Morgunblaðið - 25.01.2000, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 25.01.2000, Blaðsíða 46
MORGUNBLAÐIÐ 46 ÞRIÐJUDAGUR 25. JANÚAR 2000 MINNINGAR + Guðrún Þor- björg Svans- dóttir fæddist í Reykjavík 3. októ- ber 1950. Hún lést á Iíknardeild Land- spitalans 17. janúar síðastliðinn. For- eldrar hennar eru Álfhildur Kristjáns- dóttir, f. 19.10. 1919, og Sigur- steinn Þórðarson, f. i 28.11. 1903, d. 14.5. 1989. Þau slitu sam- vistir. Seinni maður Álfhildar, Svanur Ingi Kristjánsson, f. 9.2. 1922, gekk Guðrúnu í föðurstað frá Mágkona mín, litla systir Ingu konu minnar, hefur nú gengið þann veg til enda sem hún fékk að vita fyrir ári að væri framundan. Erfiður var síðasti kaflinn og langtum lengri en búist var við. Baráttuviljinn var óbilandi allt til enda, löngu eftir að allt þrek var þrotið. Guðrún ætlaði ekki að deyja. Ég verð allra kerlinga elst sagði hún á 49. afmælisdegi sínum - skömmu áður en hún dó. Þær systur hafa frá fyrstu tíð staðið nærri hvor annarri og þegar fram á fullorðinsár kom og aldurs- munurinn sagði minna til sín þróaðist með þeim náin vinátta sem varð dýpri með hverju árinu sem leið og meiri tími gafst til samvista. Það er áfall sem erfitt er að yfirstíga þegar sjúkdómur bind- ur enda á svo ánægjuleg samskipti sem þeirra, en minningin um góða systur mun lifa. Ég kynntist Guðrúnu fyrst sem \íu ára fjörmikilli telpu sem óneit- anlega tókst að gefa lífinu lit með uppátækjum sínum og hugmynda- flugi. A þeim árum dró hún að sér athygli nágranna sinna sem foringi barnanna í götunni og reyndi dálít- ið á unglinginn í stóru systur með glettni sinni og gáskafullri fram- komu. Sá drífandi og kraftmikli götuforsprakki sem ég sá þá var gjörólíkur þeirri hægu og frekar alvörugefnu fíngerðu konu sem hún síðar átti eftir að verða þegar hún hafði eignast og tók að ala upp sín eigin börn, drengina sem hún helgaði líf sitt. En þótt framkoman yrði hæg og yfirveguð með árunum kom í ljós vvið erfið veikindi að viljastyrkur- inn og kjarkurinn var hinn sami og áður. Hún ætlaði sér að berjast. Hún ætlaði að vinna og trúði því að hún gæti gert hið ómögulega eða a.m.k. ætlaði hún að reyna það. Guðrún var góðum gáfum gædd og lagði mikla áherslu á menntun barna sinna. Listræn var hún og öll vinna lék í höndum hennar. Sjálf gældi hún við þá hugsun að sinna betur eigin þörfum á menntasviðinu þegar hún fengi meiri tíma fyrir sjálfa sig. Þau áform voru meðal þeirra hug- mynda sem þær systur ræddu sín á milli og Guðrún hafði vaxandi *. áhuga á. Þegar þær svo skyndilega sátu saman í litlu herbergi á sjúkrahúsi og fengu að heyra að tíminn væri líklega liðinn tók Guð- rún þeim tíðindum með ró þess manns sem trúir að það sé annar en læknirinn sem ákveður slíkt. Guðrúnar verður sárt saknað af unga aldri. Systkini hennar eru Inga Rósa, húsmóðir, f. 8.12. 1942, gift Þor- varði Eiíassyni skóla- stjóra, f. 9.7. 1940; Kristján Rúnar, full- trúi,' f. 27.2. 1947, kvæntur Eddu Bachmann, verslun- armanni, f. 7.4. 1949. Hálfbróðir Guðrúnar er Skarphéðinn, raf- virki, f. 16.6. 1934, kvæntur Ragnhciði Hinriksdóttur, af- greiðslumanni, f. 18.7. 1936. Guðrún giftist hinn 28.3. 1970 okkur öllum sem næst henni stóðu. Eiginmanni, sonum og foreldr- um hennar bið ég guðs blessunar á erfiðri stundu. Þorvarður Elíasson. Það var angan af saltfiski og tjöru í loftinu flesta daga þar sem lítill snáði sté sín fyrstu spor. Þetta var á Framnesveginum í vesturbæ Reykjavikur á sögusviði þeirrar góðu bókar Grandavegur 7, þar sem mávarnir görguðu frá morgni til kvölds. Lifandi og skemmtileg var hún þessi veröld sem þar blasti við ungum augum en dálítið ógnvæn- leg stundum fyrir lítinn dreng og þess vegna gott að geta haldið í höndina á góðri frænku sem var stundum kölluð til ábyrgðar á litl- um frænda sínum og uppeldisbróð- ur. Síðar fluttist sögusvið þessara björtu bernskuára inni í Laugar- neshverfi og þar var ekki síður gott að eiga Guðrúnu að eða Gunnsu eins og ég var víst einn um að kalla hana. Þótt aldursmun- urinn væri átta ár átti hún auðvelt með að ræða við mig um mín hugð- arefni. Afdráttarlaus var hún í skoðunum og stundum dálítið stjórnsöm fannst mér þá en um- fram allt hafði hún ríka þörf fyrir það að gefa og gleðja og gerði þannig dagana bjarta og góða. Gunnsa var á þessum árum hálf- gerð ævintýrapersóna í mínum huga, sífellt á ferð og flugi m.a. til starfa erlendis. Allt sem hún tók sér fyrir hendur varð uppspretta skemmtilegra og litríkra frásagna og er óhætt að segja að Gunnsa hafi jafnan verið í essinu sínu við eldhúsborðið á Silfurteignum er hún sagði frá því sem á dagana dreif. Hún sagði skemmtilega frá og eflaust færði hún örlítið í stílinn á stundum til þess að krydda sög- una og gera hana skemmtilegri eins og hæfir góðum sögumönnum. Lífsgleði Guðrúnar og ævintýra- þrá virtust engin takmörk sett enda var hún fjörmikil stúlka sem elskaði lífið og átti sér fallega drauma. Hennar draumar rættust öðru fremur í mannvænlegum sonum þeirra Daníels, þeim Árna Svan og Davíð Má. Þeir voru hennar stolt og gleði. Með þessum fátæklegu orðum vil ég þakka Gunnsu fyrir þann ævintýraljóma sem hún færði yfir mín bernskuár. Nærvera hennar á þessum árum var dýrmæt gjöf því hún kenndi mér öðru fremur að eftirlifandi eiginmanni sinum, Daníel Árnasyni, fasteignasala og sölumanni, f. 16.3. 1948. Móð- ir hans er Heiðbjört Lilja Hall- dórsdóttir, húsmóðir og verka- kona, f. 23.8. 1918. Faðir hans var Árni Davíð Daníelsson, bóndi, f. 16.5. 1911, d. 28.6. 1970. Börn _ Guðrúnar og Daníels eru: 1) Árni Svanur, guðfræðing- ur, f. 15.4. 1973, kvæntur Guð- rúnu Harðardóttur, sagnfræð- ingi, f. 5.3. 1966. 2) Davíð Már, nemi, f. 19.6. 1979, unnusta hans er Tinna María Emilsdóttir, skrifstofumaður, f. 11.12. 1980. Guðrún ólst upp í Reykjavík. Hún starfaði lengst af á skrif- stofu Rannsóknaráðs ríkisins, síðar Rannsóknarráðs íslands. Síðustu ár var hún þar skrifstofustjóri. Guðrún verður jarðsungin frá Laugarneskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. mæta hverjum degi sem nýjum þætti í skemmtilegu ævintýri. Um leið og ég votta Daníel, Arna Svan, Davíð Má, Guðrúnu og Tinnu dýpstu samúð mína bið ég þess að Guð gefi að allir þeir draumar sem Gunnsa batt við framtíð sona sinna megi halda áfram að rætast. Hún hvíli í Guðs friði. Einar Eyjólfsson. Mig langar að kveðja þig með örfáum orðum elsku Guðrún og þakka þér af öllu hjarta fyrir hversu góð þú og Daníel hafið ávallt verið Tinnu Maríu dóttur minni. „Ég hefði ekki getað eign- ast betri tengdaforeldra en Guð- rúnu og Daníel,“ segir hún. Alveg frá því þau kynntust fyrir fjórum árum hafið þið tekið henni opnum örmum, hún alltaf verið velkomin inn á heimili ykkar, sama hvenær sólarhringsins henni datt í hug að heimsækja Dabba sinn! Tinna mat þig mikils og þótti ákaflega vænt um þig og saknar þín sárt! Við vit- um þó, að nú líður þér vel, ert laus úr viðjum þessa hræðilega sjúk- dóms sem þú barðist við af öllum mætti. Megi góður Guð styrkja þá sem þig nú syrgja. Geirlaug. Kær starfsfélagi og vinkona til margra ára er látin, langt um al- dur fram. Það er sárt að horfa upp á sjúkdóm leggja svo lífsglaða og dugmikla konu að velli á skömm- um tíma, en eftir lifa minningarnar um allar góðu samverustundirnar. Við áttum báðar langa starfsævi að baki hjá Rannsóknarráði íslands og gengum í gegnum mikla breyt- ingatíma hjá þeirri stofnun. Oft töluðum við um góðu gömlu dag- ana þegar hlutimir voru hespaðir af og ekki þurfti að treysta í einu og öllu á nútíma tækni. Aldrei lá betur á Guðrúnu en þegar mikið var að gera og tíminn naumur, og hún sá til þess að dæmið gengi upp fljótt og vel. Hún var öðrum fljót- ari að tileinka sér nýja tækni; tölv- urnar og forritin léku í höndunum á henni. Þetta kom sér afskaplega vel fyrir okkur hin og var oft níðst á kunnáttu hennar og hjálpsemi. Oft var glatt á hjalla á kaffistof- unni, enda var mikil samkennd á vinnustaðnum og margs að minn- ast. Guðrún var greind kona, hafði ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum og hafði mikla réttlætis- kennd. Hún var fljót að sjá hið skoplega í hversdagsleikanum. Við ræddum mikið saman um okkar hagi, fjölskyldur og framtíðar- drauma, og voru synir hennar tveir í aðalhlutverki þar. Hún fylgdist af áhuga með námi þeirra og starfi og átti sér sjálf þann draum að mennta sig betur og sótti margs konar námskeið. En örlögin gripu í taumana og verður þessi draumur eflaust uppfylltur á öðru tilverustigi. Ég færi Guðrúnu hjartans þökk fyrir vináttuna öll þessi ár og alla þá daga sem við áttum saman. Daníel, sem sjálfur á við alvarleg veikindi að stríða, og sonunum Árna Svani og Davíð Má vottum við Ingvi okkar dýpstu samúð. Inga Lára Guðmundsdóttir. Við fráfall kærrar frænku leita minningar á huga okkar systra. Strax á barnsaldri sýndi hún Gunna Tobb mikinn skörungsskap í leik og öllum öðrum samskiptum við okkur frænkurnar. Fjölskyldur okkar voru sam- heldnar og mikill samgangur milli systkinabarna. I hópi þeirra okkar sem voru yngri en hún var hún sjálfskipaður leiðtogi og þótti okk- ur stundum nóg um hugdirfsku hennar. Þá þegar var ljóst að þar fór kona með sterkan persónu- leika, fjörugt ímyndunarafl og góða kímnigáfu. Þegar Gunna Tobb var rétt tæp- lega tvítug, kynnist hún eftirlifandi eiginmanni sínum, Daníel Árnasyni sem nú sér á eftir góðum félaga. Þau hjónin voru alla tíð samstiga í lífinu sem og í ferðum sínum, en þau ferðuðust mikið ásamt sonum sínum, Árna Svani og Davíð Má. Þau höfðu til dæmis þann skemmtilega sið, að merkja inn á kort, alla þá vegaspotta sem þau fóru um landið. Síðast þegar við vissum, voru ekki margir slóðar ófarnir. Á seinni árum hefur það hvílt á okkar kynslóð, að halda hópinn og styrkja fjölskylduböndin. Þar fór hún fremst í flokki og lét sig hvergi vanta. Má þar telja nokkrar ógleymanlegar ferðir um landið, svo sem ferðir í Þjórsárdal og til Grundarfjarðar, ekki síst vegna at- vika sem ekki voru á dagskrá. Ár- um saman höfum við stórfjölskyld- an rætt um að fara pílagrímsferð til Dýrafjarðar, en þaðan erum við ættuð. Sú ferð var aldrei farin, ef til vill sökum þess að Gunnu Tobb var ekki falin framkvæmdin. Ferð- irnar sem hún skipulagði voru farnar, svo sem ferðin til Grundar- fjarðar. Auk ferðanna minnumst við fjörugra samkvæma sem haldin voru á heimilum okkar frænd- systkina til skiptis. Stundum voru tilefni, en oftast voru þær að til- efnislausu. Þótt líf hennar hafi verið allt of stutt, er Ijóst að hún nýtti tíma sinn vel, tókst óhrædd á við ný verkefni, sem leyst voru af mynd- arskap, Mátti þá einu gilda hvort um var að ræða hannyrðir, barna- uppeldi eða á starfsvettvangi. Sárt er að þurfa að sjá á eftir henni, einni af okkur. Ennþá sár- ara því okkur finnst svo stutt síðan við þurftum að sjá á eftir annarri frænku sem dó úr sama sjúkdómi. Skarðið hennar Gunnu Tobb verð- ur aldrei fyllt. Synir hennar og ástkær eiginmaður eiga eftir frá- fall hennar, eins og fjölskyldan öll, góðar minningar sem aldrei verða frá okkur teknar. Við vottum eiginmanni, sonum, foreldrum, systkinum og fjölskyld- um þeirra, samúð okkar. Guðrún, Birna og Auð- ur Einarsdætur. Sjá, dagar koma, ár og aldir líða, og enginn stöðvar tímans þunga nið. I djúpi andans duldir kraftar bíða. Hin dýpsta speki boðar líf og frið. I þúsund ár bjó þjóð við nyrstu voga. Mót þrautum sínum gekk hún, djörf og sterk. í hennar kirkju helgar stjörnur loga og hennar líf er eilíft kraftaverk. (Davíð Stef.) Þessar ljóðlínur koma í hug þeg- ar litið er til baka er við bundust fjölskylduböndum og minningar frá þriggja áratuga samleið rifjast upp. Fyrstu samfundir með fjöl- skyldu hennar voru þegar okkur var boðið heim til foreldra hennar og systkina á Silfurteignum þegar þau Daníel höfðu opinberað trúlof- un sína. Áttum við góða og eftir- minnilega stund þar sem gestrisni og glaðværð var í fyrirrúmi. Þar með urðu til sterk bönd og tengsl sem á síðustu misserum hafa hjálpað okkur 1 veikindastríði Guð- rúnar. Minnisstæð eru orð Einars móð- urbróður hennar á brúðkaupsdegi þeirra Daníels; „fyrstu tvö árin eru erfiðust“. Þetta fannst okkur um- hugsunarefni á stund þar sem ást og rómantík var allsráðandi. Oft síðan minntumst við þessara orða og vorum sammála um að þau hefðu verið mikil og góð hvatning til framtíðar. Mikil var hamingjan og eftirvæntingin þegar Árni Svanur, eldri sonurinn, fæddist. Ógleymanleg minning er heimsókn á Fæðingarheimili Reykjavíkur þar sem hún hélt á Davfð Má ný- fæddum, stolt móðir. Hún var stolt af sonunum, og bar hag þeirra fyr- ir brjósti. Hvatti þá til náms og góðra starfa eins og henni einni var lagið. Svo komu tengdadæt- urnar Guðrún og Tinna. Hún talaði oft um systkinabörn sín og fylgd- umst við með þeim vaxa og stofna sínar fjölskyldur. Guðrún var mikill dýravinur, naut hún þess sérstaklega þegar þau Daníel bjuggu um tíma á æskuheimili hans. Þau hafa nánast alltaf haft á heimili sínu kisu, síð- ari ár tvær. Skotta, sem þau Hall- dór áttu saman, annaðist Guðrúnu í veikindunum eins og mannleg hönd og var unun að sjá hve dýrið sýndi mikla alúð og nærgætni. Guðrún hafði sérstaklega fagra rithönd, svo eftir var tekið, og var hún sjálfskipaður ritari þegar eitt- hvað stóð til hjá okkur. Við fórum saman í ferðalög á sumrin með strákana okkar, útilegur' og nátt- úruskoðanir eru ógleymanlegar stundir og auður í minningabanka okkar. Töluðum við oft um að við ætluðum að njóta þeirra í ellinni. Oft var farið norður eða í næsta nágrenni borgarinnar með nesti og voru þá gjarnan teknar myndir, sem Guðrún raðaði í albúm af ein- stakri smekkvísi og snyrtimennsku og skrifaði við texta og viðeigandi upplýsingar. Fallegri og vandaðri myndabækur höfum við tæpast séð og munu komandi kynslóðir njóta þeirra sem listaverka og til fróð- leiks. Guðrún gekk til starfa af áhuga og kappi, vinsæl af samstarfsfólki. Ekki óraði okkur fyrir því í lok október 1998 þegar við ókum þeim hjónum til nokkurra vikna dvalar í Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði að öðruvísi færi en ætlað var. Mikil eftirvænting ríkti um góða tíma til heilsubótar. Þau fengu gott her- bergi, vel staðsett, allt á besta máta. Bókataskan var þung, „þetta endist eitthvað" sagði hún. Þegar við kvöddum var einhver óútskýr- anlegur tregi og tilfinningar sem bærðust, var eitthvað að gerast? Viku síðar fórum við austur og kom þá í Ijós að eitthvað amaði að heilsu Guðrúnar. Tveim dögum síðar var hún flutt á Sjúkrahús Reykjavíkur til rannsóknar, greindist þá illkynja óviðráðanleg- ur sjúkdómur, stríð og barátta hófst sem hún var viss um að sigra í. Hún var æðrulaus og bjartsýn, svo af mátti læra. „Mót þrautum sínum gekk hún djörf og sterk.“ Hennar líf var kraftaverk, lækna- vísindin undruðust kraftinn, er það lýsandi fyrir hve Guðrún var sterk, og trúuð á mátt Guðs. Á kveðju- stund er margs að minnast og þakka. Hæst ber að hafa verið samferða öll árin og alltaf geta séð það besta í aðstæðunum hverju sinni. Þakklæti fyrir hlýhug og traust í okkar garð. Síðustu mán- uðir á líknardeild Landspítalans hafa verið erfiðir, en þar ríkir and- rúmsloft gott og viðmót svo og öll umgjörð sem auðveldaði og veitti styrk til ástvina hennar og eiga allir þar alúðarþakkir fyrir allt, af þeirra fundi var gott að fara. Öll- um aðstandendum sendum við ein- lægar samúðarkveðjur. Ég lít í anda liðna tíð, er leynt í hjarta geymi. Sú ljúfa minning létt og hljótt hún læðist til mín dag og nótt, svo aldrei, aldrei gleymi. (Halla Eyjólfsdóttir.) Guðrún Jónsdóttir og Halldór H. Árnason. Hratt flýgur stund í lífi og starfi 9g dagar verða ár og árin áratugir. í dagsins önn er ekki horft um öxl GUÐRÚN ÞORBJÖRG > SVANSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.