Morgunblaðið - 25.01.2000, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 25.01.2000, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 25. JANÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Samningur íslenska ríkisins við fslenska erfðagreiningu Skiptar skoðanir meðal stj órnarandstöðunnar Ögmundur Margrét Sverrir Jónasson Frímannsdóttir Hermannsson TALSMENN stjórnarandstöðunn- ar eru ekki á einu máli um ágæti samnings íslenska ríkisins við Is- lenska erfðagreiningu um miðlæg- an gagnagrunn á heilbrigðissviði. Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, sagði að þingflokkur VG hefði frá upphafi verið mjög and- vígur því að gerður yrði viðskipta- samningur við fyrirtæki um nýt- ingu á heilsufarsupplýsingum þjóðarinnar. „Því miður tel ég að hér sé verið að stíga óheillaspor, sem síður en svo verði vísindum og rannsóknum til framdráttar," sagði Ögmundur. „Verið er að koma á fót einokun og þetta er skref aftur í tímann og í hróplegri mótsögn við opið vísinda- samfélag, sem byggist á frjálsu flæði upplýsinga og þekkingar.“ Ögmundur sagði að öryggi ein- staklinga væri ekki tryggt í gagna- grunninum, líkt og kveðið hefði ver- ið á um í lögunum. „Mannvernd hefur þegar bent á þetta, sem og Læknafélag Islands og því finnst mér algjörlega út í hött að vísa frá kröfunni um upplýst samþykki. Að sjálfsögðu munu einhverjir fagna þessu. Það á t.d. við um al- þjóðleg tryggingafélög, sem íslensk erfðagreining hefur þegar boðið að- stoð sína. Eins og menn vita þurfa þau á upplýsingum að halda til að geta flokkað fólk í áhættuhópa, en sam- kvæmt þeim er síðan mis- munað í iðgjöldum. Þar með verður fólki sem hefur sjúkdóma eða er í áhættu- hópi gert ókleift að vernda sig. Abyrgð íslenskra stjórn- valda er mjög mikil í þessu máli og öll digru fyrirheitin um að þetta muni skila miklu í ríkissjóð hafa skroppið sam- an,“ sagð Ögmundur en Islenskri erfðagreiningu er skylt að greiða 70 milljónir króna í árgjald auk 6% af hagnaði fyrir skatta, vegna gagna- grunnsins, sú upphæð mun þó aldrei vera hærri en 70 milljónir. „Þetta eru smáaurar samanborið við þá hagsmuni sem verið er að fórna,“ sagði Ögmundur. „Það væri fróðlegt að vita hversu miklu ríkis- stjórnin hefur eytt í þetta mál.“ Vantar skýrari endurskoðunarreglur Margrét Frímannsdóttir, tals- maður Samfylkingarinnar, sagði að samningurinn um gagnagrunninn kæmi engan veginn á óvart. „Þetta er nokkuð sem maður hef- ur búist við frá því lögin voru sam- þykkt,“ sagði Margrét. „Mér finnst hins vegar samningurinn vera til mjög langs tíma og að eðlilegra hefði verið að hafa hann styttri. Ég hef ekki séð hvernig tryggja á fullkomna persónuvernd með þess- um gagnagrunni, en reikna fastlega við því að heilbrigðisráðherra fari ítarlega yfir málið með heilbrigðis- og trygginganefnd. Þá finnst mér vanta skýrari endurskoðunarregl- ur, en mér finnst mjög mikilvægt að Alþingi fái að fylgjast mjög náið með þessum málum. Þegar þessi lög voru til umræðu á þinginu á sínum tíma þá var sagt að þetta væri eitt mikilvægasta mál sem Alþingi hefði rætt. Gerðar voru mjög margar at- hugasemdir við lögin og hefur stjórnarandstöðunni ekki enn verið kynnt hvort og þá hvernig tekið hafi verið tillit til þeirra. Ég tel þörf á því að um leið og einhver reynsla hefur fengist á framkvæmd þessara laga þá þurfi að fara yfir þá reynslu bæði af hálfu ráðuneytis og jafnvel þingsins og endur- skoðunarákvæði þyrftu að vera í samræmi við það.“ Varðandi greiðslur ís- lenskrar erfðagreiningar til ríkissjóðs, sagði Margrét: „Það er alveg ljóst að þetta er ekki há leiga miðað við þær upplýsingar, sem um er að ræða í gagnagrunnin- um. Það gera sér allir grein fyrir því að þarna eru mjög mikil verð- mæti á ferðinni. Mér finnst hins vegar mjög óeðlilegt að tala um þessar greiðslur sem einhvern auð- lindaskatt, því þó greiddir séu rúm- ir 1,5 milljarðar á 12 ára samnings- tíma, þá er það ekki há upphæð, að mínu mati. Miklir möguleikar fyrir hendi Sverrir Hermannsson, formaður Frjálslynda flokksins, sagðist frá upphafi hafa verið mikill áhuga- maður um gagnagrunnsmálið. „Það liggur allt í ættum, allt erf- ist og ég hygg að þessi starfsemi muni leiða til stórkostlegs árang- urs,“ sagði Sverrir. „Einkaleyfi er svolítið vafasamt, en það eru bara svo miklir möguleikar fyrir hendi. Ég vona að þetta verði okkur ís- lendingum til góðs.“ Atvinnu- leysi mæld- ist 1,8% í desember ATVINNULEYSI á landinu mældist 1,8% í desember skv. mánaðarlegu yfirliti Vinnu- málastofnunar yfir atvinnu- ástandið en þetta er aukning um 0,3% frá því í nóvember. Þar af er atvinnuleysi hjá körlum 1,3% en hjá konum 2,4% en alls voru skráðir atvinnuleysisdag- ar hjá körlum 21 þúsund en tæplega 31 þúsund hjá konum. Atvinnuleysi hefur ekki mælst jafn mikið síðan í júní á síðasta ári en var hins vegar nokkru meira á fyrstu mánuð- um ársins 1999. Alls voru skráð- ir atvinnuleysisdagar á landinu öllu í desember tæplega 52 þús- und, sem er aukning um ríflega 7 þúsund frá mánuðinum á und- an en hins vegar fækkun um ríf- lega 20 þúsund frá desember- mánuði 1998. Atvinnuleysi jókst um 15,9% að meðaltali á milli mánaða en undanfarin tíu ár hefur atvinnu- leysi aukist um 25,6% að meðal- tali frá nóvember til desember og því er árstíðarsveiflan milli nóvember og desember nú tals- vert minni en í meðalári. Atvinnuleysisdagar í desem- ber síðastliðnum jafngilda því að 2.383 manns hafi að meðaltali verið á atvinnuleysisskrá í mán- uðinum. Þar af eru 971 karlar og 1.412 konur. Er áætlað í yfir- liti Vinnumálastofnunar að at- vinnuleysið í janúar aukist örlít- ið, verði á bilinu 1,8% til 2,1%. Formaður Mannverndar ósáttur við rekstrarleyfí gagnagrunns á heilbrigðissviði Brot framin á grundvall- arréttindum sjúklinga Formaður Læknafélags íslands um rekstr- arleyfí gagnagrunns á heilbrigðissviði Samþykki sjúkl- inga liggi fyrir PÉTUR Hauksson, formaður Mannverndar, telur að brot séu framin á grundvallarréttindum sjúklinga, þar sem persónuverndar sé ekki nægilega gætt í rekstrar- leyfi gagnagrunns á heilbrigðis- sviði og að slæmt sé að ekki skuli vera hægt að segja sig úr grunnin- um eftir að upplýsingar eru komn- ar þangað inn. Hann segir að það séu viss vonbrigði að ekki hafi ver- ið tekið tillit til gagnrýnisradda við gerð rekstrarleyfisins. „Okkur finnst að í það minnsta hefði átt að fara eftir tilmælum landlæknis sem hefur krafist þess að unnt verði að hætta þátttöku í gagnagrunnsrannsókn hvenær sem er. Það verður ekki hægt að segja sig úr grunninum eftir á þegar upplýsingar eru komnar inn í grunninn. Það verður ekki heim- ilt að afmá upplýsingar um ein- staklinga. Þetta er mjög mikið brot á grundvallarréttindum sjúkl- inga að okkar mati.“ Þá telur Pétur að fara hefði átt að tilmælum Mannverndar, Læknafélagsins og Alþjóða lækna- samtakanna um að þátttaka byggðist á upplýstu samþykki eða a.m.k. einhvers konar formlegu samþykki sjúklingsins. Pétur segir að þessu hefði verið hægt að koma inn í rekstrarleyfið. Það hafi ekki verið gert og það séu vonbrigði og hefur hann því hvatt fólk til að skrá sig úr gagnagrunninum. Aðeins kennitala sjúklinga verður dulkóðuð Pétur segir að miklvægt sé að átta sig á því að í gagnagrunninum verði engar upplýsingar dulkóðað- ar nema kennitala viðkomandi. Hann telur það villandi orðalag sem notað er í viðauka með rekstrarleyfinu, þar sem stend- ur að upplýs- ingar séu kóð- aðar. „Hjúskapar- staða pr t.d. kóðuð og menn hafa misskilið þetta og haldið að um dulkóðun sé að ræða. En það er það alls ekki, heldur er þetta bara einföld kóðun sem er notuð í öllum sjúkraskrám í dag, 01 þýðir ógiftur og 02 þýðir giftur o.s.frv. í gagnagrunninum verður t.d. gefinn upp aldur, sveit- arfélag, hjúskaparstaða og aðrar félagslegar upplýsingar auk upp- lýsinga um andlega líðan, en þess- ar upplýsingar verða algerlega ódulkóðaðar." Auk þess segir Pétur að það hafi valdið vonbrigðum að þrátt fyrir að margsinnis hafi verið fullyrt að eingöngu tölulegar upplýsingar færu í grunninn, komi fram í við- auka með rekstrarleyfinu að marg- víslegur texti verði tekinn inn í gagnagrunninn. Þar á meðal verði t.d. færður þar inn texti úr hjúkr- unarupplýsingum, sem séu mjög viðkvæmar upplýsingar um and- lega getu og fleira, sem settar verða í gagnagrunninn ódulkóðað- ar og í textaformi. Slá ryki í augun á fólki Pétur segir að þau rök sem sett eru fram fyrir því að ekki sé leyfi- legt fyrir einstaklinga að fjarlægja upplýsingar úr grunninum eftir á standist á engan hátt. „Það er al- veg ljóst að það verður bætt inn nýjum upplýsingum um einstakl- inga sem eru í gagnagrunninum. Ef einhver er á lyfi og fær síðan aukaverkanir af lyfinu, þá þarf að koma því inn í gagnagrunninn, annars er lítið gagn að honum. Hann verður sem sagt uppfærður, sem er mjög eðlilegt, og til þess að uppfæra hann þarf að vera hægt að finna einstaklingana. Auðvitað er það hægt og það verður gert, þannig að það er verið að slá ryki í augun á fólki þegar sagt er að það skerði öryggið ef hægt sé að finna einstakling í gagnagrunninum. Þetta er mjög alvarlegt mál og það er verið að blekkja fólk með þessu tali um að það skerði öryggið ef hægt sé að afmá upplýsingar." Ríkið sver af sér bótaskyldu Að sögn Péturs eru margir aðil- ar að kanna möguleika á málshöfð- un til að prófa lögmæti gagna- grunnslaganna gagnvart stjórnar- skránni og mannréttindasáttmála Evrópu. I þessu sambandi segir Pétur að benda megi á, að stjórn- völd virðist gera sér grein fyrir því að þetta muni að öllum líkindum lenda fyrir dómstólum. Pétur telur að í 15. grein samkomulags á milli heilbrigðisráðherra og íslenskrar erfðagreiningar um skaðleysi sé ríkið að sverja af sér ábyrgð sem bótaskyldur aðili. „Það er mjög merkilegt að ríkið skuli sverja af sér bótaskyldu og vísbending um að stjórnvöld geri sér grein fyrir að þetta endi fyrir dómstólum og vilji því ekki taka á sig fjárhagslega áhættu.“ SIGURBJÖRN Sveinsson, for- maður Læknafé- lags Islands, segir að Lækna- félagið breyti ekki afstöðu sinni gagnvart rekstrarleyfi fyrir gagna- gnmn á heil- brigðissviði, miðað við það sem nú liggur fyiir. Hann segir Læknafélagið líta svo á að upplýs- ingar, sem færðar verði í gagna- grunninn, verði persónugreinanleg- ar og að engin sátt muni ríkja meðal lækna um gagnagrunninn á meðan samþykki sjúklinga um þátttöku í honum sé ekki tryggt. Að sögn Sigurbjörns telur Læknafélagið að leyfið sé gefið út á grundvelli gallaðra laga, þar sem að lögin um gagnagrunn geri ekki ráð fyrir samþykki sjúklinganna við að flytja um þá upplýsingar í grunninn og þær nýttar þar. „Þetta mun leiða til þess að iækn- ar verða þvingaðir til að brjóta trún- aðarskyldu sína við sjúklinga. Marg- ir hafa talið að læknar hefðu eitthvað um það að segja hvaða upplýsingar eru færðar eða hvort að þær verða færðar, en það er misskilingur. Læknar hafa ekkert með fram- kvæmdina að gera í þessu máli, það er alfarið í höndum stjórna sjúkrast- ofnana. Getur farið á versta veg Allmargir læknar lýstu því yfir í desember 1998 að þeir vildu ekki standa að málum á þennan hátt og myndu ekki geta hugsað sé að þetta yrði gert án þess að þeir vissu um af- stöðu sjúklinganna og hefðu sam- þykki þeirra. Ennfremur hafa lækn- ar ritað sjúkrastofnunum bréf þar sem þeir fara fram á að í samning- um, sem gerðir verða við leyfishaf- ann, verði það gert að skilyrði að samþykki sjúklinganna þurfi til þess að upplýsingar um þá verði nýttar í þessu skyni." Hann segir að verði ekki farið að þessum tilmælum læknanna, sé komin upp ákveðin pattstaða, sem erfitt sé að sjá hvernig leysa eigi úr nema fyrir dómstólum. „Sátt getur auðvitað orðið ef allir hlutaðeigandi sameinast um að koma samþykkis- kröfunni í framkvæmd. Og þá er að minni hyggju engin þörf á málar- ekstri. Ef hins vegar enginn vilji er fyrir hendi til þess, þá getur þetta allt farið á versta veg.“ Ríkur skilningur á notkun gagnagrunna við rannsóknir Meirihluti lækna er, að sögn Sig- urbjöms, á móti grunninum eins og lögin eru útfærð í höndum löggja- fans, ráðuneytisins og sérleyfishaf- ans. Það þýði þó ekki að læknar séu á móti notkun gagnagrunna í rann- sóknaskyni. Sigurbjörn segir að læknar hafi almennt ríkan skilning á þýðingu notkunar gagnagnmna við læknisfræðilegar rannsóknir, en þetta sérstaka tilvik hugnist ekki meirihluta læknastéttarinnar. „Að fá samþykki allra um þátt- töku í gagnagrunninum er fram- kvæmdaatriði sem þarf að leysa. Menn verða að taka ákvörðun um þetta „prinsipp", en ekki að kasta því bara vegna þess að það er óþægi- legt eða erfitt í framkvæmd. Þetta er spurning um meginreglur og þróun persónuréttar og þá verðum við bara að finna leiðir í framkvæmdinni." Pétur Hauksson Sigurbjörn Sveinsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.