H. Haarde fjár- málaráðherra vilji ekki ganga svo langt að banna öldraðu fólki að ráð- stafa eignum sínum þá stendur hitt eftir að fyrir þeirri ríkisstjórn sem hann á sæti í vakir að fjármagna rándýra einkaframkvæmd í þágu útvalinna með auknum þjónustu- gjöldum. Með öðrum orðum, rándýr einkaframkvæmdin verður á kostn- að aldraðra þegar fram líða stundir. I sjónmáli eru stórhækkaðar álögur á þá. Auðvitað munu sumir geta borgað. Aðrir munu hins vegar eiga erfitt með það. Þetta er sú ávísun sem fjármálaráðherra er að gefa út þessa dagana með einkafram- kvæmd velferðarþjónustunnar. Þetta er ávísun á misrétti. Höfundur er alþingismaður og form. BSRB. 1 • ftkl I hreinsunin sími 533 3634, gsm 897 3634 Allan sólarhringinn. ÞP &CO Rutland þéttir, bætir og kætir þegar þakið fer að leka Rutland er einn helsti framleiðandi þakviðgerðarefna í Bandaríkjunum Veldu rétta efnið - veldu Rutland! Þ.ÞORGRÍMSSON & CO ÁRMÚLA29 S: 553 8640 & 568 6100 Springdýnur Skútuvogfi 11 • Sími 568 5588

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.