Morgunblaðið - 25.01.2000, Side 40

Morgunblaðið - 25.01.2000, Side 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 25. JANÚAR 2000 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ Eilífð og rauntími Fólk kemur auga á álfa og tröll, sumir hafa jafnvel hitt drottin og djöfulinn, en enginn hefur með eigin augum séð tímann. T Eftir Sigurbjörgu Þrastardóttur íminn er skrýtinn skapnaður. Hann er sá herra sem hvað magnaðast vald hefur í daglegu amstri okkar en um leið er hann sá sem fæstir hafa barið augum. Fólk kemur auga á álfa og tröll, sumir hafa jafnvel hitt drottin og djöfulinn, en enginn hefur með eigin augum séð tímann. Hann er ósýnilegur púki, hraðfleygur engill, huldukraftur sem hönd verður ekki fest á. Að sumu leyti er hann náttúrulegur, að öðru leyti manngerður. Tíminn er líf og taktur. Tilveran er hólfuð niður í daga, klukkutíma, mínútur og sekúndur og útsendarar tímans á meðal vor, armbandsúr, vekjarar og vegg- klukkur, stýra hverdagslegum at- höfnum okkar. Mæta hjá lækni l/inunDC klukkan þrjú, tiika hálftíma í hádegismat, horfaáfrétt- imar klukkan sjö. Svo er dögunum raðað í vikur, mánuði og ár og árunum í áratugi, aldir og ár- þúsund. Pýramídamir miklu í Giza era 4500 ára gamlir, Rómarveldi spannaði sex aldir, fyrsta stein- steypta íbúðarhúsið á Islandi var byggt íyrir 121 ári. A meðan aðrar þjóðir rekja sögu sína óralangt inn í myrkviði tímans eigum við Islendingar í eilítið skrýtnu sambandi við tímann. Við þykjumst vera æðislega gömul og lífsreynd, tölum um lífsbaráttu þjóðarinnar í þúsund ár - því þús- und hljómar svo vel, eiginlega eins pg heil eilífð - og kyrjum Eldgamla Isafold með sérstakri áherslu á lýsingarorðið. Við lítum fram hjá því að þúsund ár era ekki annað en spönn á tímaási mannkynssögunn- ar og hversu veðrað og grásprengt sem okkur kann að finnast þetta eyland, er það með yngri lands- svæðum jarðfræðisögunnar. Hvað gengur okkur til með þessum uppgerðarellimerkjum? Af hverju viljum við vera svona gömul? Að líkindum er svarsins að leita í okkar eðlislægu minnimátt- arkennd, okkur finnst ekkert gott að búa í samfélagi þjóða sem flest- ar hverjar eru moldiíkar af um- merkjum um liðna tíð. Löngu liðna tíð. Þær eiga hof og vegi frá dögum Rómaveldis, hallir frá tíð Loðvíks XIV, ker og múmíur frá tímum Fom-Grikkja, klaustur frá miðöld- um og styttur frá örófi alda. Þess- ar þjóðir eiga óviðjafnanlega gripi frá öllum tímum en hvað eigum við? Nokkrar snjáðar skræður frá því fyrir nokkur hundrað árum og fáeina refla og sylgjur á söfnum. Það er ekki mikið meira. Jú, nátt- úralega laugina og bæjargöngin hans Snorra en þau mannvirki duga skammt í samanburði við Versali og hofin á Akrópólis. Vegna þess hversu hér skortir á borgir og byggingar frá gamalli tíð, er tímaskyn Islendinga nokkuð dauft þegar kemur að gömlum dögum. Þegar ég spyr næsta mann hvenær Péturskirkjan í Róm var reist er hann ekki viss. í svarinu skeikar jafnvel nokkram öldum. Og hvað með Kínamúrinn? Var hann byggður fyrir Krist eða eftir? Eins og ferðamanna er siður hef ég heimsótt ógrynni guðshúsa í út- löndum, aðallega á Itahu og í Frakklandi. Ásamt sam- ferðamönnum mínum hef ég fund- ið sameiginlegan flöt á þessum kirkjum;_þær era allar rosalega gamlar. A ártöhn eða aldimar höf- um við hins vegar átt erfiðara með að giska enda ekki ahn upp við ald- ursgreiningu húsa eða þekkingu á framvindu listasögunnar. Þetta reynsluleysi kom og upp í heim- sókn minni í fomgripaverslun austur í Sádi-Arabíu íyrir nokkr- um misseram. Þar gekk ég inn í sal fullan af römmum, vösum, styttum og stjökum en hefði ekki getað unnið mér til lífs að veðja á aldur eins einasta grips. Sexhundruð ár hljómuðu jafnsennilega og sextíu og vísast hefur afgreiðslumaðurinn haft af mér stórfé íyrir muni sem hann sagði vera mun eldri en þeir voru. Hvort sem áhugaleysi gagnvart fortíðinni er orsök eða afleiðing, er hér á landi htið talað um aðrar ald- ir en þá tuttugustu og þá tuttug- ustu og lyrstu. Ef frá er talin vík- ingaöld, að sjálfsögðu, sem við höfum lengi verið beintengd við. Allar hinar aldimar virðast hafa hðið í kulda og trekki og ekkert markvert þaðan að frétta nema nokkrir samningar við útlenska kónga. Þegar árið 2000 gekk í garð datt reyndar sumum í hug að hta aðeins um öxl og gera upp Hðin ár og aldir og það er einmitt á slíkum stund- um sem hið undarlega eðh tímans kemur hvað best í ljós. Þá er óra- löngum tíma, billjónum mínútna og tugþúsundum daga, pakkað saman og böggullinn afgreiddur í nokkram setningum, blaðsíðum eða myndum. Tímaásar skreppa saman eins og gúmmíteygjur og enginn leiðir hugann að löngum dögum, þófi eða amstri daglegs lífs til forna. Enda hefur nýr taktur tekið við. Með framföram á hinum að- skiljanlegustu sviðum er tíminn hættur að teygjast og ekkert dregst lengur á langinn. Tíminn er nefnilega peningar og allt sem er merkhegt gerist núna og helst strax. Einu sinni vora vegalengdir mældar í dagleiðum og ögurstund- ir í mínútum. Nú hefur sekúndu- brotið tekið við sem hin gullna tímaeining og upplýsingar um nýja og gamla hluti þjóta um leiðslur á ljóshraða. Og allra best er að fylgj- ast með atburðum í rauntíma, sem er nýjasta slagorðið. Kannski höfum við íslendingar tekið slíku ástfóstri við hraðann til þess að bæta íyrir allar aldimar sem hér liðu án þess að menn gerðu nokkuð markvert. Ára- tugina í áþján, miðaldirnar myrku. Önnur hugsanleg ástæða er viljinn til þess að sigra tímann. En því hraðar sem maðurinn keppir að því, þess meira vex vald tímans yf- fr manninum. Og tíminn er alls staðar, hann rammar inn orð, sög- ur og athafnir og gefur pýramíd- um, bæjargöngum og beinum út- sendingum svip. Hann er skrýtnastur skapnaða því um leið og hann er grannur sögunnar er hann hið hverfulasta undirlag, eins og Steinn Steinarr minnti á í Tím- anum ogvatninu: Og líf mitt stóð kyrrt eins og kringlótt smámynt semerreistuppárönd. Ogtíminnhvarf einsogtár,semfellur áhvítahönd. Hátt gjald fyrir smámuni OFT hefur réttilega verið á það bent, að sjálfstæðisbarátta smá- ríkis eins og íslands sé endalaus. Þetta stafi af því, að ekki sé minna um vert að gæta feng- ins frelsis en að afla þess. Vanræksla við þetta varanlega gæsl- ustarf frelsisins gæti leitt til endaloka þess. Þess vegna þurfi „sjálf- stæðishetjumar góðu“ í nútímanum um alla framtíð að vera árvakr- ar í varðstöðu sinni um fengið frelsi og bægja frá hverri þeirri hættu, sem að frelsinu er stefnt, leynt eða ljóst. Við upphaf nýrrar aldar virðist mér margt benda til þess, að mikil- vægasta fullveldis- og sjálfstæðis- mál íslendinga næstu áratugina gæti tengst milliríkjasamskiptum okkar við önnur ríki og ríkjasamtök, einkum þó þröng svæðasamtök, sem byggja á því, að aðildarríkin lúti yf- irríkjavaldi og fómi sjálfstæðu full- veldi sínu á mörgum sviðum til yfir- ríkjasambandsins og tilskipana- og reglugerðaveldis þess, eins og t.d. Evrópusambandið gerir að skilyrði fyrir aðild. Þannig rýmar og tak- markast fullveldi aðildarríkjanna en yfirþjóðlegt vald ríkjasambandsins eflist. í framkvæmd lúta aðildarrík- in því fjarlægu yfirríkjavaldi frá Brassel, eins og við lutum konungs- valdinu frá Kaupmannahöfn á ný- lendutímanum. Við höfum kynnst þessu fyrirbæri í smærri stíl, eftir að við fyrir at- beina naums þingmeirihluta og í- stöðulítils forseta, gerðumst aðilar að EES 1992 gegn meirihlutavilja þjóðarinnar eins og hann birtist í skoðanakönnunum. Síðan hefur Al- þingi í æ ríkara mæli orðið eins kon- ar afgreiðslustofnun fyrir yfirríkja- valdið í Brussel á samningssviðinu og bæði dóms- og framkvæmdavald okkar hafa á hhðstæðan hátt rýrnað. Staða okkar sem aðilar að EES er þó sjálfstæðari heldur en aðildar- ríkja Evrópusambandsins, fullveldi okkar minna takmarkað heldur en þeirra. Þó var gengið ógætilega langt í fullveldisafsali okkar með EES og við áttum betri kosti, eins og ég benti á í bók minni Evrópu- markaðshyggjan, þótt ég fari ekki frekar út í það hér og nú. Þráhyggja krata Með allt þetta í huga furðar mað- ur sig á þráhyggju gamaldags krata innan hinnar svokölluðu Samfylk- ingar, sem dásama ekki aðeins EES-aðildina heldur vilja ganga lengra og tala fyrir aðild okkar að Evrópusambandinu. Þeir hafa þó ekki fært fram nein- ar gildar röksemdir fyrir því, að þetta yrði okkur hagstætt, enda hefði aðild að Sambandinu ekki í för með sér neinar verulegar tollalækk- anir fyrir aðalútflutningsvöru okkar umfram það, sem við njótum í EES. Þó vita þeir, eins og aðrir, að sam- eiginleg sjávarútvegsstefna Sam- bandsins felur í sér, að við yrðum að opna efnahagslögsögu okkar fyrir flota aðildaníkjanna upp að 12 míl- um og afhenda „kommissörunum" í Brassel stjórn og stefnumótun okk- ar í sjávarútvegsmál- um, en á tímum þorskastríðanna var því réttilega haldið fram, að yfirráð okkar yfir 200 mflna efna- hagslögsögu væru okkar lífshagsmunir. En þessir gamal- dags kratar reyna að binda umræðuna við form fremur en inni- hald. Þeir tala um það sem meginatriði, að „látið sé á það reyna með aðildarviðræðum" hvort þessi gildandi sj ávarútvegsstefna sambandsins verði lát- in gilda fyrir okkur eins og aðra. Þó vita þeir, eins og aðrir, að stefnan er fastmótaður liður í skipulagsheild sambandsins, sem ekki er hægt að breyta með aðildarsamningi við eitt nýtt ríki. Þeir hafa heldur ekki bent á neinar gildar ástæður fyrir því, að ábatinn af aðild yrði svo mikill, að það væri ómaksins vert fyrir okkur að „láta reyna á aðildarviðræður“. Reglur um aðildargjöldin En það er önnur hlið á þessu máli, sem þráhyggjukratar minnast aldrei á og það er hvað aðildin myndi kosta okkur í árlegum út- gjöldum. Getur verið að það byggist á vanþekkingu þeirra eða þora þeir bara ekki að láta það koma fram í umræðunni, af því að þá sæist hversu fáránleg aðildaramsókn væri? Það er hins vegar ekkert leyndar- mál, hvaða reglur gilda um aðildar- gjöld Evrópusambandsins. Hver, sem þess óskar, getur fengið upp- lýsingar um þessar reglur með fyr- irspurn beint til skrifræðisstofnun- arinnar í Brussel. Reglurnar um árgjöldin eru fyrst og fremst þrjár eftirfarandi: 1) Aðildarríki afnemur gildandi innflutningstolla og tollatengd inn- flutnings- og vörugjöld en lögtekur tollskrá sambandsins um ytri toll- inn, innheimtir hann og greiðir sam- bandinu 90% af honum en heldur eftir 10%, sem sínum tolltekjum. 2) 1% af innheimtum virðisauka- skatti aðildarríkis rennur sem hluti af árgjaldi til Evrópusambandsins. 3) 0,49% af þjóðarframleiðslu hvers árs greiðast sem hluti af ár- legu aðildargjaldi. 4) Auk þess eru nokkur smærri gjöld, sem minna máli skipta og ég hirði ekki um að rekja, en þau bæt- ast þó við aðildargjöldin og hækka þau lítið eitt. Þessar reglur vora notaðar við innheimtu aðildargjaldanna árið 1999. Aðildarreikningur Islands Yrði nú krötunum að þeirri ósk sinni, að ísland gerðist aðili að Evrópusambandinu, hver yrðu þá aðildargjöld þess fyrir árið 2000 samkvæmt þessum reglum? 1) Tollar, aðflutningsgjöld og tollatengd vörugjöld era áætluð kr. 18.844 milljónir. Þessa tæpu 19 milljarða yrðum við væntanlega að strika út úr tekjulið fjárlaga en inn- heimta í staðinn innflutningstolla samkvæmt tollskrá ytri markaðar- ins, skila 90% af þeirri upphæð til Evrópumál Pað þarf meira en lítið brenglað hugarflug, segir Hannes Jónsson, til að telja ábata af aðild samkvæmt gildandi reglum Evrópu- sambandsins um aðild- argjöldin. Evrópusambandsins en halda eftir aðeins 10% sem okkar tolltekjum. Ég hef ekki tollskrá Evrópusam- bandsins við hendina, en reikna má með, að þessi breyting skildi eftir sig stórt fjárlagagat (Æskilegt væri, að okkar glöggi og grandvari fjár- málaráðherra, Geir H. Haarde, kæmi inn í umræðuna með ná- kvæma útreikninga á þessum lið). 2) Virðisaukaskattur er áætlaður í fjárlögum fyrir árið 2000 kr. 69.020 milljónir. Af þeirri upphæð þyrftum við því að greiða 1% eða 690,2 millj- ónir sem hluta af aðildargjaldinu. 3) Þjóðhagsstofnun hefur áætlað, að þjóðarframleiðsla árið 2000 verði kr. 687.105 milljónir. Af þeirri upp- hæð þyrftum við að greiða 0,49% í aðildargjöld eða kr. 3.366,8 milljón- fr. Hvað segja þessar tölur okkur? Þótt við reiknuðum með að tapa aðeins helmingi tolla-, aðflutnings- og innflutningstengdra vöragjalda við tollabreytinguna og upptöku ytri tollsins (sjá hð 1), myndu árleg að- ildargjöld okkar til Evrópu- sambandsins verða um 13 milljarðar og 557 milljónir króna. Það þarf meira en lítið brenglað hugarflug til að telja ábata af aðild samkvæmt gildandi reglum Evrópu- sambandsins um aðildargjöldin. En auk þess fylgdi aðild frekara full- veldisafsal en orðið er með EES, og sjávanitvegsstjórn okkar færðist úr landi. Eru aðildarviðræður ómaksins verðar? Sönnunarbyrðin um ábata aðildar er talsmanna þeirra, sem sækja vilja um aðild. Fram að þessu hafa þeir með öllu bragðist þessari sönnunar- skyldu sinni. Varla förum við að sækja um aðild nema að vita til hvers. Hvað myndum við græða á aðild? Hverju myndum við tapa? Það dugir ekki að staglast á óljósum hugmyndum um eitthvað, sem hugs- anlega gæti unnist, ef við settumst að samningaborðinu í Brassel. Er það, sem við sjáum í framkvæmd af fyrirbærinu, þess eðlis að það geri aðildarviðræður eftirsóknarverðar? Evrópusambandið, skipulag þess, starfshættir og stefna eru ekki óþekkt fyrirbæri. Á meðan þeir, sem vilja sækja um aðild, leggja ekki fram haldbærar röksemdir um að tekjur yrðu umfram gjöld af aðild okkar, að augljósir kostir yrðu meiri en gallar, að hagsmunum okkar yi’ði betur borgið innan en utan Evrópu- sambandsins, er varla ómaksins vert að taka þá alvarlega um óljósar og ómarkvissar aðildarviðræður. Mér finnst full ástæða til þess, að við ræðum þessi mál á grundvelli rökrænnar greiningar með íslenska hagsmuni að leiðarljósi. Og þá þarf að skoða öll atriði málsins undan- bragðalaust og á staðreyndagrund- velli, en ekki þeim að eitthvað óljóst gæti hugsanlega fengist í aðildar- viðræðunum, í ósamræmi við reglur, skipulag, stefnu og starf Evrópu- sambandsins. - Gœðavara Gjafavara — malar og kaffislell. Allir veröflokkar. Heimsfrægir liönimðii m.a. Gianni Versace. 7W//Y \\\t\Y VERSLUNin Laugavegi 52, s. 562 4244. Hannes Jónsson Höfundur er fyrrverandi sendiherra.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.