Morgunblaðið - 25.01.2000, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 25.01.2000, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. JANÚAR 2000 2 7 ERLENT íranar vilja bæta samskiptin við Bandarrkjamenn Tilbúnir að koma á viðskipt- um milli þjóðanna Teheran. AP, AFP. ÍRANAR eru tilbúnir að koma á við- skiptatengslum við Bandaríkin en vilja ekki heimila að bandarískar ræðismannsskrifstofur verði opnað- ar í íran, að því er Kamals Kharra- zis, utanríkisráðherra landsins, sagði í gær. Iranska fréttastofan IRNA hafði eftir utanríkisráðherranum að ír- önsk stjómvöld myndu fagna við- skiptum við bandarísk fyrirtæki. „Við hugleiðum hlutverk Bandaríkj- anna í þessum heimshluta frá ýms- um sjónarhornum, meðal annars efnahagslegum. Ef þetta hlutverk byggist á því að Bandaríkin hafi ekki afskipti af innanríkismálum land- anna í þessum heimshluta þá mynd- um við taka vel á móti bandarískum fyrirtækjum til að stuðla að efna- hagslegri þróun á svæðinu." Kharrazi lét þessi orð falla þegar hann var spurður um samskipti Ir- ans og Bandaríkjanna á ráðstefnu í Teheran um „Persaflóasvæðið á 21. öldinni". Bandaríkjastjórn hefur sakað Ir- ana um að hafa stutt alþjóðlegar hryðjuverkahreyfingar og bannað bandarískum fyrirtækjum að eiga viðskipti við landið. A síðustu árum hafa því bandarísk fyrirtæki misst af nokkrum stórum viðskiptasamning- um sem evrópsk fyrirtæki hafa hreppt. Ljær ekki máls á ræðis- mannsskrifstofum Kharrazi sagði að ekki kæmi til greina að svo stöddu að heimila Bandaríkjamönnum að opna ræðis- mannsskrifstofur í íran. „Öll ríkin sem við höfum samskipti við geta opnað ræðismannsskrifstofur, en við ætlum ekki að hefja samningavið- ræður við Bandaríkin um þetta mál þar sem við höfum engin samskipti við þau.“ Daginn áður hafði æðsti embætt- ismaður ferðamannaeyjunnar Kish, sem er eitt af þremur fríverslunar- svæðum írans, sagt að til greina kæmi að Bandaríkjamenn fengju að opna ræðismannsskrifstofu á eyj- unni. Stjórnmálasambandi írans og Bandaríkjanna var slitið árið 1980 eftir að starfsmenn bandaríska send- iráðsins í Teheran voru teknir í gísl- ingu. Kattaeiqendur athugiö átak til að fækka flækingsköttum Senn hefst átak til að fækka flækingsköttum í borginni með það að markmiði að draga úr ónæði sem þeir valda borgarbúum. Sjö dögum áður en aðgerðir hefjast í hverju hverfi verður auglýsing um þær birt í dagblöðum. Kattaeigendur eru hvattir til að fylgjast með stöðluðum auglýsingum Hreinsunardeildar sem hér sést til hliðar og halda köttum sínum inni meðan aðgerðir í viðkomandi hverfum standa yfir. Jafnframt eru þeir hvattir til að hafa ketti sína vel merkta. Flækingskettir verða fangaðir á skipulegan hátt eftir hverfum sem hér segir: 1. VESTURBÆR vestan Aðalstætis - Suðurgötu 2. MIÐBÆR &á Aðalsræti-Suðurgötu að Snorrabraut 3. MBÐBÆR frá Snorrabraut að Kringlumýrarbraut 4. FOSSVOGUR ífá Kringlumýrarbraut að Reykjanesbraut sunnan Miklubrautar 5. AUSTURBÆR fiá Kringlumýrarbraut að Elliðavogi norðan Miklubrautar 6. ÁRTÚNSHOLT, ÁRTÚNSHÖFÐI ÁRBÆR og SELÁS 7. GRAFARVOGUR 8. BREIÐHOLT 9. KJALARNES Nánari uppýsingar eru veittar í síma 567 9600 miður miður keyptír þú bíi sem þú taidir að tryggja myndi há endursöluverð. En ergilegt fyrir þig. Afföllin á notui Alfa 156 eru nefnilega með þeím lægstu sem þekkjas í dag. Fyrirgefðu sjálfum þér og endurlifðu kynnin af þinni bestu akstursupplifun. Istiaktor 1° frá kr. 1.790 Opiö á laugardógum kl 13 - 17 E.BACKMAN A U Q L Ý SIN Q A S TO FA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.