Morgunblaðið - 25.01.2000, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 25.01.2000, Blaðsíða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 25. JANÚAR 2000 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, um siðferði á fjármálamarkaði Ábyrgðin hjá slj órnendum fjármála- fyrirtækja Morgunblaðið/Brynjar Gauti Fólk að störfum í rannsóknarstofu íslenskrar erfðagreiningar. PÁLL Gunnar Pálsson, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, segir hugarfars- breytingu nauðsynlega hvað varðar siðferði á fjármálamarkaði. Að hans mati liggur ábyrgð á trúverðugleika fyrirtækja hjá stjómendum þeirra og nauðsynlegt sé að almenningur veiti fjármálastofnunum aðhald. Páll telur ennfremur æskilegt að einn maður innan fjármálastofnunar beri ábyrgð á því að túlka verklagsreglur og fylgj- ast með að þeim sé framfylgt innan fyrirtækisins. Að sögn Páls er stutt síðan Fjár- málaeftirlitið fékk vitneskju um þær undanþágur frá verklagsreglum fjár- málafyrirtækjanna sem til umijöllun- ar voru í Morgunblaðinu á laugardag- inn. Er þar einkum vísað til undanþágna sem veittar voru í Bún- aðarbanka annars vegar, og hjá Landsbréfum hins vegar. Páll segir meginábyrgð Fjármála- eftirlitsins að gæta þess að atvik af því tagi sem upp hefur komið um fjárfest- ingar starfsmanna banka í óskráðum bréfúm, þvert á verklagsreglur, komi ekld upp aftur. „Við munum krefja fjármálafyrirtæki um skýrari verk- lagsreglur og skýrara skipulag. Frá okkar sjónarhóli snýst þetta líka um hæfi stjómenda almennt, að þeir séu að fylgja réttum sjónarmiðum í starf- seminni. Með þessum orðum er ég ekki að leggja dóm á ákveðna yfir- menn.“ Röksemdir Búnaðarbankans metnar Hann segir Fjármálaeftirlitinu sem stjómsýslustofnun bera skylda til að skoða sjónarmið og rök sem aðilar undir eftirliti þess hafa fram að færa. „Við höfum ekki lokið við að fara yfir röksemdir og sjónarmið Búnaðar- bankans í málinu og athuga hvort með einhverjum hætti sé hægt að fall- ast á þær röksemdir. Við munum meta með hvaða hætti athugasemd- um og kröfum um úrbætur verður beint að bankanum og öðrum sem gefið hafa undanþágur framhjá verk- lagsreglum sem staðfestar hafa verið af Fjármálaeftirlitinu,11 segir Páll. í verklagsreglum eru almennt til- greind viðurlög við brotum i formi áminningar eða brottvikningar. „Verklagsreglur eru fyrst og fremst til að tryggja hagsmuni viðskipta- manna umfram hagsmuni bankanna sjálfra eða starfsmanna þeirra. Það virðist vera að stjómendur fjármála- fyrirtækjanna hafa litið reglumar mismunandi augum og því augljóst að gera verður reglumar skýrari. Að okkar mati er mikilvægt að kveða nánar á um eftirfylgni við reglumar. í því sambandi er æskilegt að einhver innan fyrirtækis verði gerður ábyrg- ur fyrir því að reglunum sé framfylgt. Hann bæri ábyrgð á að túlka regl- umar, greina stjómendum frá hugs- anlegum brotum á þeim og yfir höfuð að fylgjast með því að ákvæði þeirra væm virt. Slíkt þekkist erlendis og ætti að vera hægt að hafa sams konar fyrirkomulag á hérlendis. Þetta gæti til dæmis fallið undir starfssvið innri endurskoðunardeildar. Það þarf síðan að kveða nánar á um hvað skuli géra ef reglumar era brotnar, til dæmis um að viðskiptin gangi til baka. Þetta þurfa menn allt að hugsa betur,“ segir Páll. Að hans sögn ber fjármálastofnun- um að leita til Fjármálaeftirlitsins telji þær nauðsynlegt að fá verklags- reglur rýmkaðar. „Undanþágur sem ekki eiga sér stoð í verklagsreglunum era afskaplega varhugaverðar að okkar mati. Það er eðlilegt að fjár- málafyrirtækin leiti til Fjármálaeftir- litsins um breytingar á reglunum og fái rýmkun af einhveiju tagi stað- festa, fallist Fjármálaeftirlitið á það. Það er hin formlega rétta leið til und- anþágu og til að koma í veg fyrir gagnrýni af því tagi sem komið hefur fram undanfarið. Stundum verður Fjármálaeftirlitið við slíkum beiðnum og stundum ekki.“ Páll segir hugarfar stjórnenda og starfsmanna fjármálafyrirtækja og almennings skipta höfuðmáli í málum sem þessum. „Stundum er nauðsyn- legt að setja skýrari reglur, en menn verða að temja sér það viðhorf að hlutimir era ekki endilega í lagi, þó þeir séu ekki bannaðir í lögum eða reglum. Svarið er því ekki alltaf að horfa til stjómvalda þegar umdeilan- leg atvik koma upp. Stjómvöld hafa ákveðið að færa sig út úr fjármála- starfsemi sem eigandi og það getur ekki hafa verið markmið þeirra að sitja uppi með alla ábyrgðina. Fyrir- tækin sjálf þurfa að bera ábyrgð á trúverðugleika sínum og að sýna hverjum og einum viðskiptamanni fram á að hagsmunir hans séu í fyrir- rúmi. Almenningur þarf að veita að- hald, skipta við einhvem annan ef hagsmunir hans era ekki virtir en ekki einungis að horfa til stjómvalda. Opinbert eftirlit er þó líka mikilvægt en hugarfarsbreyting í þessum efnum er nauðsynleg. Stjómendur fjármála- fyrirtækja átta sig á þessu, að mínu mati, en hugarfarið hefur kannski ekki alveg fylgt þeirri öra þróun sem átt hefur sér stað í fjármálaheiminum undanfarið." Páll segir fjármálastofnanir, sem geta komið trúverðugleika til skila tO viðskiptamanna sinna, standa framar í samkeppni. „Þegar hægt er að sýna fram á að hagsmunir viðskiptavina eru í fyrirrúmi, hlýtur slíkt fyrirtæki að standa mjög vel samkeppnislega og þannig á það að vera,“ segir Páll og bætir við að Fjármálaeftirlitið gegni hlutverki við að stuðla að réttu hugar- fari á markaði. „Því hefur verið haldið fram að ákveðið siðferði vanti hér á landi og því þurfi að styrkja Fjár- málaeftirlitið. Þetta er ein af rök- semdunum fyrir framvarpi til laga sem nú liggur fyrir Alþingi. Þar er gert ráð fyrir því að Fjármálaeftirlitið geti gefið út almenn leiðbeinandi til- mæli án þess að þurfa til þess laga- heimild í hverju tilviki. Þetta gæfi okkur færi á að læra af reynslunni og koma okkar túlkun á framfæri við all- an markaðinn.“ Hafnaði ósk FBA um breytingu á verklagsreglum Að sögn Bjama Ármannssonar, forstjóra FBA, hafnaði Fjármálaeft- irlitið á síðasta ári ósk FBA um sam- þykki eftirlitsins á verklagsreglum sem heimiluðu starfsmönnum fjár- málastofnana að fjárfesta í óskráðum hlutabréfúm. Aðspurður segir Bjami ástæðuna fyrir umleitan FBA greinilegan vilja starfsmanna bankans til að fjárfesta í ýmsum óskráðum félögum, helst er- lendum. „Við leituðum álits Fjármála- eftirlitsins 28. september á síðasta ári á hugsanlegri breytingu á verklags- reglunum, þess efnis að starfsmenn gætu, eftir að hafa aflað fyrirfram samþykkis framkvæmdastjómar bankans, fjárfest í óskráðum hluta- bréfum og fengum skýr svör um að slíkt yrði ekki heimilað," segir Bjami. Vilhjálmur Egilsson, alþingismað- ur og formaður efnahags- og viðskipt- anefndar Aiþingis, segist ekki vera viss um hvort það sé fortakslaust rétt að hafa þau ákvæði að starfsmenn megi ekki kaupa hlutabréf í fyrir- tækjum nema þau séu skráð á mark- aði. „Við höfum kannski verið að tak- marka um of möguleika starfsmanna til að ávaxta sitt sparifé með þeim hætti sem þeim hugnast. Óskráð félög geta verið af öllum toga. Þetta geta verið fjölskyldufyrirtæki og ekki víst að þetta séu í öllum tilvikum fyrirtæki sem verið er að byggja upp til þátt- töku á hlutabréfamarkaði. Þama get- ur verið um að ræða minniháttar hlut sem skapar nákvæmlega engin áhrif í stjóm eða öðra. Það er því hæpið að setja reglur sem segja að starfsmenn megi ekki eiga hlutabréf. Mér finnst æskilegt að reglumar séu þannig að öll eðlileg hegðun manna sé leyfileg, en um leið sé komið í veg fyrir mis- notkun á aðstöðu. Það verður að vera á hreinu að um slíkt sé ekki á ferð- inni,“ segir Vilhjálmur. „Eg tel þetta vera spumingu um hvemig lögin og reglumar era. Það er í mínum huga hæpið að setja verk- lagsreglur nema með þeim hætti að þær verði haldnar, og tel að menn þurfi að hugleiða hvort þessar reglur séu eðlilegar í Ijósi þeirra aðstæðna sem komu upp,“ segir Vilhjálmur. „Spumingin er hvort reglumar era of stífar eða hvort þær séu eðlilegar. Mér finnst allavega ekki rétt að setja reglur sem þarf svo að gefa undan- þágu frá. Það er skynsamlegra að menn setji sér reglur sem ætlunin er að halda. Spuming er þá hvort ekki sé betra að hafa reglumar rýmri. Þetta tel ég að þurfi að skoða,“ segir Vil- hjálmur. Nauðsyn að taka upp siðareglur Margrét Frímannsdóttir, alþingis- maður, sem sæti á í efnahags- og við- skiptanefnd Alþingis, segir að lengi hafi staðið yfir umræða um nauðsyn þess að setja siðareglur, og hafi Sam- fylkingin lagt fram þingsályktunartil- lögu þess efnis að viðskiptaráðherra beiti sér fyrir því að settar séu siða- reglur, sem fjármálastofnunum beri skylda til að fara eftir. „Mér finnst í ljósi reynslunnar að það verði að taka þessar reglur upp, endurskoða þær og breyta þeim. Það er með þetta eins og margt annað í hinu nýja fjármálaumhverfi sem nauðsynlegt er að taka til endurskoð- unar í Jjósi þeirra öra breytinga sem átt hafa sér stað.“ Aðspurð um hvort hún leggi áherslu á einhver sérstök atriði varð- andi slíkar reglur segir Margrét að „ég held það þurfi að fara yfir þetta í heild sinni. I Ijósi reynslu síðustu vikna held ég að menn hafi ekki hugs- að út í það að þetta væri eitt af þeim atriðum sem þyrfti að skoða hvað varðar ríkisbankana tvo, Búnaðar- banka íslands hf. og Landsbanka Is- lands hf., þar sem ríkið er enn meiri- hlutaeigandi. Þetta er eitt af þeim atriðum sem ekki var rætt við ákvörðun um sölu á hlut í þessum tveimur bönkum, vegna þess skamma tíma sem var til stefnu. Við gjöldum þess þama og vonandi á það ekki eftir að koma fram á fleiri sviðum þó ég óttist það. Við gagnrýndum mjög þennan skamma tíma sem var til stefnu fyrir söluna og bentum á mjög mörg atriði sem þyrftu meiri skoðunar við, en ég viðurkenni að þetta var eitt af þeim sem urðu eftir,“ segir Margrét Frí- mannsdóttir. Ögmundur Jónasson með fyrir- spum til viðskiptaráðherra „Ég mun ganga eftir því við við- sldptaráðherra, þegar Alþingi kemur sarnan, hvemig staðið hafi verið að þessum málum innan ríkisbankanna, og hvort þar hafiverið farið að settum reglum," segir Ögmundur Jónasson, alþingismaður, sem einnig á sæti í efnahags- og viðskiptanefnd. „Ríkisbankamir era þegai- allt kemur til alls eign almennings og á ábyrgð stjómvalda, og er ekkert prív- atmál hvemig þar er á málum haldið. Það er ljóst að margur hefur orðið raglaður í ríminu af þeim gróða sem hafa má af verðbréfaviðskiptum og braski, og það kallar á að um þau efni séu mjög skýrar reglur. Það er nokk- uð sem Fjármálaeftirlitið á að tryggja. Á þingi mun ég leggja mitt af mörkum til að gengið verði úr skugga um að nægilega traustar reglur séu fyrir hendi og eftir þeim sé farið,“ segir Ögmundur. Aðspurður um hvort hann hafi sér- stakar hugmyndir í hverju verklags- reglur eða breytingar á þeim þurfi að vera fólgnar segir hann að „nei, helst hefði ég viljað innræta mönnum það í siðferðisvitundina. Það er svolítið erf- itt og þess vegna verður að láta hinn lagalega ramma nægja. En auðvitað snýst þetta um þetta tvennt: Lögin og siðferðið. Ég vil fá að vita hvort upp á þetta hafi eitthvað vantað,“ segir Ög- mundur Jónasson. Undanþága veitt fyrir kaup Landsbankans í DeCode Halldór J. Kristjánsson, banka- stjóri Landsbanka Islands, segist ekki vilja tjá sig frekar um það tilvik þegar starfsmenn Landsbréfa hf., verðbréfadeildar Landsbanka ís- lands, fengu undanþágu frá verklags- reglum til að kaupa hlutabréf í óskráðum hlutafélögum. „Ég vil ekki fara ofan í einstök til- vik. Það finnst mér ekki sanngjamt gagnvart starfsmönnunum. En hvað varðar það tilvik þegar fjögur innlend fjármálafyrirtæki keyptu stóran hlut í DeCode Genetics Inc. í júní á seinasta ári vil ég taka fram að þessi undan- þága sem um var rætt var fyrir þann tíma, eða á fyrri hluta árs 1999. Ég segi þetta vegna þess að ég veit að DeCode er ofarlega í huga manna eftir síðustu hækkanir á gengi hluta- bréfa í því félagi. Undanþágumar vora ekki veittar í kjölfar þeirra stóra viðskipta,“ segir Halldór. Aðspurður um hvers vegna undan- þágumar frá verklagsreglunum vora veittar á sínum tíma, og hvaða hags- munir hafi knúið á um að undanþág- urnar væra veittar, segir Halldór að „ástæðan var sú að það var mjög mik- ill áhugi hjá hópi starfsmanna á því að taka þátt í vexti tiltekinna fyrirtækja sem eðlilega er mikill áhugi fyrir hjá ungu fólki að fá að fjárfesta í. Það var talið eðlilegt með þeim skil- yrðum sem sett vora, um langtíma eignarhald og að ekki væri um spá- kaupmennsku að ræða,“ segir Hall- dór. Búnaðarbankinn, Landsbankinn, FBA og eignarhaldsfélagið Hof keyptu í júní á síðasta ári um 17% hlut í DeCode, og nam kaupverðið sex milljörðum króna. FBA keypti stærsta hlutinn, eða 50%, Búnaðar- banki 24% og Landsbanki 20%. For- ráðamenn allra bankanna þriggja vfija lítið gefa upp um hversu mikinn hluta bréfanna þeir hafa selt, en segj- ast erin eiga stóran hluta eftir af þeim. „Við seldum hluta af bréfum bank- ans í félaginu á síðasta sumri, en höf- um ekkert selt síðan þá,“ segir Bjami Armannsson. Minnir hann á það að þegar kaupin á bréfunum áttu sér stað létu stjómendur bankanna þau orð falla, að þeir myndu halda í bréfin fram að þeim tíma þegar DeCode fengi skráningu á verðbréfamarkaði. Hjá Búnaðarbankanum fengust þær upplýsingar að töluverður hluti þeirra bréfa í DeCode, sem bankinn keypti sl. sumar, hefði strax verið seldur til ÍS-15, fjárfestingarsjóðs Búnaðarbankans, og til fagfjárfesta í viðskiptum við bankann. Ekkert hef- ur hins vegar verið selt af þeim bréf- um sem bankinn eignaðist sjálfur. Halldór J. Kristjánsson, bankast- jóri Landsbankans, segir að bankinn hafi selt hluta af bréfum sínum síð- asta sumar og þá einungis til stofn- fjárfesta. „Kaupendumir vora meðal bestu viðskiptavina bankans og um stórar einingar var að ræða,“ segir Halldór. Hann segir að Landsbank- inn hafi ekkert sérstakt hámark sett á það hvað hver og einn gat keypt mik- inn hlut í félaginu. Síðan þá hefur Landsbankinn lítið selt af sínum hlut, að sögn Halldórs. „Við höfum ekki nein áform uppi eins og er um að selja afganginn. Kaupin á bréfunum vora afar góð fjárfesting, að okkar mati, og því höfum við viljað halda í þennan eignarhlut," bætir hann við. Viðskiptavinum ekki mismunað Forráðamenn FBA, Búnaðar- banka og Landsbanka segja að öllum viðskiptavinum sínum hafi staðið til boða að skipta með bréf í DeCode, þó slík viðskipti hafi ekki verið auglýst. Viðskiptavinum hafi á engan hátt ver- ið mismunað hvað þessi kaup snerti. Stefán Pálsson, bankastjóri Búnað- arbankans, bendir á að eignarsterkir fjárfestar hafi verið hvattir til að bæta DeCode í eignasafn sitt, bæði fyrir og eftir kaup bankans á bréfunum sl. sumar. Þetta hafi bankinn gert opin- berlega í fréttabréfi bankans, í viðtöl- um við fjölmiða og í ráðleggingum til viðskiptamanna. Bankinn hafi hins vegar ávallt bent viðskiptavinum sín- um á áhættu samfara kaupum í DeCode, enda um áhættufjárfestingu að ræða sem mikil óvissa væri um.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.