Morgunblaðið - 25.01.2000, Síða 42

Morgunblaðið - 25.01.2000, Síða 42
MORGUNBLAÐIÐ 42 ÞRIÐJUDAGUR 25. JANÚAR 2000 / ! ........................ UMRÆÐAN Hvað þýðir orð- ið „háskóli44? Á ÍSLANDI eru nú nokkrir skólar sem bera orðið háskóli í heiti sínu. Háskóli Islands er þeirra elstur. Á ensku heitir Háskóli Islands University of Iceland. Ljóst er þó að merk- ing orðsins háskóli er " ekki sú sama og uni- versity. Hún er víðari, merkir bæði college og university. Það á- lykta ég af því að starfsemi sumra skóla á Islandi sem bera nafnið háskóli er frá- brugðið þeirri starf- semi sem einkennir university. Eftir að námi í framhaldsskólum lýkur taka við tvö skólastig, grunn- nám og framhaldsnám í háskóla. Það er meiri munur á þessum tveimur skólastigum er nokkrum öðrum tveimur samliggjandi skóla- stigum. Það kemur gleggst fram í þeim kröfum sem gerðar eru til starfsmanna (kennara) en einnig í aðstöðu, vinnulagi og markmiðum. Það sem einkennir university um gjörvallan heim eru rannsóknir (í merkingunni research, en þess má geta að íslenska orðið rannsókn er notað í mikli víðari merkingu en enska orðið research). Bæði vestan hafs og austan einkennist starf „university-kennara“ af rannsókn- um. Það sem einkennir rann- sóknarferlið í dag er að fyrst þurfa kennarar að móta hugmyndir um rannsóknaverkefni, síðan að afla 'fjár til þess, ýmist úr sjóðum eða frá fyrirtækjum, vinna verkið og skila frá sér niðurstöðunum. Samkvæmt erlendum viðmiðum standa þeir háskólakennarar sig vel sem eru duglegir að afla fjár til rannsókna. Með alla þá háskóla sem nú eru á Islandi og kalla sig university væri fróðlegt að fá upp- lýsingar um rann- sóknaferil starfs- manna og fjáröflun til rannsóknastarfsins. Mér segir svo hugur að margar skólastofn- anir hér á landi sigli undir fölsku flaggi í þesum efnum. Rétt væri að nefna þær college á ensku, ekki university. Þess má geta hér að í Vestur- Evrópu eru 1-2 millj- ónir íbúa á hvert uni- versity. Á íslandi eru nú sjö háskólar ef ég tel rétt. Þýðir það að hér séu sjö universiti- es, eitt á hverja 40 þúsund íbúa? Rannsóknarstörf eru oft mjög sér- hæfð og stundum markmið þeirra torskilin bæði leikmönnum sem Skólar Ljóst er að merking orðsins háskóli er ekki sú sama og university, segir Stefán Arnórsson. Hún er víðari, merkir bæði college og uni- versity. öðrum sem ekki hafa til að bera sérþekkingu á því sviði sem til- teknar rannsóknir tengjast. Eftir sem áður er auðvelt með fáum spurningum að átta sig á því hvort sá sem vinnur að rannsóknum sé virkur í starfí. Fyrst er að spyrja á hvaða sérsviði hinn spurði starfar, næst að hvaða verkefnum hann vinnur að og hversu miklu fé hann ráðstafar til rannsókna og loks Stefán Arnórsson hvaða verkefnum hann hafi síðast lokið og hverjar séu helstu niður- stöðurnar. Síðan er jafningjamat besta aðferðin til að meta gæðin. Ég legg til, lesandi góður, að þú hafir þessar spurningar í huga ef þú vilt átta þig á rannsóknarstarfi við íslenska háskóla og hvort um sé að ræða college eða university. Undirritaður gegnir nú starfl formanns stjórnar Raunvísinda- stofnunar Háskólans. Sú stofnun er ein stærsta rannsóknastofnun hér á landi með 170 milljónir króna í fjárveitingu af fjárlögum á síð- asta ári og annað eins í sjálfsaflafé, úr innlendum og erlendum rann- sóknarsjóðum og frá fyrirtækjum. Kennarar við raunvísindadeild Háskólans hafa rannsóknaraðstöðu við Raunvísindastofnun. Það ætti að segja sig sjálft að starfsemi Raunvísindastofnunar og raunvís- indadeildar Háskóla íslands er með öðrum hætti og annars eðlis eða ýmissa annarra skóla hér á landi sem bera háskólaheiti. Okkur ber að nefna hlutina réttum nöfn- um. Að þýða orðið háskóli yfir á ensku með orðinu university eins og nú virðist gert er allt í senn hlægilegt, grátlegt, barnalegt og íslenskri þjóð að athlægi. Með þessum orðum er ég ekki gera lítið úr störfum eins né neins, hvorki þeirra sem sinna vel starfi sínu við grunnskóla, framhaldsskóla eða skóla á háskólastigi. I grein í Morgunblaðinu frá 15. janúar um breytingu á nafni Við- skiptaháskólans í Háskólinn í Reykjavík (Reykjavík University) minnist Guðfinna S. Bjarnadóttir, rektor ekki einu orði á annað í sambandi við starfsemi skólans og framtíð hans en kennslu. Er það tilviljun eða áttar hún síg ekki á því hvað orðið university stendur fyrir og að íslenska orðið háskóli hefur víðari og því aðra merkingu? Hitt má öllum vera ljóst að skóli þar sem kennd eru fá fög en er kenndur við stað eins og Háskólinn í Reykjavík gefur ekki rétta mynd af starfsemi sinni með nafninu. Höfundur er prófessor íjarð- efna fræði og formaður sljórnar Raunvísindastofnunar Hdskólans. Virkjunar- svæðið Island Björn Þorsteinsson UM NYLIÐNAR stórhátíðir mátti sjá í sjónvarpinu athyglis- verða auglýsingu frá Landsvirkjun. Fal- legir fossar í grænni náttúru Islands, lækj- arsprænur og stærri vatnsföll, og þekkt ættjarðarlag sungið undh’. I upphafi auglýsingarinnar birtist á skjánum boð sem ber vott um mikla gestrisni: „Vel- komin á virlq'unar- svæði Landsvirkjun- ar“ og litlu síðar fylgdi slagorðið „Nýtum og njótum“. I lok auglýsing- arinnar kom svo í ljós að hér var á ferð nýárskveðja Landsvirkjunar til landsmanna. Því er ekki að neita að það er fal- legt af stórfyrirtækinu að sýna lands- mönnum, umbjóðendum sínum, hug sinn í verki með þessum hætti. Ljóst er að almannatengsladeild fyrirtæk- isins hefur hér unnið sitt starf af alúð og vandvirkni. Þó má vera að að- standendum auglýsingarinnar hafi yfirsést ofurlítill merkingarþrunginn túlkunarmöguleiki sem hér verður vakið máls á. Skoðum boðskap auglýsingarinnar nánar. Landsvirkj- un býður landsmenn velkomna á virkjunarsvæði sitt. Er þar átt við Eyjabakka eða Sultartanga? Mynd- irnar sem fylgja benda til annars: Þær eru teknar hér og hvar í náttúru landsins og sýna allt annað en stíflur, stöðvarhús og uppistöðulón. Séu í- myndasmiðir Landsvirkjunar teknir hér á orðinu verður niðurstaðan því þessi: Virkjunarsvæði Landsvirkjun- ar er gjörvöll náttúra landsins, jafnt þau svæði sem þegar hafa verið „nýtt“ og þau svæði sem við megum ennþá „njóta“ í óspjallaðri mynd. Þar höfum við það svart á hvítu og ætti engum að koma á óvart: eins og sjálft nafnið ber með sér er Landsvirkjun fyrirtæki sem ætlað er að virkja landið; hún er glæstur fulltrúi þess viðhorfs að landið hafi ekki gildi í sjálfu sér heldur sé það ekki annað en safn virkj- unarkosta. Þegar þetta er haft í huga sjáum við að þegar Landsvirkjun býð- ur okkur landsmenn vel- komna á virkjunarsvæði sitt - virkjunarsvæðið Isl- and - er það til marks um nokkra þröngsýni sem jafnvel jaðrar við dramb, því að til eru þeir sem líta svo á að landið sé ekki virkjunarsvæði, það sé ekki eign til- tekinna fyrirtækja heldur sé það í umsjá þeirra sem í landinu búa. Það Virkjanir Séu ímyndasmiðir Landsvirkjunar teknir hér á orðinu verður nið- urstaðan því þessi, segir Björn Þorsteinsson: Virkjunarsvæði Lands- virkjunar er gjörvöll náttúra landsins. sé því í verkahring landsmanna að bjóða Landsvirkjun velkomna í nátt- úru landsins þegar brýna nauðsyn ber til - þegar allir aðrir kostir hafa verið fullkannaðir og sýnt þykir að ekki séu aðrar leiðir færar en að leggja land undir virkjun. Höfundur stundar doktorsnám í heimspeki ( París. EIGA stórfyrirtæki eins og ísal að reka rík- isstyrktan starfsþjálf- unarskóla? Um þessar mundir eru 16 manns í Verkalýðsfélaginu Hlíf að útskrifast úr Stór- iðjuskóla Isal. I tvö ár eða fram til haustsins 1998 vann nefnd hjá ísal að hug- myndum varðandi starfsnám sem ætlað er fyrir ófaglærða starfs- menn. Þegar námið hófst, fundu fulltrúar verkalýðsfélaganna út, að Isal hefði einhliða > ákveðið að störfum nefndarinnar væri lokið. Fram- kvæmdastjórn tók síðan ákvarðanir um ýmis atriði námsins án samráðs við nefndina. I kjarasamningi stendur m.a.: „...aðilar að yfirlýsingu varðandi starfsnámið meti hvort þörf sé á frekari störfum nefndarinnar, en gert er ráð fyrir að hún ljúki störfum þegar starfsnámið hefst“. Átta milljón króna styrkur frá fé- lagsmálaráðuneyti til verkefnisins var úthlutað sameiginlega til ísal og Trúnaðarráðs/Verkal.fél. Hlífar. ■ 3 fulltrúar voru frá verkalýðsfé- lögunum og 3 frá Isal. Frá verka- lýðsfélögunum voru Kolbeinn Gunn- arsson frá Hlíf, Gylfi Ingvarsson aðaltrúnaðarmaður og undh'ritaður frá Hlíf. Þakka ber Sigurði Þór steypuskálastjóra vandvirk störf í nefndinni en hann var aðaldriffjöðrin af hálfu ísal við að koma náminu á. ->Það er afar mikilvægt að staðið sé rétt að skipulagi og framkvæmd svona náms í upphafi sem og á seinni stigum svo þeir sem það eiga að stunda, verði ekki fráhverfir því. Fylgst er með því hvernig til tekst og hvort vænlegt sé fyrir vinnumarkaðinn að til- einka sér slíkt eða svip- að starfsnám. Námskráin Við lögðum upp með, eins og í venjulegu námi, að menn yrðu að „læra“ en þá er spum- ingin hve mikið? Nám- skráin fjallar ítarlega um það. Hún var samþykkt og undirrituð af stjórn ísal og trúnaðarráði. Hugmynda- fræði okkar Hlífarmanna er fengin frá MFA og er einföld: Að allir ófag- lærðir geti farið í skóla, lært út frá eigin forsendum og náð að hífa sig upp, burtséð frá grunnnámi. Við höf- um kynnst áhrifaríkum kennsluað- ferðum MFA, sem leggur áherslu á að meta námsárangur út frá hverj- um einstaklingi fyrir sig og tengja námsefnið við það sem menn þekkja. Nemi getur t.d. verið í tölvunámi um leið og hann lærir íblöndun efna eða stærðfræði. í raun er gert ráð fyrir tengingu námsins við vinnustaðinn í nám- skránni. Meðal efnisatriða eru: Fram- leiðsluþekking, einfaldar greiningar og mat á niðurstöðum, vinnuvernd og samskipti á vinnustað. Það síð- astnefnda mættu stjórnendur einnig Starfsþjálfun ÍSAL tók sér sjálfræðis- vald þrátt fyrir samn- inga, segir Jóhannes Gunnarsson, og sameig- inlega peningastyrki með verkalýðsfélögun- um. læra. Einar Guðmundsson aðstoðarfor- stjóri skýrði það út fyrir mér að hann hefði verið í skóla í 18 ár og hann vissi nákvæmlega hvernig nám ætti að vera! Kannski að þarna sé meinið? Ég hef þá reynslu umfram hann að hafa ekki vérið 18 ár í skóla. Það er ekki sjálfgefið að menn hafi t.d. þann grunn sem þarf til að hefja nám í stærðfræði 102. Geðþóttaákvarðanir Ófaglærðir eru misjafnlega vel undir það búnir að hefja nám. Það er margt sem þarf að taka tillit tik Sam- ið var um að námið yrði fyrir ófag- lærða starfsmenn með enga grunn- menntun. Stjórnendur ísal völdu 18 manns í fyrsta hóp. Valdir voru 9 manns sem höfðu eitthvað nám að baki eins og t.d. iðnmenntun og menntaskólanám og líklegir væru til að sýna árangur. 9 manns voru ófaglærðir. Það kom fram á einum fundinum að valið hefði verið þannig að t.d. ein- hver með lesblindu væri örugglega, ekki í hópnum. Okkur var sagt að það væri til að tryggja góða útkomu hjá fyrsta hóp og skapa náminu góða ímynd út á við! Að sögn stjórnanda Isal í nefndinni var einn neminn val- inn vegna þess að hann hélt góða ræðu, að mati forstjórans, í veislu sem hún hélt á Hótel Borg! Flokk- stjórar og varaflokkstjórar voru sér- staklega valdir í námið og skólinn fékk uppnefnið „Flokkstjóraskólinn" á meðal starfsmanna. Þetta allt vekur upp spurningu um jafnrétti til náms og hvort styrkja eigi auðhring eins og Alusuisse í að halda uppi starfsþjálfun t.d. á flokk- stjórum hjá Isal. Val í skólanám sem er styrkt með skattpeningum má aldrei byggjast á geðþóttaákvörðun- um og hveijir séu þóknanlegir þeim sem í það velja. Svona nám þyrfti að verða almennara í þjóðfélaginu. Ef ríkið styrkir það áfram verður að finna sanngjarna aðila til að sjá um ogveljaíþað. Aðferðin Hlífarmenn lögðu mikla áherslu á að tölvur væru notaðar við kennslu og úrvinnslu verkefna. Að auðvelt væri að vera með nýjar útfærslur á námsgögnunum og einfalt fyrir leið- beinendur að fylgjast með hvar nemi væri staddur í náminu. í lokaprófi væri hægt að nýta vistað efni í tölv- unum. Kenna þyi’fti hagnýta stærð- fræði, prósentureikning, vísitölur og aðferðafræði í tölvum, á vasareikni eða með öðrum hjálpargögnum. Starfsmenn ísal segja að þetta sé ekki það sem við höfum kynnt þeim í samningum. Ég bið menn að afsaka en lokaorðið var hjá ísal. Yfir 100 manns sóttu um að kom- ast í fyrsta hóp. I kringum 30 manns sóttu um að komast í næsta hóp. Það var eftir að fréttir frá fyrsta hóp fóru að berast um að námið væri annað en kynnt var. Að heimalærdómur hafi verið við- tekin venja hjá hópnum sem er að út- skrifast segir okkur að of mikið námsefni hafi verið innan þess tíma sem til námsins var ætlaður. Ekki var rætt um það í nefndinni né í samningum að menn þyrftu að stunda heimalærdóm enda hafa vaktavinnumenn í fullri vinnu litla aðstöðu til þess. Fulltrúar starfs- manna vöruðu við því að vera með sí- felld próf, létt eða þung. Mikil yfirferð og próf skapa spennu og óánægju sem er eingöngu til að fæla væntanlega nemendur frá námi. Samið var um að prófað yrði að loknum hverjum námsþætti úr þeim þætti sem tilheyrir starfsferlinu en ekki t.d. beint í stærðfræði. Sumir geta lært stærðfræði sem dugar þeim til að vinna sitt starf og til léttra útreikninga án þess að hafa til- skildar einkunnir úr iðn- eða menntaskóla. Lokaorð Þurft hefði að viðhafa vandaðri vinnubrögð strax í upphafi. ísal tók sér sjálfræðisvald þrátt fyrir samn- inga og sameiginlega peningastyrki með verkalýðsfélögunum. Þetta hófst allt með hugmyndum og vinnu verkamanna og hefur ísal ekki svo mikið sem sagt takk fyrir. Að lokum vil ég óska þeim 16 mönnum úr Verkalýðsfélaginu Hlíf, sem eru að útskrifast úr Stóriðju- skólanum, til hamingju með þennan merka áfanga. Höfundur var í starfsnámsnefnd sem vann að þvíað koma á starfsnámi lljd ÍSAL. Eiga stórfyrirtæki eins og ÍS AL að reka ríkisstyrktan starfsþj álfunar skóla? Jóhannes Gunnarsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.